Morgunblaðið - 03.01.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Minning
Laufey Eiríksdóttir
frá Vestmannaeyjum
Fædd 5. júní 1926
Dáin 14. desember 1992
Látin er Laufey Eiríksdóttir frá
Dvergasteini í Vestmannaeyjum.
Hún hafði verið sjúklingur síðustu
ár og sjálfsagt hefur hvíldin verið
henni kærkomin.
Laufey og Doddi, eiginmaður
hennar, voru nágrannar okkar
fyrstu árin eftir gos í Vestmanna-
eyjum og kynntumst við þeim
sæmdarhjónum vegna vinskapar
okkar og Kolbrúnar dóttur þeirra
og eiginmanns hennar Sverris
Gunnlaugssonar.
Ég átti oft leið fram hjá heimili
Laufeyjar og Dodda á Vestur-
veginum með dætur mínar, þá á
fyrsta og öðru ári, og ef hún sá
okkur kom- hún hlaupandi út á
tröppur með kleinur eða annað
góðgæti til að stinga upp í þær
og spjalla við okkur, enda rötuðu
þær fljótt að tröppunum hjá Lau-
feyju.
Það kom okkur því ekki á óvart
að þegar afi úr Reykjavík,
ókunnugur hér í bæ, fór út að
ganga með steipurnar þá leiddu
þær hann rakleiðis til Laufeyjar
og þar var hann auðvitað drifínn
inn í kaffí og nýbakaðar kleinur.
Þannig var Laufey, ávallt
gestrisin og vildi öllum gott gera,
enda margir sem komu við hjá
henni í kaffisopa og spjall á Vest-
urveginum. Hún var kona með
stórt hjarta og mikla þjónustulund.
Hún hugsaði einkar vel um heimli
sitt og fjölskyldu. Þegar heiisan
brast hjá henni fyrir um tíu árum
endurgalt fjölskyldan henni þjón-
ustulundina og var einstakt og
lærdómsríkt að fylgjast með hvað
Doddi og börnin hugsuðu vel um
velferð hennar þegar hún þurfti á
þeim að halda. Hún fékk alltaf
heimsóknir á sjúkrahúsið tvisvar á
dag þar sem þau sýndu henni mikla
natni og virðingu fram á síðustu
stund.
Kveð ég í Guði góðan lýð
gleðilegrar þeim nætur býð
þakkandi öllum þeirra styrk
þjónustu, hjálp og kærleiksverk.
(H. Pétursson)
Lífsstarfí mætrar konu er lokið
og með þessum fáu kveðjuorðum
langar okkur að kveðja Laufeyju
Eiríksdóttur um leið og við vottum
Dodda, eiginmanni hennar,
börnunum og fjölskyldum þeirra
innilega samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í söknuðinum
og sorginni.
Lóa og Magnús Kristinsson.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda slqól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésdóttir.)
Föstudaginn 11. desember sl.
er ég var staddur úti á sjó hringdi
ég heim eins og aðra daga. Jón
Kristinn, yngri sonur minn, svaraði
í símann og færði mér þær sorgar-
fréttir að nú væri hún amma Lauf-
ey að skilja við og að mamma
væri hjá henni.
Það er nú svo, að þó maður
hafi vitað að hverju stefndi hjá
tengdamóður minni, henni Lau-
feyju, og væri búinn að eiga von
á þessum sorgarfréttum nokkuð
lengi þá verður manni ónotalega
við og er ekki sáttur við gerðir
almættisins. En þeim breytir víst
enginn og það tel ég víst að hún
Laufey mín verður hvíldinni fegin
eftir langa sjúkrahúslegu. Já, svo
langa og tilgangslausa, að manni
fannst, og maður hugsaði oft hvað
himnafaðirinn væri að draga. En
Laufey mín var ekki tilbúin þennan
föstudag. Hjartað var sterkt og
það var kominn mánudagurinn 14.
desember er lífsneistinn slokknaði
hjá þessari sæmdarkonu, Laufeyju
Eiríksdóttur frá Dvergasteini í
Vestmannaeyjum.
