Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 4
4
C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
INIMLENT
Skandia
í sænskri
eigu
Skandia-samsteypan í Svíþjóð
hefur keypt öll hlutabréfín í trygg-
ingafélaginu
Skandia íslandi
af Gísla Erni
Lárussyni for-
stjóra. Gísli hafði
skömmu áður
keypt Skandia út
úr fyrirtækinu,
en hann átti
þriðjung í því á
móti Svíum. Leif
Viktorin, forstjóri Skandia Nord-
en, sagði að það hefði verið mark-
mið Skandia allan tímann að eign-
ast allt fyrirtækið. Sighvatur
Björgvinsson tryggingaáðherra
segist telja að hagsmunir við-
skiptavina Skandia íslands séu
nú tryggðir.
Fækkar á Vestfjörðum
Vestfírðingar hafa ekki verið
færri síðan 1880 og hefur þeim
fækkað um 7,4% undanfarinn ára-
tug. Landsmönnum fjölgaði um
1,01% á síðasta ári og eru þeir
nú 262.202.
Gengið inn í kaup á Gylli
Flateyrarhreppur og íshúsfélag
Ísaíjarðar stofnuðu með sér hluta-
félag til að neyta forkaupsréttar
að togaranum Gylli, sem seldur
hafði verið austur á fírði. Togar-
inn á að leggja upp afla á Isafirði,
en áhöfnin verður að mestu leyti
frá Flateyri.
Dagsbrúnarstuldurinn
upplýstur
Lögreglan hefur upplýst inn-
brot á skrifstofur Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar og þjófnað á
milljónum króna í peningaseðlum
og ávísunum, sem voru í peninga-
skáp félagsins. Peningana átti að
nota til að greiða út'atvinnuleysis-
bætur. Peningaskápurinn fannst
í Kópavogshöfn. Sömu menn og
grunaðir eru um verknaðinn eru
taldir hafa stolið tölvubúnaði í
innbroti í fyrirtæki við Kletta-
garða.
Vextir hækka
Bankamir hækkuðu nafnvexti
um áramótin um allt að 2%. Vext-
ir verðtryggðra útlána banka hafa
aldrei verið hærri en á síðasta
ári, 9,3% að meðaltali.
Innbrotum fjölgar um
þriðjung
Á gamla árinu fjölgaði innbrot-
um í Reykjavík um þriðjung.
Kærum vegna þjófnaða og bfl-
þjófnaða fjölgaði einnig, en færri
voru kærðir fyrir ölvunarakstur
en árið 1991.
Yfir 90 uppsagnir samninga
Degi fyrir áramót höfðu 90
launþegafélög tilkynnt ríkissátta-
semjara að þau segðu upp kjara-
samningum. Þar af eru 60 félög
innan Alþýðusambands Islands.
Búizt var við tugum uppsagna í
viðbót fyrir áramót.
ERLENT
STARTH
samkomu-
lag í höfn
Utanríkisráðherrar Rússlands
og Bandaríkjanna gengu frá nýj-
um afvopnunarsamningi, START
II, á þriðjudag. Kveður hann á
um að kjamavopnum ríkjanna
verði fækkað um tvo þriðju og
öllum íjölodda eldflaugum á landi
eytt. George Bush Bandaríkja-
forseti og Boris Jeltsín Rúss-
landsforseti undirrita samninginn
í Sotsíj nú um helgina.
Sea Shepherd í Noregi
Paul Watson, leiðtogi um-
hverfishreyf-
ingarinnar Sea
Shepherd, segist
bera ábyrgð á til-
raun til að
sökkva norskum
hvalveiðibáti á
annan í jólum.
Báturinn lá við
bryggju í bænum
Steine. Slökkvil- PaulWatson
iði bæjarins tókst að bjarga bátn-
um í tæka tíð.
írösk þota skotin niður
Bandaríkjamenn skutu niður
íraska herþotu 27. desember. Þot-
an var yfír suðurhluta íraks á
svæðinu þar sem írökum hefur
verið bannað að athafna sig í lofti.
EB einn markaður
Víða var kveikt í Ifelköstum í
Evrópubandalaginu um þessi ára-
mót til að fagna því að bandalag-
ið er nú einn markaður þar sem
ríkir frjálst flæði fjármagns,
vinnuafls, vöm og þjónustu. Bret-
ar, írar og Danir hafa þó ákveðið
að fella ekki niður skoðun vega-
bréfa fólks sem kemur frá öðmm
EB-ríkjum. Þýska flugfélagið
Lufthansa ákvað að lækka far-
gjöld um allt að helming um ára-
mótin.
