Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
ÚTVARP/SJÓNVARP
SJONVARPIÐ B STÖÐTVÖ
18.00 ►Töfraglugginn Pála pensill kynnir
teiknimyndir úr ýmsum áttum. Um-
sjón: Sigrún Halldórsdóttir.
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Atvinnuleit (Trying Times: Get a
Job) Bandarísk stuttmynd. Þýðandi:
Sverrir Konráðsson.
19.30 ►Staupasteinn (Cheers) Banda-
rískur gamanmyndaflokkur með
Kirstie Alley og Ted Danson í aðai-
hlutverkum. Þýðandi: Guðni Kol-
beinsson.
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Opið hús á þrettándanum — Við
slaghörpuna Jónas Ingimundarson
tekur á móti gestum í Hafnarborg í
Hafnarfírði. Meðal gesta hans eru
Auður Haraldsdóttir og Bergþór
Pálsson auk ungra listamanna sem
eru að hefj'a feril sinn. Jónas spjallar
við gesti sína um tónlistina, sem flutt
verður í þættinum, en hann hefur
. farið víða um land og kynnt tónlist
frá ýmsum löndum. Stjóm upptöku:
Tage Ammendrup.
21.15 íhDfÍTTID ►Handknatt|eikur
IrnU I IIH Bein útsending frá
seinni hálfleik í viðureign Víkings og
Vals í undanúrslitum bikarkeppninn-
ar í handknattleik karla. Lýsing:
Arnar Bjömsson. Stjóm útsendingar:
Gunnlaugur Þór Pálsson.
21-45 hJFTTID ►Sku99siá Ágúst
r IL I IIII Guðmundsson segir frá
nýjum kvikmyndum. Verðlaunaget-
raun úr kvikmyndaheiminum.
22.00 IflfllfUYIin ►Leikre9lur (La
RiIIIItI I nU regle du jeu)
Frönsk bíómynd frá 1939. Greifahjón
bjóða tii glæsilegrar veislu í höli sinni
og fýrr en varir fer að bera á kynferð-
islegri spennu og ástarlífsflækjum
meðal gesta þeirra og þjónustufólks.
Leikstjóri: Jean Renoir. Aðalhlut-
verk: Marcel Dalio, Nora Gregor og
Jean Renoir. Þýðandi: Ólöf Péturs-
dóttir.
23.45 ►Dagskrárlok
16.45 ► Nágrannar Ástralskur framhalds-
myndaflokkur.
17.30 ► Tao Tao Teiknimyndaflokkur með
íslensku tali.
17.50 ► Óskadýr barnanna Leikin stutt-
mynd fyrir böm.
18.00 ► Halli Palli Spennandi leikbrúðu-
mynd um ævintýri rannsóknarlög-
reglumannsins og vina hans.
18.30 ► Falin myndavél (Candid Camera)
Endurtekinn þáttur frá síðastliðnu
laugardagskvöldi.
19.19 ► 19.19 Fréttir og veður.
20.15 ► Eiríkur Viðtalsþáttur í beinni út-
sendingu í umsjá Eiríks Jónssonar.
20.30 ► Melrose Place Bandarískur
myndaflokkur um hress ungmenni.
(4:22),
21.20 ► Spender II Breskur spennu-
myndaflokkur um rannsóknarlög-
reglumanninn Spender. (3.6)
22.10 ► Tíska
22.35 ► í Ijósaskiptunum (Twilight Zone)
Ótrúlegur myndaflokkur þar sem allt
getur gerst. (16.20)
23.00 |flf|tfIIYIin ^ Heimilishald
HvlHlrlInU (Housekeeping)
Systurnar Lucille og Ruth eru ekki
háar í loftinu þegar mamma þeirra
skilur þær eftir hjá ömmu þeirra.
Við tökum upp þráðinn tíu ámm síð-
ar þegar stúlkurnar era komnar á
unglingsár og amma þeirra fallin
frá. Þegar móðursystir þeirra, sem
er kynlegur kvistur, birtist skyndi-
lega tekur líf systranna stakkaskipt-
um. Aðalhlutverk: Christine Lahti,
Sara Walker og Andrea Burchill.
