Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 7 Verslunarmannafélag Reykjavíkur Hundraðasta j óla- trésskemmtunin 100. jólatrésskemmtun Versl- unarmannafélags Reykjavíkur fyrir börn verður haldin í veit- ingahúsinu Perlunni 3. janúar. Einsdæmi er talið að þessum sið hafí verið haldið við í jafn langan tíma samfleytt. Um jólatrésskemmtanimar eru góðar heimildir í sögu félagsins. Þar segir m.a.: „Verzlunarmannafé lag Reykjavíkur tók fljótlega upp þann sið að halda jólatrésskemmt- anir fyrir böm félagsmanna. Fyrsta skemmtunin af þessu tagi var hald- in 2. janúar- árið 1892 og sóttu 60 böm hana. Slíkar samkomur hafa verið haldnar árlega síðan að einu til tveimur ámm undanskildum. Félagið tók einnig að halda jólatrés- skemmtanir fyrir fátæk börn og var hin fyrsta þeirra haldin 12. janúar árið 1896. Slíkar skemmtanir voru síðan haldnar árlega allt til upphafs heimsstyijaldarinnar síðari. Þær voru yfirleitt mun fjölmennari en Létu við- vörunar- kerfi ekki aftra sér BROTIST var inn í myndbanda- leigu við Reykjavíkurveg í Hafn- arfirði í fyrrinótt. Þeir sem þar voru að verki létu það ekki á sig fá þótt þjófavarnarkerfi færi í gang með miklum hávaða heldur Iétu þeir greipar sópa um fyrir- tækið og fóru á brott með mynd- bandsupptökutæki, tvo geisla- spilara og fjölda geisladiska. Þjófavarnarkerfið var ekki tengt neinni miðstöð eða öryggisgæslu- fyrirtæki heldur gaf frá sér hvellan hávaða. Fyrirtækið var hins vegar í verslunarhverfi þar sem engin íbúðarhús voru og engir á ferli á þessum tíma og virðist, að sögn lögreglu, sem þjófamir hafi því gefið sér góðan tíma til að athafna sig og ljarlægja það sem þeir ágirntust. jólatrésskemmtanir fyrir börn fé- lagsmanna. 172 börn sóttu jólatrés- skemmtunina fyrir fátæk börn árið 1899 svo að dæmi sé nefnt. Þá hefur vafalaust verið þröng á þingi í salarkynnum þeim, sem félagið hafði til umráða.“ Fischersund 1 rifíð Örlög Fischersunds 1 urðu önnur en lengi var ætlað þegar upp komst að húsið var ekki frá árinu 1822 eins og haldið var heldur frá árinu 1870. Og þó varla því sá hluti hafði orðið fúa að bráð og elsti hluti hússins því í raun frá 1878. Með tilliti til þessara upplýs- inga var hætt við að færa húsið í Mjóstræti 5 og þess í stað ákveð- ið að rífa það og flytja aðeins gafiinn á Árbæjarsafn. Þar verður gaflinum líklega komið fyrir í skemmu og verður landsmönnum til sýnis í bráð og lengd. Morgunblaðið/Júlíus Húsnæðissparn- aðarreikningxtr Skattafslátt- ur afnuminn í þrepum SAMKVÆMT nýjum lögum um húsnæðissparnaðarreikninga sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jól og taka gildi um áramótin lækkar skattafslátt- ur vegna þeirra í þrepum og leggst af eftir árslok 1996. Sam- kvæmt fyrri lögum nam skattaf- sláttur fjórðungi árlegs innleggs en lækkar um 5% á hverju ári þar til hann leggst af eftir árslok 1996. Á árinu 1994 verður skattafslátt- ur 20% af innleggi á tekjuárinu 1993, 15% á tekjuárinu 1994, 10% á tekjuárinu 1995, 5% á tekjuárinu 1996 og eftir árslok 1996 skapa innlegg á húsnæðissparnaðarreikn- inga ekki rétt til skattafsláttar. Frá 1. janúar 1997 falla lög um húsnæðissparnaðarreikninga frá 1985 úr gildi, þó þannig að við álagningu opinberra gjalda árið 1997 skulu menn njóta skattafslátt- ar vegna innleggs á árinu 1996. íslenski hlutabréfasjóðurinn h£: GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆKKA SKATTANA ÞÍNA ' í ágúst síðastliðnum fengu mörg hundruð hluthafar í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. ánægjulega sendingu frá skattinum, eða um 37.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti. í ár eiga einstaklingar sem fjárfesta í hlutabréfum* einnig kost á um 37.000 króna skattaafslætti. Kaupa má hlutabréf fyrir hvaða fjárhæð sem er en hámarksafsláttur miðast við 94.000* króna kaup. Þannig getur skattaafsláttur hjóna numið tæpum 75.000 krónum. Fjárfestingar í hlutabréfum geta verið áhættusamar. Hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting og skattaafsláttur miðast við tveggja ára eignarhaldstíma. Arðsemi af hlutabréfaeign verður því fyrst og fremst metin eftir a.m.k. tveggja ára eignartíma. íslenski hlutabréfasjóðurinn dreifir áhættu með kaupum á hlutabréfum margra félaga í ólíkum atvinnugreinum og stuðlar að auknu öryggi hluthafa með kaupum á skuldabréfum. íslenski hlutabréfasjóðurinn dreifir áhættu í hlutabréfaviöskiptum Heildar- áhætta EIGNASAMSETNING íslenska hlutabréfasjóösins 11. desember 1992 „ 4% Bankamnstæöur Hlutabréf 48% Skuldabréf 38% 5% Hlutdeildarskírteini á erlendum grunni 5% ^ Hlutdeildarskírteini á innlendum grunni Landsbréf eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóðsins og tryggja að ávallt sé markaður fyrir hendi með hlutabréf félagsins. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. m LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. ’Hlutabréf viöurkennd af ríkisskattstjóra og frádráttarbær til skatts skv. núgildandi skattalögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.