Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 22

Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 Heiðursverðlaun Ásusjóðs Olafur Halldórsson handritafræðingnr fær verðlaunin í ár Heiðursverðlaun úr Ásusjóði, minningarsjóði um Ásu Guðmunds- dóttur Wright, voru veitt í gær. Að vanda fór afhendingin fram í Norræna húsinu. í þetta sinn komu þau í hlut Ólafs Halldórsson- ar handritafræðings fyrir áratugastarf að handrita- og textarann- sóknum. Verðlaunahafi hlýtur heiðursskjal, minningarpening um gefandann og 175 þúsund krónur. Sturla Friðriksson, formaður sjóðsstjómar, afhenti verðlaunin, sem nú voru afhent í 24. skipti, en Ása gaf Vísindafélagi íslend- inga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli þess 1968. Gjöfín var til minningar um eiginmann hennar og ættingja. Svo vill til að í ár er öld liðin frá fæðingu Ásu. Framan af bjuggu Ása og Good- man eiginmaður hennar í Eng- landi, en fluttust síðan til Trinidad í Vestur-Indíum. Olafur Halldórsson nam íslensk fræði við Háskóla íslands og dvaldi síðan við fræðistörf á Árna- safni í Kaupmannahöfn um árabii og var einnig sendikennari þar. Árið 1963 varð hann sérfræðing- ur á Handritastofnun íslands, sem nú heitir Stofnun Árna Magnús- sonar og starfaði þar til 1990. Hann hefur fengist við textaútg- áfur og rannsóknir á rithöndum í handritum. Um þessar mundir er hann meðal annars að fást við útgáfu á Ólafs sögu Tryggvason- ar hinnar mestu, en 1. og 2. bindi Ámi Sæberg Frá afhendingu heiðursverðlauna Ásu Wright í Norræna húsinu. Til vinstri er Sturla Friðriksson að afhenda Ólafi Halldórssyni verðlaunin. hennar hefur hann áður gefið út. Við móttöku verðlaunanna sagðist Ólafur minnast forvera sinna, sem hefðu skilað drjúgu ævistarfí, þrátt fyrir bágar að- stæður miðað við hjálpartæki fræðimanna nútímans. Einnig sagðist hann efast um að sín kyn- slóð hefði lagt eins mikla rækt við unga fólkið og hún hefði notið af hálfu fræðimanna eins og Jóns Helgasonar, Einars Ólafs Sveins- sonar og Sigurðar Nordals. Bundin innlán hafa auk- ist um 18,6% á einu ári Almenn spariinnlán hafa minnkað um 1% á tímabilinu VERÐTRYGGÐ innlán í innlánsstofnunum hafa aukist um 18-24% á tímabilinu frá nóvember 1991 til nóvember 1992. Bundin innlán hafa að meðaltali aukist um 18,6%, þar af hafa innstæður skiptikj- arareikninga aukist um 24% og almerinra verðtryggðra reikninga um 17,6%. Samtímis þessu hefur upphæð almennra sparilána dreg- ist saman um 1%, sem þó er mætt með aukningu veltiinnstæðna. Að sögn Ólafs K. Ólafs, viðskiptafræðings hjá Seðlabanka íslands, er skýringanna að hluta að leita í því að bankarnir bjóða bestu kjörin á verðtryggðum innlánsreikningum og skiptikjarareikning- um. Heildaraukning innlána á tímabilinu nóvember 1991 til nóvem- ber 1992 var hins vegar 4,3%, sem jafngildir um 3% raunaukn- ingu, en hún var 2,5% tímabilið þar á undan. Upphæð almen'nra spariinnlána innlánsstofnana hefur staðið nokk- urn veginn í stað síðastliðið ár. í nóvemberlok í ár nam upphæðin um 86 milljörðum króna með áætl- Rafmagnsveita Reykjavíkur ll,7%fjölg- un lokana á þessu ári TÍÐNI lokana hefur fjölgað um 11,7% hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur á milli