Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 29 Drengjakór Laugames- kirkju - Jólatónleikar Metsölublað á hverjum degi! Drengjakór Laugarneskirkju ásamt stjórnanda sínum, Ronald V. Turner og fríðu fylgdarliði svo sem Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Guð- rúnu S. Birgisdóttur flautuleikara, Guðrúnu Másdóttur óbóleikara, David Knowles píanó- og orgel- leikara og Bjöllusveit Laugarnes- kirkju. Það er áreiðanlega ekki einfaldur hlutur að halda úti starf- andi drengjakór þar sem árlega falla út svo og svo margir af starf- andi meðlimum og nýir koma í staðinn og þjálfunartíminn aðeins örfá ár, en töfrandi hópur er þetta, þegar vel tekst til og það gagn- stæða þegar útkoma er á hinn veginn. Kórinn mun sá einasti sinnar tegundar á íslandi, að því er ég best veit, hefur starfað í nokkur ár og þegar farið a.m.k. eina utánlandsferð, og heyrði und- irritaður kórinn fyrir þá söngför. Samanburður er, af framangreind- um ástæðum, ekki sanngjarn, því hugsanlega er nú um allt annan hóp að ræða, en fyrir nokkrum vonbrigðum var ég með söng drengjakórsins, sl. mánudag. Raddbeitingu drengjanna fínnst mér ábótavant, raddirnar fókusa ekki vel og þar af leiðandi er hljómur kórsins mattur og hljóm- lítill. E.t.v. er það, að einhveiju leyti ástæðan fyrir því að flest lögin, sem kórinn söng, hljómuðu óhreint. Fleiri ástæður hljóta þó að liggja að baki, sem kenna verð- ur söngstjóranum. Allt kapp er best með forsjá, og óþarfi ætti að vera að láta þennan óhreina söng bitna á drengjunum. Mér er ekki grunlaust um að þessi óhreini söngur sé taktslagi söngstjórans að kenna að einhveiju leyti. SJög hans eru mjög stór og markeruð og henta illa mjúkum söngröddum drengjanna, áberandi var og, að hreinast sungu drengirnir þegar stjórnandinn hvíldi þessi umfangs- miklu taktslög; þá fengu strákarn- £ Sigrúh Hjálmtýsdóttir ir tíma til að hlusta á samhljóm- inn. Einnig er nauðsynlegt fyrir stjórnanda, að vera ekki alltaf með höfuðið ofan í nótunum, drengirn- ir þurfa áreiðanlega' meira augn- samband. Þessi gagnrýni er sett fram eingöngu til þess að hlutirn- ir megi batna. Drengjakór Laugar- neskirkju er metnaðarmál, ekki aðeins kirkjunnar heldur okkar allra, og söngstjórinn hefur innt mikið starf af höndum í þágu kórs- ins og á sannarlega þakkir skildar fyrir, en ágalla þarf hann að fá að vita, það er eina leiðin að mark- inu. Sigrún Hjálmtýsdóttir prýddi vitanlega tónleikana með sinni glæsilegu rödd, sem stundum minnir á rödd einnar okkar bestu söngkonu fyrr og síðar, Guðrúnar Á. Símonar. Óbóleikarinn í „Slá þú hjartans“ var tæplega fullnægj- andi, og David Kvowles leyfði sér að sofna á verðinum augnablik, en Guðrún gerði margt fallega á flautuna sína. Drengjakór Laugarneskirkju. Oddny' Ólafsdóttir, Edda Sigurbergsdóttir og Ingibjörg Siguröardóttir misstu satntals 34 kg affitu. Líkamsrœkt er ntí peirra lífsstíiL og pú nœrð ánœgjulegum árangri Hefst 9. janúar - mæting 5x í viku í leikfimi - fitumælingar og vigtun - fræðslufundur þátttakendur skila matardagbók og fá - matardagbók umsögn og rádgjöf um breytt matarædi - Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði - aðhald og hvatning Skemmtilegir tímar í góöum félagsskap og þú losnar viö óvelkomna fitu og lærir að tileinka þér nýjan lífsstíl svo að aukakílóin veröi ekki framar vandamál. Þú færö allar upplýsingar í síma 68 98 68. Verð kr. 9.900,- OpiA í dag kl. 12-15. ÁGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 68 98 68 ★ Morgunhópur ★ Daghópur ★ Kvöldhópur ★ Vaktavinnufólk velkomið ★ Barnagæsla 7 til 9 ára, 10. hver nemandi fær Barbie-spólu. J A Z Z A'JA’QVt 0.(í 2ja til 6 ára BÖRNIN EIGA ÞAÐ BESTA SKILIÐ! Skemmtilegur dans, þjálfun í líkamsburði, skilningur á tónlist og vöðvastyrking. Námskeiðin hefjast 11. janúar. Innritun hefst 4. jan. í Hafnarfirði bjóðum við upp á námskeið í jazz og barbie-dansaerobic. Upplýsingar og imuitun í sínium 687701 og 687801.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.