Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 31 Morgunblaðið/Kristinn Lionsmenn styrkja Stígamót Lionsklúbburinn Ægir hefur styrkt starfsemi Stígamóta, sem er fræðslu- og ráðgjafamiðstöð um kynferðislegt ofbeldi, með 20 tommu sjónvarpstæki, myndbandi, myndbandsupptökuvél og þrífæti að verð- mæti 190 þúsund krónur. Tækjakosturinn kemur sér vel og verður nýttur í kennslu og í daglegum rekstri miðstöðvarinnar. Ásgerður Sig- urðardóttir og Margrét Steinarsdóttir tóku við gjöfinni fyrir hönd Stíga- móta. Frá Lionsklúbbnum Ægi voru Einar Bjarnason formaður, Krist- inn Eymundsson og Hafsteinn Gunnarsson. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Nýtt húsnæði Bútæknideild- ar í notkun Hvanneyri. VIÐ hátíðlega athöfn afhenti framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins lykil að nýju húsi fyrir bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri sem síðan gekk boð- leiðina til forstöðumanns bú- tæknideildar, Grétars Einarsson- ar. í ræðum gesta kom fram nauð- syn þessa húss og að starfsemin frá stofnun deildarinnar hafí notið trausts bænda og annarra sem til hennar sóttu ráð og samvinnu. Húsinu bárust gjafír, m.a. myndir af fyrsta forstöðumanni bútækni- deildar, Ólafí Guðmundssyni, og ráðsmanni Bændaskólans á þeim Kvennalistinn Landsfundur á Laugarvatni LANDSFUNDUR Kvennalistans 1992 verður haldinn á Laugar- vatni dagna 30. október til 1. nóvember. Fundir verða í barna- skólanum á Laugarvatni en MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá BSRB: „Á sama tíma og rætt er um að skera niður samneyslu, létta skött- un af fyrirtækjum og auka álögur á almenning verður ekki vart neinn- ar viðleitni af hálfu sijórnvalda til að jafna skattheimtu á meðal þegn- anna jafnvel þótt kveðið hafi verið á um slíkt í síðustu kjarasamning- um. Samkvæmt skýrslum sem unnar voru á vegum fjármálaráðuneytis um miðjan síðasta áratug er áætlað að hátt í 30 milljarðar króna á nú- virði séu á sveimi í efnahagskerfinu án þess að vera gefnir upp til skatts. fundargestir gista í Iþróttamið- stöðinni. Landsfundur verður settur á föstudagskvöld kl. 20.15. Þá um kvöldið hefst umræða um evrópskt Þetta eru um 7% af landsfram- leiðslu. Ef þessir peningar skiluðu sér í sköttum væru það um 10 millj- arðar króna eða um 10% af fjárlög- um og munar um minna. Skattsvik eiga ekki að líðast og er sú krafa gerð til stjómvalda að skattaeftirlit verði nú stóreflt og ekki látið sitja við orðin tóm. I tengslum við kjarasamninga síðast- liðið vor var ákveðið að skipa nefnd til að gera tillögur um bætt skatta- eftirlit. Sú nefnd hefur ekki enn verið kölluð saman og er það undr- unarefni á sama tíma og stjómvöld munda niðurskurðarhnífa í sam- neyslunni." efnahagssvæði, en henni verður fram haldið daginn eftir. Á laugar- dag hefst fundur kl. 9.30 með því að lögð verður fram skýrsla fram- kvæmdaráðs og reikningar. Því næst ræðir Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, _ þingkona, stjórnmála- ástandið. Á laugardag verða síðan tekin fyrir ríkisfjármál, atvinnu- ástandið og sveitarstjórnamál, svo eitthvað sé nefnt. Síðdegið nýta konur til hópvinnu, skrafs og ráða- gerða. Á sunnudag verða kynntar tillögur að breyttu skipulagi mál- efnavinnu innan Kvennalistans. Þá verður einnig almenn umræða um ályktanir og þær afgreiddar. Tvö hádegisverðarerindi verða flutt á landsfundinum. Á laugardag talar Sigrún Helgadóttir, umhverfís- fræðingur, um jörðina og okkur. Og á sunndag verður Kristín Einars- dóttir, þingkona, með erindi um umhverfísráðstefnuna í Rio de Jan- ero fyrr á árinu. Það erindi ber heit- ið Ríó í máli og myndum. Athygli er vakin á rútuferð frá BSÍ kl. 17.55 á föstudag. Fundurinn er opinn öllum kvennalistakonum. BSRB vill jafna skatta- álögnr meðal þegnanna Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Frá afhendingu húsnæðis bútæknideildar. árum, Guðmundi Jóhannessyni. Það innflutning og prófun búvéla. eru nær eitt hundrað ár síðan - D.J. Bændaskólinn hafði forgöngu með Dvalarheimilið Jaðar fær þrekhjól í tilefni af tuttugasta starfsári Lionsklúbbs Ólafsvíkur færði klúbb- urinn dvalarheimilinu Jaðri þrekhjól að gjöf til afnota fyrir vistmenn þess. Myndin sýnir Guðríði Hansdóttur, vistmann á dvalarheimilinu Jaðri, prufukeyra hið nýja þrekhjól. Að baki henni stendur Friðrik Hjartarson, formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur. Vogavík starfar áfram Vognm. FRAMTÍÐ laxeldisstöðvarinnar Vogavíkur í Vogum hefur verið í mikilli óvissu undanfarið en nýverið var ákveðið að halda rekstrinum áfram. Hjá fyrirtækinu starfa 6-7 manns í vetur en heldur fleiri á sumrin eða 10-12 manns. Hrognataka stendur yfir þessa dagana þar sem um þijár milljónir hrogna eru teknar til framleiðslu seiða sem síðan verður sleppt í sjó vorið 1994. Stefnt er að því að fá 10-12 þúsund seiði. Sesselja Guð- mundsdóttir stöðvarstjóri segir það heldur minna magn en undanfarin ár enda markmiðið að hafa heldur færri seiði en betri. - E.G. Amerískir hvfldarstólar Ruggustóll hvíldarstóll og jafnvel svefnstóll ALLT ÞETTA I EINUM OG SAMA STOLNUM Verð frá kr. 38.000r- afb verð Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 680 690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.