áranna 1991 og 1992. Þetta kemur fram í svari raf- magnsstjóra við fyrirspurn Guð- rúnar Ögmundsdóttur fulltrúa Kvennalista í borgarráði. Spurt var um tíðni lokana síðastliðna sex mánuði og óskað efíir samanburði frá sama tíma í fyrra. Fram kem- ur að frá því í júní hafa lokanir verið 1.393, þar af flestar í sept- ember eða 344 en 289 í október. Á sama tímabili í fyrra voru lokan- ir 1.247, þar af flestar í septem- ber 266 en 263 í október. Fjölgun milli ára er því 11,7%. Þá segir, að teknu tilliti til fjölg- unar á mælum milli ára, láti nærri að lokanir hafi verið um 10% fleiri á umræddu tímabili árið 1992 en árið 1991. Sé litið á lokanir allt frá árinu 1988 hafi lokunum fjölg- að úr 2.657 það ár í um 2.900 árið 1992 en sú tala er áætluð. uðum áföllnum vöxtum, og hafði þá lækkað um 1% frá nóvember í fyrra, að sögn Ólafs. Hins vegar hafí átt sér stað veruleg aukning í bundnum innlánum, sem jukust um LAUGARDAGINN 19. desember sl. voru brautskráðir 25 stúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og einn skiptinemi lauk þaðan prófi. Athöfnin fór fram í skólanum. Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari flutti ávarp og afhenti nem- endum prófskírteini. Einnig fluttu ávörp Ámi Emilsson, formaður skólanefndar, og Sigurður Björnsson fyrir hönd 10 ára stúdenta. Stefán E. Sigurðsson nýstúdent flutti skól- 18,6% frá nóvember 1991 til nóv- ember 1992, í tæpa 36 milljarða króna. Þá hafi veltiinnlán aukist um 6,2% á sama tímabili, í um 26 milljarða, sem útskýrir að hluta minnkun almennra spariinnlána, þar sem einstaklingum eru boðin sparibókarkjör á tékkareikningum. Þá jókst upphæð almennra verð- tryggðra innlánsreikninga um 2,7 milljarða króna án áfallinna vaxta frá nóvember í fyrra til nóvember í ár, eða um 17,6%, að sögn Ólafs. Upphæð skiptikjarareikninga hafí hins vegar aukist um 3,3 milljarða, eða 24%. „Það má segja að vaxtarbroddur- inn sé í bundnum, verðtryggðum anum og starfsmönnum hans kveðjur frá nemendum. Gísli Ragnarsson aðstoðarskóla- tneistari og Kristín Bjarnadóttir áfangastjóri veittu nemendum viður- kenningu fyrir góðan námsárangur. Tveir nemendur, Ijóla Ólafsdóttir og Unnur Arna Jönsdóttir, hlutu verð- laun fyrir besta námsárangur, þar sem engin leið reyndist að gera upp á milli þeirra. Þær hlutu einnig báð- ar verðlaun fyrir ágætan árangur í íslensku, stærðfræði, þýsku, íþrótt- reikningunum og skiptikjarareikn- ingum,“ sagði Ólafur. „í lok nóvem- ber 1989 tilkynnti Seðlabanki ís- lands innlánsstofnunum að skipti- kjarareikningar skyldu eingöngu vera bundnir, þar sem lög um verð- tryggingu sparifjár heimila ekki verðtryggingu innstæðna til skemmri tíma en sex mánaða. Það á þátt í að skýra mikinn vöxt í bundnum reikningum árið 1990. Það eru auk þess einfaldlega góð kjör á verðtryggðum innlánsreikn- ingum og skiptikjarareikningum'hjá bönkunum. Bankar og sparisjóðir hafa einnig leitast við að bjóða bestu kjör á þessum reikningum, meðal annars vegna samkeppni við aðrar sparnaðarleiðir á fjármagns- markaði." um og skólasókn, auk þess sem Fjóla hlaut verðlaun fyrir góða frammi- stöðu í líffræði, efnafræði og jarð- fræði, ensku og dönsku, en Unnur Arna fyrir sögu, bókfærslu og