Morgunblaðið - 30.12.1992, Side 17

Morgunblaðið - 30.12.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 17 Ár fjölskyldunnar eftir Alfreð Jolson Flótti Maríu og Jósefs með Jes- ús til Egyptalands hefur verið síg- ilt viðfangsefni listamanna. María situr kyrrlát á svip með barnið á baki asna, eins og við getum séð á frábæru málverki í kirkjunni á Staðarstað, sem nú hefur verið endurnýjað. Þetta er fögur og róm- antísk mynd. En hún sýnir ekki allt. Við sjáum ekki hörmungarn- ar, sem tengdust flóttanum: Líflát saklausra barna, raunir aðkomu- manna í ókunnu landi með fram- andlega siði og tungumál. Segja má, að nú séu tímar, sem ekki eiga sér neina hliðstæðu. Þegar er fleira fólk landflótta en áður eru dæmi um. Meira en 100 milljónir barna halda til á strætum borga úti í heimi, þar sem sjúk- dómar, grimmdarverk og hvers kyns misþyrmingar eru daglegt brauð. Fæstþessara barna ná full- orðinsaldri. I sumum löndum eins og Brasilíu eru ofbeldissveitir lög- reglunnar að myrða þessi börn, sem eru ekki aðeins fórnarlömb glæpamanna, heldur eru jafnvel sjálf sek um glæpi. Já, meira að segja hér á íslandi er að finna götubörn, sem sum hafa hlaupist að heiman. Oft hafa börn þessi verið misnotuð og eru jafnvel flækt í afbrotamál. Dæmi eru um, að þau selji hvert öðru fíkniefni og áfengi, sem getur ver- ið mjög sterkt og lífshættulegt eins og brugg og brennivín. Við sjáum barnið, saklaust á svip, reika eftir götunni og stúta sig á banvænu áfenginu. Kaþólska kirkjan og Sameinuðu þjóðirnar helga árið 1993 fjöl- skyldunni. Þetta er tími til að meta að nýju, hvernig við búum að fjölskyldunni. A næsta ári mun reyna á fólk hér á landi vegna aukinna efnahagserfiðleika og at- vinnuleysis. Við munum standa frammi fyrir því að þurfa að komst af með minna. Það er ekki svo lít- ið. Páll postuli hvetur okkur til að „umbera hvert annað...að sýna hvert öðru kærleika, sem er band algjörleikans". Þegar efnisleg gæði og lífsþæg- indi minnka, getur komið að því, að við förum að hugleiða og spyija okkur sjálf, hvað það sé, sem í raun og veru skiptir máli og við höfum þörf fyrir. Eftir náttúru- hamfarir og eldsvoða stendur öll fjölskyldan saman. Einu gildir, hvað hefur glatast, því að þau hafa hvert annað. Þau sjá þá, hvað er raunverulega dýrmætt og þess virði að gleðjast yfir. Þeim skilst, að þau höfðu næstum glatað því, sem jafnan var sjálfgefið; fjöl- skyldunni. íslendingar mega vera stoltir af því, hveiju svo fámenn þjóð hefur fengið áorkað, eftir að hún fékk sjálfstæði fyrir næstum 50 árum. Afrek hafa einnig verið unnin í ýmsum greinum lista, og þeir eiga Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, Halldór Laxness. íslenskar bókmenntir hafa vakið aðdáun í öðrum löndum. En váleg teikn eru á lofti árið 1993. Hversu sjálfstæð eru börnin okkar? Eru þau raunverulega sjálf- stæð, þegar foreldrar ieyfa þeim að ganga sjálfala fram til klukkan 10 eða 11 á kvöldin? Eins og ann- ars staðar hefur hið bóklæsa samfélag breyst í óvirkt samfélag, sem situr starandi fyrir framan sjónvarpið, myndbandstækið og kvikmyndatjaldið. Þarna hafa mikil menningarverðmæti glatast þjóð