Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 19 ÉjSBS*' ,SS£ í MMWfiéi H> ass v Elliheimilið Grund. fyrirsvari þessara gjörða var séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, en með honum og í fyrstu stjóm voru þeir Flosi Sigurðsson trésmíða- meistari, Haraldur Sigurðsson verslunarstjóri, Júlíus Árnason kaupmaður og Páll Árnason kaup- maður. Þörfín var brýn og knýjandi og starfsemi óx og efldist fyrir dug og óbugandi vilja frumheijanna. Flutt var í nýreist hús við Hring- braut árið 1930, sem síðan hefur verið aukið við sem árin liðu og reyndar byggt einnig upp í öðru sveitarfélagi, austur í Hveragerði, í sama skyni, svo sem kunnugt er. Þúsundir landsmanna hafa notið skjóls, eignast heimili og aðhlynn- ingu á téðum stöðum á umliðnum árum og löngum var Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund nær eini kostur- inn, þeim er öldrunarheimili þurftu, allt til Hrafnistu í Reykjavík tók til starfa árið 1957. Farsællega er óhætt að segja að mál og efni hafa fram gengið á Grund alla tíð. í upphafi vega og við aðdraganda heimilisstofnunar var starfað í nafni miskunnsama Samveijans og af kristinni hugar- sýn og tilfinning var elliheimilið stofnað og á sömu lund hygg ég að hafi einnig búið að baki hveiju átaki og aukning sem orðið hefur fyrir tilstuðlan mannsins sem að löngum hefur haft með höndum forsjá og rekstur. Og um leið og ég minnist hér með þessum línum merkra tímamóta í sögu Grundar, þá vil ég senda Gísla Sigurbjöms- syni forstjóra bestu heillaóskir, en hann er 85 ára sama dag og Grund fyllir sjöunda tuginn, en Gísli er fæddur árið 1907, sonur þeirra séra Sigurbjarnar Ástvalds Gíslasonar og konu hans Guðrúnar Lárusdótt- ur. Hann tók við sem forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, haustið 1934 og hefur jafnframt stýrt starfseminni í Hveragerði síð- an Elliheimilið Ás tók til starfa 1952. Gísli Sigurbjömsson er ennþá við stjórnvölinn eftir 68 ára um- sjón, hygg ég að slíkur starfsaldur við þannig verk muni fátíður. Gísli er vakinn og sofinn í að hyggja að velferð skjólstæðinga sinna og hvað má betur fara í forsjá og aðhlynn- ingu. Sé litið um öxl þá munu flest- ir sem nokkur skil kunna á Grund og Ásum vita að Gísla hefur auðn- ast að reka heimilin af sérstökum myndarbrag, en jafnframt fyrir- hyggju og á traustum grunni og tiltekið er hvílík snyrtimennska rík- ir hvarvetna svo vandfundin mun hirðusemi og regla til jafnaðar. Og óhætt er að segja um aldinn heið- ursmann að hann býr að fijórri hugsun og framsýnni vitund en gerist og gengur. Þessa þátta í eðlisgerð hefur gætt í framkvæmd- um hans um dagana, störfum hans og hugðarefnum og þessa gætir í viðræðum við hann hvað sem um er rætt, allsstaðar er hann heima og fullur áhuga, hugmynda og leiða, hvort heldur ber á góma þjóðmálin, rekstur ríkis eða fyrirtækja, vís- indaverkefni, trú og kirkjumál, hug- ur hans er ætíð að starfi við úr- lausn nýrra viðfangsefna, í leit úr- ræða fyrir sitthvað í daglegri sýsl- an, eða viðkomandi hag lands og þjóðar. Störfín að baki eru giftu- söm, ráð hans hafa gagnast mörg- um og hjálparhönd hans stutt víðar við en talið verði. En allra mest hefur hann gott gert í þágu þeirra sem kvöldlúinn sótti að og þurftu aðhlynning og skjól. Ég