Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
23
Lokafrágangur á sjúkrahúsinu á ísafirði
Tilboði tekið í trássi
við bmkaupastofnun
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur að fenginni um-
sögn byggingardeildar heilbrigðisráðuneytisins ákveðið að taka tilboði
Eiríks og Einars Vals sf. um lokafrágang á lyflækninga- og hjúkrunar-
deild Heilsugæslustöðvarinnar og Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði.
Aður hafði framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins mælt með
því að lægsta tilboðinu, frá Auðuni Guðmundssyni hf., yrði tekið.
Auðunn Guðmundsson sagði í Heilbrigðisráðherra fékk málið í
samtali við Morgunblaðið að þetta hendur byggingardeild heilbrigðis-
væri ekki í fyrsta sinn sem þessu
tiltekna verktakafyrirtæki væri út-
hlutað verkum á kostnað lægstbjóð-
anda. Hann segir að hér sé um póli-
tíska úthlutun verkefna að ræða og
hyggst hann leita réttar síns fyrir
dómstólum ef þörf krefur.
Tilboð í verkið voru opnuð 29.
október. Að undangenginni rannsókn
á fjárhagsstöðu tilboðshafa mælti
Innkaupastofnun, 13. nóvember, með
því að tilboði Auðuns yrði tekið. Það
hljóðaði upp á rúmar 57 milljónir kr.
en tilboð Eiríks og Einars Vals var
rúmar 58 milljónir. Heil-
brigðisráðuneytið fór fram á frekari
skoðun á tilboðshöfum en Innkaupa-
stofnun ítrekaði fyrra álit sitt. I bréfi
sem Smári Haraldsson bæjarstjóri
ritar Innkaupastofnun 25. nóvember
er. mælt með að samið verði við
Auðun.
ráðuneytisins, sem mælti með því að
gengið yrði til samninga við Eirík
og Einar Val sf.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra sagði að almennt væri
farið að tillögum Innkaupastofnunar
í svona málum en þó væru undan-
tekningar á því. „Það var farið yfír
tilboðin og það kom í ljós að mati
Innkaupastofnunar og byggingar-
deildar að kostnaðaráætlun var alltof
lág. Tilboðin sem bárust eru .rétt
rúmlega 90% af kostnaðaráætlun,"
sagði Sighvatur. „Niðurstaða bygg-
ingardeildar heilbrigðisráðuneytisins
var sú, að teknu tilliti allra athugana
sinna, að mælt var með því að tekið
yrði tilboði næstlægsta tilboðshafa.
Mér kemur ekki til hugar að bygg-
ingardeildin taki pólitíska afstöðu til
svona mála frekar en framkvæmda-
deild Innkaupastofnunar."
Tvöföldun bruna-
áverka um áramót
í KRINGUM áramót brennast að
jafnaði tvöfalt fleiri daglega en á
öðrum árstímum og eru brunaá-
verkar langalgengastir hjá börn-
um á aldrinum 10-14 ára. A öðr-
um árstímum eru brunaáverkar
algengastir hjá börnum undir
fimm ára aldri. Herdís Storgaard,
fulltrúi Slysavarnafélags íslands,
segir að aldrei verði um of brýnt
fyrir foreldrum barna og unglinga
að koma í veg fyrir að börn þeirra
fikti með flugelda og heimagerðar
sprengjur. Hún segir að um hver
áramót hafi orðið a.m.k. eitt alvar-
legt slys vegna heimagerðra
sprengja þar sem fórnarlömb hafa
misst einn eða fleiri fingur eða
hlotið aðra alvarlega áverka.
Orsök þessara slysa er röng notk-
un, ógætileg meðferð skotelda og
heimatilbúnar sprengjur. Slysa-
varnafélag íslands og slysadeild
Borgarspítalans vilja brýna fyrir for-
eldrum og forráðamönnum að láta
ekki unglinga meðhöndla skotelda
nema undir eftirliti fullorðinna.
„Mörg slysin eru minniháttar en
það er talsvert um alvarleg bruna-
sár, oftast nær á höndum en einnig
á fótum og _ andliti," sagði Herdís
Storgaard. „Aramótin eru spennandi
og böm og unglingar sækja í flugeld-
ana strax eftir jól. Foreldrar gera
sér kannski ekki grein fyrir því að
börn á aldrinum 10-14 ára mega
alls ekki vera ein með flugelda.
Margir leyfa það án þess að gera sér
grein fyrir þeim hættum sem fylgja
því. Það sem er hættulegast eru þess-
ar heimatilbúnu sprengjur, þegar
börn hella púðri úr skoteldum í rör
og útbúa þannig sprengjur," sagði
Herdís.
Þorgeir Baldursson tekur við viðurkenningunni úr hendi Árna
Vilhjálmssonar prófessors.
Valinn maður árs-
ins í viðskiptalífinu
ÞORGEIR Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, hefur verið
valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af tímaritinu Frjálsri
verslun og Stöð 2. Þetta er í fimmta sinn sem þessi útnefning fer
fram og er tilgangurinn sá að vekja athygli á því sem vel er gert
i íslensku viðskiptalífi, og hvelja íslenska athafnamenn og fyrirtæki
til dáða, segir í tímaritinu.
