Morgunblaðið - 29.10.1992, Side 47

Morgunblaðið - 29.10.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 47 STAÐAN Staðan í 1. deildarkeppni karla: FH 7 5 1 1 187:161 11 Valur...7 4 3 0 163:148 11 Víkingur7 5 0 2 162:155 10 Sel£oss_7 3 2 2 181:169 8 ÍR 7 3 2 2 169:164 8 Stjaman7 3 2 2 171:170 8 Haukar. 7 3 1 3 186:170 7 Þór. 7 2 2 2 164:180 6 HK 7 2 1 4 167:171 5 ÍBV 7 1 2 4 151:176 4 Fram...7 1 1 5 161:174 3 KA 7 1 1 5 153:170 3 Varin skot: Reynir Reynisson II (þar af 7, sem fóru aftur til mótherja), Alexander Revine 5/1 (þar af 3, sem fóru aftur tU mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Magnús Sigurðsson 6/1, Patrekur Jóhannesson 4, Magnús Már Þórðarson 3, Axel Björnsson 2, Hafsteinn Bragason 2, Hilmar Hjaltason 2, Skúli Gunnsteinsson 1, Einar Einarsson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 10/1 (þar af 3, sem fóru aftur til mótheija), Gunnar Erlingsson 1. Utan vallar: 10 mínútur, Axel Björnsson fékk að líta rauða spjaldið fynr gróft brot þegar 11 sekúndur voru til leiksloka. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon B. Siguijónsson, komust ágætlega frá leikn- um. Áhorfcndur: 375 fullorðnir greiddu að- gangseyr. Knattspyrna HM-keppnin 2. RIDILL: Ankara, Tyrklandi: Tyrkland - San Marinó............4:1 Hakan 2 (38., 89.), Orhan (87.), Hami (90.) - Baciochi (53.). 30.000. 3. RIÐILL: Vilnius, Lithácn: Litháen - Lettland............... Robertas Fridrikas - Ainars Linards. 5. RIÐILL: Moskva, Rússlandi: Rússland - Luxemborg.............2:0 STAÐAN: Rússland............2 2 0 0 3:0 4 Grikkland .........2 2 0 0 2:0 4 Ungveijaland........2 1 0 0 4:2 2 ísland..............3 1 0 2 2:4 2 Luxemborg...........2 0 0 2 0:4 0 6. RIÐILL: Vín, Austurríki: Austurríki - fsrael................3:2 Andreas Herzog 2 (42., 45.), Toni Polster (50.), Peter Stoeger (69.), Andreas Ogris (83.) - Itzhak Zohar 2 (53., 77.). 20.000 STAÐAN: Búlgaría..........3 2 0 1 5: 2 4 Svíþjóð...........2 2 0 0 3: 0 4 Austurríki........2 1 0 1 5: 4 2 I' rakkland.......2 1 0 1 2: 2 2 ísrael............1 0 0 1 2: 5 0 Finnland......... 2 0 0 2 0: 4 0 Sviss Grasshopper - Lugano...............2:2 Spánn I'yrri leikurinn í meistarakeppninni: Barcelona - Atletico Madrid........3:1 Julio Salinas (64.), Aitor Beguiristain 2 (73., 85.) - Patxi Ferreira (16.). 34.000. Ítalía Þriðja umferð bikarkeppninnar - saman- lögð úrslit innan sviga: Cagliari- AC Milan............0:0 (3:0) Inter - Foggia...............3:0 (2:0) Fiorentína - Roma............1-1 (3:3) Verona - Napolí...............0-3 U:U Torínó-Bari................ 1-0 (3;1) Lazio - Cesena...............3:1 (4:2) Genúa - Juventus.............3:4 (5:3) England DEILDARBIKARKEPPNIN, 3. UMFERÐ: Crewe - Nottingham Forest........0:1 - Þorvaldur Örlygsson (84.) ■Lee Glover tók homspymu sex mín. fyr- ir leikslok og Þorvaldur þmmaði knettinum I netið af stuttu faeri. Aston Villa - Manchester United..1:0 Dean Saunders (75.) Áhorfendur: 36.000. Blackbum - Norwich...............2:0 Alan Shearer (33.), David May (60.) 14.260 Chelsea - Newcastle.............-2:1 Frank Sinciair (58.), Mick Harford (86.) - Uobert Lee. 30.193 Derby - Arsenal..................1 ;1 Paul Simpson (vsp. 72.) - Kevin Campbell (79.) Everton - Wimbledon..............0:0 9.500 Manchester City - Tottenhain.....0:1 Winnie Samways (40.) Sheffield United - Liverpool......0:0 17.856. Southampton - Crystal Palace......0:2 Eddie McGoldrick (9.), John Shalako (19.) ■Aðeins er um einn leik að ræða í 3. Umferðinni, þannig að sigurvegarar leikj- anna í gærkvöldi komast I 4. umferðina. í kvöld Körfuknattleikur (irvalsdeild: Strandgata: Haukar - UMFG ...kl. 20 Handknattleikur 2. deild karla: Seltj’nes: Grótta-ÍH....kl. 20 Varmá: Afturelding - UBK.kl. 20 ÍÞRÓTTAHREYFINGIN / SKATTAMÁL Skattrannsóknarstjóri óskareftirýtarlegum gögnum varðandi reksturfélaga Félögin vilja samstarf en biðja um lengrifrest