Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
*
Islendingar eyða
um 5 milljörðum
kr. í happdrætti
LAUSLEGA áætlað eyða landsmenn árlega tæpum fímm milljörðum
króna í happdrætti og lottó. Dómsmálaráðuneytið gaf út 73 leyfi til
slíks rekstrar á árinu 1992, sem er svipuð tala og undanfarin ár. Enn
sem komið er hefur ekki borið á samdrætti í þessari sölu.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri Lottósins að
veltan í ár virtist ætla að aukast
heldur frá því í fyrra, stefndi í
rúman milljarð. Hann sagði að
afkoma stóru happdrættanna og
Lottósins virtist svipuð og verið
hefði en hjá minni aðilum væri
fjáröflunin vísast misjöfn eftir fé-
lögum. Sum þeirra hefðu örugg-
lega staðist samkeppnina en önn-
ur ekki. Það færi eftir söluháttum
og hvernig kaupendur mætu mál-
efnið.
Ragnar Ingimarsson fram-
kvæmdastjóri Happdrættis Háskól-
ans hafði svipaða sögu að segja um
afkomu happdrættisins. Veltan á
árinu var tæpiega 1,2 milljarðar, sem
er svipað og í fyrra. Ragnar sagði
happdrættis- og lottómarkaðinn í
heild líklega velta nálægt fímrn millj-
örðum alls. Lottóið hefur starfað síð-
an 1986 og Ragnar sagðist álíta að
markaðurinn hefði stækkað með til-
komu þess, ekki að lottóið tæki svo
mjög frá happdrættunum. Sama
væri með skafmiðana. Þeir væru við-
bót við hefðbundna happdrættismiða.
Ragnar sagðist ekki hafa trú á að
versnandi afkoma almennings hefði
mikil áhrif á sölu happdrættis- og
lottómiða. Þó sala væri mikil í fátæk-
um löndum, t.d. í Suður-Ameríku og
Evrópu sagðist hann efins um að
sama yrði uppi á teningnum hér, þó
velmegun minnkaði, en langvarandi
efnahagserfiðleikar gætu dregið úr
sölunni.
Hreppsnefndin á Flateyri
Ákveðið að nýta
forkaupsréttinn
ísafirði.
Á FUNDI hreppsnefndar Flateyrarhrepps í gærkvöldi var ákveðið að
nota forkaupsrétt hreppsins til kaupa á togaranum Gylli. Auglýst hafði
verið eftir aðilum á Flateyri sem vildu ganga inn í kaupin og var ákveð-
ið að ganga til samninga við þann eina aðila sem sendi inn tilboð.
*
Börnin í Olafsvík fengu óvenjulega heimsókn
Morgunblaðið/Alfons
Kominn undir manna hendur
Jón Baldvinsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, með
fálkaungann, sem síðan var sendur til Reykjavíkur.
Fálkaungi
gripinn á
leikskóla
Ólafsvík.
FÁLKAUNGI fannst við leikskólann á
Ólafsfirði og virtist hann eitthvað das-
aður. Börn á leikskólanum voru hin
hressustu með heimsóknina og starfs-
maður, sem í fyrstu taldi að hér væri
smyrill á ferð, kallaði til aðstoð Her-
manns Kristinssonar sjómanns í Ólafs-
vík og Guðbjörns Ásgeirssonar, for-
manns Björgunarsveitarinnar í Ólafs-
vík.
Þeir veiddu fuglinn í netakörfu og fengu
hann í hendur Jóni Baldvinssyni líffræð-
ingi hjá Hafrannsóknastofnun, sem bú-
settur er í Ólafsvík. Jón skoðaði fuglinn
og sendi hann síðan með flugvél suður til
Reykjavíkur þar sem starfsmaður Nátt-
úrufræðistofnunar tók við honum.
Að sögn Jóns Baldurs Hlíðbergs, starfs-
manns Náttúrufræðistofnunar, er hér um
karlfugl að ræða sem líklega hefur fæðst
sl. vor. Fuglinn er að öllu leyti óskaddað-
ur og mjög fallegur, að sögn Jóns, en
greinilega sjúkur. Taldi Jón líklegt að fugl-
inn væri með sýkingu í hálsi og sýndist
hann eiga erfítt með andardrátt.
