Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 52
 % _ ^ flr tir A* ^ KJÖRBÓK -ÍMB ’ m Landsbanki Bk íslands ÆBLMm Banki allra landsmanna FORGANGSPÓSTUfí UPPLÝSINOASÍMI 63 71 90 MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Aukið eiginfjárhlutfall banka og sparisjóða Landsbankinn fær 1.250 milljóna króna lán og fjárveitingu LANDSBANKINN hefur fengið 1.250 milljóna víkjandi lán hjá Seðla- banka Islands til að uppfylla nýjar reglur um aukið eiginfjárhlut- fall banka og sparisjóða. Stjórnendur bankans stefndu að því, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að hagræða í rekstri nægilega til að uppfylla reglur um 8% eigið fé, en það tókst ekki á nýliðnu ári. Ríkisstjórnin mun fyrir apríllok leggja bankanum til fjármuni þannig að hlutfallinu sé náð. Ein peningastofnun önnur, Sparisjóður Kópavogs, þurfti að sögn Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns banka- eftirlitsins, að taka lán vegna breytingarinnar, 40 milljónir frá Trygg- ingasjóði sparisjóða. Síðan 1986 hefur eiginfjárhlutfall —banka og sparisjóða þurft að vera 5%, en ný löggjöf um 8% er í sam- ræmi við alþjóðasamþykkt frá 1988. Þá lýstu íslendingar því yfir að stefnt yrði að líkum reglum hér og í millitíð- inni hafa Evrópubandalagslönd, Bandaríkin og Japan tekið þær upp. Bankar hafa víða lent í erfiðleikum með að uppfylla skilyrðið um 8%, ekki síst japanskir en þarlendir full- trúar áttu þó hlut að samþykktinni sem kennd er við Alþjóðagreiðslu- bankann í Sviss (BIS). Hún gerir ráð fyrir ákveðinni áhættuflokkun útlána og segir Brynjólfur Helgason, aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans, að íslenska bankaeftirlitið beiti strangasta mati á starfsemi peningastofnana. Aðrir viðmælendur sögðu að í því fælist að eignir séu metnar lágt og skuldir Jeppamenn hætt komn- ír á fjöllum Húsavík. „ÉG MAN lítið, þetta gerðist svo snöggt. Þetta átti að verða svo stutt ferð að ég var ekki í galla, svo mér var orðið dálítið kalt. Strákurinn er brattur, hann heimsótti mig i gær, en ég þarf að vera hér á sjúkrahúsinu einhverja daga til að jafna mig betur,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, en hann varð fyrir því óhappi ásamt Heiðari Vali Hafliða- syni að hann féll í fjallajeppa sínum með snjóhengju í Krubbsfjalli niður í svokall- aða Krubbsskál, um 60 metra fall. Þeir félagamir meiddust furðu lítið. Nokkrir fjallajeppaeigendur hugðu að fara í stuttan fjalla- leiðangur fyrir austan Húsavík. Þeir fóru af stað í góðu veðri, en það fór versnandi og þegar komið var að hádegi hugðu þeir að snúa við. Jóhannes var í fremsta bíln- um og framar í Krubbsfjallinu en hann hélt, er snjóhengja féll skyndilega undan bílnum. Fé- lagar hans sáu strax hvað gerst hafði og ökumaður næsta bíls náði að stöðva bílinn áður en hann fór sömu leið. Ferðalang- arnir gátu kallað á hjálp um farsíma og fór Björgunarsveitin Garðar af stað ásamt lögreglu á snjósleðum og snjóbíl með lækni. Þeir fundu fljótt jeppann og Jóhannes, sem var við bílinn rifbrotinn og dálítið skrámaður. Heiðar Val fundu þeir á snjóbíln- um, en hann hafði lagt af stað gangandi til byggða. - Fréttaritari. hátt. Fyrir lánum með ríkisábyrgð þurfi til dæmis ekkert eigið fé, en lán með veði í skipum teljist í 100% áhættu þannig að fyrir hveijar hundrað milljónir sem lánaðar séu þurfi átta að vera til. Það sé nokkuð erfítt fyrir Landsbankann sem hefur 65-70% lánaviðskipta vegna sjávar- útvegs. Gripið var til nokkurra sparnaðar- og hagræðingarráða í Landsbankan- um á síðasta ári vegna fyrirhugaðra breytinga á reglum um eigið fé. Heimildir Morgunblaðsins segja að sitthvað