Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 4

Morgunblaðið - 06.01.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Lífeyrissjóðir bjóða lán tii viðhalds húsa NOKKRIR lífeyrissjóðir í Hafnarfirði hafa ákveðið að bjóða lán til viðhaldsfram- kvæmda eða endurbóta á hús- eignum. Sigurður Siguijónsson stjómar- maður í Lífeyrissjóði byggingariðn- aðarmanna í Hafnarfirði sagði að ástæðan fyrir að þessi lán séu boð- in, væri miklar áhyggjur manna af atvinnuástandinu. Mörg eldri hús þörfnuðust sárlega viðhalds en það sæti á hakanum vegna þess að hagstæð lán byðust ekki. Lánin eru til 10 ára og bera meðalvexti á verðtryggðum lánum, nú 9,2% og ganga sjóðfélagar fyrir. Sú krafa er sett, að verkið verði boðið út til félaga í Meistara- og verktakasambandi byggingar- manna eða Meistarafélagi iðnaðar- manna í Hafnarfirði. Sjóðirnir sem bjóða lánin eru Líf- eyrissjóður byggingariðnaðar- manna í Hafnarfírði, Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðar og deild Versl- unarmannafélags Hafnarfjarðar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna. Morgunblaðið/Kristinn Hugað að þorramatnum Þorri byijar 22. janúar og í gær voru kokkamir í Múlakaffí, Guðjón Harðarson og Þórarinn Guðmundsson, að sýsla við gríðarstór súrkerin. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 6. JANÚAR YFIRLIT: Um 350 km austsuðaustur af Gerpi er 965 mb djúp lægð sem hreyfist norðaustur, en á vestanverðu Græniandshafi er haldur vaxandi 985 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur í áttina til landsins. SPA: Sunnan- og suðaustanátt með snjókomu um landið vestanvert og éljum eða slydduéljum suðaustanlands, en á Norðausturlandi verður þurrt og sums staðar léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestan- og suðvestankaldi og smáél um sunnan- og suðvestanvert landið, en noröaustangola eða kaldi með élj- um é noröanverðu landinu. Frost 4 til 9 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Breytileg átt, 4 til 5 vind- stig. Víða smáél, einkum suðvestan- og vestanlands. Frost 3 til 7 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. O Æ ís É Q Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað r r r r r r r r Rigning * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma V 1 V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig ,Vindörin sýnir vindstefi og fjaörimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐ A VEGUM: oa 17.30 í gær> Fært er um vegi í nágrenni Reykjavíkur, um Suðurnes og austur um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni til Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Fært er fyrir Hvalfjörö og um vegi í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Einnig er fært í Dali og til Reykhóla. Brattabrekka er orð- in fær. Frá Brjánslæk er fært til Patreksfjarðar og þaðan til Bildudals. Fært er um Holtavörðuheiði og til Hólmavíkur cg áfram þaöan til (safjarð- ar og Bolungarvíkur. Breiðadals- og Botnsheiðar eru færar og fært er milli Þingeyrar og Flateyrar. Fært er um Norðurland til Siglufjarðar, Akureyrar og Ólafsfjaröar. Frá Akureyri er fært um Þingeyjarsýslu í Mývatnssveit og einnig með ströndinnl til Vopnafjarðar. Viða á landinu er hálka á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík híti ■r6 +4 veður snjókoma alskýjað Bergen 0 snjókoma Helsinkl ' +3 