Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 15 um Lionshugsunina og þann fjölda verkefna sem hreyfingin vinnur að bæði opinberlega og ekki síður þau sem eru unnin í kyrrþey. Stefán var ætíð tilbúinn að taka að sér verk og oft var til hans leitað ekki síst þegar vel átti til að vanda. Á fundi mætti Stefán mjög vel og var þar hrókur alls fagnaðar. Þar naut sín vel hin skemmtilega kímni hans. Oft sagði hann sögur af mönnum og málefnum án þess að særa nokk- urn. Eftir að Stefán flutti frá Dalvík var hann alltaf í góðu sambandi við klúbbinn og fylgdist vel með störf- um hans og margar voru kveðjurn- ar og bréfin sem bárust til klúbbs- ins frá honum. Lionsklúbbur Dalvíkur og Lions- hreyfingin sjá á bak góðum félaga en áhrifa hans mun gæta lengi í hreyfingunni. Aldnir hníga, einnig hinir. Ævin líður, skammt til nætur. En þegar fara fomir vinir, finn eg svíða í hjartarætur. Svo kvað vestur-íslenska skáldið og fræðimaðurinn Richard Beck, er hann frétti lát tveggja nákominna vina sinna heima á Fróni. Sorg- arstefið hans náði mér að hjartarót- um, er eg frétti að séra Stefán V. Snævarr fv. prófastur væri látinn. Hann lést annan dag jóla, eftir að hafa legið nokkra daga þungt hald- inn í Landspítalanum. Þó að sár sé treginn við fráfall séra Stefáns, kom dauði hans ekki óvænt. Séra Stefán hafði ekki geng- ið heill til skógar undanfarið og oft orðið af þeim sökum að leggjast á sjúkrahúsið. En baráttu sína við sjúkdómana háði hann af einstakri hugarró og æðruleysi. Dauðanum kveið hann ekki. Sýnt var, að hverju dró, þegar hann síðast varð að leggj- ast mjög veikur inn á Landspítalann nokkrum dögum fyrir jól. En þótt dauðinn geri hugboð um návist sína og hvíldin eina kalli á viðbrögð Síraksbókar: „Ó, dauði, hversu kært er kall þitt“ — þá er það kall ævinlega snöggt og fjar- rænt því að það breytir svo miklu. Þar um geymir eilífðin ein hinstu rökin. Stefán Erlendur var fæddur á Húsavík 22. mars 1914. Hann var sonur sæmdar- og merkishjónanna Valdemars Snævarrs skálds og skólastjóra, Valvessonar skipstjóra á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd og Stefaníu Erlendsdóttur bónda og útgerðarmanns á Ormsstöðum í Norðfirði. Valdemar Snævarr var þá skólastjóri á Húsavík í nokkur ár. Síðan flutti fjölskyldan til Nes- kaupstaðar, þar sem Valdemar varð skólastjóri. Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1936. Kandidat í guðfræði varð hann frá Háskóla íslands 1940. Um mitt sumar árið eftir, 15. júní 1941, var hann vígður sóknarprestur í Vallaprestakalli í Svarfaðardal. Séra Stefán kvæntist 1. júní 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur, Gíslason- ar bónda og konu hans Rósu Þorgils- dóttur á Sökku í Svarfaðardal. Frú Jóna er mikil húsmóðir og studdi mann sinn með ráðum og dáð á löngum starfsferli og til hinsta dags. Á kveðjustund hrannast saman bjartar, hlýjar og þakklátar minn- ingar um samstarf og vináttu okkar séra Stefáns í hartnær hálfa öld. Ljúft er mér að minnast þess, hve fjölskyldur okkar voru samrýmdar, vinskapurinn mikill og samveru- stundirnar margar allt frá fyrstu tíð. Við Sólveig og börnin okkar minnumst þess með sérstakri þökk, hve gott var að koma heim að Völl- um og eiga þar márgar ánægju- stundir. Þá höfðu foreldrar Stefáns flutt frá Neskaupstað og eignast hlýtt og notalegt athvarf í ellinni á efri hæð prestssetursins. Þá var þar og til heimilis Árnína, systir Stefaníu, sem einn af meðlimum fjölskyldunn- ar. Á Völlum ólust upp börn séra Stefáns og frú Jónu: Stefanía Rósa, sem er handavinnukennari, gift dr. Ingimar Einarssyni sem um þessar mundir starfar í Stokkhólmi á veg- um Norðurlandaráðs; Gunnlaugur Valdemar er yfirkennari Lögreglu- skóla ríkisins og lngibjörg Arnfríður er fóstra, en starfar nú hjá Rauða krossi íslands. Prestsheimilið á Völlum var því þeirrar gerðar sem áður var, þegar afi og amma voru í heimilinu hjá hinni ungu og uppvaxandi kynslóð. Séra Stefán og frú Jóna sátu stað- inn með sæmd og prýði. Mannkost- ir fjölskyldunnar á Völlum, kær- leikslundin, vinarþelið og gestrisnin mótuðu heimilislífið. Oft var það, sem við hjónin og börnin okkar ókum sem leið liggur út í Svarfaðardal, í berjamó í Skíðadal eða þegar réttað var í daln- um og jafnvei rennt fyrir silung í ánni. Ævinlega var viðkomustað- urinn Vellir, og þá ekki síst þegar efnt var til laufabrauðsgerðar á aðventunni, en það var fastur siður heimila okkar í áratugi að annast sameiginlega þann undirbúning jól- anna og nú síðast daginn sem séra Stefán varð frá að hverfa og leggj- ast í sjúkrahúsið, og fáeinir dagar voru eftir, þar til að hann hafði runnið æviskeið sitt á enda. Með séra Stefáni er genginn góð- ur, grandvar og traustur kirkjunnar þjónn og glöggur embættismaður, er eigi vildi vamm sitt vita í nokkr- um hlut. Séra Stefán varð prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis 1967, eða um líkt leyti og prestssetrið á Völlum var flutt til Dalvíkur. Þá varð mikil starfsaukning á þjónustu séra Stefáns til viðbótar starfinu í stóru prestakalli. Þar við bættist svo aukaþjónustan í nágrannapresta- köllum, er á þurfti að halda. En hann var heilsugóður fram eftir aldri, starfsfús og ósérhlífinn. Séra Stefán átti ríka kímnigáfu, þótt hann léti að jafnaði lítið á því bera, því hann var bæði hógvær og hlédrægur. En þessi hæfileiki hans leyndist ekki í vinahópi, eða þegar hann var fenginn til þess að vera veislustjóri í mannfagnaði. Þá lét hann brandara sína óspart ijúka milli dagskrárliða. Ég minnist hans frá fermingarbarnamótum í próf- astsdæminu, hve ráðsnjall hann var, og unglingunum gaf hann ekkert eftir í leikjum og íþróttum. Trú séra Stefáns var byggð á þeim trausta grunni, sem enginn annar getur lagt en Jesús Kristur. Ef eg ætti að lýsa trúarvitund hans eins og hún kom mér fyrir sjónir, geri eg það með orðum Jesaja spá- manns: „Svo hefir hinn heilagi í ísrael sagt: „Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða. í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera“ (Jes. 29:15). Tryggð, festa og víðsýni fóru saman í skap- höfn hans og lífsskoðun. Virkur fé- lagsmaður var hann í líknar- og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en hann var fastur fyrir og lét eigi bilbug á sér finpa, þegar hann varði sjónarmið sín og lífsviðhorf. Hlýtt og kærleiksríkt hugarfar mótaði afstöðu hans til manna og málefna. í mörg ár átti hann sæti í stjórn Prestafélags hins forna Hólastiftis. Árið 1984 lét séra Stefán af embætti fýrir aldurs sakir, og flutti hann þá suður á Seltjarnarnes og átti þar heima til æviloka. Síðasta verkefnið, sem eg sá hann taka sér fyrir hendur, var að afrita æviatriði fyrrv. sóknarbarna, sem' hann hafði kvatt burt af þessum heimi, en til þeirra ritstarfa þurfti hann margfalt stækkunargler. Svo skert var þá sjónin orðin. Hann fór allt að því daglega í stuttar gönguferðir um nesið meðan heilsan leyfði og gaf sig þá gjarnan á tal við þá, er urðu á vegi hans. Veit ég að nágrannar hans og nesbúar minnast hans með þökk fyrir góða viðkynningu. Og þannig leið tíminn uns yfir lauk. Séra Stefán var góður heimil- isfaðir. Hann naut ástríkis og um- hyggju. eiginkonu sinnar, barna og barnabarna sinna, Stefáns Þórs og Ingu Jónu. Allt var gert sem hægt var til þess að létta honum sjúk- dómsbyrðina og sjónleysið. Fjölskyldunni allri, systkinum séra Stefáns, dr. Ármanni Snævarr, frú Laufeyju og frú Guðrúnu fóstur- systur þeirra, skyidmennum, vensla- fólki og aðstandendum öllum vott- um eg, Sólveig kona mín og börnin okkar einlægu samúð, og við biðjum Guð að gefa ykkur huggun sína, frið sinn og styrk. Svo vill til, að dánardagur þessa látna vinar, annar jóladagur, er