Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 Guðrún Snæbjöms- dóttir - Minning 1 dag, 30. desember, verður bor- in til hinstu hvíldu Guðrún Snæ- björnsdóttir frá Bræðraminni á Bíldudal. Guðrún fæddist 11. október 1912 á Tannanesi í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru Snæbjörn Gíslason frá Skriðnafelli á Barða- strönd, bóndi og sjómaður, og kona hans, Margrét Guðbjartsdóttir, fædd á ísafírði. Börn þeirra urðu 11, þar af komust 9 til fullorðins- ára. Guðrún andaðist í St. Jósefs- spítalanum sunnudaginn 20. des- ember sl. eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Ung að árum kynntist Guðrún óblíðri veröld. Hún var aðeins barn að aldri þegar hún fékk berkla í handlegginn og olli það henni gífur- legum kvölum sem fáir gerðu sér grein fyrir. Fyrir tilstilli góðra manna var þó farið með hana til læknisins á Patreksfirði sem hugð- ist taka af henni handlegginn um olnboga en fyrir góð ráð fransks skipslæknis sem staddur var á skipi sínu, líklega sjúkraskipi, á Patreks- firði var það ekki gert. Þess í stað var önnur pípan í framhandlegg hennar fjarlægð. Sem betur fór tókst aðgerðin vel. Guðrún hélt handleggnum og þess nutu börn hennar síðar. Ekki var talin þörf á að senda Guðrúnu í skóla en far- skólar, þar sem kennt var á heimil- unum til skiptis, voru þá oftast einu skólamir út um sveitir landsins. Smá fermingarundirbúning mun þó Guðrún hafa fengið að tilstuðlan sálusorgara síns. Menntun Guðrún- ar var því ekki fengin með langri skólagöngu. Samt var hún menntuð á sinn hátt. Hún var menntuð og öguð í hörðum skóla lífsins. Þar var ekkert bókastagl heldur raun- veruleikinn sjálfur, oft kaldur og bitur en líka stundum mildur og blíður eins og sólbráð á hlýju vori. Barn að aldri var Guðrún lánuð á aðra bæi sem matvinnungur, fyrst að Botni í Tálknafirði, þá innan við fermingu. Um þá vist vildi Guðrún lítið tala enda mun hún hafa verið henni erfið og þá ekki síst viðskiln- aðurinn við móður sína svo ung sem hún var. En ávallt er gott fólk nærri en maður hyggur og svo var einnig hér. Á næsta bæ bjuggu Jóhannes Kristófersson og hans góða kona, en þau reyndust Guð- rúnu vel í umkomuleysi hennar. Síðan lá leið hennar að Kvígindis- felli í sömu sveit. Þar bjuggu hjón- in Guðmundur og Þórhalla sem áttu mikinn fjölda bama. Hjá þeim var Guðrún um skeið. Þar var mik- il vinna enda barnahópur stór og auk þess fleira fólk í heimili. Vinnu- dagar voru því langir og strangir fyrir óharðnaðan ungling. Guðrún bar þessum húsbændum ávallt vel söguna. Hún virti þá og mat mik- ils, enda lærði hún þar ýmislegt sem síðar kom að góðum notum, þegar hún sjálf þurfti að annast sinn stóra barnahóp. Nítján ára að aldri fór Guðrún í vist til hjónanna Viktoríu Kristjánsdóttur og Sigur- leifs Vagnssonar. Á Bíldudal voru örlög hennar ráðin. Þar kynntist hún manninum sem varð lífsföru- nautur hennar í 34 ár, Árna Kristj- ánssyni frá Bræðraminni á Bíldu- dal. Þau giftu sig 21. nóvember 1933. Börn þeirra Guðrúnar og Árna urðu alls 14 en 13 komust til fulloðinsára. Sonur þeirra Hreið- ar dmkknaði á ms. Sæfara frá Tálknafirði 10. janúar 1970, þá nýorðinn skipstjóri. Það varð Guð- rúnu þung raun. Lífsbaráttan var hörð og það fékk Guðrún svo sann- arlega