Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 48
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ
\
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTÍ 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Neita að
greiða hluta
innritunar-
gjalds í HÍ
NOKKRIR stúdentar við Háskóla
íslands ætla að láta reyna á það
hvort þeim sé skylt að greiða hluta
innritunargjaldsins í skólann til
Stúdentaráðs og Félagsstofnunar
Háskólans, en að sögn Harðar
Helgasonar laganema hafa þeir
neitað að greiða gjaldið á þeirri
forsendu að það sé mannréttinda-
brot að skylda stúdenta til að vera
í frjálsum félögum innan Háskól-
ans. Innritunargjaldið er 22.300
kr. en af því renna um 5.000 kr.
til Stúdentaráðs og Félagsstofn-
unar.
„Mér var sent hótunarbréf í síð-
ustu viku þar sem mér var tilkynnt
að ég yrði tekinn út af skrá nú á
fostudaginn nema ég greiddi fyrir
þann tíma það sem á vantar. Eg hef
ákveðið að sjá til hvaða aðgerða verð-
ur gripið gagnvart mér,“ sagði Hörð-
ur.
Þórður Kristinsson forstöðumaður
kennslusviðs Háskólans sagði að
skrásetningargjaldið væri innheimt
samkvæmt lögum og reglugerð um
Háskólann og stúdentar yrðu að
greiða það að fullu til að vera skrá-
settir í skólann. Þeir sem ekki
greiddu gjaldið yrðu því teknir út
af stúdentatali.
Skoðunarferð um höfnina
Morgunblaðið/Sverrir
Nauðsyn á námi í lokuðum kennslustofum er nokkuð sem ekki verð-
ur á móti mælt, en það er hins vegar skemmtileg tilbreyting að
komast út undir bert loft. Þar er líka ýmislegt að sjá og skoða eins
og þessir hressu krakkar úr Foldaskóla komust að í skoðunarferð
um höfnina í vikunni. Þeir eru þarna að príla í gamalli járnbrautar-
lest á Miðbakka.
Bæjarráð Njarðvíkur
og Keflavíkur
Uppsagnir
verði dregn-
ar til baka
Á sameiginlegum fundi bæjar-
ráða Keflavíkur og Njarðvíkur í
gærkvöldi var samþykkt bókun
þar sem fullri ábyrgð vegna upp-
sagna starfsmanna íslenskra að-
alverktaka er lýst á hendur rik-
inu, sem er meirihlutaeigandi í
fyrirtækinu, fyrir að hafa staðið
að uppsögnunum án samráðs.
Að sögn Kristjáns Pálssonar bæj-
arstjóra Njarðvíkur verður óskað eft-
ir fundi með stjóm Aðalverktaka og
utanríkisráðherra um málið og hvert
framhald þess verður. „í bókuninni
er farið fram á að ríkið sjái til þess
uppsagnimar verði dregnar til baka
og fundnar verði leiðir innan fyrir-
tækisins eða annars staðar fyrir
þetta starfsfólk," sagði Kristján.
Sjá einnig á miðopnu.
Gengi í þremur verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélagsins Skandia lækkað um þríðjung
Bankaeftirlit gerir ekki
athugasemdir við gengið
Fallið frá kröfu um riftun á kaupsamningi Skandia og Fj árfestingarfélagsins
ÁKVEÐIÐ hefur verið að lækka gengi á hlutdeildarskírteinum i þrem-
ur af fjórum verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélagsins Skandia um tæp-
lega þriðjung, en lokað hefur verið fyrir innlausn hlutdeildarskírteina
úr sjóðunum í rúmar þijár vikur. Hátt í þrír milljarðar króna eru í
sjóðunum og þegar þeim var lokað var gert ráð fyrir að eignir þeirra
væru 5-7% of hátt skráðar, eða um 160 miHjónir. Innlausn hlutdeildar-
skirteina hefst á fimmtudaginn í næstu viku en fyrst um sinn verður
ekki hægt að kaupa hlutdeildarskírteini i sjóðunum. Bankaeftirlitið
gerir ekki athugasemdir við þessa niðurstöðu eða þá útreikninga og
forsendur sem liggja henni til grundvallar, að sögn Þórðar Ólafssonar,
forstöðumanns Bankaeftirlitsins.
Verðbréfasjóðurinn er langstærst-
ur sjóða Fjárfestingarfélagsins og
voru eignir hans metnar á tæpa 2
milljarða króna í ársfjórðungsyfirliti
til Bankaeftirlitsins í lok júní í sum-
ar. Verðbréfaeign var talin 1.767
milljónir og aðrar eignir tæpar 220
milljónir. Gengi hlutdeildarskírteina
í sjóðnum lækka um 33,5% eða um
rúmar 600 milljónir, gengi skírteina
Karfi fellur um 10% á
tveimur vikum í Japan
VERÐ á karfa hefur fallið um 10% á Japansmarkaði undanfarnar tvær
vikur en mjög gott verð hefur verið á þessum markaði í ár. íslending-
ar eru nú orðnir næststærstir á þessum markaði og áætlaður útflutning-
ur á karfa til Japans í ár nemur 15.000 tonnum.