Leikstjóri: Bill Forsyth. 1987. Maltin
gefur ★★‘/2
0.55 Dagskrárlok.
Var bönnuð - Leikreglur Renoirs þóttu mannskemmandi
og var myndin bönnuð þrátt fyrir að hún væri sýnd í styttri
útgáfu.
Leikreglur Jeans
Renoirs frá 1939
Myndin var
bönnuð og
talin mann-
skemmandi
SJÓNVARPIÐ KL. 22.10 Bíómynd-
in Leikreglur (La régle du jeu) er
eitt af meistaraverkum franska leik-
stjórans Jeans Renoirs. Myndin var
gerð árið 1939 og þar segir frá
greifahjónunum La Chesnaye sem
bjóða til glæsilegrar veislu í höll sinni
úti í sveit og gætir þar talsverðrar
kynferðislegrar spennu milli gest-
gjafanna, gesta þeirra og þjónustu-
fólks. Myndin er talin ein sú besta
sem Renoir gerði og í henni fjallar
hann um hvernig honum fannst
franskt þjóðfélag vera að sundrast
innan frá. Myndin naut lítilla vin-
sælda þegar hún var framsýnd. Hún
var þá stytt allnokkuð en þótti engu
að síður mannskemmandi og var
bönnuð. Árið 1956 var henni dreift
aftur í upprunalegri Iengd og var þá
loksins talin eitt af meistaraverkum
kvikmyndasögunnar.
Víkingur og Valur í
beinni útsendingu
Lokakafli
viðureignar í
undanúrslitum
Bikarkeppni
HSÍ
SJÓNVARPIÐ KL. 21.15 í kvöld
verður bein útsending frá lókakafla
viðureignar Víkings og Vals í und-
anúrslitum Bikarkeppni HSÍ. Víking-
ar tefla fram ungu og efnilegu liði
undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Bjarki Sigurðsson er farinn að leika
á ný með Víkingsliðinu eftir meiðsli.
Valsmenn léku til úrslita í fyrra. Þar
fara fremstir í flokki landsliðsfyrirlið-
inn Geir Sveinsson, Jón Kristjánsson,
Valdimar Grímsson og Guðmundur
Hrafnkelsson markvörður. Þá eru í
Valsliðinu margir vormenn íslands í
handknattleik og verður fróðlegt að
fylgjast með þeim. Amar Björnsson
lýsir leiknum en útsendingu stjómar
Gunnlaugur Þór Pálsson.
Bíóhá-
tíðin
Stundum kvarta menn yfir
bíómyndadagskrá sjónvarps-
stöðvanna, ekki síst bíómynd-
um ríkissjónvarpsins. En sjón-
varpsstöðvar sem senda út í
opinni dagskrá eiga oft erfið-
ara með að fá nýlegar myndir
til sýningar en hinar sem
senda út í lokaðri dagskrá líkt
og Stöð 2. En hvernig var
bíómyndadagskráin um jól og
áramót?
Bíómyndimar
Á jóladag voru góðkunnar
myndir á dagskrá: Paradísar-
bíóið hjá RÚV og Stórkostleg
stúlka (Pretty Woman), Upp-
vakningar og Peningaliturinn
á Stöð 2. Þessar myndir nutu
vinsælda í bíóhúsum, einkum
Pretty Woman og Paradísar-
bíóið, sem hlaut Óskarsverð-
laun. Ég veit ekki annars
hvort menn liggja yfir sjón-
varpsbíói á jóladag eða á ann-
an í jólum en þá var bíómynd-
in Óvinir — Ástarsaga á dag-
skrá RÚV en tvær myndir,
Hafmeyjan og Sekur eða sak-
laus á dagskrá Stöðvar 2. Það
kveld hafði Stöð 2 vinninginn
og einnig sunnudaginn 27.,
þegar stöðin sýndi Purpuralit-
inn eftir Spielberg. Þá mynd
hafa samt ansi margir séð í
bíó, en hún var frumsýnd
1985.
