Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 //Trúlofuncurhrirxga" Ég bjóst við að ég fengi umráð yfir bíl. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reyiqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Heiðinjól Frá Ólafí Gunnlaugssyni ÁSTÆÐA þessa greinarkoms eru ummæli Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns sértrúarsafnaðarins Krossins, um íslenzku jólasveinana. En Gunnar vill útskúfa blessuðum jólasveininum úr helgihaldinu á jól- um á þeim forseldum að þetta sé hluti heiðinnar arfleifðar, að jóla- sveinamir, og aðrar þær vættir er tengjast íslenzku jólahefðinni, séu hugsanlega hin heiðnu goð í dular- gerfi, að t.d Grýla og jólakötturinn sé ummyndun á Freyju og einum af köttum hennar. Þetta er nú allt gott og blessað en ég vil engu að síður benda Gunnari og öðrum sannkristnum á að nánast allir þeir siðir er tengjast jólahaldi á íslandi eiga uppmna sinn í heiðnum sið, og hef ég undanfarið velt því fyrir mér hvemig hinir sömu geta haldið sannkristin jól. 1. Fyrir það fyrsta hafa bæði lærðir og leikir bent á það að Jesús Kristur fæddist alls ekki á þessum tíma ársins, en hins vegar er þetta á sama tíma og heiðnir menn héldu sína mestu hátíð, eða á vetrarsól- stöðum, um 21. des. Það var engin tilviljun að kristnir menn færðu sína helgustu hátíð yfir á þann árstíma er heiðnum mönnum var hvað tamast að halda veislu. Fjöl- mörg dæmi era um yfirtöku krist- inna manna á heiðnum hugmynd- um til að flýta fyrir trúboði og festa kristindóminn í sessi. Margir kat- ólskir dýrlingar vora t.d. settir í þau hlutverk er heiðin goð sinntu áður. 2. Nafngiftin sjálf ,jól“ og jafn- vel hugtakið „hátíð Ijóssins" hefur heldur ekkert frekar með „fæðing- arhátíð frelsarans" að gera. Nafnið er af frumgermanskri rót og er náskylt orðinu „hjól“ og hefur eða hafði mjög svipaða merkingu. Jólin og sumarsólstöður era sitt hvor endinn á öðrum ás Sólarhjósins (ársins). Fögnuðu heiðnir menn endurkomu eða upprisu sólarinnar á eða rétt á eftir vetrarsólstöðum og var hún því hátíð ljóssins. Þetta varðveittist ekki bara hjá norrænu þjóðunum heldur er hjól tímans til í sömu uppsetningu í öðram germ- önskum trúarbrögðum t.d. vedísk- um og öðrurh indverskum. '3. Það er alveg hárrétt hjá Gunnari að jólasveinatnir og fylgi- fískar þeirra era heiðin arfleifð, þó svo að St. Klaus og coca cola-útlit- ið hafí eitthvað blandast þarna við í seinni tíð. Trúin á jólasveinana er komin úr þjóðtrúnni sem er ná- tengd heiðninni. Um það hvort Grýla sé Freyja og jólakötturinn einn af köttum hennar skal ósagt látið, en það er hins vegar vel þekkt að kristnir menn hafi kennt heiðin goð við illvætti, t.d. Óðinn við Sat- an. Ætti Gunnar að vera ánægður með að hinir fornu guðir skuli birt- ast okkur í formi illra vætta frem- ur en hitt. 4. Útlenski jólasveinninn, St. Klaus eða st. Nickaulas á heldur ekki upprana sinn í kristinni arf- leifð þrátt fyrir nafíð. Uppranalega var hann furðuvera er nefndist Krist Kringle (og reyndar fleiri nöfnum) og flakkaði um þýðversku löndin um jólaleytið og færði börn- um gjafír. Hann var undarlegur í háttum og útliti, klæddist m.a. grænum hettukufli með hvítum borðum, var horaður og ljótur og kann þarna að vera kominn fjar- skyldur ættingi íslenzku jólasvein- anna. Seinna meir þótti ótækt að Víkveiji skrifar Það eg sannast segja vil um sumra manna kvæði: Þar sem engin æð er til, ekki er von að blæði! essí staka Páls Ólafssonar, sem birt v'ar í Tímariti Þjóðræknis- félags íslendinga vestanhafs árið 1925, kom Víkveija í hug þegar hann hlustaði á málþóf stjómarand- k> stöðunnar á sjónvarpsrás Sýnar síðla á aðventunni. Það vakti furðu Víkveija hvað hægt var að segja lítið, nánast ekki neitt, í löngu máli; vaða elginn, teygja næfurþunnann lopann út og suður til þess eins, að því er virt- ist, að tefja störf Alþingis. Stjórnarandstaða á að gegna veigamiklu hlutverki, og gerir það, þegar og þar sem hún er vandanum vaxin. Stjórnarandstaða á ekki ein- ungis að benda á meintar veilur í stjómarstefnunni, heldur jafnframt, og raunar fyrst og fremst, að tí- unda annann valkost í hveiju við- fangsefni þingsins. Innantómur orðaflaumur utan um ekki neitt vís- ar engan veg út úr vandamálum líðandi stundar. Það var nánast grátbroslegt að hlusta á