Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
35
Gunnar Jörundsson,
Akranesi- Minning
Fæddur 10. nóvember
1915
Dáinn 25. desember 1992
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Hann afí okkar, Gunnar Jörunds-
son, er látinn. Hann iést í Sjúkra-
húsi Akraness að morgni jóladags.
Á kveðjustund sem þessari er margs
að minnast, minningarnar hrannast
upp um góðan og.hlýjan afa, sem
vildi okkur öllum svo vel og fylgd-
ist alltaf svo vel með okkur. Það
er skrítið að hugsa til þess að jóla-
dagur skuli allt í einu breytast í
þennan sorgardag hjá okkur öllum.
Á jóladag var alltaf glatt á hjalla
hjá ömmu og afa. Þá hittist fjöl-
skyldan og við krakkamir mættum
að sjálfsögðu með nýju leikföngin
okkar, sem við höfðum fengið í jóla-
gjöf. Það var alltaf svo gott að
koma til ömmu og afa fyrst á
Sunnubrautina og síðan á Skarðs-
brautina, en síðustu árin bjuggu
þau á Dvalarheimilinu Höfða og
höfðu þar yndislega íbúð.
Oft sat afi og lagði kapal og
kenndi okkur marga slíka og ólatur
var hann við að kenna okkur að
spila á spil. Ekki má gleyma afmæl-
unum hans afa, þau voru alveg ein-
stök. Þá voru „pylsupartý" eins og
í bamaafmælunum. Þannig var
hann afí alltaf að hugsa um að
gera eitthvað skemmtilegt og gott
fyrir okkur. Haustið 1980 hélt hann
á einni okkar, þeirri yngstu, undir
skím og var það stór dagur hjá
honum.
Hún hefur alltaf verið mikil afa-
stelpa og haft svo mikla ánægju
af að heimsækja afa og spjalla við
hann og það kunni hann að meta.
Við vitum að hún á eftir að sakna
þessara stunda með afa.
Hann afí lét sér ekki síður annt
um langafabörnin sín, sem hann
var svo hreykinn af, og hvað hann
var stoltur þegar hann var að sýna
gestum myndir af þeim.
Þegar afí og amma bjuggu á
Skarðsbrautinni komu þau daglega
í heimsókn til okkar á Garðabraut-
ina. Þeirra heimsókna söknuðum
við þegar þau fluttu inn á Höfða.
Öll okkar ár hafa þau afi og amma
verið hjá okkur á aðfangadags-
kvöld. Eins var það um þessi jól
og áttum við yndislegt kvöld með
þeim, en það kvöld dró ský fyrir
sólu þegar afí veiktist og var flutt-
ur á sjúkrahús og lést þar að morgni
jóladags — kallið var komið.
Gæfuspor var stigið þegar afí
gekk að eiga hana ömmu okkar,
Jóhönnu Guðjónsdóttur, yndislega
og glaðlega konu. Það var 21. nóv-
ember 1942. Hún sér nú á eftir lífs-
förunaut sínum eftir 50 ára farsælt
og gott hjónaband, þar sem aldrei
féll skuggi á.
Þau eignuðust tvö börn, Reyni
sem giftur er Sigríði V. Gunnars-
dóttur, og Ólöfu sem gift er Viðari
Einarssyni. Bamabörnin eru 8 og
bamabamabörnin 5.
Þegar komið er að kveðjustund
viljum við systumar þakka afa fyr-
ir allar stundirnar sem við áttum
með honum og fyrir alla umhyggju
og kærleika sem hann sýndi okkur.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja ömmu á sorgarstund. Öllum
aðstandendum vottum við samúð
okkar og segjum: Minningin um afa
er ljós í lífí okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Nína Borg, Jóhanna Ólöf
og Berglind Reynisdætur.
