Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
29 ‘
Evrópska efnahagssvæðið
lltlendingaim verður
heimilt að skjóta líka
Frumvarp um breytingu á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun
SAMKVÆMT lagafrumvarpi sem Eiður Guðnason umhverfisráðherra
mælti fyrir í gær verður ráðherra heimilað að setja reglugerð og veita
undanþágu frá Iagaákvæðum þess efnis að íslenskum ríkisborgurum
einum séu heimilar fuglaveiðar í afréttum og almenningum utan landar-
eigna lögbýla og í íslenskri landhelgi utan netlagna lögbýla. Ráðherra
skal binda réttinn búsetuskilyrði i samræmi við alþjóðasamninga sem
ísland er aðili að. Gert er ráð fyrir að þessi lagasetning öðlist gildi frá
og með gildistöku samingsins um Evrópskt efnahagssvæði. Sljórnarand-
stæðingar óttast að ferðaskrifstofur geti skipulagt ferðir erlendra
manna til skotveiða í almenningum landsins.
Umhverfisráðherra Eiður Guðna-
son gerði grein fyrir því að þetta
frumvarp væri flutt til að uppfylla
skyldur íslenska ríkisins vegna samn-
ingsins um Evrópska efnahagssvæð-
ið, EES. Lagt væri til að breyta lög-
um um fuglaveiðar og fuglafriðun
nr. 33, 26 apríl 1966. Frumvarpið
gerði ráð fyrir að ráðherra verði
heimilt með reglugerð að veita und-
anþágu frá skilyrðum í 2. og 3.
málsgrein 5. greinar laganna. Þar
væru ákvæði þess efnis að fuglaveið-
ar í afréttum og almennigum utan
landareigna lögbýla og í íslenskri
landhelgi utan netlagna lögbýla væru
einungis heimilar íslenskum ríkis-
borgurum.
Eiður Guðnason
Hjörleifur
Guttormsson
Ferðamönnum væntanlega
bannað að veiða
Umhverfísráðherra sagði að vafa-
samt væri talið að fyrrgreind ákvæði
samræmist samningnum um EES.
Framsögumaður vitnaði til álitsgerð-
ar Ólafs W. Stefánssonar, Stefáns
M. Stefánssonar og Tryggva Gunn-
arssonar, Samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið og fasteignir
á Islandi, um þessi efni. í tilvitnun
ráðherra kom m.a. fram að fugla-
veiðiréttur sá sem frumvarpið fjallaði
um „er ekki hluti af þeim rétti sem
fylgir eignarhaldi á fasteign hér á
landi andstætt því sem gildir t.d. um
lax- og silungsveiði í vötnum á afrétt-
um, heldur er þetta sjálfstæður rétt-
ur til að nýta gæði sem eru hluti af
svonefndum almannarétti“. Það segir
ennfremur: „Nýting þessa fuglaveiði-
réttar getur ekki orðið tilefni þess
að reyni á stofnsetningarrétt sam-
kvæmt EES-samningnum að því
marki að þessi réttindi séu sérstak-
lega keypt til að leigja þau út en
hins vegar er ekki útilokað að erlend-
ur aðili sem nyti EES-réttar stofnaði
til atvinnustarfsemi sem fælist í því
að skipuleggja ferðir, þar sem þátt-
takendur færu til veiða á umræddum
svæðum. Talið er að EB-réttur, og
þá EES-samningurinn, girði ekki
fyrir að áskilnaður sé gerður um
sérstök tengsl við viðkomandi ríki til
þess að hlutaðeigandi fái heimild til
að nýta almannarétt, s.s. veiðirétt,
af þvi tagi sem hér er fjallað um.
Þannig getur aðili sem nýtur EES-
réttar og kemur til landsins sem
ferðamaður væntanlega ekki gert
kröfu um að fá sama rétt og innlend-
ur aðili til fuglaveiða utan eignar-
landa, en hér koma hins vegar upp
markatilvik. Ef um er að ræða aðila
sem nýtur EES-réttar og hefur fasta
búsetu hér á landi á grundvelli laun-
þegaréttar eða sem sjálfstæður at-
vinnurekandi er vafasamt að hægt
sé að neita honum um heimild til að
nýta slíka fijálsa veiðiheimild um-
fram þær takmarkanir sem einnig
gilda gagnvart Islendingum sem bú-
settir eru í landinu."
