Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 35 Reynir Gístí Péturs- son - Kveðja Fæddur 23. nóvember 1991 Dáinn 21. október 1992 Frændi okkar, Reynir Gísli Péturs- son, lést á bamadeild Landakotsspít- ala miðvikudaginn 21. október sl. Reynir fæddist 23. nóvember 1991 og var sonur Ástu Maríu Reynisdótt- ur og Péturs Áma Rafnssonar. Á sinni stuttu ævi hefur Reynir litli náð að auðga líf okkar allra. Minningin um hann mun lifa að eilífu. Ég fagna þér svanur, sem flýgur hátt á ferð þinni um himingeiminn. Sjálfur varð ég að lúta lágt var lítill drengur og feiminn. Þú flugdjarfi svanur ég flýg með þér í frelsið og morgunroðann það er svo skammt sem augað sér í umheiminn til að skoð’ann. (Geir G. Gunnarsson.) Við biðjum góðan Guð að geyma elsku litla frænda okkar og styrkja foreldra hans í sorg þeirra og sökn- uði. Guðjón Karl Reynisson, Li(ja Birna Arnórsdóttir, Helena Guðjónsdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Litli drengurinn þeirra Ástu Maríu og Péturs er dáinn aðeins 11 mánaða gámall. Reynir Gísli átti við erfíð veikindi að stríða þann stutta tíma sem hann fékk að lifa, við vitum að nú er því stríði lokið og að honum líður vel þar sem hann er nú geymdur. Elsku Ásta María og Pétur, við sendum ykkur og fjölskyldum ykk- ar, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Meistaraflokkur kvenna Breiðabliks. Haukur Morthens söngvari — Minning „Þetta er tónlist sem mér líkar,“ heyrðist í mömmu þegar Haukur Morthens söng „Heim í heiðardalinn" í útvarpið. Ekki þannig að hún vænti mikils stuðnings þegar rokkið og Presley áttu hug og hjörtu ungu kynslóðarinnar. Sjálf hafði hún áður dregið okkur ítrekað í Stjörnubíó til þess að gráta úr sér augun út af kamelíufrúnni í La Traviata. Hauki Morthens kynntust margir í gegnum útvarpið og þótt hann væri ekki rokk- ari eða Alfredo náði list hans til allra. Kynni mín af Hauki Morthens urðu meiri en í gegnum útvarpið. Þegar Heiðardalurinn og Lóa litla á Brú gagntóku þjóðina ákváðu tveir skólastrákar að gefa út tónlist- artímarit. „Do re mí“ hét það og leið- in lá til Hauks, sem skrifaði þá tón- listarþátt fyrir Tímann. Ritið kom bara einu sinni út, en Haukur tók okkur vel. Svo var það pólitíkin. í þijátíu ára samfelldri hugsjónabaráttu minni í Alþýðuflokknum höfum við Haukur alltaf verið í sömu klíkunni. Ekki var það af heimssögulegum heimspeki- straumum eða meiri háttar innan- landsátökum. Við enduðum einfald- lega alltaf saman í prófkjörum, sveitastjómarkosningum, Alþingis- kosningum, á landsþingum og árshá- tíðum. Við vorum saman í skemmti- nefnd með Emmu, í stjóm flokksfé- lagsins hér í Reylq'avík og meira að segja líka á ættarmótum Lækjar- botnaættarinnar uppi í Landsveit. Mæður okkar vom nefnilega frænkur. Þegar Haukur hélt þúsund- unum föngnum og lét þjóðina taka andvörp af hrifningu með tónblæ, augnlyftingu eða fótsveiflu, þá fannst mér ekkert eðlilegra vegna uppeldisáhrifa sveitar með Heklu við höfðalagið, landskjálftana sem mggustól og kliðinn af Þjórsá og Rangá beggja vegna. Hvaðan listin kemur getur enginn svarað, list er það sama og að vera maður. Alveldis- sálin, friðurinn, huggunin, gleðin og endurlausnin, allt þetta gaf Haukur í list sinni og svo miklu meira, hvort sem við kynntumst honum í gegnum útvarp, á ættarmótum eða allt þar á milji. Ég votta konu hans, sonum, fjöl- skyldu, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Yndislegum vini, fé- laga og frænda bið ég guðs bless- unar og friðar við móðurskaut. Guðlaugur Trygg-vi Karlsson. + Þökkum auösýnda samúð við fráfall móður okkar, MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hvassaleiti 42. Þórður Rafn Guðjónsson, Katrin Hlíf Guðjónsdóttir, Jón Hlfðar Guðjónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS LOFTSSONAR, Nýbýlavegi 102, Kópavogi, áðurtil heimilis á Hólabraut 19, Akureyri. Valný Eyjólfsdóttir, Ragna Þórarinsdóttir, Þorgrfmur Magnússon, Steinþór Þórarinsson, Laufey Jóhannsdóttir - og barnabörn. _____________Brids__________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót í Sandgerði Stórmótin í Sandgerði eru að verða einhver stærstu mót landsins en það verður haldið um helgina og þegar síðast fréttist höfðu um eða yfir 50 pör skrá sig til keppni. Eitt yngsta bridsfélag landsins, bridsfélagið Mun- inn stendur fyrir þessum mótum í samvinnu við Samvinnuferðir/Land- sýn. Mótið verður á laugardaginn kemur í Iþróttahúsinu í Sandgerði og hefst kl. 10 um morguninn og áætlað að því ljúki kl. 20-21 um kvöldið. Spilað verður eftir Michell eða hipp-hopp fyr- irkomulagi eftir fíölda þátttakenda. Heildarverðlaun eru tæplega 300 þúsund kr. en 1. verðlaun eru 120 þúsund og 2. verðlaun 80 þúsund kr. Spilagjald er 6000 kr á par. Keppn- isstjóri verður Kristján Hauksson. Veitingar verða á staðnum og frítt kaffí. Skráning er hjá Bridssambandinu í síma 689360 eða hjá Eyþóri í síma 92-37660/37788. Bridsdeild Barðstrendingáfélagsins Úrslit úr Aðaltvímenningi (5 kvölda). Hannes Ingibergsson - Jónína Halldórsd. 