Sigurður G. Baldvins
son - Kveðjuorð
Stundum segir maður að engar
fréttir séu góðar fréttir. Víst er
um að þó færist að feigðarósi þá
óttast maðúr að heyra um endalok
sem manni fínnast vera svo óskap-
léga ótímabær. Þannig var mér
farið þegar ég fékk þá sorglegu
frétt að heiman, þangað sem ég
var staddur, að hetjulegri baráttu
Didda vinar míns við erfiðan sjúk-
dóm væri lokið. Didda kynntist ég
fyrir aðeins fáum árum. Það gu-
staði af honum. Reffilegur með
þessa hressilegu takta og kjarnm-
þar til gosið verður í Eyjum og
þau þurftu að flýja. Á þessum tíma
kem ég inn í fjölskylduna sem
verðandi eiginkona yngsta sonar-
ins. Inni á heimilinu þeirra hófum
við okkar búskap. Allir drengirnir
þeirra höfðu fest ráð sitt og barna-
börnin voru orðin mörg. Þau voru
glöð og ánægð yfír hópnum sínum.
Arið 1937 sameinast hún söfnuði
Sjöunda dags aðventista í Vest-
mannaeyjum þar sem hún fann
trúarþörf sinni farveg. Þeim söfn-
uði tilheyrði hún allt til enda. Hún
trúði boðskap Biblíunnar, hún
hafði sjálft reynt kærleika frelsar-
ans og vonaði að aðrir yrðu þess
einnig aðnjótandi. Hún var Guði
þakklát fyrir líf sitt og hún var
þakklát fyrir hversu góða heilsu
Siguijón fékk, sem fengið hafí sitt
fyrsta hjartaáfall 1960. Þau hjónin
nutu sérstaklega áranna sem þau
áttu saman eftir að gosið verður
í Eyjum. Þá búa þau á Kleppsvegi
32 í Reykjavík ásamt góðu fólki
úr Eyjum. Siguijón lést árið 1978
og fímm árum síðar lést Kristján
sonur þeirra aðeins 52 ára gam-
all. Líf hennar fer að taka breyt-
ingum. Hún óskaði sér alltaf að
komast til Vestmannaeyja á ný
og fer hún á dvalarheimili aldraðra
þar í bæ. Hún lést í sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 21. desember sl.
Þar hafði hún dvalið undanfarin
ár við sérstaklega góða umhugs-
un. Hennar er saknað af öllum
sínum stóra hópi, því afkomend-
umir eru orðnir margir. Nú bíður
hún endurkomu frelsarans. Bless-
uð sé minning hennar og Guði
falin.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
iklu sagnir. Þannig kom hann til
dyranna. Vildi standa sig vel og
búa fjölskyldu sinni örugga fram-
tíð: Stundum ör og lá mikið á.
Skildi stundum ekki hvað verald-
legu gæðin gátu látið á sér standa.
Átti ekki alltaf afgang af þolin-
mæðinni en ávallt yfrið nóg af
elsku og hlýju í garð fjölskyldu
sinnar og hafði ríka þörf fyrir að
tjá mér hug sinn í þeim efnum.
Stutt dvöl mín á heimili Didda og
Þórdísar í Colorado Springs var
mér mjög ánæjguleg. Aksturinn
upp til Aspen varð að endalausri
upprifjun á skemmtilegum endur-
minningum, þaðan sem af nægu
var að taka. Hressilegar sögur
manns sem hafði ekki farið með
veggjum í gegnum lífið. Síðan tók-
ust við léttilega á um frammistöðu
ÍBK og Vals. Það var alltaf stutt
í húmorinn og brosið.
Kvatt hefur góður drengur sem
átti að eigin mati margt ógert.
Það gekk fyrst og fremst út á að
koma framtíð fjölskyldunnar í ör-
ugga höfn. Hugurinn bar Didda
oft meira en hálfa leið og það
gustaði oft af honum. Það var svo
ótal margt sem Didda langaði til
að gera, ekki síst það sem glatt
gæti aðra. Málefni í gamla heima-
bænum Keflavík voru þar ofarlega
á blaði. Diddi hefur kvatt, en menn
eins og hann gleymast ekki. Hann
er sá sem fyrstur mun fagna þeg-
ar fjölsklydan vinnur sigur í þeirri
ströngu keppni sem lífíð er. Ég
sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina.
