Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 9 V 7 KFUM V Flugeldasala KFUM og KFUK í nýju húsi félaganna viö Holtaveg - gegnt Langholtsskóla Fjölskyldupakkar, flugeldar, blys og stjörnuljós. Opið kl. 16.00-22.00 í dag 30. des. Gamlársdag opið kl. 10.00-16.00. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 • • Oflugri ein- ingar Innan verkalýðshreyf- ingarinnar hafa verið kröfur um sameiningu félaga til að mynda öflugri einingar og spara félagsmönnum fé. Ennþá eru sameiningarmálin skammt á veg komin, en þó er hafin sameining líf- eyrissjóða, þar sem um umtalsverðan sparnaðað er að ræða fyrir sjóðfé- laga. Innan raða vinnuveit- enda hafa hugmyndir um sameiningu félaga einnig fengið byr undir báða vængi. Þar eru komnar vel á rekspöl viðræður um sameiningu samtaka iðnaðarins. Um þessar viðræður er fjallað í riti Félags ísl. iðnrekenda, Á döfinni, sem er nýkomið út. Þar segir m.a.: „Að undanfömu hafa farið fram viðræður milli femra samtaka iðnaðar- ins um sameiningu þeirra. Þessi samtök em auk Félags islenskra iðn- rekenda, Félag íslenska prentiðnaðarins, Lands- samband iðnaðarmanna og Verktakasamband Is- lands. Upphaflega hittust formenn samtakanna og ræddu málin. Niðurstað- an úr þeim viðræðum varð sú að stjórnir allra samtakanna samþykktu að fela framkvæmda- stjómm sínum að vinna áfram á grundvelli þeirra og kanna mögu- leika á sameiningu. Nú liggja fyrir fyrstu drög að skipulagi nýrra samtaka og hafa þau ver- ið kynnt í stjómum sam- takanna. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir sam- þykki stjórnanna að halda viðræðum áfram, þótt ekki sé um þær al- ger einhugur í öllum fé- lögum. Væri raunar með ólikindum ef svo væri, þar sem þessi samtök hafa árum og áratugum saman starfað hlið við hlið án þess að tíl hafi komið að sameina þau. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem Sameining samtaka iðnaðarins Sameining félaga og samtaka hefur verið mjög til umræðu und- anfarin misseri, ekki sízt í atvinnulífinu og innan verkalýðshreyf- ingarinnar, en megintilgangurinn er sparnaður og vægi, sem felst í stærri einingum. Þessar hugmyndir eru komnar einna lengst innan samtaka iðnaðarins. rætt hefur verið og fram kemur í þeim drögum að skipulagi sem fyrir liggja. Meginmark- mið Meginmarkmiðið með stofnun hinna nýju sam- taka er tvíþætt. Annars vegar er ljóst að áhrif samtakanna verða mun meiri ef iðnaðurinn talar einum rómi. Samskipti við stjórnvöld og aðra opinbera aðila verða markvissari. Sameigin- leg aðild að samtökum iðnrekenda og vinnuveit- enda bæði hérlendis og erlendis er tvímælalaust einnig til bóta. Þá mun iðnaðurinn eiga auðveld- ara með að koma sinum hagsmunamálum á fram- færi bæði í fjölmiðlum og annars staðar. Hitt meginmarkmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn og draga jafnframt úr kostnaði. Þetta kunna við fyrstu sýn að virðast andstæð markmið, en svo er ekki. Það er sannfæring þeirra sem þessi mál hafa skoð- að að með sameiningu megi gera allt innra starf fyrir félagsmenn öflugra og þeir fjármunir sem til samtakanna renna muni nýtast betur. Sett hefur verið fram það markmið að lækka kostnað við rekstur samtakanna í | heild um allt að 30%. Hvort það tekst er auð- vitað of snemmt að spá um, fyrr en ljóst verður hvort samstaða næst um málið innan iðnaðarins. Þær hugmyndir sem nú liggja fyrir hafa þó án efa í för með sér umtals- verða lækkun félags- gjalda hjá þorra iðnfyrir- tækja innan FÍL, en upp- bygging félagsgjalda er mjög ólík hjá hinum ýmsu samtökum í iðnaði. Aðild að nýj- umsamtökum Lagt er til að aðild að samtökunum verði ein- skorðuð við fyrirtæki og einstaklinga sem eru launagreiðendur. Ein- stök fag- eða landshluta- samtök í iðnaði sem það kjósa geta gerst aðilar að samtökunum fyrir hönd sinna félagsmanna og fer þá félagið með atkvæðisrétt og ber ábyrgð á félagsgjöldum þeirra til samtakanna. Félagsgjöld Reiknað er með að fé- lagsgjöld til samtakanna verði 0,15% af veltu liðins árs, en 0,10% iðnaðar- málagjald dragfist frá hjá þeim sem það greiða. Inni í þessum tölum er ekki árgjald til VSÍ, en reiknað er með að sam- tökin verði í heild aðili að VSÍ. Sljóm I tillögunum er ráð- gert að með stjórn hinna nýju samtaka fari sjö menn, formaður og með honum 6 stjómarmenn, allir kosnir beinni kosn- ingu á ársfundi. Á árs- fundi verði að auki kosn- ir 6 menn sem ásamt stjóminni myndi sam- bandsstjóra samtakanna. Sambandsstjóra komi saman minnst tvisvar á ári. Starfsemi og þjónusta Ráðgert er að starf- semi samtakanna verði skipt í þijú svið: 1. Starfsskilyrði iðnaðar og alþjóðlegir samning- ar. 2. Þjónusta og þróun iðnaðar. 3. Skrifstofa og dagleg- ur rekstur. Mótaðar hafa verið tillögur um mála- fiokka sem um verður fjallað á hverju þessara fjögurra sviða. Á næstu vikum verður unnið að þvi að útfæra ýmis önnur atriði og til- lögur, sem ætlunin er að Ieggja fyrir aðalfundi félaganna í vor. Verði stofnun nýrra samtaka samþykkt fyrir mitt næsta ár, er reiknað með að sameiningunni verði lokið fyrir árslok 1993.“ 3 1 1 HLUTABREFASJ OÐUR VÍB Ahættudreifíngsem skilar árangri Frá ársbyrjiin 1991 hc'f'ur gengi hluiabrt'já hvkkah uin 6,8%. Á saina tíma hdur sölugvngi 1IVÍB luvkkaö um 4%. ,-Ásuvöa |x\ss vr árangursrík áh;vttudrvilingsjúösins. MX'ÍBvrþvt góöur koslur lyrir þá svm vilja nvta svr skuttalVádrátt á þvssu ári. Ráögjalar \'ÍB vvita lrckari upp- Ksingar um 11\’IB. Wriö vtjkomin í \'ÍB. 120 1991 I 1992 90 VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.