Morgunblaðið - 30.12.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
Hjónaminning
Jóhannes Sveinbjörns■
son og Margrét Þórð-
ardóttir, Heiðarbæ I
Margrét
Fædd 29. nóvember 1907
Dáin 31. desember 1974
Jóhannes
Fæddur 22. júní 1905
Dáinn 19. desember 1992
Landafræðitími í grunnskóla fyr-
ir mörgum árum. Verkefnið er ein
af sýslum landsins. Undirrituð vel-
ur Árnessýslu. Af hverju? spyr
kennarinn. Jú, þar er nefnilega
Þingvallasveitin, fallegsti staður
landsins! Og svo fer reyndar að
aðrir staðir í sýslunni koma ekki
mikið við sögu í þeirri ritgerð!
Ekki í fyrsta né síðasta sinn sem
sú sveit fékk að njóta sín á prenti
í misgóðum ritsmíðum í grunn-
skóla. Raunar komst fátt annað að.
Yfir sveitinni og árvissum sumar-
dvölum hjá afa og ömmu á Heið-
arbæ hvíldi alltaf einhver ævintýra-
ljómi. Eða var það kannski bara
lífið í hnotskum? Það að vera full-
gildur meðlimur í litlu samfélagi,
fá að taka þátt í raunverulegum
störfum daglegs lífs, fá að vera úti
í misjöfnum veðrum, umgangast
skepnumar og verða vitni að tilurð
þeirra og dauða á stundum.
Nú hafa bæði afi og amma feng-
ið hvíldina. Amma lést fyrir réttum
átján árum og afi verður jarðsettur
í dag. Og vart er hægt að kveðja
Jóhannes afa án þess að minnast
um leið Margrétar ömmu.
Margrét amma var fædd og upp-
alin á traustu og góðu heimili í
Eilífsdal í Kjós og hafði hennar
fólk búið þar lengi. Foreldrar henn-
ar voru Þórður Oddsson og Þórdís
Ólafsdóttir og áttu þau 9 böm. Af
þeim var amma næstelst. Systkini
á lífi eru Guðríður, búsett í Króki
í Flóa, Ólafur, sem dvelur á elli-
heimilinu Ási í Hveragerði og Ás-
gerður, búsett í Reykjavík.
Þegar amma nálgaðist tvítugs-
aldurinn fór hún í vinnu til Reykja-
víkur á vetuma ásamt Guðrúnu
systur sinni og vann þá ýmist í fiski
eða á heimilum. Á sumrin fóru þær
systur hins vegar heim í Eilífsdai
að hjálpa til við búskapinn, en Þórð-
ur faðir þeirra varð snemma slæm-
ur til heilsunnar.
Vorið 1932 réðst Margrét amma
að Heiðarbæ. Heimilisfólk þar var
henni reyndar ekki með öllu ókunn-
ugt, enda líka úr Kjósinni og höfðu
hún og Halldóra systir afa til dæm-
is gengið saman í barnaskóla. Dvöl-
in á Heiðarbæ varð lengri en upp-
haflega stóð til og giftu þau afi sig
3. júní 1933.
Afi fæddist á Hvítanesi í Kjós.
Foreldrar hans voni þau Sveinbjöm
Einarsson og Sigrún Jóhannesdótt-
ir. Afi var næstelstur sex systkina
og lifir Regína systkini sín, búsett
að Skálabrekku í Þingvaílasveit.
Árið 1921 fluttu foreldrar þeirra
að Heiðarbæ með bömin, þegar afi
var aðeins 16 ára gamall.
Á ámnum 1927 til 1936 var afí
á vertíð suður með sjó. Eitthvað
reyndi hann fyrir sér á sjónum en
varð að hætta því sökum hastar-
legrar sjóveiki og vann þess í stað
við beitningu. Þótti hann með hand-
fljótustu mönnum og var þess
vegna eftirsóttur til starfans. Þess-
ar vertíðir vann hann hjá Magnúsi
í Höskuldarkoti og Finnboga í
Tjamarkoti.