Panic ætlar að sitja áfram
Milan Panic, forsætisráðherra
Serbíu og Svartfjallalands, ætlar
að sitja áfram í embætti fram í
febrúar þótt þing landsins hafi
rekið hann úr embætti. Van-
traustið á Panic var eitt síðasta
verk gamla þingsins því nýtt þing
var kjörið 20. desember síðastlið-
inn.
Bush í Sómalíu
George Bush Bandaríkjafor-
seti dvaldi um áramótin í Sómalíu
með bandaríska
herliðinu þar í
landi. Kom fram
í samtöium hans
við hermenn að
þeir Bill Clint-
on, verðandi for-
seti Bandaríkj-
anna, væru sám-
mála um að
Bandaríkjamenn
gætu ekki tekið að sér hlutverk
alheimslögreglu. íhlutunin í Sóm-
alíu helgaðist af því einstaklega
hrikalega ástandi sem þar væri.
Tvö ný Evrópuríki
Tvö ný Evrópuríki litu dagsins
ljós um áramótin, Tékkneska lýð-
veldið og Slóvakía. Svo virtist sem
almenningur í þessum löndum
væri ekki í sérstöku hátíðarskapi
og vár dræm þátttaka í opinberum
hátíðarsamkomum. Vladimir
Meciar, forsætisráðherra Slóvak-
íu, mæltist til þess á nýársdag að
allir þingmenn landsins sverðu
stjórnarskránni hollustueið en
margir stjórnarandstæðingar á
þingi greiddu á sínum tíma at-
kvæði gegn henni og sögðu að
hún færði ríkisstjórninni allt of
mikil völd.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Frá höfninni í Njarðvík á nýársnótt. Sjómenn á Suðumesjum hafa tekið því rólega um jólin og ára-
mótin en afli úr rússneskum togurum hefur haldið uppi talsverðri atvinnu hjá stærri frystihúsunum.
Suðumes
Áramótin friðsamleg
^ Keflavík.
ÁRAMÓTIN fóru friðsamlega fram í Keflavík og Njarðvík og líkti
lögreglan nýársnóttinni við veiyulega helgi. Flugeldur orsakaði
þó smávægilegt Ijón í ibúðarblokk þegar hann braut rúðu og eld-
ur kviknaði. Nærstaddir höfðu þar snör handtök og slökktu eldinn
áður en hann náði að magnast. Lögreglumenn sem voru á eftirlits-
ferð í ómerktum bíl aðfaranótt gamlársdags handtóku tvo menn
sem þeim þóttu gransamlegir og leiddi það ti! þess að nokkurt
magn fíkniefna fannst í bíl þeirra og síðan við húsleit á heimili
annars mannsins.
Mennirnir, sem eru 32 og 44
ára, voru saman í bíl og fannst
lögreglumönnunum akstur bflsins
grunsamlegur þar sem honum var
ekið um Njarðvíkur. Þeir stöðvuðu
því ferðir mannanna og við leit á
þeim og í bílnum fundust bæði
fíkniefni og tæki til notkunar
þeirra, svo sem sprautur og pípur.
Mennirnir voru með 14 skammta
af ofskynjunarlyfinu LSD, 20 g
af amfetamíni, 10 g af hassi og
2-3 g af kókaíni. Mennimir, sem
eru búsettir í Kópavogi, viður-
kenndu að eiga efnið og kváðu
það ætlað til eigin nota. í fram-
haldi var síðan gerð húsrannsókn
hjá öðrum þeirra í Kópavogi og
þar fannst meira af hassi og tækj-
um til fíkniefnaneyslu. Að sögn
lögreglunnar virðist sem fíkni-
efnaneysla sé að aukast á Suður-
nesjum og að æ algengara sé að
lögreglumenn á venjulegu eftirlrti
hafí afskipti af fíkniefnaneytend-
um.
Atvinnuleysið á landinu hefur
hvergi verið meira en á Suðurnesj-
um á sl. ári og er meðaltalið um
6% en um 10% hjá konum. Mest
hefur atvinnuleysið verið meðal
fiskvinnslufólks og þá sérstaklega
í desember og janúar, en landanir
rússneskra togara í desember hafa
valdið því að hægt hefur verið að
halda uppi atvinnu hjá flestum
stærri frystihúsunum á svæðinu.
