Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
11
Ál, járn og kopar 1964.
verða ekki sýnileg fyrr en áratug-
um seinna. Og til að gæða teikn-
ingar tímalegri fyllingu hafa ýms-
ir tekið til bragðs að baða þær upp
úr tevatni og hér er komið mjög
mikilvægt ferli í sambandi við
myndafalsanir! Loks eru þeir, sem
láta sjálfa náttúruna meira eða
minna um tilorðningu myndverk-
anna og hefur sá leikur fyrir löngu
borist til Íslands. Útlendingar hafa
gert sér nokkuð tíðförult hingað á
undanförnum árum og má hér
nefna Mario Reis„ er virkjaði ís-
lenzkar ár við gerð vatnslitamynda
sinna og Ursulu Arnold er ferðast
um óbyggðir og notar sjálfan jarð-
veginn í myndsköpun sinni. í þeim
tilgangi hefur hún ferðast víða um
heim og kom m.a. til íslands á sl.
ári og sýndi verk sín í Listaskála
Alþýðu.
Það eru auðvitað allt önnur gildi
ráðandi, er menn beita slíkum
vinnubrögðum, en t.d. þegar mað-
urinn sjálfur er miðpunktur ferlis-
ins. Hér er það hið vitsmunalega,
sem ræður ferðinni og þetta geng-
ur stundum svo langt, að fyrir
gerandanum verður sjálf athöfnin
og skilgreining hennar jafn mikil-
væg og jafnvel mikilvægari hinni
sýnilegu útkomu. Hann tekur þá
t.d. tímann, sem fer í hinar ýmsu
athafnir við gerð verksins og gefur
nákvæma skýrslu þar um.
Möguleikarnir við virkjun tíma
og rýmis eru auðvitað nær ótak-
markaðir og hin fagurfræðilega
skírskotun í slíkum verkum og
athöfnum, er allt önnur en menn
eiga að venjast og á stundum alls
engin, heldur ræður hið vitsmuna-
lega alfarið ferðinni.
Eins og Jóhann Eyfells orðar
það sjálfur þó í dálitlu öðru sam-
hengi sé: „Æskilegast væri að
aðrir tækju viðteknar venjur til
gagngerðrar endurskoðunar, at-
huguðu vandlega þann „vilja“ eða
„afl“ sem gefur heimatilbúnum
„sannleik“ þeirra gildi, það er mjög
mikilvægt. Ef sá „vilji“ er hulinn,
eins og hann virðist hafa verið í
árþúsundir, er ekki hægt að búast
við grundvallarbreytingum."
Hér er sem sagt mikilvægast,
að skoðandinn lifi sig inn í ferlið
og uppgötvi ný og áður óþekkt
sannindi sem listamaðurinn telur
sig hafa fundið og afhjúpað.
Listamaðurinn er þá sem land-
könnuður, en landnám hans er
fyrst og fremst hugmyndafræði-
legt og t.d. kunna uppgötvanir
hans að umturna fyrri hugmynd-
um manna um almenn fyrirbæri
allt um kring.
Jóhann er mjög jarðbundinn í
hinum hugmyndafræðilega þanka-
gangi sínum og þannig afneitar
hann með öllu dulhyggjunni, sem
hann álítur uppgjöf og ímyndunar-
afl á villigötum. Hann er maður
veruleikans á milli handanna,
hinna handföstu staðreynda, en
um leið er honum tíðrætt um nýj-
an veruleika sem hann nefnir ut-
anhallt við allt.
En þegar hann svo skírskotar
til veruleika sem skoðandanum er
ekki sýnilegur vandast málið, því
að þá krefst listaverkið nánari
útlistunar, því að listamenn geta
ekki krafíst þess að skoðandinn
sé jafnan með á nótunum í þeirra
séifæku uppátækjum. Það væri
þá svipað því og að ætlast til þess
að menn nemi og skilji tungumál
sem þeir hafa ekki lært.
Þó að Jóhann geri ekki mikið
úr handverkslegum þætti verka
sinna þá dylst engum að hann
skiptir afar miklu máli og er hlekk-
ur til úrslita í ferlinu.