Árið 1927 lést Sigrún, móðir
afa. Brátt fóru tvær elstu systumar
,að heiman og það var í framhaldi
af því árið 1932 að amma kom að
Heiðarbæ. Jóhannes afí tók við
búskapnum af Sveinbimi föður sín-
um, um það leyti sem hann og
amma giftu sig.
Afi og amma eignuðust fjögur
böm. Þau em: Þórdís, gift Magn-
úsi Jónassyni bónda í Stardal, Sig-
rún fulltrúi hjá Námsgagnastofn-
un, gift Gunnari Guttormssyni,
Sveinbjöm bóndi á Heiðarbæ,
kvæntur Steinunni Guðmundsdótt-
ur og Jóhanna hjúkmnarkona, gift
Gesti Ólafi Karlssyni; búsett í
Kópavogi.
Á Heiðarbæ ólst einnig upp Sig-
ríður Kjartansdóttir, gift Þorsteini
Guðbjömssyni og búsett í Reykja-
vík. Bamabörn ömmu og afa urðu
12 talsins og em 11 á lífi. Afí lifði
það að verða langafi og em bama-
barnabömin tvö.
Á fimmta áratugnum veiktist afí
af lömunarveikinni og hafði ekki
fulla starfsorku eftir það. Það hlýt-
ur að hafa verið honum og ömmu
þungbært, þótt ekki féllu um það
mörg orð. Það kom því fljótt í hlut
Sveinbjamar, sonar hans, að ann-
ast öll dagleg bústörf, þótt þeir
byggju félagsbúi, en afi sá eftir sem
áður um alla aðdrætti og útrétting-
ar.
Árið 1967 kvæntist Sveinbjöm
Steinunni Guðmundsdóttur frá
Kollafirði og tók upp frá því alveg
við búskapnum. Það hefur varla
verið mjög auðvelt fyrir unga konu
að hefja búskap á heimili tengda-
foreldra en þó held ég að bæði
amma og Steinunn hafi jafnan bor-
ið gæfu til að láta hlutina ganga
upp eins og best varð á kosið.
Amma eftirlét Steinunni smátt og
smátt stjómtaumana á heimilinu
og tók þess í stað að sér ömmuhlut-
verkið á þann hátt að fáar hefðu
gert það með meiri sóma. Mig lang-
ar til að nota tækifærið og þakka
Steinunni hér sérstaklega fyrir alla
þá alúð, hlýju og umhyggju sem
hún auðsýndi ömmu og afa, sér í
lagi nú síðustu árin eftir að heilsu
afa tók að hraka.
Ekki er hægt að minnast afa og
ömmu á Heiðarbæ, án þess að geta
þess að á Heiðarbæ var og er enn
tvíbýli. Á Heiðarbæ II, bjó Einar,
bróðir afa. Á milli bæjanna tveggja
hefur alltaf verið mikill samgangur
og góð samvinna. Á Heiðarbæ I
hefur jafnan verið talað um að
skreppa „heim í bæ“ þegar farið
er yfír bæjarlækinn. Þegar Einar
lést árið 1974, aðeins örfáum vik-
um á undan ömmu, tók Sveinbjöm
sonur hans að öllu leyti við búinu.
Þannig búa þeir nú hvor sínu meg-
in við bæjarlækinn bræðrasynimir
tveir, Sveinbjöm Einarsson og
Sveinbjöm Jóhannesson, ásamt
fjölskyldum sínum.
Við bamaböm Jóhannesar og
Margrétar eigum afar dýrmætar
minningar um þau; minningar sem
ekki verða frá okkur teknar þótt
þau séu nú horfin af sjónarsviðinu.
Heiðarbæjarbörnin, þau eldri, urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að alast
upp að hluta til með bæði afa og
ömmu en yngri systkinin þekkja
aðeins til ömmu af frásögn. Við
systumar úr Reykjavík, áttum hins
vegar vísan dívaninn inni hjá afa
og ömmu sumar eftir sumar og
fáum það aldrei fullþakkað. Við
munum seint gleyma dívaninum,
sem brakaði svo notalega í og stóru
klukkunni yfír honum, sem sló svo
heimilislega.
