Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Aramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
Við höfum tröllatrú
á innri styrk menn-
ingar okkar og tungu
Góðir íslendingar.
Um þessi áramót, eins og áður,
spyrjum við hvert og eitt, hvernig
hið liðna ár hafi reynst. Svörin
verða mörg og ólík. Fyrst og síðast
horfum við í eigin rann og til þeirra
sem næst okkur standa. Hefur fjöl-
skyldan komist hjá stóráföllum,
veikindum eða ástvinamissi? Næst
koma önnur mál innan fjölskyld-
unnar, eða meðal náinna vina. Var
stofnað til hjónabands, var flutt í
nýtt heimili - fæddist barn, nýr ljós-
geisli í lífíð - var þreytt prófraun
eða gerðist annað sem miklu skipt-
ir?
Efnahagsmálin - eilífðarþrasefni
dægurbaráttunnar - eru líka ofar-
lega á blaði. Hafa kjörin þrengst,
gengur okkur verr að standa í skil-
um, eða hefur okkur tekist að laga
persónuleg fjármál okkar að breytt-
um aðstæðum? Höfiim við getað
losað okkur við óþarfa eyðslu -
höfum við jafnvel náð að grynnka
á skuldum - jafnvel leggja eitthvað
fyrir - aukið sparnað? Og við þessi
áramót er einnig spurt: Hefur ein-
hver í fjölskyldunni misst vinnu?
Þess háttar spurning hefur ekki
verið áleitin á íslandi undanfarin
áramót - þvert á móti svo fjarlæg,
að hún var horfin af spurningalista
heillar kynslóðar. Atvinnutækifær-
um hefur ekki fjölgað á íslandi í 6
ár, en vinnufúsum höndum hefur
fjölgað á sama tíma. Góðærið var
grátlega illa nýtt.
Eins og við munum var þing
Alþýðusambands íslands haldið fyr-
ir fáeinum vikum. Skömmu fyrir
það spáðu forsvarsmenn Alþýðu-
sambandsins því, að atvinnuleysi
gæti á næstunni orðið á milli 20
og 25 af hundraði, ef ekkert yrði
að gert. Slíkar spár, svo hrollvekj-
andi sem þær eru, setja ábyrgir
aðilar ekki fram af léttúð og að lítt
athuguðu máli. Þess vegna gekk
enginn þess dulinn, að óhjákvæmi-
legt yrði að grípa til umfangsmik-
illa aðgerða - og það var gert. Það
er hafið yfir vafa, að í þijá áratugi
hefur ekki verið gripið til aðgerða
til að styrkja íslenskt atvinnulíf með
jafn varanlegum hætti og nú var
gert. Ég legg áherslu á þetta orð
- varanlegur - vegna þess að löng-
um hefur það einkennt aðgerðir af
þessu tagi að tjaldað hefur verið til
einnar nætur. Starfsskilyrði. at-
vinnulífsins hafa nú verið bætt svo
um munar. Létt hefur verið af þeim
gjöldum upp á þúsundir milljóna
króna. Þar er um varanlega áðgerð
að ræða. Jafnframt hefur verið
stofnað til þess, að sátt geti náðst
um stjórnun á íslenskum sjávarút-
vegi - einni mikilvægustu atvinnu-
grein landsmanna - og honum gert
kleift að laga sig að breyttum að-
stæðum fýrir eigin rammleik. í
þriðja lagi er ýtt undir atvinnuskap-
andi starfsemi án þess að skuld-
bindandi framtíðarkvaðir séu lagðar
á ríkið. Þetta eru höfuðþættir efna-
hagsaðgerðanna. En auðvitað er
það svo, að ailir verða að leggja
sitt fram til að þessar aðgerðir nái
því marki að styðja við atvinnulífíð
og fjölga atvinnutækifærum í land-
inu. Reynt hefur verið að stilla
þannig til, að þeir sem betur mega
beri hlutfallslega þyngri byrðar en
hinir sem minna hafa umleikis og
í sumum tilvikum mega ekki við
neinu. Baráttan fyrir atvinnuöryggi
í landinu kostar mikið, en allir vilja
leggja sitt af mörkum svo sú bar-
átta vinnist.