frá fornu fari í kirkjunni nefndur Stef- ánsdagur, til minningar um Stefán frumvott, er fyrstur lét lífið fyrir trú sína í frumsöfnuðinum í Jerúsalem. Ágústínus kirkjufaðir lét svo um mælt, að minning þessa frumvotts kirkjunnar skyldi vera sem næst sjálfri fæðingarhátíð frelsarans. Nú hefur forsjón Guðs svo fyrir mælt, að við eigum þennan sama nafn- greinda minningardag um séra Stef- án V. Snævarr næst fæðingarhátíð eilífðarljóssins í þessa veröld. Megi sú heilaga birta „að ljóssins dýrðar- heim“ ætíð umvefja minningu séra Stefáns og lýsa honum inn til him- insins heim. Pétur Sigurgeirsson. Yfir kirkjudyrum að Völlum í Svarfaðardal er fjöl, sem á er ritað „Soli Deo Gloria", eða Guði einum dýrðin. Þessa kirkju lét séra Páli Jónsson sálmaskáld reisa árið 1861 og kaus að setja þessa áletrun í stað nafns þess sem kirkjuna lét byggja, eins og þá var títt. Þetta lýsir manninum Páii Jónssyni. Slíkt lítillæti hefur einkennt fleiri Valla- presta og ekki síst móðurbróður minn, sem í dag er kvaddur. í 43 ár þjónaði harin undir þessu merki í algjörri lotningu fyrir skapara him- ins og jarðar. Það gladdi hann við leiðarlok að sjá turn Hallgrímskirkju blasa við höfðalagi sínu á Landspít- alanum. Sem klukkurnar hringdu út hádegismessu á annan dag jóla, sofnaði hann ferðbúinn inn í helgi jólanna. Stefán Snævarr var fæddur á Húsavík 22. mars 1914. Foreldrar hans voru Valdimár Snævarr skóla- stjóri og sálmaskáld, Valvesson, hákarlaskipstjóra á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, og kona hans Stef- anía Erlendsdóttir Árnasonar, bónda og útgerðarmanns á Orms- stöðum í Norðfirði. Haustið 1914, þegar Stefán var enn í vöggu, flutti fjölskyldan til Norðfjarðar, þar sem Valdimar tók við skólastjórn barna- skólans og stjórn símstöðvarinnar í Neskaupstað. Fjölskyldan hélt áfram að stækka og alls urðu systk- inin sex, auk stúlku sem skólastjóra- hjónin tóku í fóstur. Tveir bræðr- anna létust í æsku, báðir á 13. ári. Systkin Stefáns_ sem komust til full- orðinsára voru Árni Þorvaldur, verk- fræðingur og síðar ráðuneytisstjóri, Laufey Guðrún húgfreýja í Bót í Hróarstungu og á Egilsstöðum, Ár- mann prófessor og síðar rektor Háskóla Islands og hæstaréttar- dómari og fóstursystirin Guðrún Guðmundsdóttir ljósmyndari og húsfreyja í Garðabæ. Heimili Stef- aníu og Valdimars var sérstakt menningarheimili, þar sem fróð- leiksfýsn, trúarrækni og tónlist skipaði öndvegi. Valdimar var mikil- hæfur leiðtogi í skólamálum og sér- stakur áhugamaður um kirkju og æskulýðsstarf. Oft heyrði ég hann kallaðan séra Valdimar, enda kenni- maður af guðs náð, Ásamt nokkrum eldhugum öðrum mótaði hann í Neskaupstað það menningarsamfé- lag, sem einkennir þetta byggðarlag enn í dag. Börn skólastjórahjónanna þurftu ekki snemma að létta undir með hinu stóra heimili. Þegar á 9. ári hóf Stefán að beita línu á sumrum, en vinna í fiski og bera salt þegar byrðirnar jukust. Þannig tók hann í æsku sérstöku ástfóstri við sjóinn. Að æskuheimil- inu frátöldu hygg ég að trillukarl- arnir í Neskaupstað hafi öðrum fremur mótað viðhorf hans til lífs- ins. Þeir sem lifa í kompaníi við allífið, voru alla tíð hans menn. Það var skólastjórahjónunum á Norðfirði kappsmál að koma börn- um sínum til mennta. Stefán settist að hætti bræðra sinna í menntaskól- ann á Akureyri haustið 1932. Áhugi Stefáns var þó ekki einskorðaður við námsbækurnar og hafði orð á SJÁ SÍÐU 29 FlugS *KR^ Vn—v ÞRETTÁNDA- flUGELDAR “™ Sími 27181 OPIÐ KL. 14-22 í DAG í KR-HEIMILINU 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÁÐUR EROBIKSKÓR 4690 INNANHÚSSKÓR 6490 HLAUPASKÓR 6490 KVENSKÓR 2990 990 BARNASKÓR 4390 ^ 1990 JOGGINGGALLI 7980 1990 NGGALLI 4990 BIKBOLIR 2690 UNDFATNADUR 10-30% afsláttur Vo afsláttur af öllum öðrum irörum v OLTAMAÐURIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.