að reyna. Barnahópurinn stór og margir munnar að metta og margir kroppar að klæða. Verst- ir voru þvottarnir, sérstaklega á vetmm. Sækja þurfti vatn út í læk og þvo allt í höndum því engar vom þvottavélar fyrr en löngu seinna. Á vetuma þurfti oft að byrja á því að moka snjó niður að vatninu og brjóta klaka, síðan að liggja á hnjánum við að skola tau- ið, vinda í höndum, og hengja út í hjall. Allt var þetta kalsamt og erfitt. Auk þessa þurfti að sinna stóra barnahópnum, mjólka kúna og gefa kindunum þegar bóndinn var á sjó að draga björg í bú. Vinnu- dagar Guðrúnar vom því oft langir og hvíldartíminn stuttur. Margar vökunætur við saumaskap og pijóna, því mikið af fatnaði á börn- in saumaði Guðrún sjálf og vann. Um jól var þó sýnu mest að gera. Enginn mátti fara í jótaköttinn og börnin urðu að vera jafnvel til fara og börn þeirra efnameiri, enginn skyldi segja með sanni að hún Guðrún á Bræðraminni stæði ekki í stykkinu, enda furðaði marga á því hvernig Guðrún gat allt þetta og meira til. Húspláss var ávallt lítið á Bræðraminni en aldrei skorti mat. Það sá Árni um, svo ekki var betur gert á þeim tíma. Guðrún missti Arna mann sinn árið 1966. Tveimur árum síðar brá hún búi og fluttist til Reykjavíkur. Fyrst leigði hún íbúð á Laugarteigi 15 í Reykjavík ásamt yngstu bömum sínum en ári síðar fór hún ráðskona til Högna Magnússonar frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Hann bjó þá á Laugarnesvegi 80. Síðar byggði hann þeim fagurt heimili á Staðarbakka 2. Þar ólu þau upp yngstu dóttur Guðrúnar, Sigrúnu, og dóttur Högna frá fyrra hjónabandi, Guðrúnu. Guðrún og Högni gengu í hjónaband 1973. Þau áttu síðustu árin lítið en nota- legt heimili á Boðahlein 28 í Garðabæ. Sambúð þeirra reyndist traust og farsæl. Högni var konu sinni afburðagóður, er ellin fór að með öllu því er henni fylgdi. Guð- rún fann það og mat drengskap hans og ástúð mjög mikils. Börnum hennar og barnabörnum svo og barnabarnabörnum var hann slíkur að fágætt er. Hann er svo sannar- lega afi og langafi, þó að blóðbönd séu eigi fyrir hendi. Hann er nú sviptur félaga og vini sem ávallt beið hans heima. Guðrún sá margt og skynjaði ekki síður en andans menn vorra tíma, það sem aðrir læra af bókum lærði hún af sam- spili sjálfrar náttúrunnar, samspili lífs og dauða. Hún unni lífinu og lítilmagnanum. Hlúði að öllu sem lifir eftir bestu getu og af ein- stakri nærfærni. Húsdýrin, fugl- amir, blómin — allt voru þetta vin- ir hennar, músin sem hún gaf brauðið, jafnvel ánamaðkurinn í moldinni. Guðrún skynjaði jafnvel það sem er flestum hulið en flíkaði því aldrei við aðra, minnug þess að í bernsku hennar voru börn atyrt fyrir að tala um það sem þeim full- orðnu var hulið. Stundum lýsti hún fyrir mér mönnum sem hún sá en ég ekki, vexti, hreyfingunum og klæðnaði. Mér þótti þetta mjög merkilegt en ræddi fátt um við aðra. Guðrún var glögg á mannleg samskipti, gieggri en flestir sem ég hef kynnst. Hún sá fljótt ef eitt- hvað var að og vildi gefa góð ráð. Oft urðu augu hennar, sem dags- daglega voru þrungin blíðu og kærleika, fjarlæg þegar minnst var á samskipti fólks, þau líkt og horfðu á eitthvað langt í burtu, svo komu orðin hægt og hikandi: „Það er oft erfitt fyrir skapmikið fólk að beygja sig en oft verður ekki hjá því komist hvort sem því líkar betur eða verr, á eftir líður því miklu, miklu betur.