Hlúð verður að fálkanum meðan hann
gistir hjá Náttúrufræðistofnun og verður
honum sleppt þegar hann hefur náð heilsu
á ný. Alfons.
Vextir verðtryggðra
útlána aldrei hærri
Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti
á Flateyri, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að samþykkt
hefði verið einróma á fundinum að
neyta forkaupsréttarins og^ganga til
samstarfs við íshúsfélag Isfirðinga
um kaup á togaranum eins og skýrt
var frá í Morgunblaðinu í gær. Hann
Huginná
sfldartroll
HUGINN VE er nú að hefja til-
raunaveiðar á síld í troll. Eftir því
sem næst verður komizt verður
Huginn þar með fyrsta íslenzka
skipið sem reynir síldveiðar í flot-
troll, en aðrar þjóðir, svo sem írar
og Danir, hafa veitt síld með þess-
um hætti.
Nokkrir bátar reyndu fyrir sér
með loðnutroll fyrr á árum og gekk
það nokkuð vel. Þá hefur kolmunni
verið veiddur í flottroll hér við land.
Talið er að stóra síldin, sem stendur
dýpst, náist betur með trolli en í
nótina. Skipstjóri á Hugin er Guð-
mundur Huginn Guðmundsson.
Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl.
í dag
Um rugl
Jón Steinar Gunnlaugsson svarar
Þorsteini Gylfasyni 16
Norrxnir forsætisráðherrar
Norðurlönd vilja að undirbúningi
EES Ijúki sem fyrst 25
Efnahagslægð___________________
Mesti samdráttur síðan 1968-1969
og atvinnuleysi aldrei meira 26-27
Uppsagnir á Krístnesi__________
FSA tekur við rekstrí Kristnesspít-
ala um áramót 30
Leiðari________________________
Frændum hjálpað 26
MEÐALVEXTIR verðtryggðra skuldabréfalána banka og sparisjóða
hafa ekki verið hærri síðan árið 1979, þegar verðtrygging var tek-
in upp, að sögn Ólafs K. Ólafs, viðskiptafræðings hjá Seðlabanka
íslands. Meðalraunvextir ársins sem er að líða eru 11,8% á óverð-
tryggðum lánum á móti 9,3% á verðtryggðum lánum, og er því
munur á meðalkjörum verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfal-
ána 2,5 prósentustig. Verðtryggð meðalvaxtakjör hafa verið hag-
stæðari óverðtryggðum þriðja árið í röð, en ástæðnanna fyrir hinum
mikla muni nú, er meðal annars að leita í því, að vaxtalækkun
hélt ekki í við hjöðnun verðbólgu á fyrri hluta ársins, að sögn Ólafs.
sagði að lögfræðingur hreppsins
væri þegar tekinn til við að undirbúa
málið en strax í dag yrði með form-
legum hætti hafist handa við að
semja við veðhafa í skipinu og aðra
þá sem málið varðar. Hann sagði að
hreppsnefndin færi út í þessi kaup
af fullri alvöru og taldi að með jafn
sterkum bakhjarli og íshúsfélag ís-
firðinga væri, ætti ekkert að vera í
veginum með að ganga inn í þann
samning sem gerður hefði verið.
Forkaupsrétturinn rennur út að
kvöldi 7. janúar og taldi Eiríkur að
sá tími ætti að nægja,
Að sögn Þorleifs Pálssonar, stjóm-
arformanns íshúsfélags ísfírðinga,
er ástæða þess að þeir vilji kaupa
nú, frekar en í haust, sú að stefnu-
breyting hefur orðið hjá félaginu.
Nú er í undirbúningi að breyta því
í almenningshlutafélag en til þess
að það væri hægt, töldu þeir mikil-
vægt að treysta hráefnisöflun félags-
ins. Gyllir væri gott skip og á honum
úrvals áhöfn svo það væri nærtæk-
ast, eftir að þessi stóra ákvörðun um
að opna félagið hafði verið tekin, að
tryggja hráefnisöflunina með þessum
hætti, sem jafnframt styrkti mjög
stöðu Flateyrar og um leið byggðir
á norðanverðum Vestfjörðum.