Morgunblaðið/Kristinn Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Ari Guðmundsson, formaður ÍBR, að lokn- um fundi með forsvarsmönnum félaga í Reykjavík í gær. NOKKUR íþróttafélög hafa í vikunni fengið bréf frá skatt- rannsóknarstjóra, þar sem óskað er eftir að nánast öll gögn og upplýsingar varðandi rekstur viðkomandi félags á árunum 1989,1990,1991 og það sem af er árs 1992 verði afhent nú þegar. Viðbrögð for- ystumanna félaganna hafa ver- ið með ýmsum hætti, en for- seti íþróttasambands íslands og formaður íþróttabandalags Reykjavíkur gengu fyrir hönd félaganna á fund skattrann- sóknarstjóra í gær og afhentu honum bréf, þar sem fram kom vilji til samstarfs og samvinnu, en beðið var um lengri frest og óskað eftir leiðbeiningum um hvernig best væri staðið að þessum málum í framtíð- inni. Skattrannsóknarstjóri óskaði eftir og fékk 12. október s.l. starfs- og kennsluskýrslur ÍSÍ fyr- ir umrætt tímabil. Staðlað bréf til nokkurra félaga fylgdi í kjölfarið. í því er nú þegar óskað eftir árs- skýrslum og ársreikningum allra deilda og stjómar félagsins. í annan stað er óskað eftir af- hendingu á bókhaldi og bókhalds- gögnum allra deilda og aðalstjóm- ar, þar með talin gögn varðandi greiðslur til þjálfara, leikmanna og annarra sem þegið hafa greiðslur fyrir starf, hvort sem um er að ræða launagreiðslur eða verktaka- greiðslur. Oskað er eftir starfs- samningum við þjálfara, leikmenn og aðra aðila og beðið um upplýs- ingar um bónusgreiðslur eða greiðslur fyrir vinnutap. Ennfrem- ur er farið fram á gögn og upplýs- ingar um hvers konar fláraflanir eða kostun; samninga við fyrir- tæki, einkaaðila og opinbera aðila um hvers konar auglýsingar, styrki eða greiðslur og engu skiptir með hvaða hætti greitt er. í þriðja lagi er beðið um öll bréf og skeyti, sem varða starfsemi félagsins og loks allar aðrar upp- lýsingar, sem að gagni gætu kom- ið. Allir geta átt von á eftirliti Guðmundur Guðbjarnarson, skattrannsóknarstjóri, sagði við Morgunblaðið að sér bæri ekki að greina frá rannsóknum og könnun- um, sem verið væri að gera, en fyrir lægi að verið væri að afla upplýsinga um bókhald hjá íþrótta- hreyfingunni. Verkefnið hefði staðið til og fyrst og fremst væri verið að kanna framtalsskil félag- anna, en framhaldið réðist af því hvað kæmi út úr könnuninni. Innan ÍSÍ eru 360 íþróttafélög, en sem komið er hafa innan við 10 þeirra, öll af höfuðborgarsvæð- inu, verið beðin um að skila gögn- um. Guðmundur sagði að ákveðinn hópur væri í úrtakinu en vildi hvorki greina frá hvað búið væri að tala við mörg félög eða heildar- fjöldanum í úrtakinu, en sagði að svo hefði æxlast til að frekar hefði verið rætt við félög í Reykjavík. Aðspurður sagði Guðmundur að svona athuganir væru ekki tíma- settar og ekki væri hægt að segja til um hvenær rannsókninni yrði lokið. Um væri að ræða venjulega aðhaldsaðgerð. Verið væri að skoða atvinnugreinar og í þessu tilfelli væri íþróttahreyfingin at- vinnugrein. Varðandi ámóta rann- sókn á annarri félagastarfsemi sagði Guðmundur að nú væri verið að vinna að þessu máli, en allir aðilar, sem hefðu fjármagn undir höndum og greiddu laun eða fyrir fjárfestingu eða væru með virðis- aukaskattskylda starfsemi, gætu átt von á eftirliti. Ársskýrslum þegar skilað Sá háttur hefur verið hafður á að starfsmenn skattrannsóknar- stjóra hafa mætt með umrætt bréf til formanns viðkomandi félags og óskað eftir áð fá umbeðin gögn á staðnum. í öllum tilfellum hafa formenn ekki haft önnur gögn til- tæk en ársskýrslur félaga sinna sem almennt hafa jafnframt að geyma ársskýrslur einstakra deilda. Þeir hafa fengið nokkurra daga frest til að skila öðrum upp- lýsingum. Talsmenn félaganna voru á einu máli um að rétt ætti að vera rétt og allt aðhald ætti rétt á sér. Rann- sókn sem þessi hefði legið í loft- inu, en eðlilegri vinnubrögð hefðu verið að gera íþróttahreyfingunni fyrst almennilega grein fyrir til hvers væri ætlast og fylgja þeirri kynningu síðan eftir, til dæmis