Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 50

Morgunblaðið - 30.12.1992, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 SAMTOK IÞROTTAFRETTAMANNA Sigrún Sigurbjörn Sigurður Úifar Iþróttamaður ársins útnefndur í 37. sinn SAMTÖK íþróttafréttamanna útnefna íþróttmann ársins í hófi í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. jan- úar nk. og verður sýnt frá kjör- inu í beinni útsendingu í Ríkis- sjónvarpinu kl. 20.30. Þetta er 37. útnefning samtakanna, sem voru stofnuð 14. febrúar 1956. ÆT ISamtökum íþróttafréttamanna eru 20 félagar og tilnefndi hver þeirra 10 íþróttamenn. í gær var tilkýnnt hverjir þeir 10 stigahæstu urðu í kjörinu og verða þeir allir verðlaunaðir með bókagjöf frá Máli og menningu. Þrír efstu fá sérstaka eignargripi og SAS-flug- félagið gefur íþróttamanni ársins flugmiða, en áðumefnd fyrirtæki ásamt Menntamálaráðuneytinu eru helstu styrktaraðilar SÍ vegna kjörsins að þessu sinni. íþrótta- maður ársins fær að auki glæsi- lega styttu, sem fylgir nafnbót- inni, til varðveislu í eitt ár. Eftirtaldir íþróttamenn höfn- uðu í 10 efstu sætunum (nöfnin eru birt í stafrófsröð): •Bjarni Friðriksson, júdómaður úr Armanni. •Einar Vilhjálmsson, spjótkast- ari úr ÍR. • Eyjólfur Sverrisson, knatt- spyrnumaður hjá Stuttgart f Þýskalandi. •Geir Sveinsson, handknattleiks- maður með Val og Avidesa á Spáni. •Kristján Arason, handknatt- leiksmaður úr FH. •Ólafur Eiríksson, sundmaður úr íþróttafélagi fatlaðra. • Sigrún Huld Hrafnsdóttir, sundmaður úr íþróttafélagi fatl- aðra. •Sigurbjöm Bárðarson, knapi hjá Fáki. • Sigurður Einarsson, spjótkast- ari úr Armanni. • Úlfar Jónsson, kylfingur úr golfklúbbnum Keili. Vilhjálmur Einarsson, fijáls- íþróttamaður, var fyrst útnefndur íþróttamaður ársins 1956. Öllum fyrrverandi fþróttamönnum ársins er sérstaklega boðið í hófið sem hefst kl. 20 í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún þriðjudaginn 5. jan- úar. RUÐNINGUR / NFL-DEILDIN Montana byijaður með San Francisco Joe Montana, leikstjórnandi San Francisco í bandarísku NFL- ruðningsdeildinni, lék með liði sínu á ný í fyrrinótt að íslenskum tíma eftir nær tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Montana fór á kostum og tryggði öruggan sigur, 24:6, gegn Detroit Lions. Þetta var síðasti leikur deildar- -keppninnar og úrslitin breyttu engu um röðina, því San Francisco hafði GOLF þegar tryggt sér sigur í vesturriðli Landsdeildar og situr því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas, en vegna árangurs- ins spilar liðið eingöngu á heima- velli í úrslitunum. Montana, sem meiddist á olnboga fyrir tæplega tveimur árum, lék allan seinni hálfleikinn og stóð sig frábærlega, en*15 af 21 sendingu hans gáfu 126 stikur. KNATTSPYRNA Tveir til Framara Teir leikmenn hafa gengið til liðs við knattspyrnufélag Fram á síðustu dögum. Rúnar Páll Sigmundsson, unglingalandsliðs- maður úr Stjömunni hefur ákveðið að leika með Fram á næsta keppnis- tímabili, en hann hefur leikið 18 leiki með drengja- og unglinga- landsliðum Islands. Þá hefur Brynj- ar Jóhannesson úr Víði í Garði skipt yfir í Fram. hém FOLK ■ PAUL Accola, heimbikarhafi í alpagreinum karla frá Sviss, meidd- ist á æfingu með svissneska lands- liðinu í gær. Hann datt illa á æf- ingu í brunbrautinni í bænum Laax i Sviss. Læknir svissneska lands- liðsins sagði i gær að líklega þyrfti að skera hann upp á vinstra hné. Accola er 25 ára hefur ekki náð sér á'strik í heimsbikarnum f vetur og hefur aðeins 141 stig eftir 11 mót, en Marc Girardelli leiðir heimsbikarinn með 387 stig. ÚRSLIT Verðum að laga flatimar ef við ætlum okkur að ná lengra - segir Hannes Þorsteinsson sem fer ásamt sjö öðrum á námsstefnu í umhirðu golfvalla HANNES Þorsteinsson frá Akranesi fer um miðjan janúar til Skotlands og Englands á námsstefnu í umhriðu golf- valla. Með Hannesi fara sjö aðrir áhugasamir menn um rekstur, uppbyggingu og við- hald golfvalla. Þetta er ifyrsta sinn sem íslendingar fara