Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Ungur maður skaut fjórum skotum af haglabyssu í fjölbýlishúsi en miðaði ekki á fólk
Ekki talinn hættu-
legur og sleppt
eftir yfirheyrslu
21 ÁRS gamall maður, sem var handtekinn á nýársnótt
eftir að hafa hleypt af fjórum skotum úr haglabyssu í
húsi við Seilugranda, var látinn laus að loknum yfirheyrsl-
um, án þess að óskað væri eftir gæsluvarðhaldi. Að sögn
talsmanns RLR þóttu ekki rök til þess að óska eftir gæslu-
varðhaldi yfir manninum þar sem málið var talíð upplýst
og ekki var talin ástæða til að óttast að hætta gæti stafað
af honum.
Lögreglan var kölluð að fjöl-
býlishúsi við Seilugranda um
klukkan fimm á nýársnótt. Þar
hafði verið samkvæmi í tveimur
íbúðum og samgangur á milli.
Komið hafði til átaka og byssu-
maðurinn, sem bjó í annarri íbúð-
inni, hafði sótt tvíhleypta hagla-
byssu sem hann átti og hleypt af
á gangi blokkarinnar þannig að
skot kom í dyrakarm.
Síðan fór maðurinn út úr húsinu
og skaut þar einu skoti á bíl, öðru
upp í loft og loks inn um rúðu inn
í íbúð þar sem fólk var fyrir. Þeg-
ar því skoti var hleypt af var skot-
stefnan upp á við, að sögn RLR,
þannig að sýnt þykir að maðurinn
hafi ekki miðað á fólk eða ætlað
að hæfa neinn með skotinu, þótt
fyrir innan og skammt frá hafí
verið fólk í samkvæmi.
Að sögn RLR hafði maðurinn
afhent félaga sínum byssuna áður
en lögreglan kom á staðinn og
gafst hann upp fyrir lögreglunni,
sem hafði sent á staðinn fjölmennt
lið, þar á meðal tvo vopnaða vík-
ingasveitarmenn.
Slegist
á slysa-
deild
MIKIÐ annríki var á slysa-
deild Borgarspítalans á
nýársnótt. Auk þess sem
starfsfólk hafði vart undan
að gera að sárum fólks sem
þangað leitaði með ýmiss
konar áverka fylltist biðstofa
slysadeildarínnar af ölvuðu
fólki og þurfti lögreglan
nokkrum sinnum að hafa af-
skipti af slagsmálum á bið-
stofunni.
Eins og jafnan um helgar
var lögreglumaður á vakt á
slysadeildinni til að reyna að
tryggja starfsfólki vinnufrið og
halda aftur af ölvuðu fólki sem
þangað leitar.
Að sögn Eyjólfs Jónssonar
lögregluflokksstjóra sem þar
var á vakt var mikill erili alla
nóttina og þurfti hann nokkrum
sinnum að óska eftir liðsauka
starfsfélaga sinna til að flytja
á brott ölvaða ólátaseggi.
Eyjólfur sagði að talsvert
hefði verið um það að menn sem
þurft hefðu að láta gera að
sárum sínum hefðu fengið með
sér á staðinn fjölmennan hóp
kunningja, sem hefðu síðan
ekki séð ástæðu til að draga
úr drykkju- eða gleðilátum þótt
þeir væru komnir inn á sjúkra-
hús.
Auk þess hefði það þrívegis
gerst um nóttina að menn sem
lent höfðu í slagsmálum og
þurftu að leita læknis hefðu
hitt andstæðinga sína á bið-
stofu slysadeiidarinnar og þá
talið nauðsynlegt að taka upp
þráðinn í átökunum þar sem frá
var horfíð.
Maðurinn var færður í fanga-
geymslur og síðan til yfirheyrslu
hjá RLR. Að sögn lögreglunnar
upplýstist málið við yfírheyrslu.
Ekki var talið að krafa um gæslu-
varðhald yrði samþykkt af dómara
þar sem hvorki rannsóknarhags-
munir kröfðust þess að maðurinn,
sem ekki hefur áður komið við
sögu lögreglu, væri hafður í haldi
né var fólki talin stafa af honum
hætta þrátt fyrir þetta athæfi
hans.
murgunuiauiu/ ingvitr uuuiuuuubbun
Skotmaður handtekinn
Byssumaðurinn gafst upp fyrir lögreglunni sem huldi andlit hans með jakka þegar hann var færður út úr húsinu
og í lögreglubíl.
Rannsóknir á mangangrýti á Reykjaneshrygg
Vinnsla mangansets á Reykja-
neshrygg ekki hagkvæm nú
HAFSBOTNSNEFND iðnaðarráðuneytisins hefur sent frá sér skýrslu
um rannsóknir á mangangrýti á Reykjaneshrygg sem áttu sér stað
árin 1990 og 1991. Tilgangur þessara rannsókna var að athuga
hvernig manganútfellingar myndast, hversu þéttur málmurinn er í
botnlögum og hversu útbreiddur hann er. Meðal þeirra niðurstaðna
sem fengist hafa er að vinnsla mangangrýtis á þessum slóðum er
ekki hagkvæm nú en gæti orðið það á næstu öld.
Samstarfshópur vísindamanna
frá Hafrannsóknastofnun, Nátt-
úrufræðistofnun ísiands, Raunvís-
indastofnun Háskólans og Orku-
stofnun vann að þessum rannsókn-
um með leiðangri Hafrannsóknar
árið 1990 og leiðangri rannsóknar-
skipsins Áma Friðrikssonar árið
1991.