hag- fræði. Auk þess fékk Elfur Logadóttir viðurkenningu fyrir ágætan árangur og miklar framfarir í þýsku og ensku, Helena Ámadóttir fyrir dönsku, Steinar Ingi Matthíasson fyrir íþrótt- ir og skólasókn og Grétar Strange fyrir íþróttir. Enginn bar- lómur þrátt fyrir bágt at- vinnuástand Húsavík. „ATVINNUÁSTANDIÐ á árinu var ekki nógu gott. En ég held að Húsavík hafi náð að halda nokkuð í horfinu, meðan margir aðrir bæir hafi sigið meira niður en við. En skráning okkar nær yfir alla sýsluna óg sýnir hún of mikið atvinnuleysi," sagði Ágúst Óskarsson starfsmaður verkalýðs- félags Húsavíkur. Fyrir atbeina Verkalýðsfélags Húsavíkur tókst á árinu að koma á samstarfi milli Húsavíkurbæjar og Atvinnuleysistryggingarsjóðs um að vinna að gróðurvernd og upp- græðslu í landi Húsavíkurbæjar og voru þau verkéfni unnin í samstarfi við Húsgull, sem er áhugamannafé- lag Húsvíkinga. Við þetta unnu 27 manns, sem annars hefðu verið á atvinnuleysisskrá og bótum. Þetta var tilraun, sem tókst það vel, að nú er til athugunar hjá fleiri bæjum að koma á slíkri vinnu á næsta ári. Starfsemi Fiskiðjusamlags Húsa- víkur gekk nokkuð vel og meiri vinna var í desember en undanfarin ár en það var að þakka kaupum á svonefndum „Rússafíski", því bol- fiskafli fer ár hvert minnkandi. Árið 1988 fékk FH til vinnslu um 6.200 tonn af bolfiski en á þessu ári nær innleggið ekki 4.400 tonn- um. Aftur á móti hefur það úr bætt að rækjuaflinn hefur aukist úr 1500 tonnum 1986 upp í um 3.800 tonn í ár og hefur það skap- að nokkuð jafnvægi í atvinnu hjá Fiskiðjusamlaginu. Þó útlitið sé ekki gott heyrir maður ekki mikinn barlóm í bæj- arbúum og horfa margir Húsvíking- ar björtum augum til framtíðarinn- ar. Fréttaritari. Tösku stol- ið af konu RÁÐIST var á fullorðna konu fyrir utan heimili hennar á Tóm- asarhaga og tösku stolið af henni. Konan slapp ómeidd und- an árásarmanninum. Leit að hon- um í gær bar ekki árangur. Lögreglan fékk tilkynningu laust eftir kl. 17 í gær um að ráðist hefði verið að fullorðinni konu þar sem hún var á gangi'á Tómasarhaga. Maður vatt sér að konunni, þreif af henni tösku og hvarf á braut. Í töskunni var veski með ávísana- hefti og greiðslukorti auk einhverra peninga. ------» ♦ ♦----- Félagið Ísland-Palestína Utifundur á Lækjartorgi FÉLAGIÐ Ísland-Palestína, með stuðningi fjölmargra samtaka launafólks, gengst fyrir útifundi á Lækjartorgi í dag, 30. desem- ber, kl. 17.15. Fundurinn er haldinn til stuðn- ings mannréttindabaráttu Palest- ínumanna og kröfunni um að 415- menningarnir, sem eru í útlegð, fái þegar í stað að snúa heim til sín. I frétt frá samtökunum segir, að fundurinn sé einnig haldinn til stuðnings kröfunni um að íbúar herteknu svæðanna fái alþjóðlega vernd á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Ræðumenn verða Steingrímur Hermannsson alþingismaður og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Tónlist flytja KK og Stella Hauks. Fundarstóri verður Sveinn Rúnar Hauksson iæknir. (Fréttatilkynning) Stúdentahópurinn með Þorsteini Þorsteinssyni skólameistara t.v. og Gísla Ragnarssyni, aðstoðarskóla- meistara t.h. 25 stúdentar útskrifaðir frá Pj ölbrautaskólanum í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.