Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskólabíói 7. janúar Tónleikar með pólsk- um o g skoskum blæ Norræn hljóm- sveit æskufólks stofnuð í sumar TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands fimmtudaginn 7. janúar bera pólskan og skosk- an blæ. Einleikarinn, Szymon Kuran, er pólskur, hljóm- sveitarstjórinn, Jerzy Maksym- iuk, er pólskur og fiðlukonsert- inn er pólskur. Það hittist líka svo skemmtilega á að hljóm- sveitarstjórinn og skoska tón- skáldið McMillan eru miklir mátar. Tónleikarnir eru í gulri áskriftaröð og hefjast kl. 20.00. Á efnisskrá eru: Claude De- bussy: Prin- temps; A. Panufnik: Fiðlu- konsert; F.Del- ius: In a Sum- mer Garden; J. McMillan: The Confession of Isobel Gowdie. Pólski hljpm- sveitarstjórinn Jerzy Maksymiuk er án efa einn af þekktustu hljómsveitarstjórum nútímans. Hann lagði stund á píanóleik, fiðluleik, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn. Maksymiuk stofnaði pólsku kammersveitina, sem hann hefur stjórnað á ferðum víða um heim og gert hljóðritanir með. Hann er nú aðalstjórnandi skosku BBC-hljómsveitarinnar og tíður gestur allra bestu hljóm- sveita heims. Maksymiuk er skap- mikill maður og þykir fara sínar eigin leiðir bæði í starfí og í sam- skiptum við fólk. Hann hefur verið kallaður „enfant terrible“ meðal pólskra tónlistarmanna. Einleikarinn Szymon Kuran fæddist í Póllandi 1955. Að loknu fiðlunámi í heimalandi sínu varð hann konsertmeistari baltnesku Fílharmoníuhljómsveitarinnar. Síðar stundaði hann nám í Lund- únum og árið 1984 var hann ráð- inn annar konsertmeistari Sinfó- níuhljómsveitar íslands. Szymon hefur einnig lagt stund á tónsmíð- ar og hafa meðal annars tvö af verkum hans verið flutt á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands. Szymon einskorðar sig ekki ein- göngu við sígilda tónlist. Hann spilar mikið djass, meðal annars í hljómsveitunum Súld og Kuran- swing. Pólska tónskáldið Sir Andrzej Panufnik fæddist 1914 í Varsjá, en lést í Englandi árið 1991. Fiðlu- konsertinn samdi Panufnik fyrir Yehudi Menuhin árið 1971. Tón- skáldið segist hafa haft í huga hina einstöku ljóðrænu hæfíleika og innsæi Menuhins við gerð kon- sertsins og hafi því ekki hlaðið hann tæknibrellum sem skyggðu á þessa eiginleika snillingsins. í fréttatilkynningu segir að það Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Stjórnandinn Jerzy Maksymiuk 011 Kfl 01 Q7fl L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I IjUbLIw/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Sérhæð í þríbýlishúsi - eins og ný Neðri hæð 6 herb. skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Allt sér. Góður bílskúr. Stórt og gott geymslu- og föndurherb. í kjallara. Teikn. á skrifst. í gamla góða vesturbænum Mikið endurbætt 5 herb. íb. tæpir 120 fm á 2. hæð. 3 rúmgóð svefn- herb., 2 saml. stofur. Góð lán áhv. í 11 ára blokk við Meistaraveili 3ja herb. íb. um 80 fm á 1. hæð. Sólsvalir. Góð geymsla í kjallara. Þvhús á hæðinni. Skipti mögul. á lítilli 2ja herb. íb. (ekki í kjallara). Af sérstökum ástæðum er til sölu verslunarhæð í Bankastræti um 150 fm auk kjallara og bak- húss. Þarfnast nokkurra endurbóta. Hentar til margskonar nota. Nán- ari uppl. aðeins á skrifst. ^mmmmmmm^m^mmm^^^^m • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASALAN verk á tónleik- unum sem muni kannski vekja mesta athygli sé „The Confessi- on of Isobel Gowdie“ eftir Skotann James McMillan. Sag- an um Isobel Gowdie gerist á 17. öld á tímum galdraofsókna á Skotlandi. Isobel Gowdie var pynt- uð til að játa að hún hefði verið skírð af Satan og gengist honum á hönd. Örlög hennar urðu þau að vera kyrkt og síðan brennd á báli. McMillan er vinstrisinnaður kaþólikki og í sögunni um Isobel Gowdie fann hann samsvörun við pólitískar nornaveiðar nútímans. í verkinu notar hann hluta úr kaþ- ólska messuforminu og verkið end- ar á Lux Eterna — Hið eilífa Ijós. Hann segir sjálfur: „Tónverkið er sú Sálumessa sem aldrei var sung- in yfir Isobel Gowdie.