Að kveldi nýársdags hófst
svo sannkölluð kvikmynda-
veisla á báðum stöðvum. Á
Stöð 2 voru tvær stórmyndir
á dagskrá eða Leðurblöku-
maðurinn með Jack Nicholson
og Lömbin þagna. Slíkar sýn-
ingar stórmynda sem eru ný-
búnar að skreyta myndbanda-
leigurnar sæta tíðindum. Á
ríkissjónvarpinu var bresk
verðlaunamynd frá 1991 er
nefndist Svarti flauelskjóllinn.
Sú mynd snart sannarlega
hjartataugarnar. Á annan var
svo önnur önnur bresk verð-
launamynd um Hinrik konung
fimmta á dagskrá Stöðvar 2.
Hin nútímalegi þulur dró ögn
úr áhrifamætti þessa magn-
aða verks. En bíóhátíðin
heppnaðist bara vel í þetta
sinn.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
6.55 Bæn.
7.00 Fréttir. Morgunþáttur Rásar 1.
Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór
Sverrisson. 7.20 „Heyrðu snöggv-
ast.." „Bókatöfrar". sögukorn úr
smiðju Hrannars Baldurssonar. 7.30
Fréttayfirlit. Veðurfregnir. Heimsbyggð.
Jón Ormur Halldórsson.
8.00 Fréttir. 8.10 Pólitíska hornið. 8.30
Fréttayfirlít. Úr menningarlífinu. Gagn-
rýni . Menningarfréttir utan úr heimi.
9.00 Fréttir.
9.03 Laufskálinn. Afþreying í tali og tón-
um. Umsjón: Haraldur Bjarnason. (Frá
Egilsstöðum.)
9.45 Segðu mér sögu, „Ronja ræningja-
dóttir" eftir Astrid Lindgren. Þorieifur
Hauksson les eigin þýðingu (10).
10.00 Fréttir.
10.03 Morgunleikfimi með Halldóru
Björnsdóttur.
10.10 Árdegistónar
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samfélagið í nærmynd. Umsjón:
Ásdis Emilsdóttir Petersen, Bjarni Sig-
tryggsson og Margrét Erlendsdóttir.
11.53 Dagbókin
12.00 Fréttayfirlit á hádegi
12.01 Að utan.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.50 Auðlindin. Sjávarútvegs- og við-
skiptamál.
12.57 Dánarfregnir. Auglýsingar.
13.05 Hádegisleikrit Útvarpsleikhússins,
„Einu sinni á nýársnótt" eftir Emil Brag-
inski og Eldar Rjazanov. Þriðji þátlur
af tíu. Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir.
Útvarpsaðlögun: lllugi Jökulsson. Lelk-
stjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Leikendur:
Rúrik Haraldsson, Valdimar Örn Flyg-
enring, Ólafia Hrönn Jónsdóttir og
Steinn Ármann Magnússon.
13.20 Stefnumót. Listir og menning,
heima og heiman. Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir, Halldóra Friðjónsdóttir og
Sif Gunnarsdóttir.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan, „Hershöfðingi
dauða hersins" eftir Ismaíl Kadare.
Hrafn E. Jónsson þýddi, Arnar Jónsson
les (3)
14.30 Einn maður; & mörg. mörg tungl.
Eftir: Þorstein J. (Einnig útvarpað laug-
ardagskvöld kl. 22.36.)
15.00 Fréttir.
15.03 ísmús. Að vera eða vera ekki
sekkjapípa, þriðji þáttur skoska tónvís-
indamannsins Johns Pursers frá Tón-
menntadögum Rikisútvarpsins sl. vet-
ur. Kynnir: Una Margrét Jónsdóttir. (Að-
ur útvarpað sl. laugardag .)
