Morgunblaðið - 03.01.1993, Page 32

Morgunblaðið - 03.01.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 Þuríður Agústs- dóttir — Minning Fædd 12. nóvember 1920 Dáin 22. desember 1992 Guð almáttugur hefur kallað á ný og í þetta sinn kallað á mína elskulegu móður. Mig grunar að faðir minn kæri hafi farið á fund við þann almátt- uga og samið við hann því ekki varð langt á milli þeirra en hann lést fyrir rúmu ári síðan. Þau voru mjög samrýmd hjón og hann hefur vafalaust saknað félagsskapar hennar. Síðastliðið ár barðist móðir mín við veikindi sem hún þjáðist oft mikið af. Hún barðist við sjúkdóm- inn með miklum dugnaði og bjart- sýni og var svo komið að vonir hennar um bata voru að rætast. Hátíðir voru móður minni ætíð mikils virði, sérstaklega jólin. Og veit ég að hún var ánægð með hversu miklu hún var búin að koma í verk heima fyrir þessi jól, allt var hreint, pússað og jólalegt. Hún var einnig nýbúin að taka þátt í að baka laufabrauð og soðkökur með kærum vinum sem kölluðu á hana til sín í verk með sér. Ég veit að hún hafði mikla ánægju af þessu því mamma mín var mikið jólabarn og hlakkaði ætíð til jólanna. Ég bý erlendis og reyni að koma heim eins oft og hagir leyfa en stórt verður það skarð og mikið mun vanta þegar hvorugt foreldra minna verður heima til að taka á móti okkur er við heimsækjum ísland. Foreldra minna verður mikið saknað en minningin um þau mun ætíð lifa, björt og gleðirík. Ég er sannfærð um að kæri pabbi minn er við stýrið og leiðir kæru mömmu mína til sín og þau eru bæði í vemd og umsjá Jesús. Ég kveð elskulega mömmu mína og bið hana að bera kærustu kveðju til pabba þegar hún er komin á leið- arenda til hans. Guð blessi og verndi þau bæði. Guðný. Sumt fólk ber með sér birtu og glaðværð hvar sem það fer. Það er léttara og kátara en flestir aðrir á gleðistundum og getur beitt hlýju og bjartsýni á sérstakan hátt þegar komast þarf yfír sorgir og sjúk- dóma. Þannig var Gógó. Hún hafði einstaklega létta lund og stafaði frá henni hlýju sem seint mun gleym- ast. Ekki er nema rúmt ár síðan hún stóð yfír moldum mannsins síns, Skafta Kristjánssonar. Þá veittist örðugt að minnast hans án þess að nefna Gógó alltaf í sama orðinu svo nátengd voru þau og samhent í hartnær hálfa öld. Þegar Skafti féll frá hafði Gógó átt við heilsu- leysi að glíma um skeið og var hún mjög veik síðastliðinn vetur. Ég held að ég hafí aldrei séð eins vel og þá hve andlegt þ’rek og létt lund eiga stóran þátt í því að fólk geti komist yfir líkamlega sjúkdóma og afborið þunga sorg. Um páskana_ í vor var Gógó á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Þar vann hún ötullega að því sjálf að yfirvinna veikindin og ná upp lík- amsþreki. Voru framfarir ótrúlegar enda ekki slegið slöku við. Alltaf sama eljan og bjartsýnin. Aldrei heyrðist hún kvarta þótt oft væri hún sárþjáð. Hún lét ekki þar við sitja en studdi og hvatti aðra sem voru verr á sig komnir en hún. Veit ég að margir minnast hennar með hlýju fyrir það. Þuríður Agústsdóttir eins og hún hét fullu nafni fæddist á Ormsvelli á Rangárvöllum 12. nóvember 1920. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar P. Pálsdóttur og Ágústs Þorgríms Guðmundssonar sem þar bjuggu uns þau fluttu 1922 til Vest- mannaeyja. Þar bjuggu þau allan sinn búskap og þar sleit Gógó bamsskónum í stórum systkina- hópi. Eins og öll systkini hennar fór hún snemma að vinna. Ekki hefur veitt af því munnamir voru margir sem metta þurfti og kjör bammargs fólks ekki góð á þessum tímum. Gæti ungt fólk í dag margt lært af að kynna sér þá sögu nú þegar kreppuhljóð er komið í þjóðina. Þorgrímur stundaði sjó og al- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju- daginn 5. janúar 1993 kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennarer vinsamleg- ast bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Örn Eyjólfsson, Óli Már Eyjólfsson, Erna Eyjóifsdóttir, Hrefna Eyjólfsdóttir, Tómas Eyjólfsson, Dröfn Eyjólfsdóttir, Helgi Eyjólfsson, og Bryndís Steinsson, Hafdís Pálsdóttir, Hjalti Þorvarðarson, Ingvi B. Vigfússon, María Hallgrímsdóttir, Loftur Þ. Pétursson, Sveindís Sveinsdóttir barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGURÐARDÓTTIR, elli- og hjukrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast henn- ar er bent á líknarstofnanir. Gunnlaugur Pálsson, Margrét S. Pálsdóttir, , Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Björn Magnússon, Páll Gunnlaugsson, Dagbjört Osk Steindórsdóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Einar Magnússon, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Hrefna Lind Borgþórsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Jórunn Magnúsdóttir og barnabarnabörn. menna verkamannavinnu, en Guðný drýgði tekjur heimilisins með því að taka kostgangara. Hafa dætur hennar sagt mér að á vertíðum hafí hún oft ekki farið úr fötum sólarhringum saman, því að auk fæðist þurfti að huga að plöggum kostgangara og heimilisfólks. Hefir þá vinnudagur oft verið langur hjá eldri systrunum sem reyndu að létta undir með móður sinni. Þær undruð- ust oft elju hennar og sögðust ekki skilja hvenær hún svaf. Gógó flutti ung til Reykjavíkur. Þar giftist hún 4. september 1943 Gunnari Skafta Kristjánssyni frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík og síðar í Keflavík þar sem Skafti stundaði akstur Iangferðabíla. Síð- ustu áratugi bjuggu þau í Reykja- vík. Þar ók Skafti leigubíl en Gógó vann ýmis störf. Hún rak m.a. efna- laug og vann við veitingastörf. Þau Gógó og Skafti eignuðust 4 börn. Elstur var Jóhann Kristinn, fæddur 24. nóvember 1943, dáinn 18. nóvember 1947, tvíburarnir Guðný og Grétar fæddust 30. maí 1945. Grétar fórst með bátnum Ver frá Vestmannaeyjum 1979, hann átti einn son. Guðný er gift Frank Fisher og eiga þau fjögur börn. Sveinbjörg fæddist 19. september 1950. Hún er gift Jóni Sigurðssyni. Þegar börnin voru vaxin úr grasi helgaði Gógó sig ýmsum félags- störfum. Hún var virk í Húsmæðra- félagi Reykjavíkur og Mæðra- styrksnefnd. Hún var einn af stofn- félögum Almannavarna ríkisins og tók þátt í störfum þar til dauða- dags. Síðast en ekki síst var hún í safnaðarfélagi Áskirkju. Þar vann hún mjög ötullegá að því að koma upp kirkju safnaðarins og veit ég að þau hjónin áttu bæði mörg hand- tök á þeim vettvangi. Þetta er ekki tæmandi upptalning en mér finnst að glöggt megi sjá hvem mann Gógó hafði að geyma þegar skoðað er hvemig hún valdi sér verkefni á sviði félagsmála. Hún hafði unun af því að liðsinna og láta gott af sér leiða. Það var einkennandi fýrir þau hjón að ef einhver átti erfitt eða þurfti hjálp eða félagsskap vom þau dugleg að koma og bjóða fram aðstoð, taka ættingja með sér í smáferðir og heimsóknir eða bjóða þeim til sín. Gógó var ótrúlega nösk á að finna hvar þörf var fyrir lið- sinni og fljót að bregða við og koma og bæta úr, hvort sem baka þurfti fyrir erfisdrykkju, pijóna sokk á lítinn fót, eða eitthvað enn annað. Þegar ég hugsa um andlát henn- ar kom mér í hug ljóð Hannesar Péturssonar „í stofu“ en þar segir: „uns kemur hann sá eini er engan spyr hvað augun sáu, höndin snart, en fer með okkur gepum hússins læstu hurðir heim með sér...