Togaramir koma úr Barentshafi
og er afli þeirra að mestu þorskur
sem er unninn í blokk fyrir Banda-
ríkjamarkað.
- BB
Þorskafli 1992 sá minnsti
frá útfærslu laudhelginnar
ÞORSKAFLI íslendinga á síðasta ári var sá minnsti í tonnum talið
síðan fiskveiðilögsagan var faérð út í 200 sjómílur árið 1975, sam-
kvæmt tölum Fiskifélags íslands. Samdráttur í þorskafla á síðasta ári
var 13% frá árinu á undan en þorskafli hefur verið að dragast saman
jafnt og þétt frá árinu 1987.
I töflu sem birtist með áramóta-
grein Þorsteins Gíslasonar físki-
málastjóra í Morgunblaðinu á gaml-
ársdag kemur fram, að þorskafli
landsrrianna er áætlaður 268 þúsund
lestir á síðasta ári. Á árinu 1976,
fyrsta árinu eftir útfærslu landhelg-
innar, nam þorskaflinn 284 þúsund
lestum og fór síðan vaxandi til árs-
ins 1981 og nam þá 461 þúsund
lestum. Næstu þrjú árin dró aftur
úr þorskaflanum, allt niður í 281
þúsund lestir árið 1984, en síðan
jókst hann aftur næstu þijú árin, í
390 þúsund lestir árið 1987. Síðan
hefur verið um samdrátt að ræða.
Á þessu ári er fyrirsjáanlegur enn
frekari samdráttur í þorskveiðum,
en aflaheimildir í þorski frá síðasta
fiskveiðiári voru minnkaðar um tæp-
ar 60 þúsund lestir eða í 207 þúsund
lestir. Þorskafurðir standa undir
tæplega helmingi útfluttra sjávaraf-
urða og rúmlega helmingi alls vöru-
útflutnings, að því ér kemur fram í
áramótagrein Magnúsar Gunnars-
sonar formanns Vinnuveitendasam-
bands íslands í Morgunblaðinu á
gamlársdag og áframhaldandi fyr-
irsjáanlegur samdráttur í þorskveið-
um á þessu ári mun því hafa mikil
áhrif á afkomu sjávarútvegsins í
heild, og þar með þjóðarbúsins. Að
auki fór verð á sjávarafurðum lækk-
andi á síðasta ári þrátt fyrir minni
afla. Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna segir í sinni áramótagrein,
að mælt í SDR hafi verð á landfryst-
um afurðum lækkað um tæp 7%,
verð á sjófrystum afurðum um 10%
og á saltfiski um 13,5%. Hins vegar
séu nú fréttir um að sjófrystar afurð-
ir hafi hækkað lítillega í verði og
eftirspum eftir fiski í Ameríku fari
vaxandi.
í áramótagrein sinni telur Arnar
Sigurmundsson formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva, að miðað við
veiðiheimildir í botnfiski árið 1993,
verði verulegur halli á veiðum og
vinnslu og útreikningar samtakanna
sýni að sá halli geti orðið um 1.500
milljónir króna á botnfiskvinnslunni
og annað eins á útgerðinni.
Uppástunga um
stofnun alþjóðlegs
sjávarútvegsskóla
í áramótagrein í Morgunblaðinu á gamlársdag stingur Gunnar
Svavarsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda upp á að hér
á landi verði stofnaður sjávarútvegsskóli fyrir útlendinga sem
starfi með svipuðum hætti og Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna.
í grein sinni spyr Gunnar, hvort
ekki væri unnt með skipulags-
vinnu en litlum tilkostnaði að
setja á laggimar einfalt og skil-
virkt kerfi til miðlunar á þekkingu
íslendinga til þjóða sem komnar
eru skemmra á veg í sjávarút-
vegi. Um gæti verið að ræða eins
konar fræðslumiðstöð í tengslum
við opinbera aðila og einkaaðila
og helst einnig alþjóðlegar stofn-
anir.
„Ávinningur okkar af slíku
starfi yrði m.a. sá að augu okkar
opnuðust fyrir umheiminum og
þeim tækifærum sem þar kunna
að leynast. Erlendir sjávarútvegs-
menn sem hingað koma eru oft
undrandi á því hve langt við höf-
um náð í veiðum og vinnslu. Auk-
in tengsl við slíka aðila víðs vegar
í heiminum munu efla sölu á
tækni- og rekstrarvömm og tæki-
færi aukast til útrásar í sjávárút-
vegi annarra landa,“ segir Gunn-
ar síðan í grein sinni.