Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUpAGUR 29. OKTÓBER 1992
18. þing Sjómannasambands íslands
Allur afli innanlands
fari á fiskmarkaði
Stórt hagsmunamál fyrir okkur að koma
þessu í gegn, segir Sævar Gunnarsson
í FRAMSÖGURÆÐU um atvinnu- og kjaramál á þingi Sjómanna-
sambandsins kom fram hjá Sævari Gunnarssyni frá Grindavík
að eitt af stóru hagsmunamálum sjómanna í dag væri að allur
afli heima fyrir fari í gegnum fiskmarkaði. „Við verðum að berj-
ast eins og ljón fyrir þessu,“ segir Sævar. Og í drögum að álykt-
un þingsins um kjara- og atvinnumál er þessi krafa sett fram í
fyrstu málsgrein þar sem segir m.a. að þingið skori á stjórnvöld
að vinna að því að innan tíðar fari allur afli sem seldur er innan-
lands í gegnum fiskmarkaði.
í máli Sævars kemur fram að með
þessu er verið að vinna gegn þeirri
tilhneigingu einstakra útgerðar-
manna til að draga kostnað vegna
kvótakaupa frá launum sjómanna. í
síðustu kjarasamningum var að vísu
samþykkt bókun þar sem stemma á
stigu við þessu en Sævar segir að
blekið á þeirri bókun hafi vart verið
þornað er útgerðarmenn fóru að leita
leiða framhjá henni.
Sævar kynnti þau drög sem nú
liggja fyrir um atvinnu- og kjaramál
en í þeim er m.a. að finna harðorð
mótmæli gegn hugmyndum um fjölg-
un skattþrepa, öllum hugmyndum
um auðlindaskatt er hafnað, mót-
mælt er þeirri ákvörðun stjómvalda
að styrkja útgerðina með beinum
peningagreiðslum til að mæta sam-
drætti í þorskveiðum og ekki komi
annað til greina en að úthluta afla-
heimildum Hagræðingarsjóðs beint í
stað þess að selja þær.
Margir tóku til máls um kjaramál-
in, þeirra á meðal Elías Björnsson
frá Vestmannaeyjum. Hann kynnti
tillögur sjómannafélagsins í Vest-
mannaeyjum í þessum málaflokki en
í þeim er skorað á Alþingi að setja
lög um að allur fiskur verði seldur á
fiskmörkuðum eða verð á honum
markaðstengt, að óheimilt verði að
draga frá kaupverð kvóta áður en
afli kemur til skipta og framsal á
aflaheimildum verði einnig óheimilt.
Sigurður Ólafsson frá ísafirði seg-
ir að hann telji að sjómannasamtökin
eigi í næstu kjarasamningum að taka
það besta úr þeim þremur kjara-
samningum sem í gildi eru fyrir sjó-
menn, þ.e. samningar sem gerðir
hafa verið á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum auk ASÍ-samkomulagsins
og steypa þeim saman í einn samn-
ing. Sjómenn eigi síðan að vera reiðu-
búnir til að berjast fyrir þessu sam-
komulagi og tilbúnir í verkfall hinn
1. mars á næsta ári takist ekki að
ná því í gegn. Margir tóku undir
þennan málflutning.
Eitt af þeim málum sem komu ti!
umræðu á þinginu í tengslum við
þennan málaflokk var fækkun sjó-
manna á sumum togurum úr 15
manns í 13 að kröfu stjórnenda um
borð. Við þetta hækkaði að vísu hlut-
ur sjómanna um rúm 11% að raun-
gildi en á móti eykst vinnuframlag
um rúm 12%. Hinsvegar hafi þetta
í för með sér að slysahætta eykst
um borð og alvarlegt ef útgerðar-
menn geta notfært sér þetta er fram
í sækir til að lækka skiptaprósent-
una.
Konráð Alfreðsson segir að hann
geti tekið undir þau sjónarmið sem
fram komu hjá Sigurði Ólafssyni.
Sjómenn séu búnir að láta beija á
sér alltof lengi án þess að fá nokkuð
í staðinn. Það sé kominn tími til að
sýna hörku í samningum.
Hólmgeir Jónsson framkvæmda-
stjóri Sjómannasambandsins segir
að menn skuli fara varlega í kröfum
sínum um að ekki verði fækkað á
fiskiskipum. Hann bendir á fækkun
hafi orðið um borð í mörgum skipum
að kröfu sjómanna sjálfra til að
hækka skiptaprósentuna. Sem dæmi
nefndi hann skip af stærðinni 201
til 240 lestir en samkvæmt kjara-
samningi er gert ráð fyrir 14 mönn-
um um borð í þessum skipum. í raun
séu þeir í flestum tilfellum 6-7 tals-
ins.
Morgunblaðið/Sverrir
Óskar Vigfússon, formaður SSÍ, á tali við Þorstein Pálsson sjávarút-
vegsráðherra á 18. þingi SSI.
Öryggismálin í brennidepli
Þurfum stöðuga umræðu um
öryggismál til að árangur náist, segir
Óskar Vigfússon formaður SSÍ
í ÁVARPI sem Óskar Vigfússon, fprmaður Sjómannasambands ís-
lands, flutti við setningu 18. þings SSÍ á Hótel Sögu í gærmorgun kom
fram að öryggismál sjómanna yrðu í brennidepli á þessu þingi. Óskar
segir að sjómenn þurfi stöðuga umræðu um öryggismálin til að árang-
ur náist. Hann harmaði þá tregðu sem verið hefur á framkvæmd
kaupa á nýrri björgunarþyrlu til Landhelgisgæslunnar. „Eg spyr hvort
íslenskir sjómenn þurfi að bíða eftir stórslysi til að ný björgunar-
þyrla verði keypt,“ segir Óskar. Sljórnarkjör verður á þinginu í kvöld,
fimmtudagskvöld, og er komið framboð gegn Óskari í stöðu formanns
frá Konráð Alferðssyni, formanni Sjómannafélags Eyjafjarðar. Fyrir
liggur að Guðmundur Hallvarðsson mun ekki gefa kost á sér i stöðu
varaformanns áfram en Sævar Gunnarsson frá Grindavík hefur hug
á þeirri stöðu.
Óskar Vigfússon ræddi nokkuð
um hina erfiðu stöðu sem sjávarút-
vegurinn er í nú til dags og segir
að bágborið efnahagsástand bitni
ekki síður á sjómönnum en öðrum,
aflasamdráttur, þung staða á mörk-
uðum og óhagstæð gengisþróun
leiddi til versnandi afkomu sjávarút-
vegsfyrirtækja. Atvinnuleysi færi
vaxandi og ætti eftir að aukast enn
væri ekkert að gert. „Kjaraumræðan
hlýtur að taka mið af þessu ástandi
og það er ljóst að ekki verður mikið
að sækja í vasa útgerðarinnar í
kjaraviðræðunum á næsta ári,“ seg-
ir Óskar. Hann nefndi hinsvegar að
það væru mörg önnur mál sem úr-
lausnar þyrftu við í næstu kjaravið-
ræðum, ekki síst hvað varðar nýjar
veiðigreinar og nýjar verkunarað-
ferðir. Það þyrfti að komast á hreint
hvernig borga á fyrir vinnununa á
þessum sviðum.
Lífeyrissjóðir sjómanna fá
340-350 milljónir úr
V er ðj öfnunar sj óði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra, Ásmundur Stefánsson for-
seti ASI, Guðjón A. Kristjánsson
formaður Farmanna-og fiskimanna-
sambandsins og Helgi Laxdal for-
maður Vélstjórafélagsins ávörpuðu
þingið. í máli sjávarútvegsráðherra
kom m.a. fram að nú stendur fyrir
dyrum að leggja Verðjöfnunarsjóð
niður og að unnið er að gerð laga-
og reglubreytinga þess efnis í ráðu-
neytinu. Hann gat þess að lífeyris-
sjóðir sjómanna myndu fá útborgað
úr sjóðnum, alls 340-50 milljónir
króna.
í máli sínu kom Þorsteinn Pálsson
inn á öryggismálin og segir að mik-
illi undirbúningsvinnu vegna þyrlu-
kaupa hafi verið lokið í sumar og
haust og það hafi verið von stjórn-
vaida að kaupsamningur lægi fyrir
að því loknu. Við ríkjandi efnahags-
ástand hafi hinsvegar ekki verið tal-
ið hægt að auka rekstrarkostnað
Landhelgisgæslunnar á næsta ári.
Bæði Þorsteinn Pálsson og Ás-
mundur Stefánsson ræddu ítarlega
um hið erfiða efnahagsástand sem
nú er ríkjandi í þjóðfélaginu. Ás-
mundur segir að við núverandi að-
stæður komi gengisfelling ekki til
greina. Hún þyrfti að vera á bilinu
15-20% og þýddi um 7% skerðingu
á kaupmætti. Og ein gengisfelling
kallaði á aðra og þá skrúfu væri
erfitt að stöðva. Því væri rökrétt að
leita allra leiða til að lækka kostnað
fyrirtækja og halda áfram þeim stöð-
ugleika sem náðst hafi.
í máli Ásmundar kom fram að
hann hefur áhyggjur af þeirri þróun
sem er að eiga sér stað með aukinni
frystitogaravæðingu útgerðarinnar.
Með henni sé verið að færa vinnu
frá landverkafólki út á sjó. „Ég ótt-
ast afleiðingamar af þessari stefnu
fyrir okkur í landi og fiskvinnsluna
hér,“ segir Ásmundur. í lokin gat
Ásmundur þess að þetta þing væri
hið síðasta sem hann ávarpaði sem
formaður ASÍ enda lætur hann af
því starfi á næsta ári. Ásmundur
hefur setið flest öll þing SSÍ frá því
hann var formaður ASI og áður sem
hagfræðingur sambandsins. Að
loknu máli hans risu þingfulltrúar
úr sætum sínum og hylltu hann með
lófataki.
HLBOÐ
VIKUNNAR
SUNKIST
\PPELS1NUDJUS
með hbistara
279,-
AðvíR
459,-
HAGKAUP
- aUt í eintti ferð