skýjað Kaupmannahöfn 4-2 þokumóða Narsssrssuaq +13 snjókoma Nuuk +11 skýjað Ósló +2 snjókoma Stokkhólmur +1 léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 13 heiðsk/rt Amsterdam 3 þokumóða Barcelona 8 mistur Berlín +3 mistur Chicago +2 alskýjað Feneyjar 3 heiðskírt Frankfurt +5 mistur Glasgow 8 skýjað Hamborg +4 mistur London 10 rigning LosAngeles 7 léttskýjað Lúxemborg vantar Madríd 6 hálfskýjað Malaga 13 hálfskýjað Mallorca 11 iéttskýjað Montreal 3 rigning NewYork 13 skúr Orlando 20 þokumóða Paría 3 súld Madelra 16 skýjað Róm 11 heíðskírt Vín +2 helðsklrt Washlngton vantar Winnipeg +20 snjókoma Helmingslækkun flugfargjalda innan EB Mikið annríki á skrifstofu SAS Búist við fleiri útspilum stóru félag- anna, segir blaðafulltrúi Flugleiða MIKIÐ annríki hefur verið á skrifstofum SAS-flugfélagsins eftir að fréttir bárust um að félagið hefði lækkað fargjöld um helming á nokkr- um flugleiðum innan Evrópubandalagsins. Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri SAS á íslandi, segir að fargjaldalækkunin sé tímabundin en hún sé til marks um breytta stöðu flugfélaga í Evrópu. Einar Sig- urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að búast megi við fleiri slíkum útspilum af hendi stærri flugfélaganna í Evrópu. Fyrir skömmu tilkynnti þýska flugfélagið Lufthansa um allt að helmingslækkun á vissum flugleiðum innan Evrópu. Var þessi tilkynning til marks um harðnandi samkeppni flugrekstraraðila innan Evrópu- bandalagsins í nýju rekstrarum- hverfí. Einar Sigurðsson, blaðafull- t'rúi Flugleiða, sagði að Lufthansa væri að lækka tiltekin fargjöld í til- tekin tíma. „Það er þó öllum ljóst að með þeim breytingum í flugmál- um sem verða innan Evrópu, og eru nú orðnar innan EB, mun samkeppni vaxa og meiri harka verða á mark- aðnum. Við gerum ráð fyrir því að leita eftir samstarfi við evrópskt flugfélag um flug innan Evrópu. Við munum að líkindum ekki fara í slíkt flug einir heldur í samstarfí við eitt- hvert af heimafélögunum. Við höfum viljað halda fleiri en einum dyrum opnum í því sambandi," sagði Einar. Flugleiðir selja flugmiða með Lufthansa og SAS innan Evrópu. Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóri SAS á íslandi, sagði að allt helmingslækkun og í sumum tilvikum meira en helmingslækkun hefði orðið á fargjöldum til vissra staða innan Evrópubandalagsríkj- anna. Til að njóta þessara lágu far- gjalda verður að kaupa flugmiðann fyrir 15. janúar, en tilboðið gildir til 31. mars. Hið sama á við um far- gjöld Lufthansa og eru tilboð þess- ara félaga sambærileg á allan hátt. „Þetta gildir til allra borga sem SAS flýgur til í Þýskalandi, og auk þess til Aþenu, Rómar, Mílanó, Fe- neyja, Alicante, Malaga, Barcelóna, Madrid, Nice, Lissabon og Brussel. Þetta er meira en helmingslækkun á ódýrasta fargjaldi. Ódýrasta far- gjald áður til Aþenu var um 30 þús- und kr. en er nú um 12 þúsund krón- ur,“ sagði Jóhannes. Fyrir fargjaldalækkun SAS kost- aði 3 þúsund d.kr., um 30 þúsund ÍSK, að fljúga með SAS frá Kaup- mannahöfn til Aþenu, en flugleiðin er 1328 mílur, en 30.160 kr. að fljúga frá Keflavík til Kaupmannahafnar, 1324 mílur. Meðal helstu skilmála hinna lágu fargjalda er að panta verður miða fyrir 15. janúar og greiða miðann um leið og hann er gefmn út. Þá er enginn bamaafsláttur veittur og svo- nefnd sunnudagsregla gildir, þ.e. að