Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 kunningja og sótti fisk í soðið handa fjölskyldunni. Afi fylgdist ætíð vel með veðri og veðurspám og gerði sjálfur oft veðurspár sem stóðust. Hann dreymdi einnig mikið og setti draumana oft í samband við eitt- hvað í daglega lífinu eins og gesta- komur, veður og fleira í þeim dúr. Afi var fjárglöggur á sínum yngri árum og aldrei lét hann sig vanta í réttirnar þrátt fyrir háan aldur. En einhvern tíma verða allir menn að deyja og svo var einnig um afa. Við kveðjum hann með söknuði en erum þess þó fullviss að hann er vel að hvíldinni kominn. Þótt hann sé horfinn okkur yfir móðuna miklu mun hann eftir sem áður lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Magga, Jói, Helga og Kolbeinn. Ég hlýt að minnast Jóhannesar, bróður míns, að leiðarlokum. Sér- staklega læt ég þess getið að hann var framúrskarandi duglegur þar til hann fékk mænuveiki þegar hann var 42 ára, árið 1947, en eftir það bar hann ekki sitt barr. Það hlýtur að hafa verið sárt að geta varla tekið til hendi nema með harmkvæium, liggur mér við að segja. Það var gaman að vinna við heyskap með Jóhannesi; aldrei held ég að blessuðum drengnum hafi þótt maður nógu duglegur. Hann talaði nú ekki alltaf virðulega um blessað kvenfólkið í þá gömlu og góðu daga. Þá var unnið upp á gamla móðinn og sagði hann til dæmis að föngin sem við söxuðum væru svo læpuleg að þau minntu helst á merarhlandfroðu! Bíddu nú, hugsaði ég, þú skalt ekki tala svona óvirðulega um mín föng! Og honum var það að þakka að ekki þurfti að kvarta yfir mínum föngum. Mér er mikið í mun að allir fái það í hausinn að hann var ekki alltaf eins aumur og hann neyddist til að vera eftir þetta óláns ár 1947, einmitt þegar Hekla gaus; læt þess getið að gamni mínu. Hann var mörg ár á vertíð og man ég að það fór mikið dugnaðarorð af honum þar og eins þegar hann var í vega- vinnu sem hann var mörg vor. Jóhannes var mikið fyrir kindur og átti alltaf fallegt fé sem hann fór mjög vel með og var hann með afbrigðum fjárglöggur. Oft fór hann á sumrin, lagði hnakk á sinn hest og þeysti út á heiði, Mosfells- heiði, að líta eftir kindum, hveijar væru tvílembdar og þekkti þetta allt á haustin. Ég botnaði aldrei í þessu; mér fannst allar rollur eins. Ein minning til gamans. Eitt haust var Jóhannes með forláta hrút, spikfeitan og fallegan víst, sem hann var mjög hreykinn af og vildi hann láta mig finna og sjá hvað hann var með breitt bak og fallegan herðakamb og bóga. Mar- grét, mágkona mín, sá til okkar og skemmti sér vel þegar ég fór að þukla þennan mikla grip. Ég vildi gera þetta fyrir bróður minn. Ég er ekki hætt að tala um dugn- aðinn í honum bróður mínum — ég var einu sinni litla systir, 10 ár voru á milli okkar — það skulu allir vita um hann. Flestir eru farn- ir sinn veg sem mundu hann. En ég ætlaði að tala um veiðina sem hann var svo duglegur og áhuga- samur með, fyrst silungsveiðina á sumrin og síðan murtuveiðina á haustin sem ekki var slegið slöku við. Murtuveiðin var mjög erfið og er víst enn. Loks minnist ég Jóhannesar að sumarlagi, í júní, þegar hann var að skálma út um tún og gá að sprettu. En fjósið var hann feginn að losna við og var víst vel þegið að pabbi okkar sá um það meðan hann gat. Svo hafði mágkona mín áhuga á að dunda sér með blessuð- um kúnum. Það finnst kannski einhveijum nóg um, en ég hafði þörf fyrir að koma þessu frá mér. Ég bið góðan guð að geyma bróður minn. Regína Sveinbjörnsdóttir. Feðginaminning Valdimar Daníels- son ogDýrfinna J. Valdimarsdóttir í dag verður jarðsunginn frá Háteigskirkju Valdimar Daníelsson fæddur 