sér- staka ferð til að skoða og læra af starfsbræðrum sínum í Evr- ópu. Við byijum á að fara til Skot- lands og keyrum þaðan niður til Manchester þar sem John Garn- ar, landsliðsþjálfari okkar, er golf- framkvæmdastjóri við Carden Park, en það er golfmiðstöð sem verið er að reisa rétt hjá Manchest- er. Síðan förum við til Leeds þar sem við verðum i fimm daga á námsstefnu um allt sem viðkemur umhirðu og uppbyggingu golf- valla,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið. Golfmiðstöðin sem John Garner starfar við verður opnuð á næsta ári. Þar er 18 holu golfvöllur og annar níu hola með par þijú holum. „Það er áhugavert fyrir þá sem starfa á golfvöllum á íslandi að kynna sér hvernig þeir standa að Uppbyggingunni," sagði Hannes. „Á sýningunni í Leeds verða sýnd tæki og tói sem viðkoma golfvellinum, allt nema kylfur og boltar, það verður ekkert slíkt sýnt. Þama halda frægir menn fyrir- lestra um hvemig byggja á upp golfvelli, hvernig best er að gera flatir þannig að þær verði góðar, Það þarf að laga þessa flöt gæti Sigurður Pétursson verið að hugsa þar sem hann tekur púttlínuna. og hvemig leggja þarf drenlagnir undir brautir þannig að vellirnir haldist þurrir þó það rigni, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Á námsstefnunni hittast vallar- starfsmenn frá allri Evrópu og skiptast á skoðunum. Leynir á Akranesi, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golf- klúbbur Akureyrar, Keilir í Hafnarfirði og Kjölur í Mosfellsbæ senda menn á námsstefnuna og að sögn Hannesar eru líkur á að menn frá Oddfellow og Golfklúbbi Vestmannaeyja fari einnig. „Við erum að gæla við þá hug- mynd að stofna samband golfvallar starfsmanna í framhaldi af þessari ferð. Þó svo þeir sem vinna við golfvelli hér á landi séu duglegir og samviskusamir þá er enginn þeirra menntaður til slíkra starfa og menn virðast vera hálffeimnir við að miðla af þekkingu sinni og reynslu til annarra. Ég tel að ef við ætlum að eign- ast betri kylfinga verðum við að laga flatirnar hjá okkur. Bestu kylfingar okkar eru komnir eins langt og þeir geta miðað við að- stæður hér og við verðum að laga flatirnar til að ná lengra,“ sagði Hannes. Meðal þeirra sem verða á náms- stefnunni er eini Islendingurinn sem er að læra til golfvallarstarfs- manns, Ólafur Þ. Ágústsson úr Hafnarfirði. Hann er í sérstökum skóla í Skotlandi, skammt frá St. Andrews, og munu nemendur skól- ans vera á námsstefn'unni. NBA-deildin Úrslit leikja á mánudag: New Jersev - Charlot.te 104:103 Washington - Atlanta 97: 96 Orlando - Milwaukee 110: 94 Miami - L.A. Lakers 107: 96 Cleveland - Detroit 98: 89 San Antonio - Golden State 105:106 114: 95 Íshokkí NHL-deildin 4 :2 New Jersey - Hartford :2 Quebec - Ottawa :1 Toronto - St Louis t :3 New York Rangers - Boston :5 Calgaiy - Edmonton :3 Winnipeg Jets - Minnesota 7 :4 Detroit - Chicago ^ :0 :2 Staðan sigr. töp jafnt. st. WALESDEILDIN Patrick-riðill: Pittsburgh Penguins 26 9 3 55 New York Rangers 19 14 4 42 Washington Capitals 19 16 3 41 New Jersey Devils 18 15 1 37 New York Islanders .16 16 4 36 Philadelphia Flyers 11 18 5 27 Adams-riðill: Montreal Canadiens .21 13 4 46 Quebec Nordiques 20 12 6 46 Boston Bruins 21 12 2 44 Buffalo Sabres .15 15 6 36 Hartford Whalers 11 22 3 25 Ottawa Senators ..3 33 3 9 CAMPBELLDEILDIN Norris-riðill: Chicago Blackhawks 20 14 4 44 Detroit Red Wings 20 16 3 43 Minnesota North Stars .18 13 5 41 Toronto Maple Leafs .14 16 5 33 Tampa Bay Lightning 14 22 2 30 Smythe-riðill: Calgary Flames .23 10 4 50 Los Angeles Kings .20 12 4 44 Vancouver Canucks .21 10 3 45 Edmonton Oilers .13 19 5 31 WinnipegJets .13 19 3 29 San Jose Sharks ...6 29 1 13 FELAGSLIF Áramótaheit skokkklúbbs KR Skokkklúbbur KR kemur saman við KR-heimilið í dag kl. 18.15 í síðasta skokk og göngu ársins. Skokkhópurinn, sem er öllum opinn, setur sér áramótaheit og síðan verður haldið áfram þar sem frá var horfið á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.