Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 13 Hugleiðingar um heimsmál eftir Rúnar Kristjánsson Við íslendingar búum við það frelsi að geta sagt meiningu okkar um stjómmál landsins og einstaka pólitíska leiðtoga án þess að voðinn sé vís. Hafa ber í huga að slík rétt- indi em ekki sjálfgefín. Þau fela einnig í sér þá siðferðilegu kröfu til hvers og eins, að ábyrgð fylgi orðum og gjörðum. Þjóðumálaum- ræðan þarf að vera heilbrigð svo hún skili jákvæðum hlutum. Það er staðreynd að við þurfum að bera meiri virðingu fyrir _því frelsi sem við búum við hér á Islandi. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að efla sem best þann siðferðilega grunn sem lýðræðisskipulag okkar og réttar- kerfí hvílir á. Það þarf að skapa beinni og skilvirkari tengingu milli réttarkerfísins í landinu og réttlæt- istilfínningar þjóðarinnar, þannig að fólk sé betur meðvitað um það að kerfíð þjóni tilgangi sínum. Við þurfum að veita valdseiningum þjóðfélagsins jákvætt aðhald með ábyrgri og vakandi umræðu. í mörgum löndum býr fólk langan veg frá því frelsi og því réttarkerfí sem heimilar því að segja meiningu sína. Hin minnsta gagnrýni á stjómvöld getur leitt til ofsókna, fangelsisvistar og jafnvel lífláts. Ofbeldi er í mörgum löndum virkur hluti stjórnarstefnunnar og tæki einræðissinnaðra valdhafa til að koma í veg fyrir að lýðræðisöfl nái völdum í krafti þjóðarfylgis. Það er því mjög beisk staðreynd, að menn sem sitja að völdum í skjóli ofbeldis og einræðis, eru skoðaðir almennt sem réttmætir fulltrúar þjóða sinna, þó þær hafí aldrei leitt þá til öndvegis af frjálsum vilja sín- um. Þeir fá svo í opinberum heim- sóknum til annarra landa, að njóta þeirrar virðingar sem þjóðum þeirra ber. Við höfum hér á íslandi tekið á móti mönnum af þessu tagi og veitt þeim alla virðingu. En við vit- um að sannleikurinn vitnar á móti slíkum mönnum, þeir eru ekki rétt- ir fulltrúar þjóða sinna og eiga*'í raun enga virðingu skilið. Þeir hafa fallið á prófí lífsins og engin blessun fylgir þeim. Þeir lifa sem sníkjudýr á eigin þjóðarlíkama og öll umræða í heiminum ætti að beinast að því að fletta ofan af harðstjóm þeirra og spillingu, svo þjóðir þeirra geti brotið af sér klafa þeirra og gengið fram veginn til góðs. Það er í alla staði fráieitt að dæma heilar þjóðir fyrir afbrot einstakra manna sem stjómað hafa þeim með ofbeldi og hervaldi. En sárt er til þess að vita, að allt of oft hefur það gerst að fjölmiðlar heimsins hafa neglt þjáða og kúgaða þjóð fasta við persónu harðstjóra síns. Hægt er að nefna mörg dæmi um slíkt. Þannig hefur stöðugt verið talað um íraka og vísað til þjóðarinnar almennt, þegar í raun er verið að tala um Saddam Hussein og ógnarstjóm hans. Þetta er mikið ranglæti, einkum þegar höfð er í huga sú staðreynd, að írakar sjálfír hafa orðið að líða mest sem beinir þolendur harð- stjómar þess manns sem á síðustu áram hefur mest svarið sig í ætt við Hitler. Fordómafullur frétta- flutningur getur valdið miklu tjóni. Einnig skapar þetta ranglæti sem þjóðinni er sýnt erlendis frá, hættu á því að fólk beinlínis sjá sér enga aðra leið færa en að standa með harðstjóranum. Það sé hvort sem er talið á hans bandi og engin von um lausn sýnileg. Örvænting leiðir fólk sjaldan til vitrænnar afstöðu eins og kunnugt er. Bandaríkin söfnuðu saman íjöl- þjóðaher í nafni Sameinuðu þjóð- anna og hófu „krossferð" gegn of- beldi Saddam Husseins. í öllum íjöl- miðlum var talað íjálglega um hið yfírlýsta markmið, að frelsa Kúvæt og setja Saddam Hussein frá völd- um í írak og láta hann svara til saka fyrir glæpi sína. Þúsundir ír- aka vora drepnir og hræðileg eyði- legging átti sér stað í landi þeirra af völdum linnulausra loftárása fjöl- þjóðaliðsins. Og hver varð svo nið- urstaða stríðsins? Hinn arabíski Hitler fékk að halda völdum og þjóðin sem áður fékk að blæða fyrir ógnarstjóm hans, sat áfram í eldi kvalarans og fékk nú í viðbót að blæða fyrir til- verknað þeirra sem þóttust ætia að frelsa hana en bragðust þeirri skyldu. Endurspegla svona vinnu- brögð ekki tvöfalt siðgæði? Harð- stjórinn í Bagdad nýtti sér af læ- vísi þrengingar þjóðarinnar og hélt uppi stöðugum áróðri um það, að vestræn ríki vildu írösku þjóðina feiga. Var það nokkur furða að hann spilaði á þá strengi, honum var gefíð gullið færi til þess áróðurs. Fjölmiðlar töluðu um Saddam Hussein og írösku þjóðina sem eitt og hið sama. Sú samtenging er frá- leit og skaðar írösku þjóðina, en styrkir blóðhundinn Saddam í sessi. En stóra spurningin er, hvað olli því að yfirlýstur tilgangur Persa- flóastríðsins fór að hluta til í vask- inn? Allt