Að því er fram kemur í þeim
kafla skýrslunnar, sem fjallar um
möguleika á málmvinnslu, er ljóst
af bræðslutilraunum að vinna má
málma úr setbergi eins og því sem
fannst á Reykjaneshrygg. Hins-
vegar er mangan ekki mjög dýr
málmur og þarf þéttleiki hans að
vera nokkuð hár til að vinnsla borgi
sig. Hingað til hefur mangan ein-
göngu verið unnið úr námum á
þurru landi þar sem þéttleiki þess
er allt að 52% úr því bergi sem
unnið er. Mangankúlur og mang-
anset á hafsbotni hafa vakið at-
hygli vegna þeirra verðmætu
málma sem oft fylgja, á borð við
kóbalt, nikkei og kopar. Þéttleiki
þessara málma er minni á Reykja-
neshrygg en í mangankúlum og
seti á botni Kyrrahafsins. Aftur á
móti er vinnsla á Reykjaneshiygg
auðveldari þar sem dýpi er minna,
eða 100-400 metrar á móti 2000-
4000 metrum í Kyrrahafi.
Síðan segir í skýrslunni: „Af
öllum þessum þáttum má draga
þá ályktun að vinnsla mangansets
á Reykjaneshrygg geti ekki verið
hagkvæm eins og staðan er í dag.
Hvað mangan varðar er talið að
góðar námur á landi muni endast
í a.m.k. eina öld til viðbótar, Með
aukinni notkun hinna ýmsu málma
í framtíðinni og eftir því sem geng-
ur á birgðir í vinnanlegum námum
á landi má búast við að horft verði
af meiri alvöru til málma á hafs-
botni og verður Reykjaneshryggur
þá engin undantekning."
Höfundar skýrslunnar komast
að þeirri niðurstöðu að til að hægt
sé að meta vinnsluhæfi mangans
á Reykjaneshrygg þurfí að kort-
leggja þau svæði þar sem mangan-
ríkt set er að fínna en þessi svæði
eru einkum í nágrenni við jarðhita-
svæði á hryggnum. Einnig er lagt
til að fylgst verði náið með rann-
sóknum Bandaríkjamanna á Neck-
erhryggnum í Kyrrahafí þar sem
verið er að kanna svæðið með
málmvinnslu í huga.
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðið að störfum við Bíldshöfða 18 í gærmorgun.
Lager brann í eldsvoða
TALSVERT tjón varð þegar lager fyrirtækisins Georgs Ámundasonar
við Bíldshöfða 18 í Reykjavík skemmdist í eldi sem kom þar upp af
ókunnum orsökum aðfaranótt laugardagsins. Að sögn slökkviliðs virð-
ist sem eldur hafi logað um nóttina án þess að þess yrði vart og var
eldurinn að mestu kulnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Innra
byrði á rúðum var sprungið og mátti litlu muna, að sögn slökkviliðs,
að húsið, þar sem eru mörg fyrirtæki, yrði alelda.
Tilkynnt var um eldinn um klukk-
an 10 á laugardagsmorguninn. Þeg-
ar slökkviliðið kom að var allt, sem
geymt var á um það bil 100 fer-
metra lager fyrirtækisins, mikið
brunnið, auk þess sem skrifstofur
fyrirtækisins og önnur húsakynni
voru mikið skemmd af sóti. Þá hafði
reykur komist upp á efri hæð húss-
ins, meðal annars í húsakynni út-
gáfufyrirtækisins Fróða.
Eldsupptök eru óljós, en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins er talið hugsanlegt að glóð hafi
leynst í ruslapoka.
15 íslendingar
hlutu fálkaorðu
FORSETI íslands sæmdi á ný-
ársdag eftirtalda Islendinga
heiðursmerkjum íslensku
fálkaorðunnar:
Árni Björnsson,_ riddarakross
fyrir læknisstörf, Ásgeir Péturs-
son fyrrverandi sýslumaður og
bæjarfógeti, riddarakross fyrir
störf í opinbera þágu, Ásgerður
Búadóttir listakona, riddarakross
fyrir myndlist, dr. Björn Guð-
brandsson læknir, riddarakross
fyrir friðun fugla, Guðmundur
Þorsteinsson dómprófastur, ridd-
arakross fyrir störf að kirkjumál-
um, Halldór Þormar prófessor,
riddarakross fyrir vísindastörf,
Jón Nordal tónskáld, stórriddara-
kross fyrir tónlist, Kristjana
Ragnheiður Ágústsdóttir, ridd-
arakross fyrir störf að félags-
og skólamálum, Ólafur Davíðs-
son ráðuneytisstjóri, stórriddara-
kross fyrir störf í opinbera þágu,
Ólafur Jensson framkvæmda-
stjóri, riddarakross fyrir störf að
íþróttamálum fatlaðra og þroska-
heftra, Salome Þorkelsdóttir for-
seti Alþingis, stórriddarakross
fyrir störf í opinbera þágu, Stein-
dór Hjörleifsson leikari, riddara-
kross fyrir leiklist, Torfí Jónsson
oddviti og bóndi, Torfalæk í
Torfalækjarhreppi, riddarakross
fyrir störf að félags- og sveitar-
stjómarmálum, Þráinn Þórisson
fyrrverandi skólastjóri, Skútu-
stöðum, Mývatnssveit, riddara-
kross fyrir störf að fræðslu- og
uppeldismálum, Viggó E. Maack
skipaverkfræðingur, riddara-
kross fyrir störf að siglingamál-
um.
Auk þess afhenti forseti Ís-
lands Knut Gdegárd skáldi stór-
riddarakross fálkaorðunnar fyrir
framlag hans til eflingar menn-
ingartengsla milli íslands og
Noregs.