“ Guðrún var falleg kona og hún fékk að halda reisn sinni og fegurð fram til hinstu stundar. Hún naut sín best vel klædd og virðuleg. Góðmennska hennar, kærleiki og ást var slík að fágætt er í dag í þjóðfélagi þar sem ekki er tími til neins, síst af öllu til að rækta garðinn sinn. Það gerði Guðrún. Hógværð og lítillæti voru hennar aðatsmerki. Samt var ótrú- lega stutt í gáskann og gleðina. Augu hennar ljómuðu líkt og barns í ljúfum leik, þá var best að gant- ast við þær dætur sínar. Síðustu árin, þegar heilsan fór að dvína, sat hún löngum við gluggann í stof- unni á Boðahlein og saumaði út eða pijónaði á meðan hún beið eft- ir að Högni kæmi heim úr vinn- unni. Margar urðu hosurnar eða vettlingarnir, sem áttu eftir að skýla litlum höndum og fótum barnabarna hennar. Venjulega lagði hún eitthvað pijónles í jóla- bögglana ár hvert. Það kom sér líka sannarlega vel því hosurnar hennar ömmu voru ekkert venju- legar, þær veittu betra og meira skjól í hreggviðri lífsins en aðrar hosur, þeim fylgdi kærleiki og ást, hún gaf af sjálfri sér. Afkomendur Guðrúnar eru margir, 12 börn á lífi 38 bamabörn og 28 barna- barnabörn og eitt barnabarna- barnabarn, alls 79. Við tengdabörn hennar fengum okkar skerf af ást hennar og kærleika, hún átti handa okkur jafnstóran skammt og handa sínum eigin börnum. Við stöndum því í mikilli þakkarskuld við hina göfugustu og bestu konu sem við höfum kynnst. Um leið og ég votta maka hennar og afkomendum öll- um mina dýpstu samúð, kveð ég hana með þessum orðum: Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur. Sem hafsjór, er ris með fald við faid þau falla en guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. VINNINGSNUMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------- Dregiö 24. desember 1992. _ NISSAN TERRANO: 16237 NISSAN SUNNY SLX: 24784, 76073 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. VERÐMÆTI KR. 1.000.000: 39545, 123691 VINNINGAR Á KR. 100.000: úttekt hjá Byko, Heimilistækjum, fataverslun, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun: 1070 12951 25200 60126 79265 102295 116739 140662 2879 13046 29270 62029 80231 103844 117583 142777 3348 14864 36004 63161 81552 105010 118075 144091 6623 17395 36314 64523 81579 105225 119733 144421 6861 18384 37287 65325 84686 105255 122349 147783 7789 19150 38870 69861 84806 105262 124494 149603 8405 19747 43587 70710 86611 109544 125013 149701 8598 20292 48596 70881 89291 110473 125678 150051 9416 21421 49879 71332 93037 110751 126860 151365 9832 21509 50394 71570 93214 111253 132945 10948 22073 55830 72341 98385 113936 135758 12382 22091 57213 77212 100338 115148 138337 12651 24011 58199 77883 100687 116632 139656 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagiö En ástin er bjðrt sem bamsins trú hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð fyrr og nú oss frnnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Ben.) Fari ástkær tengdamóðir mín í friði og hafi hún þökk fyrir samver- una. Ingólfur Þórarinsson. Þeir sem elska af alhug verða aldrei gamlir. Þeir kunna að verða ellidauða, en deyja samt