Morgunblaðið - 03.01.1993, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Aramót
nirflanna
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Útgjöld jólamánaðar eru oft-
ast hrikaleg, einkum eftir ára-
mót þegar auralaust skamm-
degið blasir við og reikningar
af öllum toga bíða glottandi í
röðum. Fyrir nirfla eins og
mig er það beinlínis átakan-
legt að horfa upp á þá hita-
sótt kaupæðis sem hellist yfir
menn fyrir jólin. Ekki svo að
skiija að ég kannist ekki við
þá veiki, því í mörg ár eyddi
ég hverri krónu í desember
og tók svo janúarmánuð út
með þjáningum, aukakilóum
og blankheitum. Þar tii einn
daginn að ég sneri vörn í sókn
og janúar, kvöl mín og mar-
tröð, varð uppáhaldsmánuður-
inn.
Heiðurinn af þessum skyn-
samlegu umskiptum átti fyrrver-
andi nágrannakona mín í Þýska-
landi, Frau Knoblauch. Sú ágæta
frú hefur haft það fyrir sið í
mörg ár að hringja til íslands
um áramót hver til að athuga
hvort ég hafi lifað árið af, og
hvort ég eigi enn sama bílinn
og sama manninn. Síðan spyr
hún mig alltaf hvert ég ætli í
sumarfríinu og áður en ég get
svarað því segir hún mér hvert
hún hafí farið á síðasta ári og
hvert hún ætli á nýja árinu.
í þetta sinn, það var fyrir fjór-
um árum, var Frau Knoblauch á
leið til Sviss á skíði, en ætlaði
síðan að fljúga til Kanada með
vorinu. Ég sem hafði ekki efni
á að fara til Keflavíkur spurði
hana hryssingslega hvort hún
ætti aura fyrir þessu. Hún sagð-
ist nú haida það, hún tæki bara
út af bókinni sinni fyrir því.
Þá spurði ég hvort hún væri
ekki blönk eftir jólin og vonaðist
til að heyra nokkrar hryllings-
sögur þar að lútandi svo mér
sjálfri liði betur. En Þjóðveijar
hafa aldrei kunnað þá list að
Ijúga til að láta öðrum iíða vel,
ekki þegar Qármái eru annars
vegar. Hún sagðist bara hafa
tekið út af bókinni sinni fyrir
jólaútgjöldum.
Ég var í sárum eftir þetta sím-
tal. Einkum vegna þess að eitt
sinn hafði ég búið við hlið Frau
Knoblauch og átt bankabækur
með innistæðum. Ekki vantaði
það að maður hefði sparað allan
sinn búskap hér heima, en aldrei
séð árangur. Að vísu barist við
verðbólgu og okur, eitthvað sem
þýska frúin þekkir ekki, en tími
óðaverðbólgu var liðinn og því
sá möguleiki fyrir hendi að hafa
stjóm á hlutunum.
Settist ég nú niður og gerði
áætlun eins og Rommel forðum
í eyðimörkinni, því þótt sá gamii
hefði tapað striðinu vann hann
margar orustur. Það fyrsta var
að hafa yfirsýn yfir allan vígvöll-
inn. Tók ég hvítt blað að stærð
A4 og lagði það þversum fyrir
framan mig. Deildi því í fjóra
reiti sem báru heitin: Skuldir,
áætlaðar tekjur, greiðslur á ár-
inu og áætlaður rekstur. Aðferð
þessi er líklega ekki mjög vís-
indaleg að mati fjármálasérfræð-
inga en hún dugar verkstjórum
heimilá mjög vel.
Fyrsti reiturinn, skuldir, er
mjög leiðinlegur. Þar eru öll
langtíma- og skammtímalán
skráð og er síðan horft á tölum-
ar þar til undan svíður. Menn
verða að þekkja óvini sína. í reit
tvö eru áætlaðar tekjur skráðar
og er þá hægt að miða við tekj-
ur síðasta árs. Ekki er gert ráð
fyrir aukatekjum.
Liður þijú, greiðslur á árinu,
er einnig mjög hvimleiður og
þarf mesta rýmið.
Hann skiptist í föst
gjöld og daglegan
rekstur. Föst gjöld
era afborganir af
lánum, fasteigna-
gjöld, tryggingar,
hiti, rafmagn, sími,
sjónvarp og þess
háttar. Þegar kemur
að daglegum rekstri
vandast málið ef
menn hafa ekki
haldið búreikninga.
Þeir sem hafa ekki gert það
verða að áætla þá upphæð sem
fer í mat, fatnað, bensín, strætó,
vasapeninga, tannlækna, gjafír
og guð má vita hvað, og byija
síðan frá þeim degi að skrá
hveija krónu sem hverfur úr
buddunni.
