Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 3.tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnland Milljarða aðstoð til að bjarga bönkunum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin leggur til að veittir verði 50 milljarðar marka (600 milljarðar ÍSK) til að bjarga finnsku viðskipta- bönkunum. Esko Aho forsætis- ráðherra og Iiro Viinanen fjár- málaráðherra segja að þessi upphæð eigi að nægja til að bjarga bönkunum. Ríkið hefur þegar lagt fram 20 milljarða marka. Aðgerðir bankanna miða að því að koma í veg fyrir algert hrun bankakerfisins. • 6/e hlutar þing- manna þurfa að samþykkja ráð- stafanir af þessu tagi en það er mun meira en fylgi stjórnarinnar á þinginu. Stjórnarandstaðan mun líklega ékki leggjast gegn áform- um ríkisstjórnarinnar vegna þess að að öðrum kosti er gjaldþrot allmargra banka óumflýjanlegt. Skilmálar ríkisins Finnsku bankarnir þurfa að tak- ast á við a.m.k. 90 milljarða marka vanskil. Framlag ríkisins á að vera með því skilyrði að bankarnir end- urgreiði ríkinu áður en hluthöfum verði greiddur arður. Ríkisstjórnin vill einnig heimila bönkunum að stofna eignarhaldsfélög sem hafa það eitt hlutverk að kaupa van- skilaskuldir og erfiðar eignir. Rík- ið myndi leggja þessum félögum til stofnfé. ------........... Ræða um smíði nýrr- ar risaþotu Seattle. Reuter. STÆRSTU flugvélaframleið- endur heims eiga nú í viðræðum um samstarf um þróun og smíði nýrrar rúmlega 600 sæta breið- þotu. Talsmaður Boeing-verk- smiðjanna staðfesti það í gær. „Viðræðumar eru á frumstigi," sagði talsmaður Boeing. Meðal annarra fyrirtækja sem taka þátt í þeim eru McDonnell Douglas í Bandaríkjunum, British Aerospace í Bretlandi, Aerospatiale í Frakk- landi, Mitsubishi, Kawasaki og Fuji í Japan, Deutsche Aerospace í Þýskalandi og fyrirtæki í Rúss- landi. Samstarfið mun fyrst í stað snúast um könnun á arðsemi 650-800 farþega risaþotu. Talið er að þróun og smíði þotunnar muni kosta um 25 milljarða doll- ara, jafnvirði l.s575 milljarða ÍSK. Þar af kosti flugvélin 15 milljarða dpllara og hreyflarnir 10 milljarða. Talsmaður Boeing sagði enga niðurstöðu fengna í viðræður um þróun og smíði risabreiðþotunnar. Olíuskip með um 85.000 t innanborðs strandar á leið frá Noregi til Kanada Líkur á að skipið brotni í tvennt Líklegt var talið í gær að olíuskipið Braer myndi brotna í tvennt. Sagði yfirmaður strandgæslunnar í Leirvík að þá væri ekki hægt að hindra hörmulegt umhverfistjón. Bjargbrúnin fyrir ofan skipið var girt af og lokað fyrir umferð af ótta við sprengingu í skipinu. Olíuleki ógnar lífríki við Hialtlandsstrendur Sumburgh. Reuter. The Daily Telegraplu OLlUSKIP strandaði í gær við syðsta odda Hjaltlands. Olía byrjaði fljótlega að leka úr skipinu. Hætta er talin á miklu umhverfistjóni, einkum hafa menn áhyggjur af viðkvæmu fuglalífi við strendur Hjaltlands. „Við vitum enn ekki hver áhrifin verða af þessu slysi. Maður bíður morguns. Ég held að íbúar séu ekki orðnir teljandi hræddir, enda er það siður Hjaltlands- eyinga að bíða átekta,“ segir Ágúst Alfreðsson sem rekur fiskeldfsstöðina Shetland Norse á Yell. Laxeldi á nú stærstan þátt í vöruútflutningi Hjaltlands að sögn Ágústs. Framleiðsla er um 10-12 þúsund lestir á ári. Hann sagði að við fyrstu sýn virtust stöðvar á suðvesturodda eyjarinnar í mestri hættu, en þar er röskur fjórðungur