ungir. (A.W. Pinero.) í dag, 30. desember 1992, verð- ur tengdamóðir mín, Guðrún Snæ- björnsdóttir, jarðsungin frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Hún lést 20. desember sl. á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði eftir stutta legu. Guð- rún var fædd 11. október 1912 að Tannanesi í Tálknafirði og var því rúmlega áttræð þegar hún lést. Nítján ára að aldri fór hún í vist á Bíldudal þar sem hún kynntist fyrri eiginmanni sínum, Árna Kristjáns- syni frá Bræðraminni á Bíldudal. Þau gengu í hjónaband 21. nóvem- ber 1933 og á árunum sem þau áttu saman allt þar til Árni lést árið 1966 eignuðust þau 14 börn og eru 12 Jjeirra á lífi, 4 synir og 8 dætur. Arið 1968 flutti Guðrún til Reykjavíkur ásamt þeim börnum sínum sem enn voru í foreldrahús- um. Þar kynntist hún síðari eigin- manni sínum, Högna Magnússyni, bifreiðasmið, hinum ágætasta manni, sem reyndist henni með miklum ágætum á hennar efri árum. Saman ólu þau upp dóttur Högna frá fyrra hjónabandi hans. Með tengdamóður minni bjó mik- il ást og umhyggja. Það þarf líka mikla ást og umhyggju við að ala upp 14 börn til þess að vel fari. Barnabörnin 38 að tölu og sömu- leiðis barnabarnabörnin 29 talsins nutu einnig þessarar ástar og um- hyggju. Og er yfir lauk var eitt barnabarnabarnabarn komið í þennan heim. Það þurfti einnig mikinn dugnað og kraft til þess að ala upp svo mörg börn á þessum árum. Þá voru hjálpartækin við heimilisstörfin ekki þau sömu og í dag og enginn getur nú án verið jafnvel þótt barnahópurinn sé minni. En í þá tíð voru kröfurnar líka minni. En það þurfti að fæða og klæða stóran barnahóp af litlum efnum og til þess þurfti heimilisfað- irinn að vinna löngum stundum utan heimilis, bæði til sjós og lands. Því hvíldi heimilishaldið enn þyngra á herðum húsmóðurinnar sem vann hörðum höndum og löngum stund- um til þess að allt mætti fara vel. Hún var ein af þessum dæmigerðu alþýðukonum sem unnu verk sín í kyrrþey og ísland nútímans stend- ur í ævarandi þakkarskuld við. Margur maðurinn hefur fengið heiðurslaun fyrir minna ævistarf. Nú leita á hugann ótal minning- ar. Minningar seinustu þijátíu og tveggja ára allt frá því er ég ungur maður kom fyrst að Bræðraminni og hitti tilvonandi tengdamóður mína fyrsta sinni. Þá strax skynj- aði ég þann kraft en jafnframt þá vináttu, ást, umhyggju og hlýhug sem af henni stafaði. Síðar þegar dóttir okkar Jónu fæddist og var skírð Guðrún í höfuðið á ömmu sinni skynjaði ég þá lífsþrá, löngun og lífsgleði sem í henni bjó. Auðvit- að heimsótti sorgin hana tengda- móður mína eins og annað fólk. Eins og þegar hún missti eigin- mann sinn, hann Árna, árið 1966 og þegar hún missti einn son sinn, hann Hreiðar skipstjóra, í hafið árið 1970 þegar hann fórst með skipi sínu og allri áhöfn. En sorgin bugaði hana ekki. Löngunin eftir lífinu var ávallt sterkasti þátturinn í lífi hennar. Það var ekki fyrr en undir það síðasta sem hún var södd lífdaga og sátt við að yfirgefa hið jarðneska líf. Nú þegar leiðir skilur um stund vil ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og þá ást og um- hyggju sem hún ávallt sýndi mér og mínum þau rúmu 32 ár sem leiðir okkar lágu saman. Sólon R. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.