Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Minning Sr. Stefán V. Snæv- arrfv. prófastur Þegar vinur minn og bekkjarbróð- ir, sr. Stefán V. Snævarr sókn- arprestur og prófastur að Völlum í Svarfaðardal og Dalvík er kvaddur, rifjast upp viðkvæmar minningar. Minningar frá æskuárum okkar í Menntaskólanum á Akureyri þegar við áttum framtíðina skuldlausa og samstarfíð í Háskóla íslands og fé- lagslíf og vaxandi kynni af alvöru lífsins. Allt rifjast þetta upp þegar komið er að leiðarlokum. Örlögjn höguðu því þannig að við urðum fyrir nokkru nágrannar á Seltjamamesi og hittumst þar öðm hvetju síðustu árin. Við vorum 19 sem lukum stúd- entsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1936. Af þessari fámennu bekksögn em nú aðeins sex á lífí. Stefán Valdimarsson Snævarr var fæddur á Húsavík 22. mars árið 1914. Foreldrar hans vom Valdimar Snævarr skólastjóri þar og kona hans Stefanía Erlendsdótt- ir, mikið mannkostafólk. Fluttu þau síðan til Neskaupstaðar og áttu þar heima meginhluta ævinnar. Gegndi Valdimar þar skólastjórastarfi og gat sér þar mikinn orðstír. Var hann landsþekktur maður, meðal annars fyrir sálmaskáldskap sinn. Eins og áður er getið lauk Stefán stúdentsprófi frá MA sumarið 1936. Þaðan lá leið hans í Háskólann í Reykjavík, þar sem hann lagði stund á guðfræði. Lauk hann þar prófí árið 1940. Árið 1941 gerðist hann sóknar- prestur að Völlum í Svarfaðardal og átti þar heimili til ársins 1968, er hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Dalvíkur. Stóð heimili hans þar til sjötugs aldurs er hann lauk prestsembætti fyrir aldurs sakir. Hann gegndi jafnframt þjónustu í Hríseyjar-, Möðmvallaklausturs- og Ólafsíjarðarprestaköllum um skeið. Settur prófastur í Eyjafjarðarpróf- astsdæmi frá 1, október 1967 og skipaður prófastur 1968. Séra Stefán gegndi mörgum trún- aðarstörfum í hémðum sínum og á Norðurlandi. Hann var í stjóm Prestafélags hins foma Hólastiftis frá 1. nóvember 1968. Hvatamaður var hann að stofnun Lionsklúbbs Dalvíkur og fyrsti formaður hans. Formaður skólanefndar í Svarfað- ardal lengi og í sáttanefnd þar. Próf- dómari var hann við barnaskóla á Húsabakka í Svarfaðardal og við landspróf í gagnfræðaskólanum á Dalvík. Öllum störfum sínum gegndi hann af ötulleik og samviskusemi. Séra Stefán Snævarr naut jafnan mikilla vinsælda í sóknum sínum. Hann var hógvær skapfestumaður í allri framkomu. Í vinahópi var hann glaður og hlýr og ávann sér ævinlega traust og vinsældir allt frá skólaámm til virðingarstarfa í hér- uðum sínum. Boðandi orðsins var hann góður. En enginn var hann yfírborðs- maður. Kom jafnan fram af hrein- skilni og góðvild. Séra Stefán var gæfumaður í einkalífí sínu. Hinn 1. júní 1947 kvæntist hann Jónu Gunnlaugsdótt- ur frá Sökku í Svarfaðardal, elsku- legri og vel greindri konu. Fór jafn- an einkar vel á með þeim hjónum. Áttu þau þrjú vel gefín böm. Em þau: Stefanía, gift dr. Ingimari Ein- arssyni, Gunnlaugur, yfirkennari, og Ingibjörg, starfsmaður Rauða kross Islands. Þegar þessi virðulegi kennimaður og góði drengur er allur er hans minnst af söknuði og hlýhug af öll- um þeim er honum kynntust. Hann hefur nú heilum vagni heim ekið. Konu hans og ástvinum öllum flytjum við Ólöf vinar- og samúðar- kveðjur. Sigurður Bjarnason frá Vigur. í fáum orðum vil ég minnast míns gamla sóknarprests, séra Stef- áns V. Snævarrs, sem lést þann 26. desember síðastliðinn. Séra Stefán var settur prestur í Vallaprestakalli í Svarfaðardal árið 1941 og var skipaður í embættið ári síðar. Hann sat á Völlum til ársins 1968 er hann ásamt fjölskyldu sinni settist að á Dalvík. Það ár var embætti Vallaprests flutt til Dalvíkur og nafni prestakallsins breytt í Dalvík- urprestakall. Prófastur Eyjafjarðar- prófastsdæmis varð hann 1967. Lertgst af búsetu sinni á Völlum rak hann þar búskap. Séra Stefán lét af embætti árið 1984 og fluttist um það leyti suður þar sem hann bjó á Seltjarnarnesi síðasta hluta ævi sinnar. Séra Stefán var mjög svo virtur af sóknarbömum sínum og hygg ég að þar hafi átt dijúgan þátt í ágæt þátttaka hans í almennu fé- lagslífi sóknarbarnanna. Með ljúf- mannlegri framkomu veittist hon- um auðvelt að laða að sér fólk ásamt því að flestir þeir sem kynntust honum eitthvað umfram það er laut að embættisstörfum hans hljóta að hafa hrifist af frásagnargáfu hans sem krydduð var ríkulega, ef því var að skipta, fágaðri kímni. Minn- ist ég þess nú að framangreinda eiginleika í fari séra Stefáns kunni faðir minn, og þeir bræður fleiri, sérstaklega vel að meta. Undirritaður tilheyrir þeim ald- urshópi Svarfdælinga sem séra Stefán skírði og fermdi. Hann gifti og fjölmörg okkar þó ég sé reyndar ekki í þeim hópi en eitt barna minna skírði hann. í mínu óþroskaða ungl- ingshjarta hlaut hann eilitla vænt- umþykju fyrir það, sem skiptir víst í sjálfu sér engu máli, að hafa fermt mig fyrstan ungra sveina í þá ný- vígðri Dalvíkurkirkju og naut ég þar að sjálfsögðu aðeihs þess að hafa verið fyrstur drengjanna fstaf- rófínu. Það varð mér mikið ánægju- efni að eiga við hann löngu síðar dálítið samstarf og njóta gestrisni þeirra hjóna, frú Jónu og hans, er fram fór lokaundirbúningur að rit- verkinu Svarfdælingar, en þá kynntist ég sem fullorðinn maður þeim eðliskostum séra Stefáns er að framan getur. Má það gjarnan einnig koma fram hér að Kristján Eldjám, sem yfírumsjón hafði með þeirri útgáfu, naut í því sambandi þess að geta leitað til séra Stefáns. Séra Stefán fæddist 22. mars 1914 á Húsavík, sonur Stefaníu Erlendsdóttur og Valdemars Snæv- arrs, sálmaskálds og síðar skóla- stjóra á Neskaupstað. Valdemar var af svarfdælskum ættum í móð- urkyn. Séra Stefán kvæntist árið 1947 eftirlifandi konu sinni, frú Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur, frá Sökku í Svarfaðardal. Þau eignuð- ust þijú börn: Stefaníu Rósu og Gunnlaug Valdemar sem bæði eru kennarar og Ingibjörgu Amfríði fóstru. Síðast hitti ég séra Stefán þann 17. maí síðastliðinn á svonefndum fjölskyldudegi Samtaka Svarfdæl- inga í Reykjavík og nágrenni. Á samkomum Samtakanna naut séra Stefán vafalítið samvistanna við mörg sín fyrrverandi sóknarböm á svipaðan hátt og við nutum þar nærveru okkar gamla og virðulega sóknarprests. Ég sendi frú Jónu, börnum þeirra séra Stefáns og öðmm aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Atli Rafn Kristinsson. Fyrsta dag júnímánaðar árið 1941 urðu prestaskipti í Valla- prestakalli í Svarfaðardal. Þetta voru allnokkur tíðindi í sveitinni enda hafði séra Stefán Kristinsson, er þá lét af störfum, þjónað presta- kallinu farsællega í fjóra áratugi, eða frá árinu 1901. Við embættinu tók ungur maður, Stefán Snævarr, sem hafði ekki frekar en forveri sinn tekið vígslu er hann tók við þessu umfangsmikla presakalli. Ósennilegt er að hinum unga manni hafi þá komið til hugar að hann ætti eftir að sitja í þessu brauði allan sinn starfsferil og þremur ámm lengur en forveri sinn. En sú átti eftir að verða raunin. Frá 1901 og til 1984 sátu aðeins tveir prestar Vallaprestakall og segir það sína sögu um að prestum hafí líkað vel við sóknarbörn og sveit og að sókn- arbörnum hafi á sama hátt líkað vel við þessa presta sína. Stefán Erlendur Valdemarsson Snævarr vígðist til Vallaprestakalls í Svarfaðardal 15. júní 1941. Hann fæddist á Húsavík 22. mars 1914 en ólst að mestu upp í Neskaup- stað. Foreldrar hans vom Valdemar V. Snævarr skólastjóri og kona hans Stefanía Erlendsdóttir. Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936 og lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1940. Á þessum árum náði Vallapresta- kall yfir sóknimar þijár í Svarfaðar- dal, Vallasókn, Tjarnarsókn og Urðasókn; einnig Upsasókn, er hið vaxandi þorp Dalvík tilheyrði; sem og Árskógsströnd og Hrísey, þar sem voru Stærri-Árskógskirkja og Hríseyjarkirkja. Þetta var því um- fangsmikið prestakall og vega- lengdir miklar og má rétt geta sér þess til að annríki hefur oft verið mikið hjá presti, ekki síst á hátíðum þegar messa þurfti í mörgum kirkj- um og hvorki vegir né bílar eins góðir og við þekkjum nú. Hríseyjar- prestakall var stofnað 1952 og til- heyra því bæði Hríseyjarkirkja og Stærri-Árskógskirkja. Stefán Snævarr þjónaði þessum kirkjum þó síðar í aukaþjónustu sem og kirkjum Möðruvallaprestakalls. Töluvert lengur og oftar þjónaði hann í aukaþjónsutu nágrönnum sínum í Ólafsfjarðarprestakalli og lætur nærri að sú þjónusta hafi staðið hátt í þijú ár frá árinu 1968 þegar allt er talið saman. Voru aðstæður oft erfíðar til ferða fyrir Múlann en þessa þjónustu taldi Stefán ekki eftir sér að inna af hendi eins vel og kostur var. Pró- fastur Eyjafjarðarprófastsdæmis var Stefán skipaður frá 1. nóvem- ber 1968 og gegndi því embætti þar til hann lét af starfi sóknar- prests 30. september 1984. í stjórn Prestafélags Hólastiftis var hann frá árinu 1968. Hinn 1. júní 1947 kvæntist Stef- án eftirlifandi konu sinni, Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal, og eignuðust þau þijú börn, Stefaníu Rósu, .Gunnlaug Valdemar og Ingibjörgu Amfríði. Þau hjón bjúggu á Völlum næstu tvo áratugina, ráku þar ágætt kúabú auk þess að vera með sauðfé eins og alsiða var í Svarfað- ardal á þeim árum. Stefán sóttist ekki eftir nefndarstörfum í sinni sveit en komst þó ekki hjá slíkum starfa og var m.a. um árabil for- maður skólanefndar Svarfaðardals- hrepps. Á þeim árum var verið að undirbúa byggingu nýs skóla í Svarfaðardal og reyndi því allmikið á nefndarmenn og ekki síst þann er leiddi starfið. Um sína daga átti Stefán oft við vanheilsu að stríða þó að hann léti ætíð sem minnst á slíku bera. Bar hann sig alltaf vel þegar við hann var talað, brá gjarnan á glens og henti gaman að hvernig fyrir sér væri komið. Að læknisráði varð hann þó að hætta búskap um 1960 og hefur það án efa ráðið allnokkru um að hann studdi nokkrum árum síðar þá ráðagjörð að flytja prests- setrið frá Völlum til Dalvíkur sem var ört vaxandi bær. Getur vart nokkrum blandast hugur um nú að sú ákvörðun var rétt, þegar til lengri tíma var litið, þó svo að sveit- ungar hans væru eðlilega margir hveijir ósáttir við að missa prestinn úr sveitinni í þéttbýlið. Sennilega hafa margir einnig séð eftir því að geta ekki notið gestrisni þeirra hjóna heima*á kirkjustaðnum eins og fyrr en ætíð var mjög gott að sækja þau heim, bæði afar gestrisin og hlý í viðmóti og samræðu. Minn- ast margir slíkra stunda með þeim með mikilli ánægju. Þar sem ára- mót eru rétt að baki má nefna að um árabil var aftansöngur í Valla- kirkju seint að kveldi gamlársdags og var síðan gengið í bæinn og gestrisni Jónu og Stefáns notið fram eftir nóttu. Þessum stundum, og mörgum öðrum með þeim hjón- um, gleyma Svarfdælingar seint. Síðla árs 1968 fluttu Stefán og Jóna til Dalvíkur og áttu heimili á Hólavegi 17 næstu 16 árin. í hinum ört vaxandi bæ hafði þá fyrir all- nokkrum árum verið reist stórt og myndarlegt guðshús sem sóknar- presturinn átti eðlilega sinn stóra þátt í að láta verða að veruleika. En prestur er aldrei einn á báti. Hann hefur söfnuð og samstarfs- fólk sitt þar og starf hans er fólgið í því að vinna með sóknarbörnum sínum og veita þeim þá þjónustu er presti ber skylda til. Flest af því verður aldrei skráð né um það höfð mörg orð, heldur geymist slíkt að- eins með þeim er þess nutu og er í hljóði þakkað. Af hinum sýnilegu verkefnum hefur bygging Dalvíkur- kirkju, er var vígð árið 1960, án efa reynt hvað mest á Stefán og samstarfsfólk hans enda mikið átak er tók langan tíma. En farsælt sam- starf átti hann ekki síður við sókn- arbörn í Svarfaðardal og marga vini eignuðust þau hjón í prestakall- inu, jafnt í kirkjustarfinu sem utan þess, fólk er margt hvert hefur haldið sambandi við þau allt til þessa. Stefán söng lengi með Karla- kór Dalvíkur og hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Dalvíkur og fyrsti formaður hans. Var sá félagsskapur Stefáni mjög hjart- fólginn og hélt hann sambandi við vini sína þar alla tíð, nú síðast rétt fyrir jólin. Hinn 30. september 1984 lét Stefán af embætti sóknarprests Dalvíkurprestakalls, sjötugur að aldri. Fluttu þau hjón suður á Sel- tjarnarnes og áttu síðast heimili á Valhúsabraut 17. Þangað var ekki síður gott að koma en til þeirra hér fyrir norðan. Það fengum við héðan úr prestakallinu ætíð að reyna þeg- ar bankað var upp á. Nú síðast í nóvember buðu þau hjón Kirkjukór Dalvíkur að koma til sín og þiggja góðgerðir þegar kórinn fór í söng- ferð til Reykjavíkur. Var það afar notaleg heimsókn og ánægjulegt að minnast þess nú hve Stefán var glaður með þá stund. En þrekið var á enda eftir anna- saman en farsælan ævidag og lést Stefán í Landspítalanum í Reykja- vík annan dag jóla eftir stutta legu, 78 ára að aldri. Að leiðarlokum minnast fyrrum sóknarböm Stefáns í Svarfaðardal og á Dalvík 43 ára tryggrar þjón- ustu hans af innilegu þakklæti og virðingu og þakka af hjarta sam- verustundir með honum. Margt kemur upp í hugann þegar litið er yfír farinn veg, stundir gleði og hátíðar sem stundir sorgar og erfið- leika. Allar þær minningar biðjum við Ðrottin Guð að helga og blessa og fæmm honum lof og þökk fyrir liðna daga, fyrir allar gjafir sínar og umsjá. Drottinn, ó, Drottinn vor, dagamir líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Ver þú oss veikum hjá, vemda þína arfleifð. Líknandi hendi, ó, leið oss nú. v Drottinn, ó, Drottinn vor, dýrð þína að efla, gðfga þig einan æ gef oss náð, vinna þitt verk á jörð, vera þér til dýrðar, vegsama nafn þitt um lög og láð. (Níels S. Thorláksson) Jónu G. Snævarr, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Guð blessi minninguna um góðan dreng og samferðamann og varð- veiti í sínu eilífa ríki. F.h. safnaða Dalvíkurprestakalls, Jón Helgi Þórarinsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Dalvíkur Þegar Lionshreyfíúgin var að ná fótfestu hér á landi völdust þar til forustu margir hæfileikamenn sem tókst að vekja frekari athygli á hreyfingunni og vinna henni fylgi. En það er gæfa hvers félags að í upphafi veljist góðir menn til for- ustu sem móti félagsskapinn. Einn þessara manna var séra Stefán Snævarr sóknarprestur á Dalvík. Stefán var frumkvöðull og fyrsti formaður Lionsklúbbs Dalvíkur, alla tíð félagi og heiðursfélagi síð- ustu árin. Stefán var mikill áhugamaður IJTSAT.A LJTSAIA LTTSALA Útsalan byrjar í dag kl. 9.00 30—70% afsláttur Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. öðunto tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.