8. september 1909. Foreldr- ar hans voru Daníel Gestsson, fædd- ur að Reykjum í Hrútafirði og Val- gerður Níelsdóttir. Fósturforeldrar hans voru Jörgen Jörgensson og Dýrfinna Helgadóttir Helgadóttir frá Gilsstöðum í Hrútafírði. Tóku þau að sér fósturböm, Elínborgu Tómasdóttur og Valdimar, sem þau tóku tveggja nátta gamlan. Einnig áttu Jörgen og Dýrfinna 4 börn. Tómas sem bjó á Borðeyri síðar í Reykjavík, Helga, hann var toll- þjónn í Reykjavík, Magnús, sem var verkamaður og Helgu, sem dó ung 1932. Þar sem Jörgen varð snemma blindur og andaðist 12. nóvember 1921, kom það í hlutverk föður míns Magnúsar að ala þau upp með móður sinni Dýrfinnu á Gilstöðum. Magnús fluttist svo suður með móð- ur sína og Valdimar 1928 og var Valdimar þá orðinn 19 ára gamall, en Elínborg fór í vinnumennsku í Fornahvammi i Norðurárdal. Magn- ús kvæntist 1930 Sesselju Guð- laugsdóttur frá Sogni í Kjós og eign- uðust þau eina dóttur, Aðalheiði, sem þessar línur skrifar. Valdimar kvæntist það sama ár 18. október 1930 Stefaníu Guðmundsdóttur. Hún var fædd 1. júlí 1908 og dó hún 10. júlí 1980. Þau eignuðust tvö börn, Dýrfínnu Jörgínu, fædd 1. maí 1931, giftist hún Guðmundi Kristni Axelssyni og eignuðust þau fimm börn, 8 barnaböm og 3 barna- barnabörn. Og Stefán Sigtryggur, fæddur 29. júní .1934, kvæntur Huldu Jakobsdóttur, búa þau í Lit- lagerði Mosfellsbæ. Þau áttu sjö börn, sex þeirra eru á lífi, þar sem þau misstu Daníel son sinn árið 1984. Valdimar vann lengst af hjá Reykjavíkurhöfn, tæpa hálfa öld, frá 1932 til 1980 og var lengst af á krönum og vélskóflum. Valdimar var hreinn og beinn og sagði sína meiningu hvort sem líkaði betur eða verr, hann var traustur og vinur vina sinna. Við hjónin eigum marg- ar góðar minningar með þessari fjöl- skyldu um tíðina. Sérstakar minn- ingar á ég um Dýrfinnu, Dódó, eins og hún var kölluð. Við vorum mikl- ar leiksystur, enda jafn gamlar. Nokkru eftir að ég giftist fluttum við hjónin að Múla í Vestur-Húna- vatnssýslu og hittumst við því sjaldnar eftir það, en fylgdumst allt- af með hvor annarri. En Dódó átti við erfíðan sjúkdóma að stríða er leiddi hana til dauða 22. júní 1992. Blessuð sé minning hennar. Valdi- mar missti Stefaníu konu sína árið 1980 og var missir hans mikill þar sem þau voru mjög samstillt í einu og öllu. Eftir það átti Valdimar við erfiðleika og vanheilsu að stríða. í desember 1991 var hann lagður inn á Reykjalund og síðar að Vífilsstöð- um, þar sem hann andaðist að kvöldi 20. desembers síðastliðins. Við hjón- in sendum fjölskyldu hans, þá sér- staklega Didda og Huldu, okkar bestu samúðarkveðjur. Heiða og Einar. Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Þegar ég sest niður á helgri jóla- nótt, til að festa á blað nokkur kveðjuorð um Valdimar, tengdaföð- ur minn, er mér efst í huga þakk- læti til skaparans, fyrir að gefa honum hvíldina sem jólagjöf að af- loknu löngu og farsælu ævistarfi. Þegar dagarnir, á ævikvöldi gamals manns, eru orðnir eilíf barátta um að draga andann, með aðstoð súr- efnis og annarra tækja er hvíldin afar kærkomin. Valdimar var búinn að dvelja á Vífilsstöðum í um það bil ár, og var honum hjúkrað þar ,af mikilli nærfærni, en hann hafði erfiða lund og var það ekki á allra færi að veita honum umönnun. En undir hijúfu yfirborðinu sló við- kvæmt hjarta, sem við nánustu að- standendur fengum að kynnast á sorgarstundum. En þær urðu nokk- uð margar á líðandi ári. En þá lét- ust bræður hans tveir, Sveinn og Gunnar, með tveggja mánaða milli- bili. Einnig lést einkadóttir hans Dýrfínna í júní síðastliðnum, en eft- ir fráfall hennar virtist sem baráttu- þrek