okkar og fjölskyldu. Eru börnin okkar, sem eru fjöl- skyldan í nútíð og framtíð, að verða leið og til leiðinda? Sígarett- ur og hass, örvandi lyf, kókaín, áfengi — allt fjötrar þetta og sljóvgar hug þeirra. Þjófnaður færist í aukana, því að þau þurfa að afla fjár til að geta keypt þessi efni. Flestum okkar blöskrar, og við verðum jafnvel óttaslégin, þegar við göngum ein eða með gestum um miðborg Reykjavíkur á föstu- dags- og laugardagskvöldin. Það er heldur óskemmtileg sjón að sjá ungt fólk undir áhrifum vímuefna skjögra áfram eða liggja afvelta, þangað til lögreglan hirðir það upp úr göturæsinu. í Sögunni af brauðinu dýra eft- ir Halldór Laxness kemst Guðrún Jónsdóttir svo að orði: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.“ íslendingar geta sannarlega verið stoltir af því, sem þeim hefur hlotnast af gjöfum Guðs, og hve miklu þeir hafa kom- ið í verk. En höfum við sinnt því af trúmennsku, sem okkur var treyst fyrir? Hin heilaga fjölskylda og árið 1993, sem helgað er fjölskyld- unni, eru okkur hvatning til að íhuga og endurmeta, hvernig við eigum að varðveita andlega arf- leifð okkar og fjölskylduna. Hin heilága fjölskylda lifði áfram, því að innan hennar ríkti kærleiki, umhyggjusemi og ástúðlegur agi, sem er svo nauðsynlegur til að Alfreð Jolson geta haldið velli. Á veggspjaldi einu stendur: „Hvar er barnið þitt í kvöld?“ Þessi orð minna okkur á, hvernig við getum byijað. Það er sársaukafullt að bæta fyrir það, sem farið hefur úrskeið- is, að temja sér aga í lífi og starfi. Það er sársaukafullt, en algjörlega nauðsynlegt, ef fjölskyldan á að lifa af. Og fjölskyldan er þjóðin. Þegar við sjáum, hvað er að ger- ast, getum við öll sagt: „Við höfum komið auga á óvininn, og hann er í okkur sjálfum." Við þurfum á hjálp Guðs að halda. Megi árið 1993 verða fjöl- skyldunni gæfusamt, svo að hún styrkist og blómgist — og Ísland allt. Höfundur er biskup kaþólskra á Islandi. Traustur fjárfestingarkostur sem lækkar skattana þína! Hlutabréf íJarðborunum hf. eru með áhugaverðustu fjárfestingum á hlutabréfamarkaðnum. • Miklir framtíðarmöguleikar í nýtingu vatnsorku og jarðhita - umhverfisvæn orka. • Kaup fyrir allt að 100.000 kr. tryggja þér frádrátt frá tekjuskattsstofni. • Fyrirtækið er afar eignasterkt og með trausta eiginfjárstöðu (87%). • Hagnaður hefur farið vaxandi undanfarin ár. • Stefnt er að skráningu á Verðbréfaþingi Islands strax á nýju ári. Alls hafa selst hlutabréf fyrir rúmlega 109 milljónir króna til um 200 aðila frá því að sala hófst í lok ágúst. Lágmarksupphæð er 30.000 kr. að nafnvirði. Sölugengi er 1,87. Sölustaðir auk Kaupþings hf. og afgreiðslna Búnaðarbankans og sparisjóðanna eru: KAUPÞHNG NORDURLANDS HF Skandia § HANDSAL 1 LANPSBRÉF H.F. VIB VEHBBRÉFAVlBSKIPn V/ SAMVINNUBANKANS Allar frekari upplýsingar veita ráðgjafar Kaupþings hf., svo og aðrir söluaðilar. BLJNAÐARBANKI IaJísl 'ÍSLANDS KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirtœki Kringlutini 5, sími 689080 íe'tgu Húnadarbanka íslands ogsparisjóSanna * SPAIHSJÓF3URINN Framkvæmdanefnd um einkavæöingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.