hafi vaidið því að þær dugðu ekki til, gengisfellingin í desember meðal annars. En rætt verður um fækkun starfsmanna og lokun útibúa á árinu og lagðar verða fram tillögur um hagræðingu nú í janúar. Þá hyggst ríkisstjórnin tryggja að bank- inn uppfylli skilyrðin um 8% eigið fé af heildareignum, útlánum og öðru, lánum í samræmi við reglurnar og mun leggja fram peninga til þess á fyrsta ársfjórðungi, sennilega með heimild til töku víkjandi láns erlendis. Aðrir bankar hér á landi hafa til þessa komist hjá vandræðum vegna nýju laganna, Islandsbanki hefur til dæmis aukið hlutafé sitt talsvert á tveimur árum. Sú leið er ekki fær, ríkisbanka eins og Landsbankanum, en athugað var um fjárveitingu, sam- einingu sjóða við efnahag bankans og erlent víkjandi lán. Lán Seðla- bankans þótti einfaldasta lausnin. Eigið fé bankans er rúmir sjö millj- arðar og telja áhrifamenn í banka- ráði að fjárveiting ríkisins á árinu þurfi að vera talsvert miklu meiri en sem nemur láni Seðlabankans. Það er jafnhátt greiðslum Landsbankans í afskriftasjóð sinn á síðasta ári. Gamla árið kvatt Morgunblaðið/Kristinn ísal tapaði þremur millj- ónum á dag á nýliðnu ári Engar líkur taldar á betra ástandi 1993 ENGAR horfur eru á að staða á álmörkuðum skáni á árinu 1993 að sögn Einars Guðmundssonar tæknilegs framkvæmdastjóra Álvers- ins í Straumsvík. Tap Isal á nýliðnu ári nam um milljarði eða um 3 milljónum á dag. Álbirgðir hafa hlaðist upp á liðnum mánuðum og nema nú yfir þriðjungi af heildar heimsmarkaðsþörf næsta árs. Ein- ar segir íjóst að einhvers staðar verði að draga verulega úr fram- leiðslu. I Straumsvík verður farið úr 89 þúsund tonnum í 84 þúsund tonn á komandi ári með áframhaldandi lokun 22 kera. Einar segir helstu spár benda til að ástandið batni ekki fyrr en 1994 eða 1995. „Menn sáu þetta í raun fyrir, meðan framleiðslan er svona mikil eru litlar líkur á verðhækkun- um. A síðustu tveimur árum hefur heilmikið komið á markað af áli frá fyrrum Sovétlýðveldum og margar verksmiðjur á Vesturlöndum hafa minnkað eða hætt framleiðslu. Þýsku ríkisverksmiðjumar ætla til dæmis að minnka álframleiðsluna um fjórðung.“ Þrátt fyrir þetta tóku þijú ný álver til starfa á árinu, í Kanada og Frakklandi, og framleiðir hvert þeirra 220 þúsund tonn á ári. Jafnmiklu var bætt við framleiðslu álvers í Bahrain við Persaflóa. Ál- birgðir hafa aukist um 50Ó þúsund tonn á árinu, nema nú 3,2 milljónum tonna sem er 17% af ársnotkun. Hjá Alusuisse-Lonza samsteyp- unni, sem á Álverið, hefur undan- farið verið dregið töluvert 'úr fram- leiðslu og þremur litlum álverum verið lokað í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Hjá stærri verum Alusu- isse í Þýskalandi, Noregi og Sviss hefur verið skorið niður og munar mest um lokun eins kerskála af þremur í verksmiðju í Essen. Þar falla brott 45.000 árstonn. Lokun 22 kera af 320 í Staumsvík þýðir brottfall um 7% afkastagetu. Einar segir að ekki hafi verið ákveðið um frekari skerðingu. Tap ísal á nýliðnu ári nemur um millj- arði, að minnsta kosti 3 milljónum á dag. í fyrra tapaði Álfélagið 1,4 milljörðum og segir Einar að fram- leiðslan hafí þrátt fyrir allt verið heldur meiri á liðnu ári en 1991. Það hafi notið góðs notið góðs af hagstæðu orkuverði sem er háð heimsmarkaðsverði aðfanga. Á næsta ári á að færa framleiðslu niður í 84 þúsund tonn. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um 5% frá 1991, það hefur verið 1.280 dollarar á tonn að með- altali á árinu en var 1.220 dollarar í byijun desember. Meðalkostnaður við álframleiðslu er 1.600-1.700 dollarar á tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.