Valdimars minnkaði og honum fyndist lífsbaráttan orðin tilgangs- laus. Valdimar var fæddur að Reykjum í Hrútafirði 8. september 1909. Foreldrar hans voru Valgerður Ní- elsdóttir og Daníel Gestsson, voru þau bæði í vinnumennsku, og var Valdimari komið í fóstur tveggja daga gömlum að Gilsstöðum í Hrútafirði, til Dýrfínnu Helgadóttur og Jörgens Jörgenssonar. Systkini Valdimars voru Ingi- gerður, Hermann, Sveinn, Gunnar og Sína, en eftirlifandi eru þau Sína og Hermann. Valdimar ólst upp á Gilsstöðum, en um tvítugt flutti hann til Reykja- víkur ásamt Dýrfínnu og Magnúsi syni hennar, sem hann kallaði alltaf fóstra sinn. Þegar Valdimar kom til Reykja- víkur starfaði hann í fyrstu við hin ýmsu störf sem til féllu á þeim tíma, þar til hann hóf störf hjá Reykjavík- urhöfn 1932, en þar vann hann í tæpa hálfa ö!d eða til ársins 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Lengst af stafaði hann á krön- um og vélskóflum Reykjavíkurhafn- ar, en síðustu árin út í Örfíriseý við viðgerðarstörf. Sama ár og hann lét af störfum missti hann konu sína Stefaníu Guðmundsdóttur, en þau giftust 18. október 1930 og eignuðust þau tvö börn, Dýrfinnu og Stefán. Dýrfinna fæddist 1. maí 1931, en hún lést 22. júní 1992, og var hún gift Guð- mundi Axelssyni og áttu þau fímm börn, sem flest eru búsett í Vest- mannaeyjum. Stefán fæddist 29. júní 1934, og er hann kvæntur Huldu Jakobsdóttur, eignuðust þau sjö börn og eru sex þeirra á lífí, en son sinn Daníel Valgeir misstu þau af slysförum 1984. Stefán og Hulda búa í Mosfellsbæ. Valdimar og Stefanía hófu sinn búskap að Seljalandi í Reykjavík. í fystu leigðu þau húsnæði hjá Sigur- jóni og Elínborgu uppeldissystur Eiríkur Sigurðsson, Miðhúsaseli - Minning Fæddur 30. október 1924 Dáinn 17. desember 1992 „Betur vinnur vit en strit,“ „kemst þó hægt fari“. Ef lýsa ætti honum tengdapabba í tveimur setn- ingum, þá held ég að þessi tvö máltæki kæmu til með að segja mikið um hvernig hann var í dag- legri umgengni. Það var aðfaranótt 17. desember sl. að okkur barst fregnin um að hann tengdafaðir minn, Eiríkur Sig- urðsson, vélsmíðameistari, Garðars- vegi 4, Seyðisfirði, væri látinn. Þessi fregn kom eins og reiðarslag yfrr okkur, því þótt tengdapabbi hafí átt við mikil veikindi að stríða í vor, var hann á hröðum batavegi og tók stórstígum framförum með hveijum deginum sem leið. Enginn bjóst við því að þetta kvöld legðist hann til svefns í hinsta sinn, aðeins ný orð- inn 68 ára gamall. Við fráfall svo nákominna er mönnum eðlislægt að finna til sorg- ar og biturðar yfír þvt að einhver sem er manni svo kær skuli hrifínn burt svo fyrirvaralaust, en smám saman sefast sorgin og inn í hugann sytrar þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa átt hinn syrgða að. Liðnir dagar eru rifjaðir upp og allar góðu stundirnar sem við áttum saman verða Ijóslifandi í huganum. Ég man Þorláksmessu fyrir tólf árum þegar við sátum tveir í eldhús- inu á Garðarsveginum og allir aðrir voru farnir að sofa að ég sagði hon- um að þó ráðahagurinn væri löngu ákveðinn, þá yrði ég að biðja hann formlega um hönd dóttur hans. Svarið var einfalt, góðlátur og inni- legur hlátur, eins og faðmlagið sem fylgdi. Ég man fyrstu búskaparárin okkar hjónanna, að það var undar- legt hvað sumir hlutir í búshaldinu og ég tala nú ekki um hve bíllinn virkaði betur þegar tengdapabbi og tengdamamma voru í heimsókn. Eins og lesa má úr orðunum hér að framan, þá lék allt í höndunum á tengdapabba og oft og tíðum fannst mér að það eina sem hann gæti ekki látið vélar gera, væri að tala. Það var lífsreynsla að vinna með honum