vaðalinn, sem reyndar minnir á aðra stöku Páls Ólafssonar frá gömlum tíma, en gæti allt eins átt við stöðu þorsk- stofnsins, bæði á láði og í legi, á líðandi stundu: Það er ekki þorsk að fá á þessum firði; þurru landi eru þeir á og einskis virði! Efnahagslægðin, sem veldur okkur margs konar vanda um þessar mundir, er alþjóðleg, að Vík- veiji les í erlendum ritum. Sam- dráttur í þorskafla, lækkað verð á sjávarvöram og samansafnaðar er- lendar skuldir um langt árabil (þjóðareyðsla umfram þjóðartekjur) auka hins vegar á afleiðingar henn- ar hér á landi. En við höfum fýrr séð framan í kreppur og siglt upp úr öldudalnum. Um þessar mundir era t.d. um það bil sextíu ár síðan kreppan mikla reyrði landsmenn í fjötra atvinnuleysis og fátæktar. Árið 1933 var lagt fram fram- varp á Alþingi um kreppulánasjóð. Ástæðan var sú, eftir fréttum frá þessum tíma að dæma, að nokkuð á annað þúsund bændur áttu ekki fyrir skuldum. Á þessum tíma var atvinna í þéttbýli nánast munaður og bróðurpartur þjóðarinnar bjó við sultarkjör. Samhjálp hvers konar var og önnur og lakari en nú er. Meginmunurinn á kreppunni þá og nú er sá að við eram veralega betur í stakk búin á líðandi stundu, hvern veg sem litið er á málin, til að mæta vandanum og sigrast á honum. Við búum að betri mennt- un, bæði almennri menntun og sér- hæfðri, við ráðum yfír meiri tækni, meiri fjármunum (þrátt fyrir allt) og fleiri tækifærum til að rétta úr kútnum. Við þurfum aðeins að taka mark á góðu heilræði: Litla þjóð, sem átt láta slíka kynjavera tengjast helstu hátíð kristinna manna og var þá dýrlingurinn Nickaulas látinn taka við hlutverki hans, en hann er ein- mitt verndardýrlingur barna í kat- ólskum sið. 5. Helgihald í kringum tré af þeirri tegund sem nú viðgengst er svo gamalt og svo rammheiðið að varðveist hafa sagnir af helgihaldi germanskra manna í kringum skreytt tré frá um tólf hundruð áram fyrir Krists burð, eða frá þeim tíma er germanskar þjóðir réðust inn í Indland. Jólatréð í þeirri mynd er við þekkjum það í dag er upprunnið í Þýskalandi, en þar var grenitréð gert að persónugerfíngi Yggdrasils, lífsins tré, enda er grenitréð eina tréð sem er grænt allt árið. Það er táknrænt fyrir þá endurvakningu lífsins sem vetrar- sólstöðumar eru byijunin á. Nú til að hjálpa Gunnari og öðr- um „sannkristnum" mönnum upp úr þessari heiðnu súpu langar mig til að koma með smá uppástungu. Fyrst og fremst mætti kynna sér hvenær frelsarinn er fæddur og flytja síðan fæðingarhátíð hans til þess tíma er hann kom í þennan heim. Nú eða þá flytja hana yfír á sumartímann, það myndi útiloka hina skelfilegu jólasveina. Að sjálf- sögðu þyrfti líka nafnbreytingu, en hvað það nafn skal vera eftirlæt ég Gunnari og félögum að ákveða. Smá saman hefur jólahátíðin fyrst og fremst orðið hátíð barn- anna, ég vona því að Gunnar og aðrir þeir sem hafa opinberlega ráðist á þá saklausu skemmtun sem felst í jólasveinum og öðru þess háttar sem er haft börnum til gam- ans í jólamánuðinum, annaðhvort látið af þeim ósið, eða hætti að halda jólin ella, öðram til fyrir- myndar. ÓLAFUR GUNNLAUGSSON Fljótaseli 16, Reykjavík. í vök að veijast, vertu ei við sjálfa þig að beijast! Sú alþjóðlega efnahagslægð sem við er að kljást verður vonandi leyst með íjölþjóðlegum samningum (GATT, EES o.s.frv.), sem auðvelda viðskipti milli þjóða og stuðla þann veg að nýjum hagvexti. Vandann heima fyrir verðum við að leysa með því að draga úr eyðslu, greiða niður skuldir og búa atvinnuvegum okkar viðunandi rekstrar- og sam- keppnisstöðu við umheiminn. Rekstraröryggi atvinnuveganna og atvinnuöryggi almennings eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Og hag- vöxtur getur náðst með hagræðingu í atvinnuvegum okkar, rannsóknum í þágu atvinnulífsins, hagstæðari viðskiptastöðu út á við og orkufrek- um iðnaði í kjölfarið. Það er að segja ef við glötum ekki niður þjóð- arsáttartækifærum okkar. Eða með öðrum orðum ef við heykjumst ekki á því að senda út á sextugt djúp skæðasta skemmdarvarginn í þjóð- arbúskapnum, sundurlyndisfjand- ann. xxx Víkveiji óskar landsmönnum þess að þeim takist vel að hanna eigin framtíð á nýja árinu; að við reynumst okkar eigin gæfu smiðir, íslendingar, geram komandi ár gleðileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.