Dómnefndina skipuðu þeir Árni
Vilhjálmsson, prófessor í viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands,
Erlendur Einarsson, fyrrum for-
stjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga, Sigurður Helgason,
fyrrum forstjóri og stjórnarformað-
ur Flugleiða, Páll Magnússon, sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2, Jón G.
Haukssori, ritstjóri Fijálsrar versl-
unar og Magnús Hreggviðsson,
stjórnarformaður Fróða en hann
var jafnframt formaður dómnefnd-
annnar.
Fram kemur í Frjálsri verslun
að undir stjórn Þorgeirs Baldurs-
sonar hafi Prentsmiðjan Oddi skilað
feikigóðum árangri í rekstri á und-
anförnum árum, sem og á þessu
ári. Að baki árangrinum liggi þrot-
laus vinna og útsjónarsemi. Fyrir-
tækið sé með starfsemi í Bandaríkj-
unum til að afla verkefna og síðast-
liðið vor hafi Oddi keypt bókabúðir
Sigfúsar Eymundssonar. Rekstur
þeirra hafi gengið vel.
Nýir eigendur munu
uppfylla, skilyrði laga
- segir Ragnar Aðalsteinsson stjórnarformaður Skandia íslands
RAGNAR Aðalsteinsson, formað-
ur stjórnar Skandia Islands, segir
að hinir nýju sænsku eigendur
tryggingafélagsins muni uppfylla
þegar í stað kröfur Iaga um eig-
infjárstöðu þess. Eftir sé að reikna
út hversu mikið fé þurfi og því
sé of snemmt að nefna tölur.
Ragnar vildi í sam.ali við Morgun-
blaðið ekki tjá sig um það hverjar
hann teldi orsakir þess, að Gísli Örn
Lárusson seldi félagið aftur til Skan-
dia í Svíþjóð. „Málinu er lokið með
samkomulagi," var allt og sumt sem
Ragnar vildi segja um þau mál.
Aðspurður um framhaldið hjá fé-
laginu með sænsku eignarhaldi sagði
hann að á miðju ári 1991 hefði
Skandia ísland sett sér það markmið
að selja einkum einstaklingstrygg-
ingar eða einkavátryggingar. „Það
markmið er óbreytt. Hinn erlendi
hluthafi hefur mikinn áhuga á líf-
tryggingum og lífeyristryggingum
og þær verða næsta skref.1'
Ragnar sagði að fyrri samningar
um endurtryggingar við Skandia í
Svíþjóð myndu nú framlengjast og
endurtryggingamál félagsins væru í
góðu lagi. Einnig skuldbyndu hinir
sænsku eigendur sig til að uppfylla
fjárhagslegar kröfur samkvæmt ís-
lenzkum lögum. „í lögum eru ákvæði
um gjaldþol og greiðsluþol. Eftir er
að reikna út með Tryggingaeftirlitinu
hvað þurfí að gera til að uppfylla
gjaldþolskröfurnar. Fyrirtækið er út
af fyrir sig gjaldfært, þ.e. hefur rétt-
an höfuðstól, hvernig sem á það er
litið. En það er út af fyrir sig ekki
nóg, það þarf að hafa ákveðna eig-
infjárstöðu, sem fer meðal annars
eftir því hvað fyrirtækið ætlar í mikla
markaðssókn. Nú þarf að gera áætl-
un fyrir næsta ár og hún hefur áhrif
á mat á þörf fyrir nýtt hlutafé," sagði
Ragnar.
Ekki náðist í Gísia Örn Lárusson
í gær.
íslensku afbrota-
mennirnir í Flórída
Báðir hafa
játað og
bíða dóms
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara
Morgunblaðsins
HINN síðari af íslendingunum
tveimur, sem setið hafa i varð-
haldi frá því í nóvember fyrir
ólöglegan innflutning og sölu
hormónalyfja í Flórída, kom fyrir
rétt síðdegis í dag. Þar lagði verj-
andi hans fram beiðni undirritaða
af íslendingnum um að fá að
breyta fyrri yfirlýsingu sinni um
sakleysi af umræddum verknaði í
sekt.
Réttarhöldin gengu fyrir sig á
mjög svipaðan hátt og þegar sá fyrri
kom fyrir dómara í gær. Dómarinn
lagði margar spurningar fyrir hinn
seka, spurði hann um menntun hans
og feril; hvort hann hefði á einhverju
skeiði ævinnar verið ánetjaður vímu-
efnum, hvort hann væri andlega heil-
brigður og hvort hann hefði nokkru
sinni þurft að leita sér aðstoðar sál-
fræðings. Sakborningurinn svaraði
öllum spurningum fljótt og vel og
kvað andlegt atgervi sitt gott og
hann hefði aldrei verið háður vímu-
efnum og væri ekki undir áhrifum
nokkurra lyfja nú.