Vegna umræðu um veiðirétt út-
lendinga skilyrtan við búsetu lét
umhverfisráðherra þess getið að
Danir væru nú að undirbúa frumvarp
til laga um veiði og stjórn villtra
dýrastofna. Þar væri lagt til að rétt-
ur til fuglaveiða í danskri landhelgi
yrði takmarkaður við þá sem lög-
heimili ættu í Danmörku enda væri
ekki um að ræða breytingar í at-
vinnuskyni. Þessi lagabreyting væri
m.a. rökstudd með tilvísan í Rómar-
sáttmálann.
Við lok framsöguræðu sinnar lagði
Eiður Guðnason umhverfísmálaráð-
herra til að frumvarpi sínu yrði vísað
til umhverfisnefndar.
Ferðaskrifstofur skipuleggi
skotveiðiferðir um
almenninga?
Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al)
sagði hér vera á ferðinni enn einn
þátt þess stóra máls sem EES væri.
Kannski ekki sá stærsti en alvarleg-
ur samt. Víða teygðu angar fjórfrels-
isins sig. Einhveijir hefðu kannski
vonað að það takamarkaðist við við-
skipti og atvinnulíf. En þetta frum-
varp sýndi að EES teygði sig út fyr-
ir borg og bí, upp til fjalla og til
þeirra svæða sem skylgreind væru
sem almenningar.
Hjörleifur benti á að margt væri
óljóst um réttarstöðu almenninga og
ættu mörg álitamálin eftir að koma
upp og kæmi það glöggt fram í álits-
gerð þeirri sem framsögumaður hefði
vitnað til. Veiðiréttur væri ekki lítils-
vert mál heldur gæði sem höfð væru
í hávegum og verði í Vestur-Evrópu.
Hjörleifur vakti athygli á því sem
fram hefði komið í tilvitnun ráðherra
um að ekki væri útlokað að erlendur
aðili stofnaði til þeirrar atvinnustarf-
semi að skipuleggja veiðiferðir til
ing íhugunarverð hvað gerðist ef við
færum okkur hægt í slíkum laga-
breytingum. Samkvæmt EES-samn-
ingnum ætti ágreiningur að fara fyr-
ir sameiginlegu nefndina. Lægi
nokkuð á að gera lagabreytingar sem
ekki væri vissa fyrir að þyrfti að
gera?
Óveruleg hætta
Eiður Guðnason umhverfísráð-
herra sagði að stefna ríkisstjórnar-
innar hlyti að vera sú að standa við
þá alþjóðlegu samninga sem gerðir
væru. Ráðherra kvaðst geta tekið
undir með Hjörleifi Guttormssyni að
margt væri óljóst varðandi almenn-
inga. Þingmaðurinn hefði vakið at-
hygli á því að það gæti verið viss
hætta á því að erlendur aðili sem
nyti EES-réttar stofnaði til þeirrar
atvinnustarfsemi að skipuleggja
ferðir þar sem þátttakendur færu til
fuglaveiða. Umhverfisráðherra taldi
að þessi hætta væri ekki mikil. Hann
sagði að hafa bæri í huga að í reglu-
gerð sem sett væri samkvæmt lögum
um skotvopn væri kveðið á um að
útlendingar yrðu að fá tímabundið
leyfi fyrir skotvopn. Væri og áskilið
að íslenskur aðili ábyrgðist viðkom-
andi og væri honum kunnugur. Það
gæti reynst erfítt að finna Islending
sem væri kunnugur öllum þeim út-
lendingum sem hingað kæmu hingað
Itjúpan verður ekki lengur óhult fyrir útlendingum í íslenskum almenn-
ingum.
til veiða á vegum ferðaskrifstofa.
Umhverfísráðherra benti einnig á að
samkvæmt gildandi lögum væri
óheimilt að flytja veidda fugla úr
landi nema með sérstöku leyfi ráð-
herra, en að vísu væri ijúpan undan-
skilin.
Umhverfisráðherra taldi þó
ákveðna hættu vera fyrir hendi í
sambandi við skotveiðar útlendinga
hér á landi. Það hefði t.d. gerst
síðastliðið sumar að Italir hefðu leigt
sér veiðirétt á allmörgum jörðum
austur á Héraði. Þess fyndust og
dæmi að hingað hefðu komið útlend-
ingar á vegum íslendinga til veiða í
atvinnuskyni. Þetta væri mál sem
þyrfti að athuga. Umhverfísráðherra
vísaði því á bug að reglugerðarfrelsi
ráðherra væri óhóflegt í frumvarp-
inu. Hann lagði áherslu á að hér
væri um tiltölulega einfalt frumvarp
að ræða. Að heimila útlendingum
með fasta búsetu á íslandi, m.ö.o.
þeim sem ættu lögheimili hér á landi,
það sama og íslendingum.