16.00 Fréttir.
16.05 Skíma. Fjölfræðiþáttur fyrir fólk á
öllum aldri. Umsjón: Ásgeir Eggertsson
og Steinunn Harðardóttir, Meðal efnis
í dag: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Unn-
ur Dís Skaptadóttir litast um af sjónar-
hóli mannfræðinnar og fulltrúar ýmissa
deilda Háskólans kynna skólann. 16.30
Veðurfregnir. 16.45 Fréttir. Frá frétta-
stofu barnanna. 16.60 „Heyröu
snöggvast..."
17.00 Fréttir,
17.03 Að utan. (Áður útvarpað í hádegis-
útvarpi.)
17.08 Sólstafir. Tónlist á siðdegi.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarþel. Egils saga Skallagríms-
sonar. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir rýn-
ir í textann og veltir fyrir sér forvitnileg-
um atriðum.
18.30 Kviksjá. Meðal efnis er listagagn-
rýni úr Morgunþætti. Umsjón: Halldóra
Friðjónsdóttir og Sif Gunnarsdóttir.
18.48 Dánarfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar. Veðurfregnir.
19.35 „Einu sinni á nýársnótt" eftir Emil
Braginski og Eldar Rjazanov. Þriðji þátt-
ur af tíu. Endurflutt hádegisleikrit.
19.50 Fjölmiðlaspjall Ásgeirs Friðgeirs-
sonar, éndurflutt úr Morgunþættí á
mánudag.
20.00 Islensk tónlist.
20.30 Af sjónarhóli mannfræðinnar. Um-
sjón: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Unnur
Dís Skaptadóttir. (Áður útvarpað í fjöl-
fræðiþættinum Skimu sl. miðvikudag.)
21.00 Tónlist.
22.00 Fréttir.
22.07 Pólitiska hornið. (Einnig útvarpað i
Morgunþætti í fyrramálið.)
22.15 Hér og nú.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.35 Baðstofuhjal og söngur. Nafnlausi
leikhópurinn, sem samanstendur af
leikfélagi eldri borgara i Kópavogi, býð-
ur hlustendum til baðstofu i anda gamla
tímans. (Áður útvarpað á gamlárs-
kvöld.)
23.25 Jólin dönsuð út. Umsjón: Ragnheið-
ur Ásta Pétursdóttir.
24.00 Fréttir.
0.10 Jólin dönsuð út heldur áfram.
1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum
til morguns.
RÁS 2 FM 92,4/93,5
7.03 Morgunútvarpið. Kristín Ólafsdóttir
og Kristján Þorvaidsson. Erla Sigurðardótt-
ir talar frá Kaupmannahöfn. Veðurspá kl.
7.30. Pistill Sigríðar Rósu Kristinsdóttur á
Eskifirði. 9.03 9 - fjögur. Eva Ásrún Al-
bertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Veð-
urspá kl. 10.46. 12.00 Fréttayfirlit og veð-
ur. 12.45 9 - fjögur heldur áfram. Gestur
Einar Jónasson til klukkan 14.00 og Snorri
Sturluson til 16.00. 16.03 Dægurmála-
útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmá-
laútvarpsins og fréttaritarar heima og er-
lendis rekja stór og smá mál dagsins.
Veðurspá kl. 16.30. 18.00 Fréttir. 18.03
Þjóðarsálin. Sigurður G. Tómasson og
Leifur Hauksson sitja við símann. 19.30
Ekki fréttir. Haukur Hauksson. 19.32 Blús.
Umsjón: Pétur Tyrfingsson. 21.00 Vin-
sældalisti götunnar. 22.10 Gyða Dröfn
Tryggvadóttir og Margrét Blöndal. Veð-
urspá kl. 22.30.0.10 í háttinn. Gyða Dröfn
Tryggvadóttir. 1.00Næturútvarp til morg-
uns.
Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12,
12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Næturlög 1.30 Veðurfregnir. 1.35
Glefsur Úr dægurmálaútvarpi þriðjudags-
ins. 2.00 Fréttir. 2.04 Tengja. Kristján Sig-
urjónsson leikur heimstónlist. 4.00 Nætur-
lög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda
áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Gyða Dröfn
Tryggvadóttir og Margrét Blöndal. 6.00
Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. 6.30 Veðurfregnir.
