Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 43 Hvaða fólk er þetta? Þeir sem þekkja fólkið á mynd- unum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hennriettu Bemdsen í síma 93-41162. Ruglað með örnefni VELVAKANDI Frá Benedikt Gunnarssyni: NÚ á haustdögum birtist, í dagblaði nokkru á Norðurlandi, fregn um það að þá væru nýhafnar vegafram- kvæmdir í Giljareitum á vestanverðri Öxnadalsheiði. Var frétt þessi höfð eftir umdæmistæknifræðingi Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki. Nú veit ég ekki betur en að þá ( hafí verið lokið við vegagerð fram hjá Giljareitum, þ.e. að vegurinn ligg- ur ekki lengur um Giljareiti heldur l á eyrum Heiðarár neðan við þennan áður ógreiðfæra vegarkafla, enda hef ég ekið þennan nýlagða veg fyrr í sumar sem leið. Hinsvegar var þá ekki lokið framkvæmdum við veginn vestanvert við Giljareiti þar sem heit- ir Skógarhlíð og vestur að brúnni á Norðurá. Það er mjög miður að starfsmenn Vegagerðar ríkisins skuli ekki vita nöfn á þeim landsvæðum sem verið er að leggja vegi um og enn verra þegar þeir uppnefna þau. Það er heldur enginn sómi að því fyrir fréttamann að afla sér ekki réttra upplýsinga um það sem hann fjallar í fréttum sínum og kallast það óvönduð vinnubrögð. BENEDIKT GUNNARSSON, Vallarási 5, Reykjavík. 1 LEIÐRÉTTINGAR i Nafn höfundar misritaðist Nafn höfundar greinar um Starfs- mannaheilsuvemd í Morgunblaðinu í gær misritaðist. Hið rétta nafn höfundar er Guðmunda Sigurðar- dóttir. Ekki átt við hámarkshraða LEÐURJAKKI Svartur leðurjakki tapaðist í Seljahverfi á föstudagskvöld en í vasa hans var miði með nafni og símanúmeri. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Erlu í síma 622240. EKKIHÆSTA BYGGING EVRÓPU Gestur Sturluson: A forsíðu Lesbókar Morgun- blaðsins 17. október er mynd af nýjum skýjakljúf í Frankfurt er Messeturm nefnist og er hann 254 metrar á hæð. Er hann sagður hæsta bygging í Evrópu. En að þessi skýjakljúfur sé hæsta bygging í Evrópu er ekki rétt. Eiffelturninn í París er snöggtum hærri, hann er 300 metrum og 50 sentimetrum bet- ur á hæð. Og frétt hef ég af einum sjónvarpstumi í Póllandi sem er um 600 metrar á hæð. ÚR Kvenúr fannst við Danshúsið Glæsibæ. Upplýsingar í síma 21509. TASKA Konan sem hringdi út af rauðri tösku í síma 22496 er beðin að hringja aftur en síminn hefur verið í ólagi. SKELLENAÐRA Rauðri Honda MTX 50 skelli- nöðm var stolið í Árbæjarhverfi fyrir skömmu. Númer hjólsins er ÖA-045. Vinsamlegast hring- ið í síma 673365 ef hjólið hefur fundist eða til þess hefur sést. Fundarlaun. SLÆM LÝSING Finnur Ingi Stefánsson: Ég var tilneyddur til að horfa á leik með flóðlýsingu á Laugar- dalsvellinum í sjónvarpinu og varð fyrir vonbrigðum með þessa miklu fjárfestingu. Ekki var hægt að greina leikmann sem tók homspymu því hann hvarf í myrkrið meðan á því stóð en kom svo hlaupandi út úr myrkrinu aftur. Þá var mark- vörðurinn mjög óskýr við nær- myndatöku. Auglýsendur hafa ekki verið ánægðir með þetta því auglýsingaspjöld aftan við markið hurfu alveg í myrkur. Það hlýtur að vera hægt að gera betur með þessum dýru ljósum. Margir komast ekki á leikina og neyðast til að sjá þá í sjónvarpi. Lýsingunni hlýtur að vera hægt að haga eins og hjá erlendum sjónvarpsstöðvum þar sem ekki verður vart við svona vandamál. Einn af þeim, sem sendu Morgun- blaðinu ályktun frá íbúum og versl- unareigendum við Hverfisgötu og birt var í Morgunblaðinu í gær á bls. 43, hefur gert athugasemd við * fyrirsagnarval á fréttina, þar sem sagði „Hámarkshraði við Hverfis- götu verði lækkaður“. Hámarkshraði á Hverfisgötu er nú 50 km á klukkustund og vilja þessir aðilar ekki hreyfa við honum. ( Hins vegar skora þeir á yfirvöld að komið verði í veg fyrir að núgildandi reglur séu brotnar og að menn aki hraðar en leyfilegt er, umferðarhraða við götuna verði haldið niðri. fikeypis lögfiæðiaðsloð á hverju fimmtudagskvöldi miili kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATORf élag laganema. I ivu er þrefaldur l.vinningur! MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.