Hjörleifur Guttormsson taldi
svör umhverfisráðherra staðfesta að
líkur væru á því að á grundvelli rétt-
inda fyrirtækja innan EES væri
hægt að hefja hér starfsemi á sviði
ferðaþjónustu sem gerði út á veiðar
í almenningum. Hjörleifur taldi að
það myndi reynast tiltölulega auð-
velt að sniðganga þær hindranir sem
umhverfísráðherra hefði tilgreint.
Fyrstu umræðu um frumvarp
umhverfisráðherra lauk laust fyrir
kvöldmat en atkvæðagreiðslu var
frestað.
Stöðva verður léttúð í
veitingu ríkisábyrgða
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
„Á VEGUM ráðuneytisins er verið að skoða hvernig reglum um ríkis-
ábyrgðir verður breytt svo ekki verði um þær gengið eins léttúðlega
og til þessa,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í framsögu-
ræðu fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1993. Frumvarp fjár-
málaráðherrans var til umræðu í fyrradag og í gær og er fyrstu um-
ræðu enn ólokið.
MMIMH
þessara svæða. Hér væri minnt á
réttinn til að stofna atvinnufyrirtæki
á Evrópska efnahagssvæðinu. Er-
lendir aðilar gætu nýtt sér þennan
rétt til þess að selja aðgang að al-
menningum í landinu „til að nýta þau
gæði sem þar eru, þar á meðal þau
sem hér eru til umræðu; veiðar á
villtum fuglum," sagði Hjörleifur.
Hjörleifur sagði að mörgu að
hyggja í sambandi við veiðiskap og
almenninga og rakti nokkra þætti
þess mál, s.s. gildandi lagaákvæði
úr landleigubálki Jónsbókar frá
1281.
Fleiri stjórnarandstæðingar tóku
undir með Hjörleifí Guttormssyni,
að áhrifa EES sæi víða stað. Jónu
Valgerði Krisljánsdóttur (SK-Vf),
Jóhanni Ársælssyni (Ab-Vl), Stein-
grimi Hermannssyni (F-Rn) og
Jóni Helgasyni (F-Sl) þótti ræða
umhverfísráðherra og greinargerð
frumvarpsins vera heldur óljós. Þess
fyrir utan gerði þetta frumvarp ráð
fyrir opnu heimildarákvæði fyrir ráð-
herra til að setja reglugerð. Stein-
grímur Hermannsson taldi að ráð-
herrann ætti að drífa í því að reisa
lögformlega girðingu við atvinnu-
rekstri erlendra aðila í tengslum við
veiðiskap. Jón Helgason vildi vita
hvort það væri stefna ríkisstjómar-
innar að túlka EES-samninginn á
þann veg að við gerðum allar hugsan-
legar lagabreytingar til að opna fyr-
ir útlendinga. Einnig væri sú spurn-
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra vildi í upphafí sinnar framsögu-
ræðu vekja athygli á fjórum atriðum.
Hið fyrsta að lánsfjáreftirspum hefði
dregist verulega saman á yfirstand-
andi ári, en fmmstæður verðbréfa-
markaður og erfiðleikar í rekstri
banka hér á landi hefðu orðið til
þess að þessa samdráttar gætti ekki
nægjanlega í lækkun vaxta. í öðra
lagi gengi áætlun þessa frumvarps
eftir myndi hrein lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs, ríkisfyrirtækja og opinberra
lánastofnana lækka enn frekar á
næsta ári. Væra góðar líkur á því
að rúmlega tveimur þriðju hlutum
lánsfjárþarfarinnar yrði unnt að
mæta á innlendum markaði án þess
að leiddi til hækkunar vaxta. í hinn
þriðja stað, áminnti íjármálaráðherra
tilheyrendur um að greiðslubyrði
vaxta og afborgana af erlendum lán-
um væri vaxandi áhyggjuefni. Á
næsta ári færi nálægt helmingi hærri
hlutur útflutningsverðmæta þjóðar-
innar til þessara greiðslna en árið
1987. í fjórða lagi greindi fjármála-
ráðherra frá þeirri ákvörðun sinni
að samhliða því að yfirdráttarheimild
ríkissjóðs í Seðlabanka felli niður um
næstu áramót, hefði hann ákveðið
að láta vaxtaákvörðun á ríkisverð-
bréfum ráðast af útboðum á almenn-
um markaði. Með þessu væri stigið
veigamikið skref frá beinum afskipt-
um af vaxtaákvörðun í landinu.
í ræðu ráðherra var gerð grein
fyrir ýmsum hagtölum og fjárhæðum
sem varða lántöku og skuldsetningu
ríkisbúsins. Fjármálaráðherra sagði
að hrein lánsfjárþörf hins opinbera
væri áætluð röskir 25 milljarðar á
næsta ári eða um 3 milljörðum lægri
en á þessu ári. Áformað væri að
afla 17,6 milljarða króna á innlend-
um markaði, nettó, en 7,5 milljarða
króna erlendis. Á þessu ári næmu
hreinar lántökur innan lands 22 millj-
örðum króna og erlendar lántökur
6,5 milljörðum króna, nettó.
Allir okkar þorskar í
afborganir
Á árinu 1993 er gert ráð fyrir að
nýjar erlendar lántökur þjóðarbúsins
til lengri tíma en eins árs verði um
31 milljarður króna. Að afborgunum
frátöldum er áætlað að hrein aukning
erlendra lán á árinu 1992 verði 7,5
milljarðar króna. Fjármálaráðherra
sagði að greiðslubyrði vaxta og af-
borgana af erlendum lánum þjóðar-
búsins væri á þessu ári talin verða
um 8,3% af landsframleiðslu. Það
jafngilti um 25%_ af útflutningstekj-
um þjóðarinnar. í áætlun fyrir næsta
ár væri gert ráð fyrir að greiðslu-
byrðin þyngdist verulega vegna mik-
illa afborgana af erlendum lánum
og fari í 30% af útflutningstekjum.
Þetta jafngilti því að að allar þorsk-
afurðir landsmanna ganga til afborg-
ana af erlendum lánum þjóðarinnar
á næsta ári.
Ráðherra tíundaði nokkar lántök-
ur samkvæmt framvarpinu. Af fyrr-
greindum 15,8 milljarða króna lán-
töku ríkissjóðs er gert ráð fyrir að
endurlána 6,2 milljarða króna til
stofnana og sjóða í B-hluta fjárlaga.
Þar vægi þyngst 3,5 milljarða króna
lán til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, LÍN og til Atvinnutrygging-
ardeildar Byggðastofnunar til að
mæta misvægi á greiðslustreymi
greiddra og innheimtra afborgana
og vaxta. A móti þessum lánveiting-
um væri gert ráð fyrir að innheimta
afborgana af áður veittum lánum
næmi um 3,2 milljörðum á næsta ári.
í lok sinnar ræðu vék fjármálaráð-
herra nokkuð að ríkisábyrgðum. Ráð
er fyrir því gert að veita sjálfskuldar-
ábyrgð á lántökum tveggja sjálf-
stæðra aðila, samtals að fjárhæð 89
milljónir króna. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra að þetta væri lægri
upphæð en oftast áður, og bætti svo
við: „Ríkisábyrgðir hafa verið notað-
ar ótæpilega á undanförnum árum
og hafa menn nú sopið seyðið af því
hvað felst í því að veita ríkisábyrgð-
ir. Þannig hefur þurft að afskrifa
veralegar fjárhæðir hjá fjárfesting-
arlánasjóðunum og aðrar ábyrgðir
hafa fallið beint á ríkissjóð. Með
aðild okkar að EES er skylt að gera
þessi málefni mun gegnsærri en ver-
ið hefur. Á vegum ráðuneytisins er
verið að skoða hvemig reglum um
ríkisábyrgðir verður breytt svo ekki
verði um þær gengið eins léttúðlega
og til þessa.“
Framsögumaður lagði til að þessu
frumvarpi til lánsfjárlaga yrði vísaðf
til efnahags- og viðskiptanefndar.
Óvissa
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv)
taldi þetta framvarp ekki vitna um
að ríkisstjóminni hefði tekist að ná
þeim markmiðum sem fram væra
sett í stefnuskrá ríkisstjómarinnar
s.s. að stefnt skyldi að jafnvægi í
fjármálum ríkisins í árslok 1993.
Kristín sagði að margt væri að skoða
í þessu framvarpi en margar áætlan-
ir og forsendur frumvarpsins væra
í hinni mestu óvissu og myndu
kvennalistakonur taka afstöðu á síð-
ari stigum. Halldór Ásgrimsson
(F-Al) sagði að þetta framvarp end-
urspeglaði erfíða stöðu þjóðarbúsins.
Halldór sagðist myndu fá tækifæri
til að huga að þessu framvarpi í
nefnd og þar myndi hann leggja á
það áherslu að við tækjum mið af
þörfum atvinnulífsins í meira mæli
en fram kæmi í þessu framvarpi.
Á áttunda tímanum í gær var
þessari umræðu frestað.