“ Hún hafði staðið af sér missi barna og eiginmanns og sigrast á heilsuleysi, en þegar hennar tími kom hvarf hún hljóðlega á braut með þessum óumflýjanlega óboðna gesti. Ekki er mér grunlaust um að beðið hafí verið eftir henni fyrir handan. Hún átti góða heimvon. Eftir stöndum við harmi slegin en þakklát fyrir svo þrautalítið og fag- urt andlát. Við frændfólkið á Selfossi eigum eftir að sakna heimsókna þeirra hjóna um langa tíð. Við erum þakk- lát fyrir þær stundir sem hún dvaldi hjá okkur á síðasta ári. Hún var alltaf gefandi, aldrei þiggjandi. Við óskum henni velfarnaðar á æðri sviðum fullviss um að hún fái meira að starfa guðs um geim. Innilegar samúðarkveðjur til dætranna og fjölskyldna þeirra frá okkur öllum. Guðrún S. Þórarinsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUNNAR GUÐLAUGSSON, Langagerði 56, sem lést þann 22. desember, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 15.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Kristín Gisladóttir, Þórir Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, fósturmóðir og tengdamóðir, HALLDÓRA SÆMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Guðbjörg Anna Árnadóttir, Ingólfur Ólafsson, Konráð Arnason, Nanna Bjarnadóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Árni Leóson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI E. GUÐBRANDSSON _ skrifstofumaður, Neðstaleiti 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 13.30. Margrét K. Friðleifsdóttir, Friðleifur Helgason, Lilja Helgadóttir, Gisli Jónmundsson, Gunnar Helgason, Helgi Reyr, Jónmundur og Róbert Gislasynir. Kveðja frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur Við vorum flestar að ljúka undir- búningi jólahátíðarinnar er okkur barst sú sorgarfregn að Þuríður okkar hefði kvatt þennan heim, að heimili sínu þriðjudaginn 22. des- ember. Ein af hennar bestu vinkon- um, Jónína, hafði verið í heimsókn. Þuríður var hress í anda þó lasin væri. Hún ætlaði að fara til læknis og síðan átti að drífa sig heim og setja köku í ofninn. Hún hafði til mikils að hlakka því von var á dótt- ur hennar og tengdasyni frá Banda- ríkjunum. En þau höfðu ráðgert að dvelja hjá Þuríði yfir áramótin. Um þetta og fleira snerust umræður þeirra vinkvennanna. Þær kvöddust með bros á vör með þessum orðum: „Við heyrumst." Það var tími til kominn að drífa sig og vera tilbúin því dóttir hennar var á leiðinni að sækja hana og fara með hana til læknis. Hún kom á tilsettum tíma en þá var kallið komið. Þuríður gekk í Húsmæðrafélag Reykjavíkur árið 1970. Þá var frú Jónína Guðmundsdóttir formaður félagsins. Henni fannst mikill feng- ur að fá þessa myndarlegu konu til Iiðs við félagið, en Þuríður var þá fyrir nokkru flutt frá Keflavík. Þar hafði hún starfað að félagsmálum um nokkurra ára skeið og m.a. haldið saumanámskeið. Hún var mjög vel verki farin og vandvirk og naut Húsmæðrafélagið starfs- krafta hennar til síðasta dags. Þur- íður sat í stjórn félagsins um ára- bil og einnig gegndi hún trúnaðar- störfum fyrir félagið út á við, m.a. í Mæðrastyrksnefnd og Almanna- varnanefnd ríkisins. Þessum störf- um sinnti hún af stakri trúmennsku. Margar góðar minningar um skemmtilegar samverustundir koma upp í hugann öll þau ár sem við áttum með Þuríði. Ekki kom til greina að steikja laufabrauðið fyrir jólafundinn nema Þuríður gerði það. Það var hennar sérgrein og lærðu margar okkar handbragðið af henni. Þuríður var góð og félags- kona. Trygg og blíð og vildi hvers manns vanda leysa. Eiginmaður Þuríðar var Gunnar Skapti Krist- jánsson, leigubílstjóri, en hann lést fyrir rúmu ári. Þau eignuðust fjög- ur börn, tvo drengi og tvær stúlk- ur. Báða drengi sína misstu þau af slysförum, annan ungan en hinn fyrir nokkrum árum. Eftirlifandi d'ætur þeirra eru Guðný, búsett í Bandaríkjunum, og Sveinbjörg, bú- sett í Reykjavík. Við vottum öllum aðstandendum innilega samúð. Minningin um okk- ar góðu félagskonu mun lifa. Útför hennar fer fram mánudaginn 4. janúar kl. 13.30 frá Áskirkju. Steinunn V. Jónsdóttir formaður. <’ Ðlóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einníg um helgar. við öíl tllefní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.