notandi slíks miða verður að dveljast aðfaranótt sunnudags á áfangastað. ----------»-» «---- Sportklúbburinn 20 millj. kr. gjaldþrot SKIPTUM á búi Sportklúbbsins í Reykjavík lauk í desember. Greiðsla fékkst ekki upp í tæplega 20 milljóna kröfur. Bú Sportklúbbsins var tekið til skipta í desember 1991. Lýstar kröf- ur námu 19 milljónum, 744 þúsund- um og 837 krónum og fengust engar greiðslur upp í þær. Gjaldskrá hitaveitu í Bessastaðahreppi lækkar um 15-16% HITAVEITA Reykjavíkur hefur yfirtekið Hitaveitu Bessastaðahrepps. Samningur Reykjavíkurborgar og Bessastaðahrepps þess efnis var staðfestur í borgarráði í gær en hafði áður verið staðfestur af hrepps- yfirvöldum í Bessastaðahreppi. Kaupverðið er 40 miiyónir kr. Yfirtak- an miðast við síðastliðin áramót. Notendur í Bessastaðahreppi fá heitt vatn á sama verði og aðrir notendur á veitusvæði Hitaveitu Reykjavík- ur og lækkar hitakostnaður íbúa hreppsins um 15-16% frá því sem orðið hefði að óbreyttu. Samningur um yfírtöku Hitaveitu Reykjavíkur á eignum, skuldum og rekstri Hitaveitu Bessastaðahrepps var samþykktur í stjóm veitustofnana Reykjavíkur í fyrradag og samþykkt- ur samhljóða í borgarráði í gær. Hann hafði áður verið staðfestur af hreppsnefnd Bessastaðahrepps. Eignir Hitaveitunnar, það er dreifí- kerfí og aðveituæð, vom metnar á 48,5 milljónir kr. Hitaveitan kaupir þær með yfírtöku langtímaskulda að fjárhæð 32 milljónir kr. og greiðir að auki 8,2 milljónir kr., þannig að kaupverðið er rúmar 40 milljónir kr. Meðal annarra atriða samningsins má nefna að Hitaveita Reykjavíkur- leggur nýja aðveituæð á næsta ári en áætlað er að hún kosti 30 milljón- ir kr. Þá mun gilda sama gjaldskrá í Bessastaðahreppi og í Reykjavík. Hitaveita Bessastaðahrepps hefur keypt allt sitt vatn hjá Hitaveitu Reykjavíkur á heildsöluverði. Gunnar H. Kristinsson hitaveitastjóri í Reykjavík sagði að með þessari yfir- töku stækkaði markaður Hitaveit- unnar og tekjur hennar ykjust. Þá sagði hann að nýja aðveituæðin myndi nýtast fyrir fyrirhugaða byggð á Garðaholti í Garðabæ. Gunnar Valur Gíslason sveitar- stjóri Bessastaðahrepps sagði í gær að gjaldskrá Hitaveitu Bessastaða- hrepps hefði verið hærri en Hitaveitu Reykjavíkur og vegna sölu veitunnar myndi gjaldskrá hennar lækka um 15-16% frá nýliðnum áramótum. Það væri aðalávinningur íbúa Bessa- staðahrepps af þessari breytingu. Þá sagði hann að fyrir dyrum stæðu fjárfrekar fjárfestingar sem Hita- veita Reykjavíkur myndi nú annast. Við það yrði vatnið heitara og rekstraröryggi myndi aukast. Um áramót var lagður 14% virðis- aukaskattur á heitavatnssölu. Gjald- skrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkaði sem því nemur. Þrátt fyrir álagningu virðisaukaskattsins lækkar verð á heitu vatni í Bessastaðahreppi um 3-4% vegna samningsins við Reykja- víkurborg. Veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur nær nú yfir sex af átta sveitarfélög- um höfuðborgarsvæðisins, það er Kjalames, Kópavog, Garðabæ, Bessastaðahrepp og Hafnarflörð, auk Reykjavíkur. Seltjarnarnes hefur eigin vatnsöflun og hitaveitu. Mos- fellsbær rekur eigin dreifikerfi en fær allt vatn sitt úr borholum Hitaveitu Reykjavíkur í Mosfellsbæ, hluti þess er afhentur frítt vegna hitaréttinda sveitarfélagsins og hluti er keyptur á heildsöluverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.