Halldór Einarsson.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn
blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að
minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50
ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
i
Atvinnuhúsnæði óskast
Viðskiptavinir okkar óska m.a. eftir:
900 fm skrifstofu- og lagerplássi (hluti). Staðsetning í
Reykjavík, gjarnan miðsvæðis.
Múlahverfi, 5-600 fm skrifstofuhæð (lyfta).
Múlahverfi, 4-500 fm pláss með góðri lofthæð.
Umrædd rými mega vera fullbúin eða tilbúin undirtréverk.
EIGISAMIÐLLMNH
-Sími 67-90-90 - Suhmuíla 21
ii
ÚTSALAN
HEFST 4. JANÚAR
/ nTíO I II '/ CT|n AUSTURSTRÆTI8. SÍMI 622570
\0\ TWJxJWJ LAUGAVEGI 31, SÍMI 25580
BUSETI
Sími 25788'
SKRIFSTOFAN ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA NEMA
MIÐVIKUDAGA KL. 10-16. LOKAÐ í HÁDEGINU KL. 12-13.
FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR:
(f. félagsmenn INNAN tekju- og eingamarka)
ENDURSÖLUÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR:
Stoóur: Stæró: m! Hæó: Laus í: Sýning íbúðar:
Suóurhvommur 13, Hofn. 4ro 103,0 3 jan. '93 14. janúar
Frostofold 20, Reykjavík 4ra 88.0 7 vor '93 13. janúar
Gorðhús 6, Reykjovik 4ro 115,0 3 jon/feb. '93 13. janúar
Goróhús 8, Reykjovik 3ja 79,0 3 jan. '93 13. janúar
Berjorimi 7, Grafarvogi 2ja 67,5 2 opríl/moi '93 13. janúor
Eióismýri 22, Seltjornarnesi 3jo 73,4 3 febr. '93 12. janúar
Eióismýri 24, Seltjornarnesi 2jo 58,9 1 mars '93 12. jonúar
Hringið eða komið til að fá nánari upplýsingar um skoðunardaga íbúða.
NÝJAR ÍBÚÐIR
TIL ÚTHLUTUNAR:
Staður: Fj. íbúða: Stærð: m! Afhentar:
Skólotún 6, Bessostaðohr. 2 4ro 113,5 júli '93
ATHUQIÐ
Aðeins félagsmenn, innan elgna- og tekjumarka, geta sótt um þessar
íbúðir.
ALMENNAR ÍBÚÐIR:
(F. félagsmenn YFIR tekju- og eignamörkum)
NYJAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR:
Stoður: Fj. íbúðo: Stærð: m! Afhentor
Birkihlið 2 og 2A, Hafn. 2 4ro 96,2 sept. '93
Félagsmenn YFIR eigna- og/eða tekjumörkum geta sótt um þessar
íbúðir.
Bent er á að búsetugjald (leiga) er munn hærra en í félagslegu íbúðun-
um.
Umsóknir í allar þessar íbúðir verða að hafa borist skrifstofu Búseta
fyrir kl. 16 þann 15. janúar '93.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu.
Áríðandi að skattayfirlit siðustu þriggja ára fylgi með umsókn.
Hvernig sðtt er um fbúð:
Umsóknir um íbúðir þurfa að berast skrifstofu félagsins fyrir 15. hvers
mánaðar á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi.
Félagsmaður, sem sækir um nú og fær ekki íbúð, verður að sækja um
á ný.
Tll að umsókn sé gild, þarf umsækjandi að fá staðfesta yfirlýsingu
skattstjóra sins umdæmis á þar til gert eyðublað (bakhlið á umsókn)
um eignir og tekjur sl. þriggja skattára. Fái viökomandi umsækjandi
ekki úthlutað nú, mun skrifstofa Búseta geyma yfirlýsingu skatt-
stofu þar til næsta skattár byrjar, eöa til 1. ágúst 1993.
Einnig þarf að greiða eldri félagsgjöld til að umsókn sé gild.
VISA/EURO-þjónusta. PAÐ NÆGIR AÐ HRINGJA INN GRIÐLSU-
KORTSNÚMERIÐ.
BÚSETI
Homrogoróum, Hóvollogölu 24,101 Reykjovik, simi 25788.