Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
Menntamálaráðherra á ráðstefnu um menningarmál á landsbyggðinni
Sinnuleysið er mesti and-
stæðingur menningarinnar
Laugarvatni.
Það var þétt setinn bekkurínn við setningu ráðstefnunnar Menning um landið og var fólk komið hvaðan-
æva af landinu til að taka þátt í umræðunum.
HALDIN var ráðstefna dagana
16. og 17. október sl. um menn-
ingarmál á landsbyggðinni á
Flúðum í Hrunamannahreppi á
vegum menntamálaráðuneytis-
ins, Sambands íslenskra sveitar-
félaga og Bandalags íslenskra
listamanna.
Á ráðstefnunni voru flutt nokk-
ur erindi um menningarmál frá
ýmsum sjónarhornum sem starfs-
hópar ráðstefnunnar unnu síðan
út frá.
Helsta markmið ráðstefnunnar
var að skoða menningarflutning á
landsbyggðinni í víðu samhengi,
hvemig efla mætti samstarf menn-
ingarstofnanna úti um land og
tengsl þeirra aðila sem fást við
menningarstarfsemi í hinum ýmsu
sveitarfélögum.
Menningin bindur
fólkið saman
Menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, setti ráðstefnuna. Hann
sagði íslenska tungu og íslenska
sögu homsteina menningar á ís-
landi. íslensk menning eir.kenndist
af metnaði einstaklings, frelsisást
og jafnréttiskennd, virðingu fyrir
einstaklingnum og orðstír hans.
Ólafur sagði sinnuleysi vera mesta
andstæðing menningarinnar.
„Áður fyrr gaf fólk sér meiri tíma
til að setjast niður og tala saman
og segja sögur. Með breyttum þjóð-
félagsháttum höfum við minni tíma
með bömum okkar og grípum æ
oftar til þess ráðs að gerast hlut-
lausir þiggjendur efnis í gegnum
útvarp og sjónvarp." Ólafur talaði
um byltingu í fjarskiptum sem
skapaði okkur nýjan alþjóðlegan
markað fyrir hugmyndir og hug-
verk, markað sem byggist á venju-
legum markaðsforsendum án tillits
til sérkenna menningar einstakra
landa eða menningarsvæða. Nú
þegar væm farin að sjást merki
erlendra áhrifa í gegnum gervi-
hnattasjónvarp, þróun sem stefnt
gæti bókmenntaarfi þjóðarinnar í
hættu. Ráðherrann tók það skýrt
fram að hann legði sérstaka
áherslu á það við endurskoðun út-
varpslaga að tryggja leiðir til að
auka hlut innlends dagskrárefnis.
Hafí fyrirtækin ekki fjármagn til
dagskrárgerðarinnar verða þau að
minnka yfirbyggingu fyrirtækj-
anna.
Menntamálaráðhera sagði
ástæðu þessarar ráðstefnu vera þá
staðhæfíngu margra að menn-
ingarleg gjá væri að myndast á
milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. Þetta stafí
einkum af of lítilli þátttöku lands-
byggðarinnar í viðburðum stofn-
ana á Reykjavíkursvæðinu. í fram-
haldi af því sagði hann mikilvægt
að skoða áframhald M-hátíða á
landsbyggðinni og breytingar á
samstarfí ríkis og sveitarfélaga í
því sambandi.
Ráðherra kynnti hugmyndir að
breyttri skipan innan ráðuneytis
síns, þar sem hugmyndir væm
uppi um að skipta því í tvö nokk-
um veginn sjálfstæð ráðuneyti
undir sama ráðherra. Annars vegar
væri ráðuneyti menntamála og
hins vegar ráðuneyti menningar-
mála. Þetta væri einkum til að
gera menningarmálunum hærra
undir höfði en áður hefði verið
gert. Ráðherrann lýsti yfír sam-
starfí við listamenn við þróun nýs
ráðuneytis um að varðveita sem
best menninguna „það sem þjóðlíf-
ið nærist á“. Að lokum varaði ráð-
herrann við því að menn leggðu
peningalegt mat á menningu og
menningarstarfsemi.