framleiðslunnar. Það yrði hinsveg- ar að koma í ljós hvernig olían dreifðist. Ef mengunin yrði mest í fjöru, kynni eldi að sleppa að mestu þar sem kvíarnar eru nokkuð frá ströndinni og fiskurinn þolir væga slikju á yfirborði. Olíuskipið Braer, sem er skráð í Líberíu, var á leið frá Noregi til Kanada. Um borð í skipinu voru 84.500 tonn af hráolíu sem er um helmingi meira en í olíuskipinu Exxon Valdez sem fórst við Alaska árið 1989 en svipað magn og í La Coruna sem brotnaði við Spán 3. desember síðastliðinn. Vél skipsins stöðvaðist í gærmorgun þegar sjór komst í eldsneytisleiðslur og tókst að bjarga 34 manna áhöfn þess um borð í þyrlur. Skipið var þá tíu mílur undan landi en fimm tímum síðar strandaði það við klettaströnd á Garth’s Ness í nágrenni Sumburgh-höfða. Á Hjaltlandi er miðstöð olíuvinnslu Breta á Norðursjó. Að sögn Ágústs lágu öflugir drátt- arbátar sem notaðir eru við olíuborpallana í höfn nyrst á eynni. Þegar ljóst var að Braer ræki að landi, var bátunum siglt til móts við skipið. Vegna veðurhams komu þeir þó ekki að skipinu fyrr en hálftíma áður en það strand- aði. Reynt var árangurslaust að koma taug í skipið. Ekki var heldur hægt að beita flotgirð- ingum eða vatnsdælum. Hvassviðrið heldur olíunni í skefjum Á það var bent að bót væri í máli að farm- ur skipsins var Norðursjávarolía sem er létt- ari en önnur olía. Hún brotnaði því fyrr upp í sjónum en ella. Ennfremur kynni að hjálpa til hve öldugangurinn væri mikill. Ölduhæðin var allt að 13 metrar. Vindur stóð á land upp og hélt þannig olíunni í skefjum. Sjá fréttir á bls. 20. Aldraðir í Saraievo frjósa í hel Sarqjevo. Reuter. fU FULLTRÚAR hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að framvegis yrði lögð mest áhersla á að koma í veg fyrir að fólk frysi í hel í Sarajevo, síður á matarflutninga til borgarinnar. Margir ótt- ast að gamalt fólk hrynji niður á næstunni vegna vetrarkulda. Frétta- menn könnuðu aðstæður á óupphituðu elliheimili í grennd við víg- stöðvarnar umhverfis Sarajevo þar sem vistmenn eru að veslast upp af kulda og hungri án þess að fámennt starfsliðið fái rönd við reist. Hjálparstofnun SÞ lét fyrir skömmu hefja könnun á dreifingu matvæla til Sarajevo-búa vegna orðróms um að vopnaðir menn hefðu klófest hluta af birgðunum. „Við erum að breyta áherslunum, . . . ætlum að einbeita okkur að viðarofnum, eldiviði, kolum og svefnpokum,“ sagði Jose Maria Mendiluce, yfirmaður hjálparað- gerða SÞ í ríkjum fyrrverandi Júgó- slavíu. Hann sagði að tækist ekki fljótlega að stöðva stríðið í Bosníu- Herzegóvínu, sem staðið hefur í níu mánuði, gæti allt að milljón óbreyttra borgara verið í lífshættu. Skortur hefur verið á vatni og rafmagni í Sarajevo í margar vik- ur. Ungir og hraustir karlar eru á vígstöðvunum en konur, börn og aldrað fólk reynir að lifa af í borg- inni sem hefur nær hálfa milljón íbúa og sætir stöðugum árásum leyniskyttna og öðru hverju stór- skotahríð. Allt að 14 stiga frost var i Sarajevo í gær. Starfsfólk á áður- nefndu elliheimili, þar sem um 100 vistmenn búa við ægilegar aðstæð- ur, sagði að franskir SÞ-hermenn hefðu komið með átta viðarofna og eldivið í gærmorgun, flutt á brott lík hinna látnu til greftrunar en látið hjá líða að koma ofnunum fyrir, ekki einu sinni ijarlægt um- búðirnar. Engir skorsteinar eru í húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.