Morgunblaðið - 29.10.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
15
Morgunblaðið/Amór
Njáll Benediktsson afhjúpar minnisvarða af Sigurði Brynjólfssyni
Sívertsen stofnanda Gerðaskóla. Minnisvarðinn var settur upp við
skólann 1989.
Afmæli Gerðaskóla
Myndlistarsýning
og tónleikar í Garði
Garði.
ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera í Garðinum um helgina og fram eft-
ir vikunni. Gerðaskóli er 120 ára um þessar mundir og verður af því
tilefni sýning i skólanum. Ellefu myndlistarmenn sýna verk sín um
helgina og fimmtudaginn 5. nóvember koma Gunnar Kvaran og Gísli
Magnússon og flytja verk eftir innlenda og erlenda tónlistarmenn.
Yfirskrift sýningarinnar í Gerða- Eftirtaldir listamenn sýna verk
skóla er „Skólinn og byggðin", en
þar er vikið að ýmsum þáttum í sögu
byggðarinnar, atvinnusögu, byggða-
sögu, þjóðsögum o.fl. Á sýningunni
má sjá dagbækur frá fyrstu tíð um
skólagöngu nemenda og ýmislegt um
kennsluhætti og aðbúnað í skólanum.
Gerðaskóli var stofnaður af séra Sig-
urði B. Sívertsen og er fyrsti skráði
skóladagurinn 7. október 1872. Sýn-
ingin verður opin kl. 8.15-17 á föstu-
dag, kl. 11-16 á laugardag og kl.
11-17 á sunnudag.
Samsýning myndlistarmannanna
verður í Sæborgu, húsi verkalýðsfé-
lagsins, og verður opin frá kl.
13-20.30 á laugardag og hálftíma
skemur á sunnudag.
sín: Bragi Einarsson, Þorsteinn Egg-
ertsson, Sólveig Björk Gránz, Jóhann
Jónsson, Þórður Kr. Kristjánsson,
Helga Sif Jónsdóttir, Fanney Hauks-
dóttir, Marta Markúsdóttir, Svan-
hildur Eiríksdóttir, Anna Borg Walt-
ersdóttir og Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir.
Fimmtudaginn 5. nóvember kl.
20.30 verða tónleikar í Sæborgu, þá
munu Gunnar Kvaran sellóleikari og
Gísli Magnússon píanóleikari flytja
verk eftir S. Prokofjev, Jón Nordal,
Rakhmanínov, W.H. Squire, Gabriel
Fauré og Saint Saéns.
Kirkjukór Útskálakirkju syngur
tvö lög í upphafi tónleikanna.
- Amór
Kvikmyndahátíðin Harðfiskur
FOSTUDAGINN 29. október hefst
kvikmyndahátíðin Harðfiskur í
Háskólabíói á vegum Hreyfi-
myndafélagsins. Hátíðin stendur í
eina viku.
Á vegum hátíðarinnar munu ýms-
ir góðir gestir koma til landsins, þar
á meðal franski leikstjórinn Claire
Denis, bandaríski leikstjórinn Gregg
Araki og bandaríski framleiðandinn
Jim Stark. Jim Stark hefur verið
framleiðandi mynda Jims Jarmusch
og er nú að undirbúa samstarf sitt
með Friðrik Þór Friðrikssyni.
I fréttatilkynningu segir að nýj-
asta mynd Jims Jarmusch, „Night
on Earth“, sem vakið hefur athygli
í Evrópu undanfarið, verði sýnd á
hátíðinni-.Myndin gerist í fimm borg-
um: Los Angeles, New York, París,
Róm og Helsinki. Hún samanstendur
af fimm sögum sem allar eiga sér
stað samtímis í leigubílum í hinum
mismunandi borgum.
Með hlutverk í myndinni fara:
Beatrice Dalle („Betty Blue“), Win-
ona Ryder (úr „Mermaids“, er nú að
leika í nýjustu mynd Copolla), Gena
Rowlans (eiginkona Casavettis),
Armin Mueller-Stahl, Giancarlo
Esposito, Rosie Perez, Isaach de
Bankhole og Roberto Benigni. Kvik-
myndatökumaður er Fred Elmes,
sem var tökumaður í „Blue Velvet"
og „Wild at Heart“. Höfundurtónlist-
ar er Tom Waits.
Þijár kvikmyndir leikstjórans
Greggs Arakis verða sýndar: „The
Living End“, „The Long Weekend"
og „Three Bewildered People in the
Night“, sem allar eiga það sameigin-
legt að vera „low-budget“ kvikmynd-
ir og fjalla gjarnan um samband
samkynhneigðra.