tengdapabba. Ekkert var gert fyrr en búið var að hugsa fyrir því hvemig skyldi vinna verkið og hver árangurinn af því yrði. Það tók því oft dijúgan tíma að gera það sem gera þurfti, en á endanum var árangurinn ótrúlegur. Ég man þegar ég aðstoðaði tengdapabba við að gera við slitna bflvél. Þegar vélin var komin úr, vildi ég ráðast i verkið og rífa vél- ina, til að hægt væri að sjá hvað amaði að. En það var ekki hans verklag. „Aaaa... eigum við ekki fyrst að skoða teikningarnar." í hönd fór að mínu mati langur og erfiður tími. Tengdapabbi hringdi suður og pantaði bók og þegar hún var komin var hún skoðuð spjald- anna á milli og að loknum vanga- veltum voru varahlutirnir pantaðir. Þegar varahlutirnir komu, en þá var tæp vika liðin frá því að vélin fór úr bílnum, var hafist handa. En nú var komið að því að mér fyndist full hratt farið. Áður en ég vissi var tengdapabbi búinn að rífa vélina og setja saman aftur með þvílíkri ná- kvæmni, að hann var ekki ánægður nema að málin hjá honum væru ívið betri en gefín voru upp í bókinni. Á meðan hafði ég aðeins stöku sinnum getað komið að skrúfjárni eða lykli og var skítugur upp fyrir haus, en tengdapabbi, eins og vanalega, þurfti aðeins að stijúka létt af hönd- unum. Þá mátti varla sjá að hann hefði komið nálægt yélinni. Ég minnist líka þess eftir að strákarnir okkar fæddust, hve ár- legar sumardvalir á Seyðisfirði voru mikil tilhlökkunarefni, ekki aðeins hjá okkur og strákunum, heldur líka hjá tengdapabba, sem gætti þess að vera laus frá vinnu þann tíma hans, en byggðu síðan sitt eigið hús, Seljabrekku, rétt hjá Selja- landi, þar sem Skýrsluvélar ríkisins standa nú. í Seljabrekku bjuggu þau í um 20 ár, eða þar til þau fluttu 1968 í Bólstaðarhlíð 46. Má segja að þau hafi búið alla sína búskapart- íð á sömu þúfunni. Þau hjónin Stefanía og Valdimar höfðu þann sið í gegnum árin að bjóða bömum sínum og bamaböm- um í mat á jóladag. Þá var oft glatt á hjalla. Eins var tengdamamma hjálpleg við að sauma jólafötin á barnahópinn minn, og voru mjúku pakkamir frá henni vel þegnir. En nú þegar þau eru öll horfín Stefanía, Valdimar og Dódó, viljum við hjónin og börnin okkar, minnast þeirra með söknuði í huga og þakka þeim að leiðarlokum samfylgdina. Jafnframt viljum við þakka Hönnu Þórarinsdóttur hjúkrunarkonu umönnunina, sem gerði Valdimari kleift að búa á eigin heimili mun lengur en annars hefði orðið. Einnig viljum við senda starfsfólki Vífíls- staðaspítala hugheilar þakkir fyrir frábæra umönnun. Hulda Jakobsdóttir. sem við dvöldum hjá þeim til að geta verið meira með okkur. Þann tíma dvaldi afí með strákunum sín- um í bílskúrnum og gerði við gaml- ar veiðistangir og háfa ef strákarn- ir vildu fara að veiða og vildu þeir fara að hjóla, þá dró afí fram göm- ul hjól, sem hann hafði haldið til haga og nú hófust reiðhjólaviðgerð- ir, svo innan skamms tíma voru strákarnir famir að hjóla um bæinn. Minningar eins og þessar sækja á hugann og sefa sorgina. í haust ákváðum við hjónin, þar sem við hefðum ekki getað komið austur í sumar, þá mundum við fara um jól- in og dvelja fram yfir áramótin. Aðeins rúmum sólarhring áður en sameign okkar tengdapabba, konan mín og synir, lögðu af stað austur, þá lagði hann af stað í sína hinstu för. Svarið við því hvort að hann afi yrði hjá okkur um jólin, eins og einn sona okkar spurði í byrjun des- ember, varð því á endanum nei- kvætt. Sporin austur sem áttu að verða svo létt, urðu þung. Seyðis- fjörður var ekki samur, það vantaði svo mikið. Elsku Lóa, Guð styrki þig í sorg þinni og leiði mót hækkandj sól. Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.