bendir til þess, að pólitísk martröð vestrænna forastumanna út af klerkaveldinu í íran hafí leitt til þess, að ákveðið hafí verið að Saddam Hussein héldi völdum sem besta mótvægið gegn íslömsku of- stækismönnunum í Teheran. Örlög írösku þjóðarinnar urðu í einu vet- fangi að smávægilegu aukaatriði. Pólitíkin svívirti enn einu sinni öll siðferðileg og mannleg gildi. Heims- byggðin stóð um stund á öndinni af hneykslun yfir þessu háttalagi sigurvegaranna, enda höfðu flestir sem ritað höfðu og rætt um „kross- ferðina" verið hafðir að fíflum. En oft vill svo fara að menn gleymi því fljótt sem óþægindum veldur að muna. Bush forseti Bandaríkjanna hefur þó að öllum líkindum tekið út sín laun fyrir nið- urstöðu Persaflóastríðsins. Það er hlálegt að hann skuli inn- an skamms hrökklast frá völdum, en Saddam Hussein sitji sem fastast í Bagdad. En traust bandarísku þjóðarinnar á forseta sínum beið hnekki við óvænta niðurstöðu „krossferðarinnar“ og réttlætis- kennd þúsunda bandarískra borg- ara var misboðið. Seta Saddam Husseins á valda- stóli er í augum fjölmargra Banda- ríkjamanna óþOlandi ögran. Hún segir okkur líka þá sögu, að til séu þær meinsemdir í bandarísku stjómkerfí, sem leitt hafa til stefnu sem sáð hefur ógn og skelfíngu víða um heim. Þáttur Bandaríkjastjómar í at- burðunum við Persaflóa er sannar- lega ekki í anda Washingtons, Jeff- ersons og annarra framkvöðla sem mótuðu í upphafi hugsjónir hins mikla vestræna lýðveldis. Þeir vora sjálfum sér samkvæmari. Það er margt sem bendir til þess, að Bandaríkin séu um þessar mundir, eins og bundinn risi í pólitísku tóma- rúmi. Þau hafa týnt óvininum sem allt hafði miðast við. Sovétríkin í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁÐHÚSTORQI „Óhrein meðul eru óhrein meðul. Það blessar engan málstað að nota þau. Samviska heimsins má ekki sofa við neinar aðstæður og raddir þjóðanna þurfa að sameinast um alla veröld í voldugum frið- arkór.“ heyra sögunni til og forastan í Hvíta húsinu og Pentagon er enn ekki búin að átta sig á gjörbreyttri heimsmynd. Rauða hættan funar enn í hugsun margra í háköstulum ríkisvaldsins vestanhafs. En í dag er ábyrgð Bandaríkjamanna enn meiri en nokkra sinni fyrr á afdrif- um þessa heims og vægi þeirra í málefnum þjóða sterkara en áður. Því er nauðsynlegt að nýir valdhaf- ar í Washington aðlagi sig sem fyrst breyttri heimsmynd og gangi fram með grundvallarhugsjónir banda- rískrar sögu að markmiði og verði þannig veröld allri til heilla. Það er nauðsynlegt aðhver hugs- andi maður geri sér grein fyrir því, að ranglæti sem framið er í Evrópu er ekki voðalegra í sjálfu sér en samsvarandi ranglæti í Afríku eða Asíu. Munurinn er fyrst og fremst sá að ranglæti eða ofbeldi sem við- gengst í Evrópu er nær okkur. Og því nær okkur sem ofbeldið kemur því meir dregur úr öryggiskennd okkar. Því virðast atburðirnir í Júgóslavíu snerta okkur dýpra en ástand mála í Sómalíu og Afganist- an. Einnig kemur til aukin umfjöli- un fjölmiðla vegna þess að atburðir gerast í meiri nálægð. Við megum samt ekki láta ijarlæg<3ir deyfa skyn okkar á því sem er að gerast hverju sinni. Menn mega aldrei vera hlutlausir gagnvart ranglæti og of- beldi. Sérhver rödd sem lætur til sín heyra, gerir gagn með því að mótmæla ranglæti. Samfélag þjóð- anna nær yfír allan heiminn. Of- beldi særir svartan mann jafnmikið og hvítan. Það hefur skeð á okkar tímum, að heilar þjóðir hafa verið sviptar nánast öllu vegna stjórn- málalegra hagsmuna þeirra sem fara með völd í skjóli hemaðarlegra yfírburða. Þar má nefna Palestínu- menn og Kúrda. En það má aldrei þegja yfír ranglætinu eða reyna að réttlæta það út frá því hver gjörand- inn er. Óhrein meðul era óhrein meðul. Það blessar engan málstað Rúnar Kristjánsson að nota þau. Samviska heimsins má ekki sofa við neinar aðstæður og raddir þjóðanna þurfa að sam- einast um alla veröld í voldugum friðarkór. Slík samstaða er lífsnauð- syn í heimi sem er langt kominn með að loka fyrir eigið súrefni. í Bók bókanna stendur, að kærleikur- inn sé mesta gjöf Guðs til okkar mannanna. Við skulum því nota þá gjöf miklu meira en hingað til í lífí okkar, því það mun vissulega sam- verka öllum til góðs. Höfundur býr & Skagaströnd. "fcundur" )brekku 25 Kópavogi Kennum alla samkvæmisdansa: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 4. - 9. jan. Frákl. 13.00 í síma: 641111. Kennsluönnin er 17 vikur, og lýkur með balli Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur. ÍD Betri kennsla - betri árangur iupadance skðr á dömur og herra. 'gurðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.