í §órða liðnum, áætlaður
rekstur, era síðan öll væntanieg
gjöld dregin frá áætluðum tekj-
um. Ef í ljós kemur, að um hugs-
anlegan afgang verði að ræða,
ber að taka ákvörðum í hvað
honum skuli varið. Sumarieyfi,
nýr bíll, flísar á bað, kommóða
í barnaherbergi, skiptir ekki
máli, aðeins að sjá einhvem
árangur stritsins. Ef afgan
gur verður enginn og allt í mínus
verða menn að fá sér sterkt k
affí og þaulhugsa málin á nýjan le
ik.
Umrætt blað var sett ofan í
skúffu og geymt. Upphófst nú
ár hins mikla nirfíls, sem tímdi
ekki að gefa í bíó og hafði æ
sjaldnar hrygg á sunnudögum.
En málið snerist um að vinna
orastu og því bar að sýna hörku
og grimmd. Á þessu ári var
fyrsta sparisjóðsbókin opnuð.
Svo hófst jólavertíðin á nýjan
leik og spariféð kom að góðum
notum þótt það dygði ekki alveg.
Ég horfði með hryllingi á heim-
ilismenn fá hitasóttina sígildu
fyrir jólin, en sagði ekki orð.
Beið eins og varúlfur eftir ára-
mótum.
Á nýársdag, um leið og forset-
inn hafði Iokið ræðu sinni, settist
ég skjáifandi að skrifborðinu.
Dundaði fyrst við að telja smá-
aura úr sparigrisnum til að draga
stóru stundina á langinn, en dró
svo fram hemaðaráætlun
Rornmels. í ljós kom, að ég hafði
ekki unnið orustuna alveg, en
var í gífurlegri sókn.
Ég var sigri hrósandi, var allt
að því vinsamleg við Frau Knobl-
auch í símanu, og sá fram á
yndislegan janúarmánuð með
hertum spamaði og nýrri áætlun.
Kristín Marja Baldursdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stoltir Húsasmiðjustarfsmenn mættu með börn ársins til ljósmyndara. Barneignir í fyrirtækinu
voru jafn miklar og í ailri Vestur-Skaftafellssýslu.
BARNEIGNIR
Frjósemi í Húsasmiðj unni
Aramótauppgjör í fyrirtækjum snýst alla jafna
um krónur og aura, birgðir, eignir og skuldir.
I Húsasmiðjunni fór fram nú í árslok annars konar
„vöratalning" en menn eiga að venjast í verslunarfyr-
irtækjum. Glöggir starfsmenn þóttust sjá að árið
1992 hefði starfsfólk reynst einkar fijósamt og barn-
eignir langt yfír landsmeðaltali.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 200 manns og fædd-
ust þeim á árinu 18 böm, þar af einir tvíburar.
Nýbakaðir foreldrar í hópi starfsmanna era því 17
talsins og telst fólksfjölgun í þessum hópi um 9%,
meðalfjölgun landsmanna á sama tíma reyndist rétt
um 1%. Af þessu tilefni voru stoltir foreldrar kallað-
ir með böm sín á fund ljósmyndara.
UMSKIPTI
Bon Jovi kúvendir
Rokkhljómlistamaðurinn Jon
Bon Jovi er nýr maður þessa
daganna. Jafnvel hans nánustu
voru í vafa er hann birtist einn
daginn stuttklipptur og í jakkaföt-
um! Það kannaðist eitthvað við
andlitið og röddina, en....
Eins og myndirriar bera með sér
er breytingin mikil, en helstu
kennileyti kappans hafa löngum
verið sítt dökKt hárið, skeggbrodd-
amir, leðuijakkinn og gallabux-
umar. Bon Jovi, sem lengi leiddi
samnefnda léttþungarokkssveit,
héfur nýlega sent frá sér hljóm-
plötuna „Notorious", eða „al-
ræmdur". Hann fylgir gripnum nú
eftir og gerir til þess eitt og annað
til þess að vekja á sér athygli, t.d.
umrætt uppátæki. Hann segir hins
vegar að hann hafí verið orðinn
dauðþreyttur á því að allir rokk-
hljómlistamenn væra „eins“ og því
ákveðið að breyta til. Það hafí að
vísu verið dýrara en hann átti von
á, því þetta kostaði allt saman
nokkur sett af alklæðnaði....
Franz Xaver Gruber á mál-
verki eftir Sebastian Stief frá
1848, og gítar sér Mohrs.
SÖNGUR
HEIMS
UMBÓL
Frans Xaver Graber, höf-
undur jólasálmsins
heimsfræga, hvílir í kirkju-
garðinum í Hallein í Austur-
ríki, beint á móti húsinu þar
sem hann bjó í 30 ár. Meðal
eftirlátinna eigna hans voru
þijú afrit af handritinu með
„Heims um ból“. Einnig er enn
til gítarinn sem sóknarprestur-
inn Joseph Mohr notaði til að
leika undir eftir að kirkjuorgel-
ið hafði bilað, þegar sálmurinn
var fyrst fluttur árið 1818 í
þorpinu Obemdorf fyrir norð-
an Salzburg. Mohr samdi texta
sálmsins, sem nú er sunginn
um allan heim á ýmsum tungu-
málum.