Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1993
VASKHUGI
Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun-
ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera
um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu.
Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur
þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta-
manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira. Tugir
gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda-
stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl.
Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím-
miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum.
Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu
Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar
upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu
möguleikana.
Vaskhugi hf.
Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679.
„Oft verður grátt að gamm“
Leiklist
Bolli Gústafsson
Leikfélag Akureyrar
ÚTLENDINGURINN
Höfundur: Larry Sue
Þýðandi: Böðvar Guðmundsson
Leikstjóri: Sunna Borg
Leikmyndahöfundur: Hallmund-
ur Kristinsson
Búningahöfundur: Freygerður
Magnúsdóttir
Ljósahönnuður: Ingvar Björns-
son
Leikritið Útlendmgurinn er ekki
nýstárlegt verk. Segja má, að það
sé dæmigert afturhvarf til þess hefð-
ÚTSALAN
HEFST Á MORGUN
OPNUM
KL. 12
KRAKKAR
KRINGLAN 8-12, S. 681719
bundna forms, sem gamlir leikhús-
sunnendur voru famir að óttast um,
söknuðu í nýjum verkum og fengu
ekki bætta í þeirri áráttu leikhúss-
manna, að breyta viðamiklum skáld-
sögum í sviðsverk.
Útlendingurinn er stofuleikur,
sem ekki krefst margbrotinrTar
tækni. Höfundur leggur megin-
áherslu á skýra gerð persónanna,
lætur friðsamlega kímni þróast hægt
og breytast í nokkra spennu, uns
gamanið fer að kárna. Eigi að síður
hlýtur þó leikurinn farsælan endi.
Þá er ástæða til að geta þess, að
boðskap skortir verkið ekki og er
hann tímabær um þessar mundir,
þegar draugur kynþáttafordóma
leikur lausum hala og magnast þar
sem síst skyldi. Sagan endurtekur
sig, og þrátt fyrir allt hjal um fram-
farir, þá munar manneðlinu hægt
til fullkomnunar. Á það minnir höf-
undur Útlendingsins, Lany Sue, og
jafnframt, að á öllum tímum fínnast
menn, sem kinoka sér ekki við að
vinna grimmdarverk undir yfirskini
guðhræðslu. Larry Sue lifði skamma
ævi, lést í fiu^slysi árið 1985 aðeins
39 ára, en þau fáu leikverk, sem
honum auðnaðist að skrifa hafa vak-
ið athygli víða um heim.
Böðvar Guðmundsson hefur snúið
verkinu á íslenska tungu og sem
vænta mátti er þar ekki kastað til
höndum.
Leikstjórn Sunnu Borg er örugg,
en fyrri hluti sýningarinnar virðist
óþarflega hægur með köflum. Við-
horf til þess breytist hins vegar nær
leikslokum, svo seinfæmin í upphaf-
inu verður metin sem réttur tónn,
þegar á heildina er litið. Átök við
uppgjörið voru vel af hendi leyst af
stjórnanda.
Hallmundur Kristinsson sýnir sem
fyrr, að LA er vel sett meðan það
nýtur hans. Hann hefur glöggt aug^
fyrir þeim stíl, sem er við hæfi hveiju
sinni, og hið ameríska veiðihótel
Bettýjar Meeks er nákvæmlega eins
og það á að vera; græna veggfóðrið
með vínbeijaklösunum og Ijósbrúnir
bitamir, gluggaskotið, ljóst, rósótt
húsgagnaáklæði; já, heildarsvipur-
inn er sannverðugur. Þegar ég lít
um öxl, þá man ég ekki eftir að
næmt auga Hallmundar hafi brugð-
ist við sviðsgerð og hún ævinlega
borið vitni sérstakri vandvirkni. Og
þá veit ljósahönnuðurinn, Ingvar
Björnsson, hvað við á, svo veður-
breytingar og dægraskipti em sann-
færandi, leikur ljóss og skugga aldr-
ei tilviljanakenndur. Freygerður
Magnúsdóttir er höfundur vel hann-
aðra búninga, sem hæfa hinni
bandarísku umgerð verksins.
Þráinn Karlsson fær tækifæri til
þess að bæta nýrri persónu í safn
minnisstæðra hlutverka á farsælum
leikferli. Charlie Baker þjáist af
sjúklegri óframfærni og Þráni bregst
ekki bogálistin, að draga upp grát-
broslega mynd af þeim aumkunar-
verða náunga. Segja má að Þráinn
leiki sér að því að tefla á tæpasta
vað, ýkt látbragð persónunnar nálg-
ist fáránleika á stundum. En þessi
kynlegi Baker nær tökum á áhorf-
endum, ekki síst á sagnalist sinni á
annarlegu tungumáli, og gerir Út-
lendinginn að gamanleik með góðum
stuðningi barnslega einlægrar hótel-
stým, Bettýar Meeks, sem Sigurveig
Jónsdóttir leikur af engu minni virkt.
Sigurveig hefur þá réttu útgeislun
gamanleikarans, sem gerir mikið úr
fábrotnu hlutverki. Aðalsteinn
Bergdal leikur Froggy LeSueur holl-
vin Charlies. Froggy er lífsreyndur
hermaður og heimsmaður, fljótur að
bregðast við hverskonar vanda.
Hlutverkið er ekki viðamikið, en
Aðalsteinn túlkar persónuna á skýr-
an og sannfærandi hátt. Sigurþór
Albert Heimisson leikur einfaldan
pilt, Ellard Simms, sem leynir á sér
þegar á reynir og hann fær að njóta
sín. Leikur hans er ömggur og með
einkar góðum tilþrifum í samleik
þeirra Þráins við morgunverðarborð-
ið. Systur hans, Katrínu Simms, leik-
ur Bryndís Petra Bragadóttir af ör-
yggi, óþreyjufullum æskuhita, en ber
stundum óþarflega hratt á. Jón
Bjami Guðmundsson leikur unnusta
hennar, séra Davíð Marshall Lee,
sléttan og felldan sóknarprest, sem
reynist ekki allur, þar sem hann er
séður. Á sannfærandi hátt túlkar Jón
Bjarni þau umskipti, þegar sauða-
gæran er að falla af úlfmum. Björn
Karlsson leikur hinn dæmigerða
„töffara", einsýnan ofbeldismann,
sem veður áfram í heimsku sinni.
Bjöm gerir ekki meira úr hlutverk-
inu, en efni standa til.
Sýning LA á Útlendingnum ber
vott um vandvirkni og óhætt er að
segja að vel hafi verið skipað í hlut-
verk.
10 ára og eldri
FJÖR
/ / /
HJA SOLEYJ VETUR!
NYTT! AERÓiæNYTT!
10 til 13 ára