Ömmu sé ég enn skýrt fyrir mér
þar sem hún situr á gamla dívanin-
um í herberginu sínu í gamla bæn-
um með lopapeysu á pijónunum,
raulandi fyrir munni sér. Amma
var aldeilis einstök kona. Hún var
bæði skarpgreind og spakvitur þótt
skólaganga hennar hefði ekki orðið
löng. En sú menntun sem sótt er
í skóla lífsins reynist oft haldgóð.
Amma hafði unun af söng og
kunni ógrynnin öll af lögum og
kvæðum. Hún var einnig stálminn-
ug og er mér sagt að hún hafí
getað þulið heilu bækumar utan-
bókar, jafnt sögur sem kvæði. Það
má nærri geta að böm hennar og
bamaböm nutu góðs af, enda mörg
þeirra býsna söngvin og hafa gam-
an af tónlist. Amma var einnig
mikil handavinnukona og þeir vom
fáir í fjölskyldunni sem ekki áttu
lopapeysu, sokka eða vettlinga,
sem amma hafði pijónað.
Amma var einstaklega góður
uppalandi. Á okkur barnabörnun-
um hafði hún sérdeilis gott lag, svo
og á öðmm þeim börnum og ungl-
ingum sem dvöldust á Heiðarbæ
um lengri eða skemmri tíma. Ég
er þess fullviss að strákamir sem
löngum vom vinnumenn á Heið-
arbæ á sumrin, minnast hennar og
afa með mikilli hlýju.
Við ömmu var hægt að ræða
alla skapaða hluti, hún sýndi öllu
skilning. Á sinn hátt var hún líka
fijálslyndari og umburðarlyndari
en gengur og gerist með hennar
kynslóð. Skemmtilegt dæmi um
það var sumarið 1970, þegar afí
og amma fóm í siglingu umhverfis
landið með Gullfossi. Þá skildi
amma vísvitandi eftir bók á nátt-
borðinu sem hún vissi að forvitið
stúlkubam myndi finna en vildi
ekki að afi vissi af. Á kápunni stóð
skýrum stöfum „Krossfiskar og
hrúðurkarlar", en innihaldið hafi
ekkert með kápuna að gera heldur
fjallaði um samskipti kynjanna og
aðrar gátur lífsins. Svona var
amma.
Hjá afa og ömmu var mikil para-
dís bókaorma. Á Heiðarbæ var
ógrynni bóka og vom afi og amma
bæði víðlesin og mikið fyrir bækur.
Það jafngilti nánast fjársjóðsleit
fyrir bókþyrst stúlkubam að fá að
fara upp á háaloft í gamla bænum,
þá sjaldan amma gaf leyfi til, og
grúska þar í gömlum kössum í leit
að bókum, fötum, bréfum eða bara
einhvetju spennandi. Það var eins
og að hverfa mörg ár aftur í tím-
ann og gekk jafnan erfiðlega að
ná stúlkukindinni niður aftur þó
að ilmur af nýbökuðum vöfflum
dygði á endanum oftast til.
Eg sé afa skýrt fyrir mér liggj-
andi uppi í rúmi, með ótölulegan
fjölda kodda undir höfðinu, gler-
augun á nefinu, nokkur tóbakshom
á bijóstinu, bók í hendi, útvarpið á
náttborðinu við hliðina og veður-
fréttimar stilltar vel hátt. Við
bamabörnin vissum að ef komið
var inn í herbergið til afa meðan
á veðurfréttum stóð, var hann vart
viðræðuhæfur og auðvelt að fá á
tilfinninguna að verið væri að tmfla
eins konar helgiathöfn.
Árin sem afi vann suður með
sjó, vom honum afskaplega hug-
stæð, enda hafði hann þá fulla
starfsorku og þrek. Þegar afi
minntist vertíðanna þar, var eins
og svipur hans breyttist og yrði
svolítið prakkaralegur. Horfínn var
þá „afasvipur", kominn glampi í
augum og annar maður og yngri
kominn í staðinn.
Afi var töluvert berdreyminn og
dreymdi oft fyrir mannaferðum,
veðri og þess háttar. Ekki var laust
við að við krakkarnir kímdum yfir
þessum draumafrásögnum afa, en
ekki varð þó á móti borið að oft
rættist það sem afi sagði fyrir um.
