Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 19 Palestínumennirnir fái að snúa heim eftir Svein Rúnar Hauksson Nú er meira en vika liðin síðan ísraelska hernámsliðið ruddist inn á heimili fólks í borgum, bæjum og þorpum herteknu svæðanna í Palestínu og hafði á brott með sér yfir fjögur hundruð karlmenn; heimilisfeður, syni, bræður og afa. Þeir voru fluttir með nauðung úr landi. Þessir karlmenn voru valdir úr á grundvelli trúar sinnar og þjóðernis. Eins og við var að búast hafa orðið mikil viðbrögð hjá fjölskyld- um þessara manna, vinum og ná- grönnum. Fólk hefur streymt út á göturnar og lýst sorg sinni og reiði. Það hefur mótmælt harðlega þess- um mannránum og nauðung- arflutningi. Mótmælunum hefur verið svarað af fullkomnu mis- kunnarleysi, sem ætti heldur ekki að koma á óvart, ef litið er til reynslu Þalestínumanna af ísraels- stjórn og hernámsliði hennar. Her- mönnum hefur verið skipað að skjóta og drepa. Miskunnarleysi hemámsins Fyrsti píslavotturinn ■ í þessari lotu var níu ára gömul stúlka. Um 15 manns hafa verið skotnir til bana þegar þetta er ritað, þar á meðal tveir bræður sem áttu heima á Gaza-svæðinu. Hundruð manna eru særðir. Síðustu fréttir herma að fimmtán ára drengur hafi verið myrtur af hernum. Hér er um að ræða óhugnanleg grimmdarverk gagnvart óbreytt- um borgurum. Fyrst mannrán og nauðungarflutningar úr landi, síð- an er reynt að kæfa mótmæli fólks gegn þessu í blóði. Loks er hjálpar- starf hindrað og komið í veg fyrir að alþjóðleg mannúðarsamtök geti veitt neyðarhjálp. Þetta eru gróf mannréttindabrot og einnig brot á alþjóðalögum og samþykktum sem . banna mismunun á grundvelli kyn- þáttar, þjóðernis og trúarbragða. Alvarleg brot jafngilda stríðsglæp Önnur hlið þessa máls snýr að alþjóðalögum og rétti. Nauðungar- flutningar eru alvarlegt brot á íjórða Genfarsáttmálanum. Brot sem skilgreinast jafn alvarleg og þetta jafngilda stríðglæp. Það er því ekki að ófyrirsynju að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna var kall- að saman og að það hefur sam- hljóða fordæmt brot ísraelsstjórn- ar. Einnig hafa refsiaðgerðir verið til umræðu hjá öryggisráðinu sem og hjá Evrópubandalaginu. Alþjóðlega vernd Krafan um alþjóðlega vernd til handa íbúum herteknu svæðanna hefur aldrei verið brýnni en nú. Það hlýtur að vera skylda Samein- uðu þjóðanna að sjá til þess að Palestínumenn sem búsettir eru á Vesturbakkanum og á Gaza-svæð- inu, án tillits til trúarbragða, hljóti vernd gegn framferði ísraels- stjórnar og hernámsliðsins. At- burðir sem þessir og aðrir ámóta á liðnum árum mega ekki endur- taka sig án þess að ábyrgir aðilar reyni að koma í veg fyrir þá. ísraelsstjórn hefur neitað Al- þjóða Rauða krossinum um leyfi til að færa mönnum neyðarhjálp þar sem þeim er haldið í herkví, Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinuni! 2XIox‘£vvvvIitaív vt) „Hér er um að ræða óhugnanleg grimmdar- verk gagnvart óbreytt- um borgurum. Fyrst mannrán og nauðung- arflutningar úr landi, síðan er reynt að kæfa mótmæli fólks gegn þessu í blóði.“ allslausum í kulda og vosbúð, á svokölluðu einskismannslandi. Þessi afstaða lýsir einstakri ófyrir- leitni í garð alþjóðlegra mannúðar- samtaka og þeirra hugsjóna sem Rauði krossinn stendur fyrir. Allir sem einhvers eru megnug- ir hljóta að taka höndumsaman um að koma vitinu fyrir ísraels- stjórn. Ef það tekst ekki fjótlega verður að grípa til refsiaðgerða. Rödd íslands þarf að hljóma Sveinn Rúnar Hauksson kröftuglega í þessu máli. Utanrík- isráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, hiýtur að gera ríkisstjórn ísraels grein fyrir afstöðu íslands. Þá er mikilsvert að biskup íslands láti málið til sín taka, þannig að rödd íslensku þjóðkirkjunnar heyr- ist með öðrum kirkjudeildum sem lagt hafa sitt af mörkum.. Kröfur dagsins eru: 1. Palestínumennirnir fjögur hundruð og fimmtán fái að snúa heim til sín tafarlaust. 2. íbúar herteknu svæðanna fái alþjóðlega vernd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Útifundur verður á Lækjartorgi í dag kl. 17.15 til stuðnings ofan- greindum kröfum. Höfundur er hcimilislæknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. 300 SKOTA KAKA krónur STJÖRNULJÓS FYLGJA HVERRIKÖKU! SIMI 64 29 00 mmm „ STJORNUKAUP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.