„The Living End“ er nýjasta mynd
Greggs og kostaði aðeins 2,5 milljón-
ir í framleiðslu, en er samt dýrasta
mynd hans. Hún ijallar um Luke og
Jon, ungan óðan rithöfund, sem taka
stefnulaust flug frá Los Angeles eft-
ir að hafa orðið lögreglumanni að
bana. Ferð þeirra þvert yfir Banda-
ríkin má rekja af innbrotum sem
þeir fremja á leiðinni. í kvikmynda-
hátíðinni í Hamborg í september var
Gregg Araki kynntur sem hug-
myndaríkasti "og frumlegasti leik-
stjóri hátíðarinnar.
Claire Denis er franskur leikstjóri
og myndir hennar, „No Fear, No
Die“, „Chocolat" og stutfmyndin
„Keep It to Yourself" verða sýndar.
„No Fear No Die“ fjallar um Dah
og Jocelyn. Dah er frá Bénin, en
Jocelyn frá Vestur-Indíum. Jocelyn
hefur komist yfir spænsku landa-
mærin án erfiðleika og allt virðist
ganga þeim í hag. Þau hafa gert
samning sem á að gera þau moldrík.
En eins og Jocelyn segir: Maður verð-
ur að bíða og sjá, ekkert vit að freista
gæfunnar um of. Alex Descas fer
með hlutverk Jocelyn. Isaach de
Bankoli með hlutverk Dah og einnig
með hlutverk í „Night on Earth“.
„In the Soup“, kvikmynd Alexand-
ers Rockwells, fjallar um ungan kvik-
myndaleikstjóra sem auglýsir eftir
fjármagni í sína fyrstu kvikmynd og
kemst þannig í samband við vafa-
saman náunga.
Sigrún Eðvaldsdóttir
með hljómleika í Japan
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleik-
ari, heldur þrenna einleikstón-
leika og kemur fram sem einleik-
ari á tvennum sinfóníutónleikum
dagana 28. október til 5. nóvem-
ber í Japan.
Tónleikarnir eru haldnir að frum-
kvæði Japansk-íslenska vináttufé-
lagsins og japanska íþróttadag-
blaðsins, Sports Nippon.
í fréttatilkynningu segir, að eftir
því sem næst verður komist séu
þetta fyrstu einleikstónleikar ís-
lensks fiðluleikara í Japan. Undir-
leikari hennar á einleikstónleikun-
um verður Seiko Seki.
Á fyrstu tónleikunum 28. október
kemur Sigrún fram með Sinsei
Nippon sinfóníuhljómsveitinni á
tónlistarhátíð í Tsjúo-hverfi í Tokýó.
Aðrir tónleikarnir eru 29. október,
einkatónleikar við undirleik Seiko
Seki í Nagano-borg. Þriðju tónleik-
arnir eru á sunnudaginn 1. nóvem-
ber. Þá spilar Sigrún með skóla-
hljómsveit Kunitachi tónlistarhá-
skólans í Tókýó. Fjórðu tónleikamir
eru einkatónleikar í Tókýó 2. nóv-
ember. Fimmtu og síðustu tónleik-
arnir eru einleikstónleikar í Shizu-
oka-borg skammt frá Tókýó.
BÍLALE/GA
Úrval 4x4 fólksbila og statlon bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
• Skoski sekkjapípuleikarinn Robert MacKintosh
• Gordon Rimes sýnir stórfengleg flóttaatriði,
auk þess að skemmta börnunum ítrúðagerfi sínu
• Listakonan Helen Cooper málar á silki
• Lafði Christobel og einkaþjónn hennar,
vafasamir fulltrúar breska aðalsins!
• Grínleikarinn Adrian Kay sem meðal annars leikur
Charlie Chaplin fyrir gesti Borgarkringlunnar
Tveggja hæða Lundúna-
strætisvagn með áætiunarferðir
^ í Borgarkringluna
- Ókeypis fyrir alia
Vagninn ekur um götur Reykjavíkur
og verður á hálftíma fresti í Borgar-
kringlunni. Við tökum farþega við
Arnarhól 15 mín. yfir heila tímann
og í Mjódd 15 mín. fyrir heila tímann
Spennandi
Sherlock Holmes leikur
Takið þátt í spennandi /f qo.q
Sherlock Holmes leik
Borgarkringlunnar og
Bylgjunnar. Nauðsynlegt GOH ÚIVARP
er að nálgast þátttökublöð í Borgar-
kringlunni. Veglegir vinningar í boði,
m.a. Lundúnaferð fyrir tvo.
Veiifi velkoniin
Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 10.00 -18.30 Föstudaga kl. 10.00 -19.00
Laugardaga kl. 10.00 -16.00 og sunnudaga kl. 13.00 -17.00, meðan á Bretlandsveislunni stendur.
Bnstakt tækifæri til að gera góð kaup
og njóta breskra lystisamda
Verslanir Borgarkringlunnar bjóða nú breskar vörur á
vildarkjörum. Þú þarft ekki að fara lengra en í Borgarkringluna til
að komast í breska stemmingu og fá breska vöru á einstöku verði!
Mikill fjöldi breskra og íslenskra listamanna mun skemmta gestum dag hvern.
Meðal gesta okkarfrá Bretlandi eru: