Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1993
23
>
Nýársprédikun herra Olafs Skúlasonar biskups í Dómkirkjuimi
Böl bjargbúa eða
kærleikur Krists
Guðspjall Mattheusar 6, 5-13.
Af mótandi vana gengur vart
nokkur fram hjá öðrum án þess
að kveðja breytist í ósk: „Gleðilegt
nýár.“ Kunnugleika þarf ekki til,
til þess að óskin sé framborin, og
mikill drumbur má- sá vera, sem
þannig er ávarpaður, ef ekki fylg-
ir að bragði „sömuleiðis", eða eitt-
hvað álíka.
Enn ríkulegri hefð gerir allt
annað illmögulegt en að prestur
ávarpi söfnuð í fyrstu messu árs-
ins með líkum hætti og óski þeim
sem heyra gleðilegs nýs árs. Það
geri ég líka núna. Óska söfnuði í
Dómkirkju gleðilegs árs 1993 og
á þá ósk í bænarformi einnig fyrir
þá, sem nýta sér tækifæri útvarps
til þess að taka þátt í þessari guðs-
þjónustu með okkur, sem hingað
höfum horfið þennan fyrsta dag
nýja ársins. Og aumur væri ég og
ekki þess verður að hafa í skím
hlotið krossins tákn og þar með
sæmdarheiti Krists til skýrgrein-
ingar, ef ég ekki líka léti í ljósi
ósk um það, að þeir hinir megi
líka eiga gleðilegt ár, sem hvorki
eru hér innan dyra í þessu húsi
Guðs né hafa snúið snerli á út-
varpstæki á þá bylgjulengd, sem
gerir samband hingað mögulegt.
Jú, ég óska ekki aðeins, heldur
bið ég landsmönnum öllum gleði-
legs nýs árs. Og það er ekki að-
eins sá, sem hér stendur í stóli og
flytur fyrstu prédikun ársins, sem
mælir svo frá eigin brjósti, heldur
er það bæn kirkjunnar þinnar, sem
ég er hér að flytja, kirkjunnar
þinnar íslensku og meira en það,
kirkju Krists án landamæra og
þröngrar skilgreiningar í þjóðir og
ættkvíslir.
Öllum mönnum biður kirkja
Krists í hans nafni blessunar á
nýju ári. Hann var vitanlega mót-
aður af umhverfi sínu og hlaut
afmarkaðan hlut við fæðingu sína
og mótun uppeldis, en þegar hann
gaf lærisveinum heilagan anda
sinn og lætur þá gjöf fýlgja hverri
skírn, hverri helgri athöfn, hveiju
bænarákalli, hvort heldur er í ein-
rómi flutt eða hluti heildar, þá
býður hann öllum mönnum allra
þjóða og kynkvísla að vera’eitt.
Eitt í trú, eitt í kærleika, eitt í
hollustu við hinn Almáttka, sem í
árdaga skóp og enn er að færa
til betri vegar. Stundum með að-
stoð okkar, en einnig !íka og ekki
sjaldan þrátt fyrir menn. Gleðilegt
nýár, og hjómið eitt væri kveðja,
ef ekki fylgdi einnig tjáning þakk-
ar, þá litið er til baka og það fært
til vitundar, sem liðið er og við
sungum um í gærkveldi eða á
miðnætti, að aldrei kæmi til baka.
Þykir minni kynslóð, sem vand-
ist við að tengja hvíta kolla nýstúd-
enta við sautjánda júní, nokkuð
einkennilegt að fagna slíkum
áfanga á náms- og þroskaferli að
áliðinni jólaföstu. Naut ég þess þó
að gleðjast með tveimur nýstúd-
entum í þriðju viku aðventu. Og
ekkert voru kollarnir síðri, þótt
snjór væri utan dyra í stað laufg-
aðra tijáa og skammur dagur í
stað nóttlausrar voraldar veraldar,
þegar við áttum slíka hátíð mörg
hver. Og ekki nutu nýstúdentar
síður dags í faðmi fjölskyldu og
vina og í skóla sínum áður, þótt
annar blær væri á heimilum með
tré í horni, heldur en þegar sum-
arblær lék um vanga. Og óháð
mánuði að baki prófum, var rætt
um árangur, um einkunn og um
framtíðaráform. Að því ýjað, sem
betur hefði mátt fara við prófborð,
en í tilgreindum dæmum var það
svo áfallalítið, að ekki skyggði á
gleði.
Og vera má jafnvel það sé vel
við hæfi að tengja slík próf jólum
í næstu nánd áramóta. Af því að
hvað eru þessar hátíðir annað,
þegar gerst er skoðað en próf,
áminning, jafnvel viðvörun með
hvatningu? Svo að hvítir kollar
nýstúdenta leggja enn frekari
áherslu á vægi tímamóta og þar
með möguleika til þess að nýta
sér áherslur til gagns og heilla í
framtíð. Ekki aðeins hjá þeim, sem
lokið hafa prófum sínum, í vali
greina og þar með framtíðarvið-
fangsefna, heldur og hjá okkur
hinum, sem eigum slíkt langt að
baki, en líka í mati á því, hvar við
stöndum og hver sú einkunn
mundi vera, sem tengdist nafni
okkar við uppgjör áramóta eins
og nýstúdentar sjá í einkunnabók
sinni.
Nei, mikið var það annars gott,
þegar við sungum árið 1992 til
eilífðarvistar, að við þurftum ekki
að þiggja úr hendi þess eða full-
trúa þess einhvern vitnisburð um
það með hvaða hætti við nýttum
okkur mánuði þess tólf, að ekki
sé nú vitnað til hærri tölu í dögun-
um þijú hundruð sextíu og fímm.
Með feginsandvarpi hljóta sumir
að fagna því, að ekkert uppgjör í
líkingu einkunna eftir próf fylgdi
því, að við kvöddum ár. Og þó
þykir mér ekki líklegt, að nokkur
sé svo runninn í gleymsku bjarg,
að hann hafi ekki í það minnsta
í andartaki klukkusláttar látið
huga reika til þess, sem helst
stendur upp úr frá Iiðnu ári.
Pétur Gautur gekk í björg og
varð þó ekki án iðrímar undir lok.
En skáldjöfur leggur honum orð í
munn og hæfir hugsun og áminn-
ingu við mörk tímaeininga eins og
áramóta. En við upphaf fjórða
þáttar leikritsins, sem kennt er við
Pétur, segir hann: „... allt fellur
frá og fer og kemur.“ Við spyijum,
hvort það geti komið, sem fallið
er frá? Eða megnum við að nýta
glötuð tækifæri, sem eilífð hefur
eignað sér, á nýju ári annarra
tækifæra? Líklega þó, að í orðum
felist það helst, að ekkert stendur
í stað og ekkert verður að heldur
stöðvað í þeim fallvaltleika óstöð-
ugleikans, sem einkennir líf og
mennsku og þess vegna eigi í túlk-
un Péturs að láta það eitt ríkja,
sem satt getur andartak, þótt
tjaldað sé til einnar nætur einvörð-
ungu. En það var líka lífssaga
Péturs, sem tröll heilluðu, svo að
mennsku varð hætt.
En bæn vegna nýs árs í Jesú
nafni er ekki bundin af andartaki
einu, og allra síst er hún af því
mótuð, sem fyllir hug hveiju sinni.
Bæn í Jesú nafni tengir þann, sem
biður í herbergi sínu, kirkju sinni
eða vinnustað, hvort heldur á láði
eða legi eða í loftum uppi, við
kynslóðir, sem fyrr hafa lotið hin-
um upprisna og gerir líka ábyrga
fyrir þeim, sem á eftir fylgja og
þarfnast þess,_ að bæn sé mörkuð
í lífsstefnu. Aramót að skilningi
kirkjunnar hvíla því á öðru en fall-
valtleika og eftirsókn eftir gleði
augnabliks og vara sterkust við
því, sem björg einangra þann frá,
sem lætur þau umlykja sig. Kirkj-
an viðurkennir vissulega, að allt
fellur, sem einhvern tímann hefur
verið til og er til og ekkert stend-
ur að eilífu, en hún segir ákveðið,
að það sem fer og kemur eins og
fulltrúi þeirrar eftirsóknar, sem
hefur það eitt að markmiði, að
gleymskan ráði í nautnum eða
óhóf, sé í stríði við vilja skapar-
ans, sem er óbreyttur frá eilífð til
eilífðar, óhagganlegur, hinn sami
í gær og í dag og um eilífð.
Það er við þessa staðreynd, sem
bæn kristins manns miðar, og þá
ekki síst, þegar flutt er af tilefni
áramóta og uppgjörs, þegar liðið
er skoðað og hagnýtt til ákvörðun-
ar um framtíð og framtíðarstefnu.
Þeir sem ganga í björg eignast
kalt hjarta, tillitslaust og miskunn-
arlaust, þeir verða sem jötnar, er
sól forðast og sækjast eftir myrkri
og hata dagsbirtu. En þeir, sem
ekki aðeins hafa þegið krosstáknið
á bijóst og enni í heilagri skírn,
heldur finna fyrir ábyrgð þess, sem
fylgja vill Kristi, meta tímann ekki
eftir kröfum andartaksins, heldur
af viðmiðun við hann, sem upphaf
tilheyrir og einn þekkir lok.
Þannig glötum við ekki voninni,
þótt í móti blási um hríð á landi
okkar og enginn viti, hvort svo sé
aðeins um sinn eða næði um lengri
tíma. En við eigum að leitast við
að líta svo langt, að það sem sær-
ir, svifti okkur ekki himinsýn, —
eða sagt á hversdagslegan og ein-
faldan hátt: Við megum ekki láta
vonbrigði dagsins draga svo úr
okkur þrótt, að við væntum ekki
betri stunda. Við eigum að forðast
að ganga í björg vonleysis og víls,
en varðveita hjarta okkar óhert
og umfram allt að leitast við að
komast hjá því, að eitur blindi.
Ég hræðist heift umræðunnar
og hvernig stefnur fá persónulík-
ing í afstöðu til einstaklinga. Eða
hver er sá, sem óskar eftir að
svipta annan vinnu og sér heill í
auknu atvinnuleysi? Finnst nokk-
ur, sem vill að hinir tekjulægstu
telji færri seðla í veski við upp-
gjör? Höldum við í alvöru, að sá
muni til, sem níðast vill á sjúkum
og öldruðum? Hér hjá okkur? Hér
á okkar góða, gamla íslandi og
meðal þeirra kynslóða, sem ólust
upp við sagnir af grimmd, sem
niðursetningar máttu sæta og
skertan matarskammt handa
þurfalingum? Ábyrgð bera allir,
en hversu mikla ábyrgð bera þeir
umfram aðra flesta, sem taka þátt
í umræðu um vanda liðins árs og
þess sem framundan bíður, að
persónugera ekki erfiðleika og búa
til úr spjót til að senda í átt til
„sökudólga“.
Vill nokkur og þráir nokkur
annað en betri tíma með atvinnu
handa öllum og hagvöxt bættrar
afkomu? Við getum deilt um leið-
ir, og við hljótum að gera það, af
því að ekki líta allir möguleika
sömu augum, hvað þá einn greini
ekki leiðir, sem öðrum dyljast. En
að væna þann, sem rökræða skal
við, um óheilindi, illsku, hatur,
segir ljóta sögu um björg, sem
lokast vilja yfir og varna sólar og
bjartra daga, en gera að tröllum
harðs og hatursfulls hjarta. Eða
hver er sú „sýn“, sem við hefur
blasað og orð í þjóðarsálum, þar
sem útrás heiftar brýst títt þannig
fram, sem að framan er vísað til.
Að biðja við áramót, krefst þess
að þeim sé síst gleymt, sem annað
hafa sýnt en við hefðum helst
kosið. Og hvílíkt fár hefur ekki
dunið yfir. Verra miklu en ófærð,
sem vel hefur verið tíunduð í frétt-
um af snjókomu á fjallvegum og
niður í byggð, með stormi og svo
straumi vatns, er aftur hlánar. En
af annarri ófærð fara færri sögur
og er þó ekki síður hættuleg. Það
eru pyttirnir í huga og hatur hugs-
unar. Eða eins og Oli Ágústsson
Herra Ólafur Skúlason.
í Samhjálp góðra verka fyrir veg-
lausa vímuráfendur hefur komist
að orði um lífsstarf sitt: „Ég hef
þurft að taka á allri karlmennsku
minni til að mæta ijandskapnum,
sem sumt fólk hefur ræktað með
sér í óreglunni árum saman. Nei-
kvæðu tali, illgirni, rógi og skít.“
Ljót er sú lýsing og hefur þó eng-
inn efast um, að hún sé sönn, en
góðgjarnir leitað huggunar í því,
að þarna sé þeim einum lýst, sem
Bakkus hefur farið um sínum
ómjúku höndum og tælt með sér
í björg eins og Pétur Gaut forðum.
En er það víst, áð hér sé hug þeirra
einna lýst, sem óreglan hefur
spillt? Er ekki önnur óregla til og
jafn hörmuleg og sú, sem ógæfu-
fólkið hans Ola hefur lent í, og
þessi sama lýsing mundi líka eiga
við: Neikvætt tal, illgirni, rógur
og ~ já — skítur. Hversu þykkur
er ekki illþefjandi saurinn, sem
þetta vesala fólk hefur ausið upp
til að smyija samborgara sína
með, og hefur í ofstæki sínu hætt
að leita sannleikans en lætur að-
eins eigin illsku bijótast fram í
anda Péturs Gauts, þar sem ekk-
ert var varanlegt, aðeins stundar-
rugl, þar sem „allt fellur frá og
fer og kemur“. Og er þó óvíst, að
orðin hverfi, sem meitt hafa eða
lýsingar fölni, sem spillt hafa?
Og þó ekki sé þessu hörmungar-
ástandi til að dreifa, þá er hið
neikvæða einhvem veginn meira
áberandi og virðist eftirsóknar-
verðara fréttaefni en hið jákvæða,
sem lætur þá minna yfir sér.
Til skýringar segi ég frá kirkju,
sem fauk, hrundi í ofveðri, sem
lagði inn fjörðinn og svipti gömlu
húsi af grunni. Frá þessu var ríku-
lega tíundað og sendu báðar sjón-
varpsstöðvar vélar sínar og fólk á
staðinn og skýrðu vel frá í kvöld-
fréttum. Þótti heldur engum und-
arlegt og töldu vökula velvakendur
vel hafa staðið á verði. En söfnuð-
ur missti ekki móðinn og lét ekki
lengi rústir einar minna á kirkju
sína. Hafist var handa og á ótrú-
lega skömmum tíma tókst fá-
mennum söfnuði að reisa kirkju
sína að nýju og naut til þess mik-
ils stuðnings brottfluttra svei-
tunga er létu ihug sinn til lítils
helgidóms margra minninga
hvetja sig til dáða.
Og hinn stóri dagur rann upp
og skyldi kirkjan að Kolfreyjustað
endurvígð og hafði af miklum
myndarskap verið að staðið og
ekkert til sparað. Og heimamenn
létu þá vita, sem miðla þjóð frétt-
um. En nú var kirkjan við fjörðinn
fagra ekkert sérstök. Það var sjálf-
sagt að sýna myndar af rústum
og brotnum stoðum, en endur-
byggð kirkja fagurrar smíði og
snyrtilegs garðs með hellum í
kring höfðaði ekki til þeirra, sem
fyrr töldu ekki ^ftir sér heimsókn
leftir fok og hrun. Og enginn fékk
í kvöldfréttum tækifæri til að dást
að fórnfýsi og góðu framlagi.
Segir þetta ekki töluvert um
okkur? Sé það slæmt og neikvætt
verðskuldar það umfjöllun, en sé
það lofsvert og til fyrirmyndar,
hirða fáir um. Hrósirðu einhveijum
vekur það litla athygli, segirðu um
hinn sama krassandi dæmi ávirð-
ingar verður áheyrandi að eyrum
vel sperrtum. Og skiptir þá litlu
um sannleika og réttsýni að ekki
sé nú notað orð lítillar virðingar,
sem er tillitssemi. Hrunin kirkja í
miklum sviptivindum fer ekki fram
hjá neinum. Endurbyggð af fórn-
fýsi og í gleði er hún látin liggja
milli hluta. Hversu margir hafa
gengið í björgin, sem meta ekkert
til varanlegra áhrifa, af því að
„allt fellur frá og fer og kemur“
og þarf þess vegna að engu öðru
að huga en því, sem helst muni
líklegt til að ná og halda augna-
bliks athygli.
Sagði ég gleðilegt nýár, og
bætti við, að sjálfsagt sé að þakka
fyrir liðið? Jú, það gerði ég og
meina það og legg á svo mikla
áherslu, að vert er endurtekning-
ar, af því að ég hygg slík vá sé
fyrir dyrum og hafi jafnvel þrýst
sér lengra en að þröskuldi, að all-
ir þurfi að gæta vöku sinnar, svo
enginn hrasi um óboðinn gest eða
valdi því, að annar missi fótanna.
Og er ekki síður þýðingarmikið.
Gleði vegna nýs árs með þakk-
læti fyrir hin öll er því aðeins
möguleg, ef varanlegt á að reyn-
ast, að tengt sé Kristi svo áhrif
hans móti til fegurra mannlífs í
sannleika, kærleika og ríkulegri
tillitssemi. Og leiði ég þá ekki
hugsun og bæn að árinu nýja einu.
Við erum vön því, að nafngjöf
Jesú sé guðspjall nýársdags, en
nú var okkur flutt hin Drottinlega
bæn. Sú er m.a. ástæðan, að ég
hef beðið presta að miða við aðra
textaröð á því ári kirkjunnar, sem
hófst með fyrsta sunnudegi í að-
ventu. Verður þar með fleira kynnt
og að fleiru hugað en sé hin fyrsta
röð ein flutt og endurtekin. En
ekkert ár verðskuldar kveðju gleði
eða þakkaróð sé það ekki tengt
Jesú og hljóti áherslu í nafngift
hans og þar með allra þeirra, sem
honum lúta. En sífelld áminning
Faðirvorsins með daglegri iðkun
minnir með góðum hætti á upp-
haf. Upphaf við fæðingu, sem jól
syngja um, og upphaf tíma, er
Guð leit allt og sá það var harla
gott, og upphaf hvers einstaklings
við fæðingu hans og verða þá
hver áramót tilefni hins sama. Áð
fara með Faðirvorið er ekki að
nýta töfraformúlu til tryggingar
góðs tíma. En bendir ákveðið til
ljóssins, svo myrkur bjargsins
hremmi ekki. Og sá sem tileinkar
sér hugsun hverrar einstakrar
hinna sjö bæna, þarf ekki að velkj-
ast í vafa um, í hveiju hið góða,
fagra og fullkomna er fólgið, það
sem á að vera keppikefli kristins
manns.
Bæn við áramót um gleði og
þakkaróð hvílir því m.a. á hollustu
við fyrirmæli og viðmiðun Faðir-
vorsins. En má ég einnig með til-
liti til orða minna um neikvæðar
áherslur, þar sem niðurrif og hrun
vekur meiri athygli en uppbygging
fagurra verka, líka benda á orð
Páls postula er hann gefur okkur
mælistiku til að bera að eigin lífi:
„... allt sem er satt, allt sem er
göfugt, rétt og hreint, allt sem er
elskuvert og gott afspurnar, hug-
festið það.“ Já, hugfestið það og
meira til, látið slíkt móta svo hugs-
un, að orð lúti og verk túlki.
Sé slíkt haft að leiðarljósi verð-
ur nýja árið gleðilegt, þótt margt
hljóti að verða með öðrum hætti,
en helst er kosið. Og þiggjum í
Faðirvorinu góðan mal til þeirrar
ferðar, sem í dag hefst og lýkur
við uppgjör, er 1994 leysir þetta
ár af hólmi. Já, gleðilegt nýtt ár
og hafið þökk fyrir liðið. Það segi
ég, en ekki aðeins ég, heldur einn-
ig kirkjan þín og sá, sem hún þjón-
ar, Jesús Kristur. Honum.sé tími
þann veg helgaður, að hið varan-
lega móti og forði frá innilokun í
kalt bjarg harðúðugs hjarta, er
hefur andartakið eitt til viðmiðun-
ar.
Faðir eilífðarinnar blessi nýtt
ár og land okkar og þjóð í Jesú
nafni.