M-hátíðir eru byggðamál
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands ísl. sveitarfélaga,
lýsti ánægju með samstarfið við
menntamálaráðuneytið við undir-
búning þessarar ráðstefnu. Hann
sagði mikilvægt að halda sam-
starfí um M-hátíðimar áfram, þær
drægju fram það besta í menning-
arflutningi hvers héraðs og styrktu
þau til dáða. Þar væri um raun-
hæfa byggðastefnu að ræða. Vil-
hjálmur lýsti þeim lögboðnu menn-
ingarverkefnum sem sveitarfélögin
sinntu, s.s. tónlistarskólum, bóka-
söfnum, félagsheimilum, stuðningi
við áhugamannafélög o.fl. Benti
hann á mikilvægi þess að við ís-
lendingar notuðum reynslu okkar
af samstarfi Norðurlandanna í
fyrirhugaðri samvinnu Evrópu-
þjóðanna með EES-samningi. Tilt-
ók hann sérstaklega vinabæja-
tengslin í þessu sambandi.
Maðurinn horfír til himins
Hjálmar H. Ragnarsson, forseti
Bandalags íslenskra listamanna,
bað menn að horfa til himnins. Það
væri einkenni hins vitiboma manns
og skildi hann frá öðrum dýrum
jarðarinnar. „Menning er það að
sjá lengra en það sem blasir við
augum hveiju sinni og það, að
fínna fyrir meiri hughrifum en það
sem líkamlegar þarfir kalla á.“
Hjálmar lagði áherslu á að stjóm-
völd og listamenn stæðu saman
vörð um íslenska menningu ein-
mitt nú þegar aukið frelsi í sam-
skiptum þjóða er að færast yfír.
Varaði Hjálmar við aukinni skatt-
Iagningu á menningarstarfsemi
þar sem hann taldi stundarávinn-
ing í fjáröflun geta valdið óbætan-
legum skaða. Vonaðist hann til að
áfram mætti búa í þessu landi þjóð
sem kann að horfa til himins.
Gagnkvæm menn-
ingarsamskipti
Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavík, hvatti til gagkvæmra
samskipta landshlutanna og menn-
ingarstofnana á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann sagði menningu landsins
hvfla á íjórum undirstöðuþáttum,
atvinnu, menntun, listum og fé-
lagslegri þjónustu. Og ef einn þess-
ara homsteina brysti væri mannlíf-
ið í hættu. Menningarmálin eiga
að sameina þjóðina, sagði Einar
ennfremur, „því er mikilvægt að
flytja menningarviðburði frá dreif-
býli til þéttbýlis og frá þéttbýli til
hinna dreifðari byggða“.
Einar lagði áherslu á að hlut-
verk sveitarfélaga í menningar-
málum væri aðallega að leggja li-
stafólki til aðstöðu, s.s. húsnæði.
Slflct húsnæði yrði að nýtast til
fleiri þátta sökum nýtingar á íjár-
festingunni. Hlutverk ríkisins er
aftur á móti tvenns konar í huga
Einars, þ.e. að styrkja með beinum
hætti menningar- og listastarf og
hins vegar að gera menningar-
stofnunum kleift að sinna störfum
sínum samkvæmt þeim lögum sem
um þær fjalla.
Að komast til sjálfs sín
Sigurður Pálsson, skáld og rit-
höfundur, sagði listimar færa
GUÐMUNDA Andrésdóttír opn-
ar málverkasýningu í Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, laugardaginn
31. október kl. 16-18.
Málverkin á sýningunni eru öll
unnin með olíu á þessu og síðasta
ári. Guðmunda stundaði nám í
Gautaborg, Stokkhólmi og París
1947-’53. Hún tók þátt í síðustu
September-sýningu 1952 og sýndi
þar geometrískar myndir. Árið
1956 hélt Guðmunda fyrstu einka-
sýningu sína í Ásmundarsal. Síðan
hefur hún haldið þijár einkasýn-
ingar, 1961, 1966 og 1972, auk
þess sem Kjarvalsstaðir heiðruðu
Ó fyrir framan er heitið á sagna-
safni eftir Þórarin Eldjám.
í kynningu útgefanda segir ma.:
Þessi nýja bók Þórarins hefur að
geyma ljórtán sögur sem eiga það
gjaman sammerkt að þegar minnst
er á gæfu, heppni, eða hamingju
er komið ó fyrir framan þar sem
síst skyldi. Heppni hjónanna Aðal-
steins og Eddu snýst til að mynda
í óheppni á sömu stundu og þau
fólkið nær sjálfu sér. Sigurður
varaði fólk við að setja menningar-
mál landsbyggðarinnar gegn
menningu borgarinnar, allar heild-
ir ættu sér einhveija minni heild
og einhveija stærri heild, við vær-
um stór gagnvart einhveiju og lít-
il gagnvart einhveiju öðru og allt
endaði þetta í frekar andlausri
hreppapólitík. Ef við þykjumst sjá
að togstreita höfuðborgar og
landsbyggðar sé að þróast á
hættulegt stig skulum við einbeita
okkur að því að leysa málið, gagn-
vart öðrum þjóðum höfum við um
annað tveggja að velja að standa
saman og lifa af eða sundrast og
listakonuna með stórri yfirlitssýn-
ingu árið 1990. Guðmunda hefur
sýnt árlega með Septem-hópnum
og tekið þátt í fjölda samsýninga
heima og erlendis.