858 Ragnar Bjömsson — Leifur Jóhannsson 838 GunnarPétursson-AllanSveinbjömsson 833 ÞórarinnÁmason-GísliVíglundsson 831 BjömÁmason-EggertEinarsson 815 ÁsthildurSigurgíslad.-LámsAmórsson 813 Úrslit úr A-riðli síðasta spilakvöld: RagnarBjömsson-LeifurJóhannsson 177 ÞórarinnÁmason-GísliVíglundsson 174 PéturSigurðsson-ViðarGuðmundsson 174 Úrslit úr B-riðli: Jón Ingi Jónsson - Gunnl. Gunnlaugss. 228 ÞorleifurÞórarinsson-JóhannLúthersson 191 SkarphéðinnLýðsson-GuðbjömEiríksson 173 Ekki verður spilað hinn 2. nóvem- ber nk. Hraðsveitarkeppni hefst mánu- daginn 9. nóvember. Spilastjóri er ísak Öm Sigurðsson. Þátttöku er hægt að tilkynna til ísaks í síma 632820 á vinnutíma, og 32482 á kvöldin og í síma 71374 á kvöldin, Ólafur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDÍNU SIGURVEIGAR STEFÁNSDÓTTUR, Blönduhlíð 6, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Sæunn Andrésdóttir, Unnur S. Vilbergsdóttir, Gunnar M. Hansen, Hafdfs Steingrímsdóttir, Hafliði Kristbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Holtastfg 4, Bolungarvík. Jón Kr. Guðnason, Karítas I. Jónsdóttir, Birgir Bjarnason, Jónfna Birgisdóttir, Lárus G. Birgisson, Hugrún Alda Kristmundsdóttir, Guðný Eva Birgisdóttir, Jóhann Hákonarson, og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EYJÓLFS JÓNSSONAR lögfræðings. Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu, sem sýndu honum tryggð og vináttu í veik- indum hans. Guðrun Guðgeirsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Vigdfs Eyjólfsdóttir, Guðjón Elíasson, Brynjólfur Eyjólfsson, Guðgeir Eyjólfsson, Kristfn Ingibjörg Geirsdóttir og barnabörn. r .. ^ ■ Bamaheill Ráðstefna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verður haldin á vegum Barnaheilla í samvinnu við Rauða kross íslands dagana 30. til 31. október 1992. Ráðstefnustaður er Vinabær (gamla Tóna- bíó) og ráðstefnugjald kr. 1.500.- Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 680545. DAGSKRÁ: Föstudagur 30. október 1992 13:00 - 13:10 Nemendur í Suzuki-skólanum leika á hljóðfæri. 13:10 - 13:20 Steinunn Þórðardóttir 15 ára flytur ávarp. 13:20 - 13:30 Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, setur ráðstefnuna. 13:30 - 14:00 Tilurð Barnasáttmálans, vægi hans og hlutverk. Hvaða skyldur leggur Barnasátt- málinn stjórnvöldum á herðar? Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur. 14:00 - 14:30 Verkefni íslenskra stjórnvalda í kjölfar fullgildingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. 14:30 - 15:00 Kaffihlé 15:00 - 16:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, gjöf Sameinuðu þjóðanna til barna heims- ins. Trond Viggo Torgersen, umboðsmaður barna í Noregi. 16:00 - 16:30 Fyrirspurnir og pallborðsumræður. Pallborð: Trond Viggo, Guðmundur Eiríksson, Hrólfur Kjartansson, Anna Ólafs- dóttir Björnsson og Arthur Morthens. Fundarstjóri Páll Ásgeirsson, yfirlæknir. Laugardagur 31. október 1992 10:00 - 10:30 Sýning myndbands um Barnasáttmálann og fulltrúi Barnaheilla fjallar um sáttmálann í heild. 10:30 - 10:50 Hannes Hauksson, framkvæmdasjóri Rauða kross íslands, flytur ávarp. 11:00 - 11:15 Réttur fatlaðs barns skv. 23. gr. Ásta Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar. 11:15 - 11:30 Réttur barns til menntunar skv. 28. gr. Bima Sigurjónsdóttir yfirkennari í Snæ- landsskóla. 11:30 - 11.45 Réttur barns til leiks og frístunda skv. 31. gr. Guðrún Alda Harðardóttir, fóstra við Félagsmálastofnun Hafnafjarðar. 11:45 - 12:00 Réttur barns til bestu heilbrigðisþjónustu skv. 24. gr. Dr. Sveinn Kjartansson, barnalæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. 12:00 - 12:15 Réttur barna til slysavarna pg öruggs umhverfis skv. 24. gr. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur hjá SVFÍ. 12:15 - 13:15 Matarhlé. 13:15 - 13:45 Réttur barns til beggja foreldra skv. 9. gr. og 18. gr. Nanna K. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, Tengslum sf. 13:45 - 14:15 Réttur barns sem tímabundið eða til frambúðar nýtur ekki foreldra sinna skv. 20. gr. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur Barnaverndarráðs. 14:15-14:45 Ábyrgð iðnríkja á börnum þróunarríkja. Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismaður. 14:45 - 15:00 Kaffihlé. 15:00 - 15:30 Fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri Haraldur Finnsson, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.