Morguntónar hljóma áfram.
LANDSHLUTAÚTVARPÁ
RÁS2
8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Norð-
urland. 18.35-19.00 Útvarp Austurtand.
18.35-19.00 Svæðisútvarp Vestfjarða.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9/ 103,2
7.00 Gylfi Þór Þorsteinsson.. 9.06 Katrín
Snæhólm Baldursdóttir. 10.00 Böðvar
Bergsson. 13.00 Jón Atli Jónasson. 16.00
Sigmar Guðmundsson. 18.30 Tónlist.
20.00 Magnús Orri Schram og samlokurn-
ar. 22.00 Útvarp Lúxemborg.
Fréttir kl. 9,11,13,15 og 17.50, á ensku
kl. 8 og 19.
BYLGJAN FM 98,9
6.30 Þorgeir Ástvaídsson og Eiríkur Hjálm-
arsson. 9.05 Sigurður Hlöðversson og
Erla Friðgeirsdóttir. 13.10 Ágúst Héðins-
son. 16.05 Hallgrimur Thorsteinsson og
Auðun Georg. 18.30 Gullmolar. 19.00
Flóamarkaður. 20.00 Kristófer Helgason.
23.00 Kvöldsögur. Eirikur Jónsson. 24.00
Pétur Valgeirsson. 3.00 Næturvaktin.
Fréttir á hella tímanum frá kl. 7 til kl.
18 og kl. 19.30, íþróttafréttir kl. 13.00.
BROSIÐ FM 96,7
7.00 Kristján Jóhannsjson. 9.00 Grétar
Miller, 12.00 Hádegistónlist. Fréttir kl.
13.00. 13.05 Rúnar Róbertsson. 16.00
Ragnar Örn Pétursson og Hafliði Kristjáns-
son. Fréttayfirlit og íþróttafréttir kl.
16.30.18.00 Lára Yngvadóttir. 19.00 Ág-
úst Magnússon. 22.00 Plötusafnið. Jenny
Johanssen. NFS ræður ríkjum á milli 22
og 23. 1.00 Næturtónlist.
FNI 957 FM 95,7
7.00 Steinar Viktorsson. 9.05 Jóhann Jó-
hannsson. 12.10 Valdis Gunnarsdójtir.
14.00 ívar Guðmundsson. 16.05 Árni
Magnússon ásamt Steinari Viktorssyni.
Umferðarútvarp kl. 17.10. 18.05 Gullsafn-
ið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Sigvaldi Kald-
alóns. 21.00 Haraldur Gíslason. 24.00
Valdís Gunnarsdóttir, endurt. 3.00 Ivar
Guðmundsson, endurt. 5.00 Árni Magn-
ússon, endurt.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri fm 101,8
17.00-19.00 Þráinn Brjánsson I jólaskapi.
Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2
kl. 18.00.
SÓLINFM 100,6
7.00 Guðjón Bergmann. 9.00 Arnar Bjarna-
son. 12.00 Arnar Albensson. 15.00 Birgir
Tryggvason. 18.00 Stefán Arngrimsson.
20.00 Djass og blús. Guðni Már Hennings-
son. 22.00 Stefán Sigurðsson.
STJARNAN FM 102,2
7.00 Ragnar Schram. 9.06 Sæunn Þóris-
dóttir. 10.00 Barnasagan. H.OOÓIafurJón
Ásgeirsson. 13.00 Jóhannes Águst. Óska-
lög. Barnasagan endurtekin kl. 17.15.
17.30 Erlingur Níelsson. 19.00 Islenskir
tónar. 20.00 Eva Sigþórsdóttir. 22.00 Guð-
mundur Jónsson. 24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 7.15, 9.30, 13.30, 23.50.
Fréttir kl. 7, 8, 9, 12, 17, 19.30.