“ Þetta verk var frumflutt á The Promps (mjög vinsælir tónleikar meðal almenn- ings) í Royal Albert Hall í London í ágúst 1990 undir stjórn Jerzy Maksymiuk og sló í gegn. McMill- an náði til fólksins með þessu verki. NÆSTA sumar verður hleypt af stokkunum norrænu verk- efni á sviði æskulýðsmála und- ir heitinu Orkester Norden. Um er að ræða samstarfsverk- efni milli Sambands Norrænu félaganna á Norðurlöndum, Norðurlandaumdæmi Lions- hreyfingarinnar og Jeunesses Musicales, auk þess sem ýmsir aðrir veita stuðning. Fjárhags- legur bakhjarl verkefnisins er Norræni menningarmálasjóð- urinn, auk þess sem Lions- hreyfingin veitir öllum þátt- takendum styrki til þess að standa undir hluta útgjalda vegna þátttökunnar. Markmiðið með Norrænu hljómsveitinni er að treysta sam- heldni norræns æskufólks og miðla þeim og öðrum þekkingu um norræna tónlist. Duglegu ungu tónlistarfólki á aldrinum 15-25 ára verður boðið að taka þátt í móti sem hefst með tíu daga námskeiði í Ingesunds-tón- listarskólanum í Arvika S Svíþjóð og lýkur með fjögurra daga tón- leikaferð um valda staði á Norð- urlöndunum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að stofna um 50 manna kammersveit sem verði stækkuð í um 100 manna sinfóníuhljóm- sveit sumarið 1994. Fagleg ábyrgð á efnisvali og tónlistarflutningi er í höndum Finnans Esa Pekka Salonen, sem er einn af fremstu hljómsveitar- stjórum af yngri kynslóðinni í heiminum í dag. Hann mun jafn- framt stjórna sinfóníuhljómsveit- inni sumarið 1994. Það tónlistarfólk á aldrinum 15-25 ára sem hefur áhuga á að taka þátt í Norrænni hljóm- sveit getur pantað nótur og umsóknareyðublöð fyrir 31. jan- úar 1993 hjá Orkester Norden c/o, Svenska Rikskonserter, Boks 1225, S. 111 22 Stockholm. Eyðublaðinu ásamt snældu með hljóðfæraleik viðkomandi þarf síðan að skila fyrir 15. febrúar 1993. Orkester Norden verður síðan mynduð á grundvelli niður- stöðu dómnefndar. Bæklirlgi sem inniheldur upp- lýsingar um verkefnið og boð til ungs norræns æskufólks hefur verið dreift til allflestra Lions- klúbba á íslandi. Auk þess er hægt að nálgast þá hjá félags- deildum Norræna félagsins og á skrifstofum þess á ísafirði (sími 94-3393) í Reykjavík (sími 91-10165). Nánari upplýsingar veitir Sigurður Símonarson, framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins á íslandi. (Fréttatilkynning) ÉöaisDa] máD Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 673. þáttur Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráðherra skrifar mér og tekur umsjónarmaður hið besta undir efni bréfs hans: „Kæri Gísli. Mig langar að vekja athygli á málvenju nokkurri, sem síst er til bóta, enda til orðin, að ég held, fyrir óheppileg erlend áhrif. Mælendur og greinahöfundar virðast ekki kunna lengur að vísa til liðins tíma (og að nokkru til framtíðar) á eðlilegri íslensku. Orðasambandið „í fyrra“ er næstum að segja útdautt. Nú er þrástagast á tuggunni „á síð- asta ári“, „síðasta ár“, „á síð- asta hausti“, „síðasta haust“, „á síðasta surnri", „síðasta sumar“, „á síðasta vori“ og „síðasta vor“ — og þar fram eftir götunum. Af sama toga er sá óvani að