Á undanfömum fjórum árum hef-
ur útflutningur á úthafskarfa á Jap-
ansmarkað tífaldast. Hann nam 270
tonnum árið 1989 en í ár verður
hann um 2.800 tonn. Þessar upplýs-
ingar komu fram í erindi Teits Gylfa-
sonar, sölustjóra hjá íslenskum sjáv-
arafurðum, á 18. þingi Sjómanna-
sambands íslands. I máli hans kom
fram að vegið meðalverð á karfa á
Japansmarkað í ár sé 180 krónur
fyrir kílóið og 100 kr. fýrir kg af
úthafskarfa. Frá því í fyrra og þar
til í ár hefur sala á karfa til Japans
aukist úr 49.300 tonnum í 54.500
tonn en þar af hefur hlutur íslend-
inga vaxið úr 11.500 tonnum í
15.000 tonn.
Teitur telur ekki fjarri lagi að
áætla að 90 kr. á kíló sé langtíma-
verð fyrir úthafskarfa á þessum
markaði. Um hið mikla verðfall
undanfarnar tvær vikur segir hann
að enn sé ekki séð fyrir endann á
því en skýringar liggi ekki á lausu.
Hvað varðar aðra markaði en Jap-
an segir Teitur að þeir hafi nú náð
fótfestu í Suður-Evrópu með karfa
og selji til landa eins og Portúgals
og Ítalíu um 1.000 tonn. Svipað verð
fáist fyrir karfann á þessum markaði
og fæst í Japan.
í Marksjóðnum lækkar um 32% og
gengi í Tekjusjóðnum lækkar um
31,6%. Friðrik Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins
Skandia, segir að þessi viðbótargeng-
islækkun sé tilkomin vegna þess að
meta hafi þurft allar eignir miðað
við staðgreiðsluverð. Hins vegar eigi
hann von á því, þar sem eignamatið
sé mjög strangt, að gengi skírtein-
anna eigi eftir að hækka verulega á
næstunni. Hann sagði ennfremur að
krafa Skandia um riftun á kaupum
verðbréfafyrirtækisins af Fjárfest-
ingarfélagi íslands hafi verið dregin
til baka og fari ágreiningur aðila um
kaupverð fyrir gerðardóm sam-
kvæmt ákvæðum í kaupsamningi.
Þær breytingar urðu á stjóm verð-
bréfafyrirtækisins að Ragnar Aðal-
steinsson, stjórnarformaður, og Gísli
Örn Lárusson, forstjóri tryggingarfé-
lagsins Skandia, gengu úr stjóm en
í stað þeirra tóku sæti í stjóminni
Leif Victorin og Friðrik Jóhannsson.
í frétt frá Samtökum fjárfesta er
opnun verðbréfasjóðanna fagnað og
því að aflétt hafi verið óvissu eigenda
hlutdeildarskírteina í sjóðunum.
Samtímis harma samtökin gengis-
fellingu skírteinanna sem sé óneitan-
lega meiri en efni standi til miðað
við eðlilegar aðstæður. Hver og einn
hljóti að gera upp við sig hvað beri
að gera en miðað við fyrirliggjandi
upplýsingar sé rík ástæða til að fara
sér að engu óðslega.
Leif Victorin, forstjóri Skandia í
Svíþjóð, segir I frétt frá félaginu að
það harmi að nauðsynlegt reyndist
að stöðva viðskiptin með verðbréf
sjóðanna. Gripið hafi verið til þess
ráðs til að tryggja hagsmuni allra
eigendanna og jafnframt að þeir
sættu ekki mismunun. Rekja mætti
það sem að var í starfsemi sjóðanna
til fjárfestinga sem gerðar voru áður
en Skandia keypti fyrirtækið og þeir
beri fullt og óskipt traust til stjómar
verðbréfafyrirtækisins, stjórnenda
þess og annarra starfsmanna sem
unnið hafi ótrauðir að því að hægt
yrði að heija viðskipti á ný á traust-
um gmndvelli.
Sjá einnig fréttir á bls. 4.
íþróttafélög
Síðasta skatt-
ár lagt fram
Skattrannsóknarstjóri hefur
siðustu daga óskað eftir að fá nú
þegar bókhald og bókhaldsgögn
ýmissa íþróttafélaga á höfuðborg-
arsvæðinu frá 1989. Félögin hafa
skilað ársskýrslum sínum, en
segja að erfitt geti verið að afla
allra gagna og hafa því óskað eft-
ir að fá lengri frest.
Nokkur íþróttafélög hafa í vikunni
fengið bréf frá skattrannsókn-
arstjóra, þar sem óskað er eftir að
nánast öll gögn og upplýsingar varð-
andi rekstur viðkomandi félags á
árunum 1989, 1990, 1991 og það
sem af er árs 1992 verði afhent nú
þegar. Félögin telja vandkvæði á því
að fara svo langt aftur I tímann, en
eru tilbúin að leggja fram öll gögn
á síðasta reikningsári.
Sjá nánar bls. 47.