frá og með næstu áramótum. Ljóst væri að margar deildir héldu ekki gögnum lengi til haga og því gæti reynst erfitt að verða við umbeðn- um óskum. Ástæðulaus taugatitringur EUert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Ari Guðmundsson, formaður ÍBR, gerðu skattrannsóknarstjóra í gærmorgun grein fyrir stöðu íþróttahreyfingarinnar. í bréfí þeirra, sem þeir afhentu honum fyrir hönd íþróttafélaganna, er greint frá starfseminni og bent á hugsanlega erfiðleika við að afla umbeðinna gagna. Forystumenn séu áhugamenn í starfi og frá- gangur bókhalds sé mismunandi. Reikningsárið fylgi ekki almanaks- árinu og í 360 félögum séu margar deildir. Vegna mismunandi stöðu er beðið um frest en fram kemur vilji til samstarfs og samvinnu og óskað er eftir leiðbeiningum um hvemig staðið skuli að málum í framtíðinni. Síðdegis í gær gerðu Ellert og Ari forsvarsmönnum Reykjavíkur- félaga grein fyrir morgunfundin- um og rætt var um bréfíð, sem þeir færðu skattránnsóknarstjóra. Að fundinum loknum sagði Ari við Morgunblaðið að ársreikningar félaga lægju fyrir og ekkert mál væri að leggja þá fram enda hefði það verið gert, en öðru máli gegndi um bókhaldsgögn og kæmi þar margt til eins og mismunandi frá- gangur, breytileg reikningsár og óvissa um hveiju væri haldið til haga. Því væri ekki hlaupið að því að afla allra umbeðinna gagna á svipstundu og þess vegna væri beðið um frest. Hins vegar ætti að vera auðvelt að leggja fram bókhald og bókhaldsgögn síðasta starfsárs, enda ætti það að liggja fyrir hjá öllum. Því hefði á fundin- um náðst samkomulag um að félög legðu fram allar upplýsingar á þessu reikningsári eða frá 1. októ- ber 1991 til 30. september 1992. Ellert sagði að þetta mál hefði valdið ástæðulausum taugatitringi innan íþróttahreyfingarinnar. Rannsóknin væri ekki vegna sér- staks tilefnis heldur væri um eðli- lega aðgerð að ræða. Ekkert væri athugavert við að íþróttastarfsem- in væri skoðuð rétt eins og önnur starfsemi, en félög væru valin af handahófi og ekki yrði farið ofan í bókhald hjá öllum félögum og deildum. Hvað launagreiðslur varðaði taldi hann flest ef ekki öll félög vera með allt á hreinu og því þyrftu þau ekki að hafa áhyggj- ur, en hver einstaklingur, sem væri á launum, væri ábyrgur fyrir eigin framtali. Hins vegar hefði íþróttahreyfingin ekkert að fela, en ef eitthvað athugvert kæmi fram yrði það leiðrétt. KNATTSPYRNA Þróttur l\l. 12. deild Úrslit leiksins gegn Völsungi standa Dómstóll KSÍ kvað upp í gær að úrslit leiks Þróttar Nes. og Völsungs í 3. deild, 1:0, skuli standa. Þar með er ljóst að Þrótt- ur Nes. leikur í 2. deildarkeppn- inni næsta keppnistímabil en ekki Grótta. Völsungur kærði leik Völsungs og Þróttar Nes. fyrir að varamað- ur sem kom inná hjá Þrótti, var ekki skráður á leikskýrslu. Hér- aðsdómstóll HSÞ dæmdi í málinu og dæmdi Völsungi sigur í leikn- um. Þróttur Nes. áfrýaði dómnum til dómstóls KSÍ, sem tók málið fynr í gær. « í dómnum segir m.a.: „Af öllum atvikum málsins er ljóst, að mistök hjá liðstjórn liðs sóknaraðila ollu því að nafn varamannsins Sófusar Hákonarsonar í treyju nr. 16 var ekki skráð á leikskýrslu. Á skýrsl- una voru aðeins skráð 14 nöfn en ekki 16, eins og heimilt er. Verður ekki talið að lið áfrýanda hafí ver- ið ólöglega skipað í skilningi 2. mgr. 18. gr. reglugerðar KSI um knattspymumót, þó að þessi mi- stök hafi verið gerð við útfyllingu leikskýrslunnar. Samkvæmt þessu ber að fallast á kröfur áfrýjanda.“ DÓMSORÐ: Hinn áfiýjaði dómur er felldur úr gildi. Urslit leiks málsaðila 1:0 Þrótti í hag, skulu standa óbreytt.“ Dóminn skipuðu Jón Steinar Gunnlaugsson, forseti, Jón Gunnar Zoéga og Þórður Ólafsson. Til að rýma fyrir nýjum vörum í tollvörugeymslu bjóðum við nokkrar tölvur á aldeilis trá- bæru verði: 386SX-20 með 42Mb disk á kr.89.800 krónur, 486DX-25 með 120MB diská aðeins 159.800 krónur stgr. Úrvals tölvur - ótrúlegt verð! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.