segja heldur „í síðustu viku“ en „í vikunni sem leið“ eða á ýmsan annan hátt, sem fólki hefur hingað til verið munntamt að vísa til fyrirfarandi viku eða annarra undangenginna og lið- inna tímaskeiða. Á þessu sviði býr íslenska yfir töluverðri fjöl- breytni. Ég ætla raunar ekki að halda því fram að þetta málfar sé svo nýtilkomið, að það hafi ekki heyrst fyrr en upp á síð- kastið. Hitt virðist mér, að það hafi sótt mjög á undanfarið og sé að verða einrátt. Viltu ekki vera svo vænn að hjálpa til við að blása lífí í deyj- andi orð og orðasambönd, sem úr er að velja og við eiga, þegar vísað er til liðins tíma, ára og árstíða, missera, mánaða og vikna? Við skulum halda áfram að segja „í fyrra“, „í fyrra- haust“, „í haust sem leið“, „í fyrrasumar“, „í sumar sem leið“, o.s.frv. Látum okkur líka nægja að segja „um helgina“, „í vik- unni“, „í mánuðinum“ o.s.frv. í stað þess að bergmála einhveija útlensku endalaust með því að segja „í þessari viku“, „í þess- um mánuði", „um þessa helgi“ og annað ámóta. Og hví ekki að taka aftur upp (þótt ekki væri nema til tilbreytingar stöku sinnum) orðasambandið „á sumri komanda" í staðinn fyrir þann trénaða orðalepp „á næsta sumri“ og „á komandi árum“ fyrir klisjuna „á næstu árum“, sem varla heyrist önnur, eins og annað sé ekki til? Kær kveðja. Post scriptum 28.11. Við „Niger" og „Rigu“ að ríma er raun vor og eilífðarglíma. Og limericks að „þýða“ mun Ijóðin ei piýða. Þann leirburð skal hefta í tíma!“ ★ Voð hét á eldra málstigi váð, sbr. vaðmál. Af váð kemur svo með i-hljóðvarpi sögnin að væð- a(st), en hún merkti að fara í voðir = klæði. Ef sögnin var höfð á miðmyndarendingar, stýrði hún þolfaíli. Menn gátu vætt eitthvað í merkingunni að færa það í voðir. Nú er frá því að segja að áar okkar voru margir herskáir. Þeir bjuggu til samsetninguna að hervæða(st) um þá athöfn að fara í herklæði. Sögnin sést óvíða í fomum bókum en Snorri Sturluson hefur kannski kunnað hana, því að í handritum Gylfaginningar er hún stund- um höfð, en stundum sögnin að herklæða(st), þegar sagt frá vígbúnaði Einheija og ásanna fyrir bardagann mikla sem menn kenndu til ragnaraka. Síðan hervæddust menn um aldir, og fyrirbærið hervæðing var þrá- sinnis nefnt. Enn liðu stundir fram, og hér á íslandi höfðu menn hætt að hervæðast, en senn mun vopn- lausum íslendingum hafa þótt nauðsynlegt að bæta sér skað- ann með öðrum „væðingum“, svo sem rafvæðingu sveitanna, vélvæðingu iðnaðarins og skyn- væðingu (ekki *skinnvæðingu!) landbúnaðarins. „Skynvæðing“ mun eiga að vera þýðing á e. rationalization, d. rationalis- ering. „Vondur kall, Rasjón", stendur í Kristnihaldi undir Jökli. Þá hefur „einkavæðing" ekki verið lítið notað orð nú um stundir, á dönsku privatisering. En látum líkingamál vera og „væðingar" í hófi, eins og raf- væðingu og vélvæðingu, en mun ekki fleira fólki en mér þykja stigið yfir strikið, þegar rætt er um „frystitogaravæð- ingu útgerðarinnar"? Kem ég kannski eins og „utan úr sjöunda himni“, eða ætti ég kannski að „draga bjálkann úr mínu eigin glerhúsi"? ★ Hlymrekur handan kvað: Mönnum er meðfætt að teygjast, og monthana eðli að reigjast, en í ár eitt ég veit: undir ag'a og heit ætla ég ekki að beygjast. ★ „Sjáum vér af mörgum dæm- um hve stór umskipti hafa tekið heilir landslýðir, eftir því sem þeir breyttu siðum og málfari eftir öðrum þjóðum; svo hafa þeir gjörst hverflyndir og þrótt- lausir, en gjarnir á útlenda ósiðu, að eftir einn aldur þekkja þeir eigi sjálfa sig.“ (Eggert Ólafsson, 1726-1768.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.