Ég ætla mér ekki hér í þessum
fátæklegu orðum að rekja ættir
né uppeldisár Laufeyjar. Hins veg-
ar vil ég með þakklæti minnast
þeirra ára og samverustunda er
við áttum saman, en þær voru því
miður allt of fáar. Ég kom fyrst
að Vesturvegi 4 árið 1968 en þar
höfðu Laufey og eiginmaður henn-
ar, Þorsteinn, í daglegu tali kallað-
ur Doddi, reist sér myndarlegt
heimili. Ég fann strax hve góður
andi ríkti á því heimili. Laufey
hafði svo snyrtilega hlúað að sínum
með alkunnum dugnaði og alúð en
raunar sagði hún mér síðar að oft
hefði verið úr litlu að spila. Börnin
voru orðin fimm, staðið var íi
stækkun á húsinu og húsbóndinn
lengi frá vinnu vegna slyss. Já, það
var oft erfitt á Vesturvegi 4 í þá
daga, en þetta hafðist með Guðs
og góðra manna hjálp eins og Lauf-
ey sagði. En ég vil bæta við dugn-
aði hennar og atorku, en það voru
eiginleikar sem Laufey var ríku-
lega gædd. Þar að auki var hún
sérdeilis skapgóð kona, það var
Fædd 30. apríl 1908
Dáin 21. desember 1992
„Og ég sá nýjan himin og nýja
jörð, því að hinn fyrri himinn og
hin fyrri jörð voru horfin og hafið
er ekki framar til. Og ég sá borg-
ina helgu, nýju Jerúsalem, stíga
niður af himni frá Guði, búna sem
brúði, sem skartar fyrir manni sín-
um. Og ég heyrði raust mikla frá
hásætinu er sagði: „Sjá tjaldbúð
Guðs er meðal mannanna og hann
mun búa hjá þeim og þeir munu
vera fólk hans og Guð sjálfur mun
vera hjá þeim, Guð þeirra.“
Þessi orð heilagrar ritningar
voru tengdamóður minni mikils
virði. Hún trúði þessum orðum og
voru þau hluti af lífi hennar. Þau
voru von hennar og framtíðarsýn.
Hún vissi að sá tími kæmi að þau
myndu rætast. Þegar Kristur
kæmi aftur og hin nýja jörð yrði
staðreynd, þá á ný myndi fjöl-
skyldan hennar sameinast á ný.
Hún var fædd í Vestmannaeyjum
þann 30. apríl 1908. Foreldrar
alltaf stutt í brosið og léttleikann
og hefur það vafalaust hjálpað
henni yfir margan hjallann.
Já, það var alltaf gott að koma
á Vesturveginn og það hefur sjálf-
sagt fleirum en mér fundist því
margir áttu leið þar um og þáðu
góðgerðir hjá Laufeyju minni. Þá
var smáfólkið fljótt að finna að
gott var að koma í eldhúsið hjá
Laufeyju en þar var alltaf nóg til
í lítinn munn og næg hlýja. Ég
veit að eldri sonur minn, Þor-
steinn, býr um ókomin ár að þeirri
hlýju og góðvild sem hann fékk
hjá ömmu og afa í Vestmannaeyj-
um.
Laufey og Doddi eignuðust
fimm börn. Þau eru: Þorsteinn,
kvæntur Brynju Friðþórsdóttur og
eiga þau tvö börn; Kolbrún, gift
undirrituðum og eigum við tvo
syni; Kristín, gift Óskari Árnasyni
en þau eiga tvö börn; Eiríkur,
kvæntur Karen Sigurðardóttur
sem eiga tvö börn og Gunnar,
ókvæntur og barnlaus.
Hugurinn reikar aftur í tímann
hennar voru hjónin Kristján Þórð-
arson og Guðný Elíasdóttir, kennd
við Reykjadal í Vestmannaeyjum.
Af systkinum sínum er upp kom-
ust var hún önnur í röðinni. Elstur
var Ingólfur, þá hún, síðan kom
Magnús, Jóhann, Anna og að lok-
um Elías. Tvö börn höfðu verið í
systkinahópnum til viðbótar en
þau höfðu látist ung. Þijú systkina
hennar lifa hana, Jóhann er býr í
Vestmannaeyjum, Anna er dvelur
á dvalarheimili aldraðra í Garði
en bjó lengst af í Keflavík og El-
ías er býr í Kópavogi. Æskuheimil-
ið var gott heimili þó að lífsbarátt-
an hafi verið erfið og á æskuárun-
um alast þau systkini upp við það
að leggja heimilinu lið. Hún talaði
svo oft um æsku- og unglingsárin
sín og víst er um það að hún leit
til baka með gleði til þessa tíma.
Ég fékk þá tilfinningu fyrir því
að það hefði verið nær alltaf gam-
an á þeim árum því systkina- og
vinahópurinn var stór og samhéld-
inn. Æskuárin liðu og við taka
unglings- og fullorðinsár. Þá
en það var föst venja að ijölskyld-
an borðaði og eyddi aðfangadags-
kvöldi saman á Vesturveginum og
var þá oft þröng á þingi en glatt
á hjalla. Þessum sið varð að halda
áfram, ekki var öðru við komið af
hálfu Laufeyjar og Dodda þó Lauf-
ey væri þess ekki megnug að sinna
heimilisverkum vegna veikinda. Þá
kom hið góða og sérstæða sam-
band þeirra hjóna berlega í ljós.