sendi Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra hamingju- óskir á tímamótum, sem og hans mætu eiginkonu Helgu Björnsdótt- ur. Fjölskyldunni allri, stjóm Gmndar, starfsfólki og heimilisfólki bið ég heilla á sjötíu ára hátíð Grundar. Megi gifta og blessun. hvíla yfír fram um veg sem hingað til. Guðmundur Óskar Ólafsson. Hitaveita Reykiavíkur Erum vel undir vetur- inn búin - segirGunnar Kristinsson hita- veitustjóri „VIÐ erum mjög vel undirbúnir fyrir veturinn," sagði Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri í upp- hafi vetrar. Heitavatnsþrýstingur á vatni til Kópavógs og Hafnar- fjarðar mun fljótlega verða kom- inn í eðlilegt horf eða um leið og Suðuræð Hitaveitunnar, verður tekin í notkun á næstu vikum. Nesjavallavirkjun, var lokuð um tíma í sumar að venju á meðan farið var yfír vélabúnaðinn. „Það er langt síðan lokið var við að hreinsa allar útfellingar úr rörunum," sagði Gunn- ar. „Þær eru ekki lengur til og ekki ástæða til að óttast kuldakast þegar við höfum 140 megavött að austan." 100 megavött voru tekin í notkun í september árið 1990 þegar Nesja- vallavirkjun var sett í gang og 40 megavött bættust við í fyrra en næsti áfangi, sem er 50 megavött verður tekinn í notkun í fyrsta lagi árið 1994. „Það liggur ekkert á því við erum mjög vel settir,“ sagði hita- veitustjóri. „Og svo höfum við vara- stöðina, sem hægt er að grípa til dag og dag. Það er ekkert stórmál að eyða nokkrum milljónum króna í olíu á ári og getur borgað sig í stað mik- illa fjárfestinga á Nesjavöllum." fitubrennslu og pú ncerö áncegjulegunt úrangri hefst 31. október - mæting 5x í viku í leikfimi - fitumælingar og vigtun - fræðslufundur — matardagbók þétttakendur skila matardagbók og fi umsögn og réðgjöf um breytt mataræði - Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði Kr. 8.800 OplA i dag kl. 12-16. - aðhald og hvatning Skemmtilegir tímar í góöum félagsskap og þú losnar viö óvelkomna fitu og lærir aö tileinka þór nýjan lífsstíl svo aö aukakílóin veröi ekki framar vandamál. Þú færö allar upplýsingar í síma 68 98 68. ir Morgunhópur ★ Daghópur ★ Kvöldhópur ★ Vaktavinnufólk velkomið ★ Bamagæsla STODlÖ JÖNlNU & AGOSTU Odútt? Olafsílóttir, Ecida Sigurbergsdóttir og Ingibjörg Siguröardóttir misstu sarntals 34 hg afjitu. LOtamsrœht er nti peirra IffsstílL ÁRAIMGURSRÍKAR SÖLUAÐFERÐIR Markmið markaðsfræðinnar er að skilja þarfir neytenda og þá þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á þá. Sölumenn verða að hafa þekkingu á þörfum neytandans til þess að skilja kaup- hegðun hans. Hvers vegna kaupir neytandinn ákveðna vöru? Á námskeiðinu verður fjallað um: ★ Neytendur og þarfir þeirra. ★ Sölustjórinn - söiumennirnir ★ Staðsetning vöru ★ Að loka sölunni ★ 30 sölugullkorn Leiðbeinandi: Bæring Ólafsson, sölustjóri Vífilfells. Tími: 9. og 10. nóvember kl. 13.00-18.00 í húsa- kynnum Stjórnunarfélags- ins í Ánanaustum 15. A Stjómunarfélag Islands Ánanaustum 15, sími 621066. Panasonic MC-E655 # Létt 02 meðfœrileg (4.6 kg.) ® 1000 w/motor # Fylgihlutir geymdir í ryksugunni # Inndraganleg snúra NOVEMBERTILBOÐ JAPISS / BRAUTARHOLTI 2 ^ KRINGLUNNI Panasonic M-5452 með sjálfvirkri affrystingu SIMI 625200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.