í fréttatilkynningu segir að
listakonan hafí fengið 12 mánaða
starfslaun frá menntamálaráðu-
neytinu árið 1970.
Verk eftir Guðmundu eru í öll-
um helstu söfnum á íslandi, auk
þess eru verk eftir hana í söfnum
í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Eng-
landi, Frakklandi og Danmörku.
Sýningin í Nýhöfn er sölusýn-
ing. Henni lýkur 18. nóvember.
Opið er virka daga nema mánu-
álpast í eplakassann forboðna í
sjoppunni Paradís. - Sá gæflyndi
og spaki heimilishundur Lilli reynd-
ist ógæfan ein og umhverfíst í
trylltan klámhund af gefnu tilefni.
- Og þó að Sigurlaug, sjónvarps-
konan vinsæla, fínni hamingjuna
um stund í viðtalsþáttum sínum,
uggir stúlkan ekki að sér fyrr en
hún hefur ánetjast óhamingju
trylltrar fíknar sem rekur hana í
endalaus opinská og einlæg viðtöl.
Guðmunda Andrés-
dóttir sýnir í Nýhöfn
Nýjar bækur
Sagnasafn eftir
Þórarin Eldjám
hverfa sem ein heild. Sigurður
lagði áherslu á að þjóðin eignaðist
fullbúnar þjóðarstofnanir sem
stæðust háar kröfur atvinnu-
mennsku innan greinarinnar. En
ekki margar hálfkláraðar stofnan-
ir vítt og breitt um landið. Mögu-
leikamir til að dreifa listinni um
landið væru ótal margir, t.d. að
senda fámennari hópa út, jafnvel
blandaðan hóp listamanna til að
fremja listgjöminga í fámennari
byggðum í nánum tengslum við
heimamenn og það sem fyrir er á
staðnum. Sigurður benti á að til
að njóta lista þyrfti þjálfun sem
hann kallaði „ræktun“. Þessi
ræktun hjálpar fólki að njóta lista
og um leið gerir því kleift að kom-
ast til sjálfs sín.
Mikilvægt að eyða óttanum
við að koma fram
Rut Gunnarsdóttir frá Stokks-
eyri talaði um áhrif M-hátíða á
menningarlíf í litlu sjávarþorpi.
Hún lofaði þá fyrir framsýni sem
komu á M-hátíðum um landið og
sagði þær gott dæmi þess að
tíminn leiddi best í ljós árangur
framkvæmda mannsins. „í sjávar-
þorpinu er lífið saltfískur og þótti
víst nokkrum nóg um þegar talað
var um að halda M-hátíð á svona
stað. í fyrstu heyrðust raddir um
menningarkjaftæði sem heima ætti
í hanastélsboðum í Reykjavík. En
síðan kom í ljós að félagsheimlið
var of lítið til að rúma þá sem
sóttu viðburðina. Fólkið á staðnum
er ekki fyrir að trana sér fram en
með M-hátíð var ísinn brotinn og
fólki fór að finnast eðlilegt að leyfa
öðrum að njóta þess sem það var
að gera.“ Rut sagði afar mikilvægt
að eyða óttanum við að koma fram
í dagsljósið og sýna list sína.
Að loknum erindum var kynning
á menningarstofnunum. Listasafn
íslands var kynnt, Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, Þjóðleikhúsið, Þjóð-
minjasafnið og Ríkisútvarpið. Síð-
an voru hópumræður. Hóparnir
störfuðu allan laugardaginn en í
hádeginu flutti Ásdís Thoroddsen
erindi um ástand kvikmyndamála
á landsbyggðinni. Eftir kaffihlé
skiluðu hópar áliti og almennar
umræður hófust.
- Kári.
Guðmunda Andrésdóttir
daga kl. 12-18, um helgar kl.
14-18.
Þórarínn Eldjárn
Útgefandi er Forlagið, bókin
er 144 bls. Steingrímur Eyfjörð
Krístmundsson myndskreytti
bókina og hannaði kápu. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð
2.680 krónur.