Doddi sá um matseldina og halda
sameiginleg jól fyrir fjölskylduna.
Laufeyju var kippt úr amstri
dagsins á besta aldri, en hún var
rúmlega fimmtug er alsheimer-
sjúkdómurinn kvaddi dyra hjá
henni. Við tóku erfið ár. Hægt og
bítandi braut þessi sjúkdómur hina
kraftmiklu konu niður. Sex síðustu
árin lá Laufey í Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja þar sem hún naut frá-
bærrar ummönnunnar hjúkrunar-
fólks, eiginmanns og íjölskyldu.
Hvem'einsta dag sl. sex ár klukk-
an þrjú og sex þijátíu síðdegis var
Doddi mættur á spítalann til Layf-
eyjar sinnar. Því fékk enginn
breytt, svona varð þetta að vera.
„Það er hægt að stilla klukkuna
eftir honum Dodda,“ sagði hjúkr-
unarfólkið. Og það er ég alveg viss
um að umhyggja Dodda og sam-
band þeirra Laufeyjar í millum
hefur lengt lífdaga Laufeyjar.
Nú er stíði Laufeyjar við sjúk-
dóm sinn lokið. Hún er komin í
þá höfn er bíður okkar allra. Ég
vil þakka henni samverustundirnar
og bið algóðan Guð að geyma hana.
Doddi minn, missir þinn er mikill
og sorg þín djúp. Hægt er þó að
hugga sig við að Laufey er örugg-
lega í góðri höfn.
Ég vil senda þér og fjölskyldu
þinni mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sverrir Gunnlaugsson.
stundaði Maja alla algenga vinnu
sem til féll. Én það sem lék í hönd-
um hennar var saumaskapur, vann
hún við karlmannafatasaum og
ýmsar breytingar á fatnaði. Þótti
henni aldrei neitt tiltökumál þó svo
að hún tæki notaðan fatnað og
breytti svo að flíkin leit út sem
ný. Nítján ára gömul er hún þegar
ástin sækir hana heim og þann
14. maí að lokinni vetrarvertíð
gengu þau í hjónaband sjómaður-
inn hennar og hún. Hét hann Sig-
urður Jónsson, fæddur 2. janúar
1903 og alinn upp á Ólafsfirði og
þar dvelja þau nær tíu ár. Þar
fæðast þeim þrír synir, en þau
verða fyrir þeirri sáru raun að
missa fyrsta drenginn sinn, aðeins
7 mánaða gamlan. Það sár greri
aldrei. Það áfall ásamt því að mjög
erfitt var um atvinnu og lítið að
hafa varð til þess að þessi timi í
lífi hennar var henni mjög erfiður.
Þau snúa aftur til Vestmannaeyja
og fá íbúð í foreldrahúsum henn-
ar. Þar fæðist þeim fjórði drengur-
inn. Árið 1958 festa þau kaup á
húsi því við Kirkjuveg 70b, er verð-
ur heimili þeirra upp frá því og
+
Hjartkær maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
STEINGRÍMUR GUÐMANNSSON
frá Snæringsstöðum,
Svínadal,
lést í Landakotsspítala 19. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 5. janúar kl.
13.30.
AuAur Þorbjarnardóttir,
Guðrún Steingrímsdóttir,
Benedikt Sv. Steingrfmsson, Hjördís Þórarinsdóttir,
Guðmann Steingrímsson, Concordía Guðmannsdóttir,
Þorbjörn Ragnar Steingrímsson, Hulda Jóhannesdóttir,
Albert Guðmannsson, Guðrún Guðmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma okkar,
INDIANA FINNBJÖRG LEIFSDÓTTIR,
Eyjaholti 14,
Garði,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 4. janúar kl.
11.00.
Sigurbjörn Jónsson,
Eli Halldórsson, Auður Þorvaldsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir, Benedikt Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHEIÐUR ARNÓRSDÓTTIR,
Langholtsvegi 206,
lést á hjartadeild Landspítalans 25. desember.
Jarðarförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn
5. janúar kl. 13.30.
Axel Helgason,
Sigrún Axelsdóttir,
Ólafur Axelsson, Ruth Halla Sigurgeirsdóttir,
Sigþrúður B. Axelsdóttir, Davi'ð Davfðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
María Kristjáns-
dóttir - Minning
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TRYGGVI JÓNSSON,
Naustahlein 5,
Garðabæ,
sem andaðist 26. desember sl., verður jarðsunginn frá
Garðakirkju, mánudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Elfn Ólafsdóttir,
Ásrún Tryggvadóttir,
Hallfríður T rygg vadóttir,
Margrét Tryggvadóttir, Ingþór Friðriksson,
Þóra Tryggvadóttir, Lárus Ragnarsson
og barnabörn.