Auðvitað sýnist sitt hverjum um
þessar aðgerðir og útfærslu þeirra.
Um hitt er tæpast deilt, að menn
telja ekki lengur hættu á stór at-
vinnuleysi á borð við það sem Al-
þýðusambandið óttaðist. Atvinnu-
leysi mun enn vaxa nokkuð frá því
sem nú er, en síðan fara minnkandl
á ný, þegar árangur aðgerðanna fer
að koma fram. Haldist vinnufriður
og sæmileg sátt í þjóðfélaginu mun-
um við ná þessum árangri án þess
að verðbólguófreskjan losni úr þeim
hlekkjum sem hún hefur verið í
undanfarin misseri. Verðbólgan á
næsta ári á því að geta verið með
því lægsta sem þekkist á Vestur-
löndum. í Bretlandi og Danmörku
er atvinnuleysið nú um 11 af hund-
raði, eða þrisvar sinnum meira en
hér á landi - það er enn meira í
Finnlandi og fer vaxandi í Svíþjóð
og Noregi. Öll þekkjum við hina
miklu erfiðleika sem frændur okkar
Færeyingar búa við, þar sem ekki
var gripið í taumana í tæka tíð.
Segja má, að allur hinn vestræni
heimur sé nú að ganga í gegnum
kreppu og áhrifa hennar gætir auð-
vitað hér á landi, svo háð sem við
erum alþjóðaviðskiptum. Það eykur
okkar erfiðleika að þorskafli hefur
dregist meira saman á tveimur
árum en áður hefur gerst.
En þrátt fyrir þetta getum við
borið höfuðið hátt og höfum fyllstu
ástæðu til að bera höfuðið hátt.
Okkur hefur í raun tekist betur að
bregðast við erfiðum aðstæðum en
flestum nágrannaríkja okkar. Þar
segir gamla íslenska seiglan til sín,
hert í alda baráttu við óblíð náttúru-
öfl. Okkur íslendingum hefur geng-
ið betur að halda verðbólgu í skefj-
um en mörgum nágrannanum, okk-
ur hefur gengið betur að halda aft-
ur af atvinnuleysi en þeim og okkur
er að takast að draga úr skuldasöfn-
un við útlönd. Þessar fullyrðingar
eru ekkert smáþjóðamont, heldur
beinharðar staðreyndir. Þessum
árangri megum við ekki fórna á
altari sundurþykkju og deilna á
komandi ári.
En er þá allur okkar vandi leyst-
ur? Því fer fjarri - við höfðum allt-
of lengi ýtt honum á undan okkur.
Við höfum vissulega tapað stórkost-
legum fjármunum á undanförnum
árum með ógætilegum fjárfesting-
Davíð Oddsson
um. Því neitar enginn lengur. Þótt
við verðum lengi að borga niður
slíkar skuldir, þá höfum við að
minnsta kosti haft þrek til að gera
dæmin upp og eigum því að geta
lært af mistökunum.
Ég býst við að okkur íslendingum
sé flestum þannig farið að þykja
þetta land hið fegursta sem við
höfum augum litið, þótt víða sé
fagurt. En þetta land villir ekki á
sér heimildir. Það er harðbýlt og
gerir miklar kröfur til þeirrar þjóð-
ar, sem það fóstrar. Undir slíkum
kröfum viljum við rísa - það gerðu
okkar forfeður - afar og ömmur
og kynslóðirnar á undan þeim við
mun erfiðari skilyrði en okkur eru
búin. Við þurfum að leggja harðar
að okkur en þær þjóðir sem búa
við mildari náttúru, til að hafa lífs-
kjör á borð við 'þær. Slík Iífskjör
viljum við hafa og getum haft -
en það kostar vinnu - mikla vinnu.
íslendingar hafa aldrei veigrað sér
við vinnu. Þvert á móti telja flestir
íslendingar að vinnan sé stór hluti
af sjálfri lífsgleðinni og lífsfylling-
unni. Þess vegna er það gróið okk-
ur í merg og bein, að atvinnuleysi
sé böl, sem við munum aldrei una.
Sprenglærðir erlendir hagfræðing-
ar hafa sagt okkur, að við Islending-
ar getum ekki einir þjóða á Vestur-
löndum komist hjá stórfelldu at-
vinnuleysi meðan efnahagskreppan
gengur yfir. Við svörum og segjum
að flest annað verði undan að láta
- verkfúsar hendur verði að fá við-
nám fyrir vilja sinn til verka.
Stundum er sagt að sundurlynd-
isfjandinn og dægurþrasið séu lök-
ustu eiginleikar íslensku þjóðarinn-
ar. Kannski hefur fámennið og ná-
býlið hér sitt að segja. Hvað sem
um það er, þá fer ekki á milli mála,
að nú er ekki rétti tíminn til að
blása í þær glæður og gera þær
að átakaeldum, sem enginn sæi
fýrir endann á. Ég hef satt best
að segja þá trú, að allir ábyrgir
menn muni á því ári sem senn geng-
ur í garð, gera sitt ýtrasta til þess
að tryggja að atvinnulífinu í landinu
verði ekki stefnt í voða. Það er
engum blöðum um það að fletta,
að við Islendingar höfum á marga
lund siglt mótvindinn betur en aðr-
ar þjóðir, en um áframhald þeirrar
siglingar varðar mestu að áhöfnin
á þjóðarskútunni sói ekki þreki sínu
og þrótti í innbyrðis deilur og átök.
Én þótt fámennið og nábýlið ýti
kannski undir bresti í fari okkar,
svo sem deilur og þrasgirni um stórt
og smátt, hefur það einnig aðrar
hliðar. Við eigum fyrir vikið oftar
eina sál en aðrar þjóðir. Það nístir
hvert íslenskt hjarta þegar sagt er
frá því að alvarlegt slys hafí orðið
á sjó eða Iandi. Og við gleðjumst
sem einn maður þegar fréttir ber-
ast af velgengni listamanna okkar
á erlendri grund, ellegar af sigrum
á borð við þá, sem fatlaðir og
þroskaheftir íþróttamenn unnu í
okkar nafni síðastliðið sumar. Því
þrátt fyrir karp og skammdegis-
ólund, já, þrátt fyrir allt, hefur hver
íslendingur sterka tilfinningu fyrir
því, að þjóðin öll eigi samleið - ein
örlög, menn varði hér meira um hag
og velferð náungans en gerist og
gengur meðal annarra þjóða.
Við horfum nú upp á örar breyt-
ingar í veröldinni, bæði fjær og
nær. Flest okkar fögnuðu hruni
kommúnismans í Evrópu, helstefn-
unnar sem laðaði margan til fylgi-
lags við sig, jafnt hér á landi sem
annars staðar. En við sjáum ekki
enn fyrir endann á þeim ógnarhrær-
ingum. Það krauma víða eldar og
sums stáðar er beinlínis styijöld,
með ólýsanlegum hörmungum fyrir
það saklausa fólk sem kremst und-
ir í hildarleiknum.
Þrátt ‘fyrir að nokkuð hafi slegið
í hin efnahagslegu baksegl erum
við íslendingar enn taldir meðal rík-
ustu þjóða og til þess fólks sem býr
við best kjör. Þess vegna vprðum
við á því ári sem nú kveður meiri
fjármunum í hvers konar neyðarað-
stoð við hijáðar þjóðir, en nokkru
sinni áður. Ég veit að Íslendingar
vilja ekki að stundarsamdráttur í
okkar kjörum bitni á þeim sem við
hreina neyð búa.
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að samstarf Evrópuþjóða
er að aukast jafnt og þétt. Við höf-
um fylgst náið með þeirri þróun,
eins og okkur er bæði rétt og skylt.
Nú virðist staðan sú, að öll eða nær
öll Evrópuríki munu vilja gerast
aðilar að Evrópubandalaginu. Við
íslendingar höfum verið nokkuð
einhuga um að taka þá áhættu, sem
því kann að fylgja, að standa utan
við Evrópubandalagið, þegar öll
önnur Vestur-Evrópuríki gerast
fullgildir aðilar. Það er hins vegar
mat ríkisstjórnarflokkanna og
ýmissa annarra þingmanna að
nauðsynlegt sé að tryggja, að ís-
lendingar geti eigi að síður notið
þess ávinnings sem af slíku sam-
starfi er, án þeirra kvaða og galla
sem af aðild leiðir. Því miður hafa
orðið tafir á að samningur um Hið
evrópska efnahagssvæði sé stað-
festur og gangi í gildi. Þar er ekki
við íslensk stjórnvöld að sakast. En
sá dráttur veldur því, að verulegir
fjármunir hafa tapast. Við verðum
að vona að þær tafir og það tjón
verði sem minnst. Ljóst er, að af
íslands hálfu er stefnt að því að
meginefni samningsins verði full
frágengið af okkar hálfu þegar í
byijun næsta árs. Það er oft á það
bent að íslenska þjóðin sé fámenn
og þjóðarauður því ekki mikill. Við
höfum aldrei látið slíkt tal aftra
okkur frá því að taka þátt í nauð-
synlegum erlendum samskiptum af
myndugleik. Hugleysi eða minni-
máttarkennd hefur aldrei varðað
veg okkar þegar slík álitamál hafa
verið til ákvörðunar, þrátt fyrir að
slíkar raddir hafí oft verið hávær-
ar. Við höfum tröllatrú á innri styrk
menningar okkar og tungu, og höf-
um því talið okkur þola náin tengsl
við aðrar þjóðir og ólíka menningar-
heima. Vantrú og hrakspár um
annað hafa sem betur fer reynst
bábilja. Svo mun enn fara.
Góðir íslendingar.
Ég nefndi í upphafi míns máls
að á þessari stundu gerum við upp
árið sem er að kveðja, hvert um
sig. En við gerum það líka sem
þjóð. Og hver er niðurstaðan? Þrátt
fyrir erfiðleika getum við bærilega
við unað. Við höfum unnið góðan
varnarsigur. Framtíðin er hinsvegar
sem fyrr æði torráðin gáta. En
næsta ár leggst vel í mig. Ég tel
að það verði skuggaskil og margt
snúist til betri vegar á því ári. Við
höfum sannarlegá tekið á mörgum
erfiðum málum, og óhætt er að
segja að þjóðin hafi sýnt ríkan vilja
til að vinna sig út úr vandanum.
Þann skortir ekki margt sem ekki
skortir viljann. Fyrir hálfum mán-
uði gengu jólakortin milljónum
saman á milli íslenskra heimila. Við
jólakveðjuna í kortinu var gjarnan
bætt frómum óskum um að viðtak-
andinn mætti eiga farsælt nýtt ár.
Aldagömul, óslitin og þrotlaus bar-
átta hefur kennt íslenskri þjóð að
hún geti ekki ein ráðið öllu um
framtíð sína og farsæld. En sú bar-
átta hefur jafnframt kennt þjóð-
inni, að hún getur haft rík áhrif á
gæfusmíðina. Við skulum hvert og
eitt gera okkar til þess á næsta ári
að rísa undir þeim vanda og þeirri
vegsemd að vera íslendingar. Þá
getum við sem þjóð litið stolt um
öxl um áramótin 1993 og 1994.
Góðir Islendingar.
’Ég óska ykkur gleðilegs árs og
Guðs friðar.
Almanak
Haskólans
Nýtt ár - Nýtt almanak
Almanak Háskólans er ómissandi
handbók á hverju heimili.
Fæst í öllum bókabúðum