Það er gaman að minnast allra
skemmtilegu orðanna sem afi not-
aði í stað þeirra sem nútímabömum
er gjarnt að nota, svo sem eins og
smjer (smjör), ket (kjöt), beiddi
(bað) og fleiri.
Af var mjög félagslyndur og
hafði mikinn áhuga á fólki, örlögum
þess og afdrifum. Hann naut þess
að fara á aðra bæi, jafnvel í langa
bíltúra í Kjósina og Borgarfjörðinn,
og helst þurfti að gera stans á
hveijum bæ og drekka kaffisopa.
Og þegar hann gat ekki lengur
keyrt sjálfur, urðu aðrir til þess að
bjóða honum í bfltúra sem hann
þáði með þökkum.
Afi fylgdist alltaf mjög náið með
búskapnum þó að sonur hans væri
tekinn við. Hann rölti gjaman út á
tún, út að hlöðu eða upp í „grófir“
til að kanna stöðu mála. Svo var
líka alltaf hægt að skreppa „heim
í bæ“ til að fá einhveijar fréttir.
Það var afí sem kenndi barna-
bömunum að spila Marías og var
ólatur við að stytta okkur þannig
stundir á rigningardögum í sveit-
inni. Það var líka afi sem kenndi
öllum bamabömunum og nú undir
það síðasta barnabarnabami að
hjálpa sér að taka í nefið með til-
þrifum.
Síðustu ár afa þegar hann lá á
Reykjalundi snerist hugsun hans
að mestu um Heiðarbæ og fjöl-
skylduna þar. Það voru engar frétt-
ir sem ekki snertu á einn eða ann-
an hátt Heiðarbæ; veðurfar, sprett-
una, heyskapinn, skepnuhald o.fl.
Þó að afí hefði helst af öllu viljað
vera heima, er ég afar þakklát fyr-
ir að hann skyldi fá að vera á
Reykjalundi þar sem hann naut
alúðar og einkar góðrar umönnunar
af hálfu starfsfólks. Út um
gluggann sá hann Esjuna og sjónin
var enn svo góð að hann gat alveg
fylgst með heyskap á bæjum í
ijarska út um gluggann, rétt eins
og hann gat greint mörkin á rollu-
skjátunum í vegarköntunum forð-
um.
í dag þegar afi verður lagður til
hinstu hvílu við hlið ömmu, er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
mátt njóta samvista við þau bæði
og gleði yfir öllum þeim skemmti-
legu og fallegu minningum sem þau
skilja eftir í huga mér. Þær minn-
ingar verða varðveittar um ókomna
tíð. Hvíli þau í friði.
Magga Gunnars.
Mig langar að' fara nokkrum
orðum um afa minn, Jóhannes
Sveinbjömsson, sem lést á Reykja-
lundi 19. desember síðastliðinn.
Ég var svo heppinn á mínum
yngri árum að fá að vera í sveit á
Heiðarbæ í Þingvallasveit. Þar fékk
ég fljótlega minn fasta svefnstað
sem var inni hjá afa. í fyrstu átti
ég afskaplega erfitt með svefn. Það
stafaði í fyrsta lagi af hrotunum í
afa og einnig vegna veggklukkunn-'
ar sem hékk á veggnum fyrir ofan
mig og sló á hálftíma fresti. Ég
vandist þessu samt fljótt og fannst
alltaf mjög notalegt að vera í nær-
veru gamla mannsins.
Það vill svo til að ég er einn af
þeim sem geta aldrei komið sér í
háttinn á kvöldin og hafði afi mikl-
ar áhyggjur af þessu. Þegar hann
var að fara að sofa, kom hann fram
og sagði við mig: „Jæja, Andri
minn. Ég er að fara að sofa. Þú
kemur svo fljótlega, er það ekki?“
Ég verð nú að viðurkenna að ég
var nú ekki alltaf mjög fljótur að
hlýða þessari bón, eins og oft er
með börn á þessum aldri. En það
var samt alltaf notalegt að fínna
það, að honum var ekki alveg sama
um hvenær maður fór að sofa.
