Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 Innri markaður EB orðinn að veruleika Búistvið 16.000 milljarða sparnaði með viðskiptafrelsi Brussel. Reuter. INNRI markaður Evrópubandalagsins (EB) varð formlega að veruleika á miðnætti á nýársnótt. Kveikt var í bálköstum og ljósvitar voru tendr- aðir víða í aðildarríkjunum tólf á slaginu tólf til að fagna þessum tíma- mótum. Áætlað er að viðskiptahindranir, sem verða afnumdar innan EB, hafi kostað um 16.000 milljarða ÍSK á ári. EB-ríkin náðu fyrst samkomulagi um innri markaðinn fyrir sjö árum og markmiðið er að koma á fullu frelsi í flutningum á vamingi, þjón- ustu, ijármagni og vinnuafli milli aðildarríkjanna tólf. Fullt viðskipta- frelsi næst þó ekki þegar í stað á öllum sviðum því ýmsum breytingum verður frestað í mánuði og jafnvel ár, allt frá frjálsri samkeppni á líf- tryggingamarkaðnum til viðskipta með banana og japanska bíla. Vegabréfaskoðun á landamærum innan bandalagsins verður ekki af- numin algjörlega þegar í stað vegna ótta aðildarríkja við aukið fíkniefna- smygl og starfsemi hryðjuverkasam- taka. Bretar áskilja sér til að mynda rétt til að leita á fólki sem kemur til Bretlands vegna baráttunnar gegn írska lýðveldishernum (IRA). Tollgæsla á landamæmnum innan EB verður lögð niður, en Belgar ætla þó að halda uppi eftirliti til að koma í veg fyrir ólöglegan innflutn- ing á hættulegum úrgangi. Ferðamenn verða strax varir við breytingamar því þeir mega nú hafa með sér allt að 90 lítra af léttvíni, tíu lítra af sterku víni og 800 sígar- ettur milli EB-ríkjanna. Ekkert reglubundið eftirlit verður á landa- mæmnum með þessum innflutningi en Iögreglumenn geta þó krafið ferðamenn um sannanir fyrir því að vörar séu ætlaðar til einkanota. aðildarríkjanna hafí annaðjivort ekki heyrt af innri markaðinum eða óttist afleiðingar hans. Innri markaðinum er ætlað að stórauka viðskipti innan EB. í skýrslu, sem gerð var fyrir fram- kvæmdastjórn EB árið 1988, er áætl- að að viðskiptahindranir innan bandalagsins hafi kostað 200 millj- arða Ecu á ári, tæpa 16.000 millj- arða ISK, eða um 5% af vergri þjóð- arframleiðslu EB-ríkjanna. Mörg smáfyrirtæki hafí ekki lagt út í út- flutning til EB-ríkja vegna viðskipta- hindrana, sem verða nú afnumdar. Fögnuður Bush Bandaríkjaforseti heilsar börnum á munaðarleysingahæli fögnuðu þau forsetanum með söng og dansi. Baidoa Baidoa. Ríflega 700 börn eru á hælinu og George Bush Bandaríkjaforseti eyðir áramótunum í Sómalíu Bandaríkjamenn ekki í hlutverki heimslögreglu Unrrarliohu nrr Itniilnn Reiiter Aukin viðskipti Áformin um innri markaðinn vora fyrst gerð opinber árið 1985 og hundrað fyrirtækja og þrýstihópa hafa sett upp skrifstofur í Brassel á undanfömum áram til að gæta hags- muna sinna. Nýjustu skoðanakann- anir, sem gerðar vora fyrir fram- kvæmdastjóm EB, gefa hins vegar til kynna að hartnær þriðjungur íbúa Mogadishu og Baidoa, Reuter. TVEGGJA sólarhringa heimsókn George Bush Bandaríkjaforseta til Sómalíu Iauk á laugardag. Forsetinn ávarpaði bandaríska hermenn i Mogadishu og heimsótti munaðarleysingahæli í Baidoa. Bush segir að þátttöku bandarískra hersveita í hjálparstarfi í Sómalíu megi ekki túlka á þann veg að Bandaríkin séu reiðubúin að senda her- menn þangað sem neyðin kalli hveiju sinni. „Við getum einfaldlega ekki gert það. Við eigum ekki peninga til þess. Atvikið yrði að hafa sérstöðu, vegna þess hversu umfangið er mikið,“ sagði forsetinn. Aðspurður sagði Bush að verð- andi forseti, Bill Clinton, væri sér sammála um að Bandaríkin gætu ekki tekið að sér hlutverk lögreglu á alþjóðavettvangi. Jafnframt greindi þá ekki á um að hermenn yrðu ekki kallaðir heim frá Sómalíu fyrr en hlutverki þeirra væri lokið, að stilla til friðar og tryggja fram- gang hjálparstarfsins. Forsetinn virtist leggja sig fram við að hrósa eftirmanni sínum. „Við vorum ekki alltaf sammála í kosn- ingabaráttunni, en ég sagði alltaf að hann væri vinur minn. Hann er vinur minn. Hann var kosinn af bandarísku þjóðinni og ég styð hann eindregið,“ sagði Bush. Bush kom til Mogadishu á fimmtudag, með herflutningavél af gerðinni C-141 frá Riyadh í Saudi- Arabíu. Ekki var talið óhætt að fljúga Boeing 747 þotu forsetaemb- ættisins til Sómalíu þar sem hún hefði orðið of áberandi skotmark á flugvellinum í Mogadishu. Meðan á dvölinni stóð hafði Bush og fylgdar- lið hans aðsetur á skipinu USS Tri- poli, sem liggur við festar utan við höfuðborgina. Á föstudag ávarpaði forsetinn hermenn í Mogadishu og svaraði spurningum þeirra stundarkorn. Síð- ar um daginn heimsótti hann munað- arleysingjahæli í Baidoa, sem nefnd var „borg dauðans" áður en hersveit- ir stilltu til friðar 16. desember sl. Hundruð borgarbúa fögnuðu forset- anum er hann ók frá flugvellinum til hælisins, þar sem gat að líta ríf- lega 700 börn sem bjargað hefur verið frá hungurdauða. Samkvæmisdansar: Suður-amerískir og standard dansar, barna-, unglinga- og hópdansar. Byrjendur - framhald. Funk og jass dansar með Hip Hop ívafi: Helena og Nanna með glæný og spennandi spor. Aldursflokkar 10-12 ára og 13-16 ára. Barnadansar: Skemmtilegir og spennandi íyrir 3ja til 5 ára börn. Tekin verða stjörnupróf D.I í barnadönsum fyrir jTau sem vilja Tjútt - Swing - Rock'n roll: Kennt með öðrum dönsum eða í sértímum. Mæting 2 sinnum í viku í Skeifunni 11B. Mæting 1 sinni í viku í Garðabæ. 10 tíma námskeið kr. 6.000 Einkatímar. Lærðir kennarar: Meðlimir í FÍD og DSÍ Símar: 39600/686893 Innritun daglega frá kl. 13-19 Nemendur sem voru fyrir jól, vinsamlegast mætið í Skeifuna 11B sunnudaginn 3. janúar frá kl. 13-19 og staðfestið bókanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.