Ég er þá að skírskota til sjálfs
handverksins, en ekki hinna hreint
fagurfræðilegu hrifa. Þau eru að
vísu til staðar eins og svo margt
í náttúrunni hrífur okkur, þó við
getum ekki skilgreint þá fegurð
og viljum helst ekki að hún sé
skilgreind. Við njótum t.d. til-
komumikils sólarlags, eða aftur-
eldingarinnar og skynræn áhrifin
verða sem áþreifanleg án þess þó
að við kunnum neina viðhlítandi
skýringu á fyrirbærunum. Slík
fyrirbæri eru öllum sýnileg en
áhrifín á hvern einstakan eru það
hins vegar ekki, en þau eru mis-
munandi og verða aldrei algild
þótt menn fínni hér ný og ný sann-
indi og nálgist þau frá nýjum og
nýjum sjónarhornum. Þetta hafa
menn einmitt gert í árþúsundir og
inn í þetta ferli vilja listamenn
blanda sér.
Sýningin á listasafninu virkar
meira vísindaleg en að eiga skylt
við eitthvert augnakonfekt í list-
inni, en eins og hún er hugsuð,
er henni vel fyrir komið og þá eink-
um í salnum er veit að Tjörninni,
en ég hef ekki í annan tíma séð
jafn mikla stemmningu í kringum
núlistaverk í þessum sal og er t.d.
í kringum Næmishyggjuteninginn
fra 1978 og stóra verkið „Flatt
sem flatt sem teningur“, 1991-92.
Hér kemur það fram hve mikil-
vægt er að rýmisverk njóti sín og
að í kringum þau sé þétt stemmn-
ing og ekkert sem raskar áhrifun-
um, en í sumum tilvikum er skelfí-
legur misbrestur á því hér í borg.
Þetta eru verk sem kynna lista-
manninn mjög vel og væri meira
en æskilegt að þau fengju varan-
legan samastað hér á landi.
Verk sem eru „Hringlaga, ten-
ingslaga og þríhyrningslaga mál-
kenndir“, eins og listamaðurinn
nefnir athafnir, þar sem ferlið er
að raða þessum hreinu grunnform-
um hvert ofan á annað, virka
nokkuð hrá og kuldaleg í þessu
umhverfi. Það er eins og þau kalli
á andstæðu sína sem ekki er fyrir
hendi í nágrenninu t.d. flauels-
mýktar eða lifandi gróðurs, og því
virka þau eitthvað svo utangátta
og framandi í rýminu. Eru líkast
skírskotun frá framandi veröld eða
hlutir sem hafa ratað til jarðarinn-
ar frá ijarlægum himintunglum
elds og eimyiju.
Það er og dijúgur svipur um-
brota og storknunar yfir verkum
Jóhanns Eyfells og þau fela í sér
þau sömu lögmál og ræður sam-
þjöppuðum efnisheimi í tómarúmi
eilífðarinnar.
NORDLUX eru vönduð dönsk inni-
og útiljós, hönnuð eins og Dönum er
einum lagið, stílhrein, falieg og á
ótrúlega góðu veröi! Skoðið úrvalið af
NORDLUX Ijósunum og nýjan 40
síðna litprentaðan bækling á islensku
hjánæstasöluaðila.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Höfuöborgarsvæðið:
HÚSASMIÐJAN, Skútuvogi.
HEIMASMIÐJAN, Kringlunni.
HÚSASMIÐJAN, Hafnarfirði.
Landsbyggðin:
BORGARNES: Versl. Lux
GRUNDARFJÖRÐUR: Guðni Hallgrímsson
STYKKISHÓLMUR: Versl. Húsið.
ÍSAFJÖRÐUR: Straumurh.f.
HVAMMSTANGI: KVH, byggingavörudeild.
BLÖNDUÓS: KH, byggingavörudeild
SAUÐÁRKRÓKUR: Rafsjá h.f.
SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Torgið
ÓLAFSFJÖRÐUR: KEA byggingavörur.
DALVlK: KEA byggingavörur.
AKUREYRI: KEA raflagnadeild.
HÚSAVÍK: Öryggi s.f.
EGILSSTAÐIR: Rafbúö S. Guðmundssonar.
HVOLSVÖLLUR: Kf. Rangæinga.
SELFOSS: KÁ byggingavörur.
ÞORLÁKSHÖFN: Fagus h.f.
VESTMANNAEYJAR: Neisti
KEFLAVIK: Rafbuð R.Ó.
Almenno ouglýsi