Afi sagði okkur barnabörnunum
oft sögur. Þá var skyggnst í fortíð-
ina, í þann tíma sem hann var við
góða heilsu. Glettnin skein alveg
úr augunum á honum þegar hann
sagði okkur frá lífi sínu í starfi og
leik á þessum tíma. Þetta fannst
okkur krökkunum ofsalega gaman
að hlusta á og báðum við hann að
segja okkur sumar sögurnar aftur
og aftur.
Ég var oft staddur á Heiðarbæ
helgina sem kvenfélagsballið var
haldið í sveitinni. Þá vorum við
Kolbeinn einir heima hjá afa á
meðan ballið stóð yfír. Við hugsuð-
um okkur þá oft gott til glóðarinn-
ar, að fá nú að horfa á alla sjón-
varpsdagskrána fram á nótt. En
þá kom það stundum fyrir, að afi
kom fram og slökkti á sjónvarpinu
vegna þess að myndin var bönnuð
bömum. Þetta vorum við nú ekki
alltaf sáttir við, en sögðum samt
aldrei neitt, því að auðvitað var
þetta bara vel meint hjá afa gamla,
að banna okkur að horfa á glæpa-
myndir.
Þeir voru ófáir súkkulaðibitarnir
sem afi stakk upp í okkur bama-
börnin. Þá kallaði hann oftast á
okkur inn til sín og gaf okkur sinn
bitann hveiju. Ég man alltaf eftir
því hvað við vorum þakklát, því að
afí var ekkert að mata okkur á
sælgæti á hveijum degi. Þetta var
svona um það bil vikuleg uppákoma
og urðum við miklu þakklátari fyr-
ir vikið og kysstum við afa alltaf
fyrir.
Afi var ekki vanur að leifa mat
og ætlaðist að sjálfsögðu til hins
sama af okkur bamabörnunum.
Ef við bárum fram einhveijar
kvartanir, eins og krakkar gera
iðulega, sagði hann: „Það er vel
hægt að éta þetta.“
Ég minnist þess alltaf hvað mér
þótti gaman að gefa afa í nefið sem
krakki. Þá tók hann í höndina á
mér og setti smá tóbakshrúgu á
handarbakið. Svo saug hann upp í
nefið af öllum lífs og sálarkröftum.
Þetta fannst okkur krökkunum allt-
af jafn spennandi.
Það er svo margt sem kemur
upp í huga minn á svona stundu,
meira en hægt er að rekja hér. Ég
kveð afa minn með miklum sökn-
uði og jafnframt þakklæti fyrir þær
stundir sem ég fékk að njóta í
nærveru hans.
Andri Þór.
Okkur systkinin frá Heiðarbæ
langar til að minnast Jóhannesar
afa okkar með nokkrum orðum.
Margs er að minnast og eigum við
afa okkar mikið að þakka því við
höfum lært ýmislegt af honum um
dagana.
Þegar við náðum 5-6 ára aldri
hófst okkar skólaganga en „skól-
inn“ var einmitt inni í afa her-
bergi. Þá hringdi hann lítilli bjöllu
á tilsettum tíma og við trítluðum
inn til hans með skólatöskuna á
bakinu. Svo var sest á rúmstokkinn
og við stautuðum okkur fram úr
lesmálinu með dyggum stuðningi
gamla mannsins. Að nokkrum vik-
um liðnum vorum við svo útskrifuð
úr „litla skólanum".
Það var „ósjaldan" að afi tók í
spil með okkur krökkunum og voru
spiln Trú og Marías í hávegum
höfð.
Afi var félagslyndur að eðlisfari
og sannur vinur vina sinna. Hann
var mikið fyrir ferðalög og hafði
óskaplega gaman af því að heim-
sækja vinafólk sitt svo maður tali
nú ekki um hvað honum þótti vænt
um að fá heimsóknir sjálfur.
Þegar vora tók fór að fara fiðr-
ingur um gamla manninn því það
var árlegur viðburður hjá honum
meðan heilsan leyfði, að fara „suð-
ur með sjó“. Þá sló hann tvær flug-
ur í einu höggi; heimsótti gamla