- Úlfar
„Raunvextir óverðtryggðra lána
voru afar háir á fyrsta ársfjórð-
ungi, eða 14,6% miðað við láns-
kjaravísitölu, meðan beðið var nið-
urstöðu kjarasamninga. Ennfrem-
ur má rekja þetta misvægi til þess,
að þrátt fyrir litlar breytingar á
lánskjaravísitölu, breyttust vextir
óverðtryggðra skuldabréfalána
óverulega frá því í vor,“ sagði
Ólafur. „Einnig kann að vera að
menn hafi ekki haft trú á að sú
litla verðbólga, sem var á síðasta
ári, héldist, og því ekki lækkað
vexti óverðtryggðra lána í sam-
ræmi við kjör á verðtryggðum lán-
um.“
Ólafur sagði greinilegt að vext-
ir á þessu ári væru mjög háir í
sögulegu samhengi. „Árið 1988,
þegar vextir voru einnig háir, voru
raunvextir óverðtryggðra skulda-
bréfalána jafnháir og nú. Vextir
verðtryggða lána eru hins vegar
þeir hæstu síðan verðtrygging var
tekin upp árið 1979.“
Að sögn Ólafs var raunávöxtun
óverðtryggðra skuldabréfalána
banka og sparisjóða 11,8% að
meðaltali miðað við lánskjaravís-
tölu árið sem er að líða, á móti
10% í fyrra, 9,3% árið 1990 og
6,5% árið 1989. Árið 1988 voru
óverðtryggðu vextimir hins vegar
jafnháir og í ár að meðaltali, eða
11,8%. Þá báru verðtryggð skulda-
bréfalán 9,3% meðalvexti árið
1992, en 9,2% í fyrra, 8% árið
1990, 7,8% árið 1989 og 9,2% árið
1988.
Nýr vísitölugrunnur
Tóbak vegur nú
fjórðungi minna
Bjór í fyrsta skipti inni í vísitölunni
í NÝJUM vísitölugrunni, sem reiknað var eftir í fyrsta skipti nú í
nóvember minnkar þáttur reykinga úr 2,1 stig í 1,6. Bjór er nú reikn-
aður með í fyrsta skipti og vegur 0,6 stig. Afengisneysla er metin
sem 1,1 stig, en var áður 1,3 stig. Afengi og bjór eru því samanlagt
1,9 stig nú.
Úr verínu
► Stærsta fiskiskipið komið tll
Skagastrandar — Friosur í Cbile
— Geiri á Guggunni bjartsýnn —
Dökkt útlit í botnfískveiðum —
Hval- og selspik sem hjartalyf
Myndasögur
► Drátthagi blýanturinn — Saga
— Svör við þrautum — Skemmti-
legar þrautir — Fjórar mynda-
sögpir — Litaspil — Myndir ungra
listamanna.
Hrönn Helgadóttir viðskipta-
fræðingur á Hagstofunni sagði í
samtali við Morgunblaðið að vægi
tóbaksneyslu gæfi hugsanlega vís-
bendingu um að reykingar hefðu
minnkað síðan neyslukönnun var
gerð 1985. Þó yrði að hafa í huga
að könnunin 1985 og 1990 næði
ekki til sama hóps, svo ekki væri
hægt að segja til um hversu marg-
ir hefðu byrjað eða hætt að reykja
á tímabilinu, en af þeim sem tóku
þátt í könnuninni 1990 hefðu færri
reykt en í fyrri könnun. Þátttakend-
ur voru beðnir um að skrá útgjöld,
auk þess sem þeir voru spurðir um
meðalreykingar á dag. Um verðþró-
un tóbaks sagði Hrönn að tóbak
hefði hækkað heldur meira en sem
svarar meðaltalshækkun vöru og
þjónustu.
Þegar Morgunblaðið bar þessar
tölur undir Þorvarð Örnólfsson
framkvæmdastjóra Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur og nefndarmann
í Tóbaksvamamefnd sagði hann að
breytingin á vísitölugrunninum
væri í góðu samræmi við minnk-
a^di reykingar, sem kæmu fram í
sölutölum ÁTVR á þessum tíma og
Hagvangskönnunum, sem gerðar
hefðu verið á vegum félagsins.
Samkvæmt þeim reyktu um 40%
landsmanna á aldrinum 18-69 ára
árið 1985. Árið 1991 vartalan kom-
in niður í 31,3%. Endanlegar tölur
frá líðandi ári liggja enn ekki fyrir,
en Ornólfur sagði allt benda til
áframhaldandi samdráttar í reyk-
ingum.