Hann kvaðst aðspurður hafa notið
góðrar lögfræðilegrar aðstoðar vetj-
anda síns og hann hefði sjálfur af
fúsum vilja, ákveðið að breyta fyrri
yfirlýsingu sinni um sakleysi í viður-
kenningu á réttmæti ákærunnar á
hendur honum. Hún er að því leyti
frábrugðin ákærunni á hendur hins
Islendingsins að þessi viðurkennir
innflutninginn og söluna, hinn viður-
kenndi að hafa átt og selt ólögleg
hormónalyf.
Dómarinn spurði hvort hann gerði
sér grein fyrir því, hvaða réttindum
hann afsalaði sér með því að lýsa
yfir sekt sinni og fela ákvörðun um
refsingu í hendur dómara, m.a. þeim
að geta ekki áfrýjað refsidómnum.
Sakborningurinn játti því.
Dómarinn sagði að hámarksrefs-
ing við brotinu væri 5 ára fangelsi
og 250 þús. dollara sekt. Hann spurði
saksóknara hvaða refsingu hann
færi fram á og fékk þau svör að
krafist væri 5 ára fangelsis og
tveggja ára undir eftirliti eftir það.
Veijandinn kvaðst vonast eftir væg-
ari refsingu.
Fréttatilkynning Skandia íslands
Eðlileg lansn málsins
HER fer á eftir fréttatilkynning
Skandia Islands, sem send var út
í gær:
„Gísli Örn Lárusson, sem fyrir
stuttu keypti öll hlutabréf í Skandia
ísland, hefur nú selt til baka öll hluta-
bréf til Skandia í Svíþjóð! Skandia
ísland verður þar með dótturfélag
Skandia Group-samsteypunnar og
að fullu í eigu hennar. Þar sem erf-
itt hefur verið að reka Skandia ís-
land áfram á þann hátt, sem gert
var ráð fyrir, þegar fyrri samningur-
inn var gerður, er þetta eðlileg lausn
málsins.
Markmið Skandia með kaupunum
er að tryggja áframhaldandi rekstur
Skandia Island og að gæta þannig
hagsmuna vátryggingartaka og hlut-
hafa í félaginu. Sem lið í þessu mun
Skandia nú leggja nauðsynlegt fjár-
magn til Skandia ísland, svo að upp-
fylltar séu íslenskar kröfur um eigið
fé.
I tengslum við kaupin lætur Gísli
Lárusson Jiegar í stað af störfum hjá
Skandia Island. Friðrik Jóhannsson
verður til bráðabirgða framkvæmda-
stjóri Skandia ísland. Ragnar Aðal-
steinsson verður áfram stjórnarfor-
maður.
Leif Viktorin, forstjóri Skandia
Norden, sagði svo í útskýringum sín-
um: „Við höfum nú fundið viðunandi
lausn, sem tryggir hagsmuni vá-
tryggingartakanna. Það var einnig
tilgangur okkar með viðræðunum,
sem áttu sér stað fyrr í þessum
máriuði, að Skandia ísland kæmist
að öllu leyti í eigu Skandia. Þá tókst
okkur ekki að ná samkomulagi við
viðsemjanda okkar. Þar sem við höf-
um nú komist að niðurstöðu, getum
við haldið áfram vinnu að þeirri
stefnu, sem við mörkuðum fyrir
rekstur okkar á íslandi. í þeim felst
að bjóða varkárum viðskiptavinum á
sviði einkavátrygginga tryggingar
gegn samkeppnishæfum iðgjöldum
og samvinnu við Skandia Norden.
Svo sem áður hefur verið ákveðið,
getum við nú fyrir alvöru stefnt að
nýjum og áhugaverðum lausnum á
líftryggingum, er miða að lækkun
iðgjalda, í samvinnu við dótturfélag
okkar Fjárfestingarfélagið Skandia,
sem er að öllu leyti í okkar eigu.“
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - Island
Jólahappdrætti Sjálfsbjargar 1992
DregiÖ hefur verið í jólahappdrœtti Sjálfsbjargar,
l landssambands fatlaöra 1992.
Útdráttur fór fram 23. desember 1992.
Vinningar og litdregin númer eru sem hér segir:
1. vinningur
nr. 64577
Bifreið af gerðinni Toyota Corolla frá Toyota,
P. Samúelsson hf, að’ verðmæti kr. 1.144.000
2.-29. vinningur
nr. 3340 10948 36920 50216 66465
4670 11481 36989 53292 67294
6659 15838 37053 54724 67363
8897 23771 40485 56334 69503
10247 33030 41413 56775
10589 36190 47460 63105
Heimilistæki af Siemens gerð frá Smith og Norland,
að eigin vali, að verðmæti kr. 300.000
eða
draumaferð á vegum ferðaskrifstofunnar Alís til Eng-
lands eða Bandaríkjanna að verðmæti kr. 300.000
Samtals 29 vinningar að verðmæti kr. 9.544.000.
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinningsnúmer birt án
ábyrgðar. Vinninga ber að vitja á skrifstofu Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12,105 Reykjavík, sími 91 -29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuöninginn