Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993
Oskar Matthías-
son - Kveðjuorð
Mánudaginn 21. desember sl.
barst sú fregn hingað til Eyja, að
Óskar Matthíasson skipstjóri og út-
vegsbóndi hefði látist í Borgarspítal-
anum í Reykjavík þá um nóttina.
Þó að við. sem til þekktum, viss-
um vel að Óskar hafði ekki gengið
heill til skógar síðustu misserin átt-
um við alls ekki von á því að kallið
kæmi svo fljótt og vildum tæpast
trúa því, að þessi harði og sterki
maður væri allur.
Þar sem Óskar heitinn var mjög
virkur félagi í Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja og sat í stjórn þess
í mörg ár langar mig til þess að
minnast hans með nokkrum fátæk-
legum orðum.
Óskar fæddist hér í Vestmanna-
eyjum 22. mars 1921. Foreldrar
hans voru hjónin Matthías Gíslason
og Þórunn Júlía Sveinsdóttir. Þau
fluttust bæði frá Eyrarbakka en
hófu búskap hér í Eyjum. Hann ólst
upp í foreldrahúsum ásamt fjórum
systkinum, þremur bræðrum þeim
Ingólfí, Sveini og Gísla, og einni
systur, sem hét Matthildur Þórunn,
og var hann yngstur í hópnum. Hinn
24. janúar 1930 varð enn eitt sjó-
slysið við Eyjar, en þá fórst vélbát-
urinn Ari sem var 16 tonna fleyta
og með honum áhöfnin. Formaður
á Ara var Matthías faðir Óskars óg
það segir sig sjálft hvílíkt áfall það
hefur verið fyrir móður hans og
bömin fimm að missa svo skyndi-
lega fyrirvinnu heimilisins, en með
dugnaði og þrautseigju, þar sem
allir hjálpuðust að, tókst að halda
hópnum saman, þó oft væri þröngt
í búi. Ári síðar varð annað áfall er
Gísli, þá 9 ára, beið bana af slysför-
um.
Þá var engin mæðrastyrksnefnd,
þá voru engin líknarfélög, þá voru
hvorki tryggingastofnun né lífeyris-
sjóður til þess að aðstoða þá sem
lentu í miklum erfiðleikum og þó
að mannkærleikur og hjálpsemi hafi
eflaust ekki verið minni þá en nú
höfðu flestir nóg með að sjá um sig
og sína í þeirri miklu kreppu sem
yfír þjóðina gekk á árinu 1930 og
næstu árin. Einhvem veginn bjarg-
aðist þetta og fóru börnin að hjálpa
til um leið og þau gátu vettlingi
valdið. Árið 1939 giftist Þómnn,
móðir Óskars, Sigmari Guðmunds-
syni frá Norðfírði og eignuðust þau
tvö böm, Gísla Matthías og Guð-
laugu Erlu.
Eins og þá var títt um unga
menn í Vestmannaeyjum stóð hugur
Óskars til sjávarins og 17 ára ræðst
hann í sitt fyrsta skipsrúm. Það
byrjaði ekki vel, þar sem hann var
svo sjóveikur að það kom fyrir að
það varð að fara með piltinn í land,
en þá strax kom dugnaðurinn og
harkan í ljós því áfram var haldið
og 1940 Iýkur hann vélstjóranám-
skeiði hér í Eyjum og 1945 stýri-
mannsnámskeiði og þar með hefst
30 ára farsæl og fengsæl skip-
stjóm. Árið 1946 kaupir hann ásamt
öðrum vélbátinn Nönnu VE 300 og
þar með hefst 46 ára happasæl út-
gerðarsaga. Eftir að hann seldi
Nönnu keypti hann ásamt Sigmari
Guðjónssyni og Bimi Snæbjömssyni
vélbátinn Leó VE 294 af Þorvaldi
Guðjónssyni, en 1959 er smíðaður
nýr 100 lesta stálbátur í Þýskalandi
fyrir þá Óskar og Sigmar og var
sá bátur skírður Leó og var VE 400
enda sá fyrri seldur Ragnari frá
Laugardal. Árið 1970 ræðst Óskar
aftur í nýsmíði og í ársbyijun 1971
kom nýtt stálskip frá Stálvík í
Garðabæ sem hlaut nafnið Þómnn
Sveinsdóttir VE 401. Nú er Siguijón
sonur hans orðinn meðeigandi og
tók hann fljótlega við skipsljóm og
stýrði því mikla afla- og happaskipi
í 20 ár. Leó VE 400 var gerður út
í nokkur ár eftir að Þómnn kom,
eða þar til hann strandaði á Lan-
deyjasandi og varð þar til. Árið
1991 ráðast þeir feðgar enn í ný-
smíði og er ný Þómnn Sveinsdóttir
byggð á Akureyri, en sú gamla
gengur upp í kaupin. Nýja Þórann
er 277 rúmlesta stálskip, sem fljót-
lega var breytt í frystitogara og er
gerð út sem slík. Árið 1976 kaupir
Öskar fískverkunina Fjölni hf. og
rekur þar saltfisk- og skreiðarverk-
un í nokkur ár, en leigir síðan fyrir-
tækið.
Áður hafði hann verið virkur hlut-
hafí í Vinnslustöðinni hf. í Vest-
mannaeyjum. Af framanrituðu sést
að sjóferða- og útgerðarsaga Óskars
Matthíassonar varð bæði löng og
farsæl og eftir að hann kom í land
tók hann mikinn þátt í félagsmálum
sjávarútvegsins. Hann var um tíma
í stjóm Vinnslustöðvarinnar hf., í
stjóm Lifrarsamlags Vestmanna-
eyja og lengi stjómarmaður í Út-
vegsbændafélaginu. Hann fylgdist
vel með framþróun sjávarútvegsins
og kom oft með haldgóðar tillögur
og ábendingar enda vel sjóaður
bæði í veiðum og vinnslu. Hann var
ákaflega staðfastur maður, sem
hélt sínum skoðunum hiklaust fram
og hafði hann tekið eitthvað í sig,
þá þýddi hvorki fyrir kóng né prest
að reyna að fá hann til þess að
skipta um skoðun. Sú saga var sögð
af Óskari þegar hann var að sækja
um fyrirgreiðslu Fiskveiðasjóðs,
vegna smíða á nýjustu Þómnni.
Hann átti eins og aðrir að senda
rekstrarreikninga fyrirtækis síns
síðustu árin, sem og afkomuáætlan-
ir framtíðarinnar, en Óskar lét
nægja að senda stjóm Fiskveiða-
sjóðs mynd af sér, og svo furðulegt
sem það kann að virðast þá munu
þeir aðgætnu gullgæslumenn sem
ríkjum ráða í þeim banka hafa sam-
þykkt að láta myndina nægja í þessu
tilviki, svo traustur var maðurinn.
Þó að Óskari hafí gengið flest í
haginn í sínu atvinnulífí, þá var
hann enn meiri gæfumaður í sínu
einkalífi. Stærsta gæfusporið steig
hann þó þann 6. nóvember 1943 er
hann kvæntist sinni ágætu eftirlif-
andi eiginkonu, Þóru Siguijónsdótt-
ur frá Víðidal í Vestmannaeyjum.
Þóra bjó manni sínum friðsælt og
fallegt heimili, sem stækkaði með
fjölskyldunni. Þau var gott heim að
sækja enda urðu kunningjamir
margir á lífsleiðinni, en alltaf sátu
gestrisni og góðvild í fyrirrúmi.
Þeirra nær 50 ára hjónaband var
afar farsælt og féll þar enginn
skuggi á. Þau eignuðust sjö mynd-
arleg og dugmikil böm, sex syni og
eina dóttur. Fjórir sonanna eru skip-
stjórar og útgerðarmenn, þeir Matt-
hías, Sigurjón, Kristján og Leó.
Óskar Þór er verktaki og Ingibergur
rafvirki en Þómnn er hjúkrunar-
kona.
Fyrstu kynni mín af Óskari Matt
vom á vertíðinni 1946, ég var þá
aðkomumaður hér á minni fyrstu
eða annarri vertíð. Héðan vom þá
gerðir út mjög margir bátar og réru
þeir yfírleitt með línu framan af
vertíð. Afli var oftast tregur, þetta
þijár til fímm lestir. Æði oft kom
það fyrir að einn báturinn kom lang
síðastur að landi, en þá með mun
meiri afla, jafnvel sjö til tíu lestír.
Þetta var Nanna litla en við stjóm-
völinn stóð Óskar Matt. Auðvitað
leit maður upp til þessa unga, mynd-
arlega og dugmikla manns, enda
var það óhætt þar sem hann átti
oft eftir að sýna það á lífsleiðinni
hvað í honum bjó.
Þóra mín, ég veit að missir ykkar
er mikill, en þinn þó allra mestur.
Ég bið góðan Guð að gefa ykkur
styrk og veit að minningin lifir um
góðan dreng með stórt hjarta.
Hilmar Rósmundsson.
Laugardaginn 2. janúar var til
moldar borinn frá Landakirkju Ósk-
ar Matthíasson útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum.
Mánudaginn 21. desember sl.
barst sú fregn að Óskar hefði látist
á Borgarspítalanum og var með
honum fallinn í valinn einn af merk-
ari útgerðarmönnum okkar tíma.
Óskar átti sinn ákveðna sess í
huga okkar útgerðarmanna þar sem
hann þótti mjög framsækinn og
áreiðanlegur útgerðarmaður. Hann
lét ekki annað á sig spyijast en að
allt væri til fyrirmyndar hjá sér. Það
var gaman að koma í heimsókn til
Óskars á netaverkstæðið og sjá fyr-
irhyggju í því að hafa ávallt tiltæk
net og önnur veiðarfæri enda lagði
Óskar áherslu á að vera ávallt vel
byrgur og vel undirbúinn.
Eg kynntist Óskari fljótlega upp
úr 1970 eftir að ég fór að hafa af-
skipti af útgerð og tókum við þá
oft tal saman og var Óskar ávallt
hispurslaus í spumingum og spurði
tæpitungulaust um það sem máli
skipti. Hann spurði einfaldlega:
„Ertu að græða? Afhveiju gerir þú
þetta svona en ekki hinsegin?" Sjálf-
ur var hann glöggur og athugull
og dró ályktanir sem vora vel rök-
studdar.
Síðustu misserin, þegar Óskar
ásamt syni sínum Siguijóni, stóð í
því að breyta Þómnni Sveinsdóttur
VE í frystiskip, þurfti Óskar margs
að spyija. Hann var oft tvístígandi
og þótti þetta mikil fjárfesting og
ábatavonin ekki einhlít. Ræddum
við margt og skoðuðum reikninga
um afkomu og einnig um framtíðar-
horfur og var Óskar með margar
spurningar og við ekki alltaf á einu
máli þó að um flest væram við sam-
mála.
Fyrir mér var Óskar fræðaþulur
um útgerðarmál. Það var skemmti-
legt að eyða eftirmiðdegi í spjall við
Óskar og hljóta í veganesti ráðlegg-
ingar sem voru byggðar á áratuga-
reynslu í fangbrögðum við Ægi og
skrifstofublækur í landi.
Ég sat með Óskari í stjóm útvegs-
bænda í yestmannaeyjum og einnig
þar var Óskar ákveðinn og ómyrkur
í máli. Hann var sjálfstæður maður
og þoldi ekki boð né bönn og sér-
staklega hvessti hjá honum þegar
talið barst að ráðstöfunum ríkis-
stjóma og sjóðum þeirra. Möppudýr-
in í ráðuneytunum vom ekki á vin-
sældarlistanum hjá Óskari og ekki
þótti honum allt gáfulegt sem kom
frá borði stjórnarherranna í Reykja-
vík. Hann lagði meira upp úr reynslu
kynslóðanna og að hver og einn
hefði svigrúm til að vera sinnar eig-
in gæfu smiður.
Oskar og Þóra Siguijónsdóttir
eignuðust 7 böm. Matthías, útgerð-
armaður á Bylgjunni VE, Kristján,
útgerðarmaður á Emmu VE, Sigur-
jón, útgerðarmaður á Þórunni
Sveinsdóttur, Óskar Þór verktaki í
Borgarfirði, Leó, útgerðarmaður í
Reykjavík, Þómnn, hjúkmnarfræð-
ingur og Ingibergur sem er rafvirki.
Fjórir sona Óskars hafa farið í
kjölfar föðurins og eru tengdir sjó-
sókn og útgerð.
Ég og fjölskylda mín sendum
Þóm og börnum þeirra samúð-
arkvejur við fráfall Óskars. Guð
blessi minningu góðs drengs sem
með atorku og framsækni hefur
markað spor í útgerðarsögu Vest-
mannaeyja.
Magnús Kristinsson.
Harðskeydtur, skarpur, áræðinn
og einlægur var Óskar Matthíasson,
útvegsbóndi og skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, einn af fáum sem var
laus við allan hroka og hégóma,
enda var hann alltaf sami dreng-
skaparmaðurinn með stundum sér-
kennilega hijúfa og hlýja framkomu
í senn. Hann var hörkutól til sjó-
sóknar, ein af hversdagshetjum ald-
arinnar á Íslandi sem um munaði í
uppbyggingu þeirra gæða sem ís-
lenskt samfélag býr nú yfír. Þegar
ég um tíu ára aldur fór niður á
bryggju á hveijum degi til þess að
taka á móti pabba koma að landi,
þá var Óskar Matt. einn af skipstjór-
unum sem maður fylgdist ósjálfrátt
með af sömu athygli og hetjunum
í bíómyndum sunnudaganna. Af
kynnum við hann eftir því sem árin
liðu varð það eitt af því sjálfsagða
að vinna eingöngu til árangurs,
annað var tímasóun, og þá skipti
öllu að vita nákvæmlega hvert
skyldi stefna og hvað skyidi gera,
hugsa leikinn _og næstu leiki einnig
í hveiju máli. Óskar Matt. fékk aldr-
ei neitt á silfurfati, hann braust
áfram af eigin rammleik af ótrú-
legri fylgni og kappi. Hann sinnti
sínu verksviði svo um munaði, lét
aðra um önnur verk. Hann vildi efn-
ast og þar fóm hagsmunir hans og
samfélagsins saman. En þó að það
færi aldrei á milli mála að hann
væri kallinn í brúnni sem hafði
bæði fyrsta og síðasta orðið ef því
var að skipta þá hafði hann bak-
hjarl sem var sérstæður og magnað-
ur, konan hans hún Þóra.
í Óskari Matt. bjuggu allir taktar
hafsins, ólgandi brim, foráttu veður,
eða spegilsléttur sjór með blíðu og
bárakossa við þangfjólur, allt þar á
milli, en aldrei haggaðist hún Þóra
Siguijónsdóttir, Eyjastelpan yndis-
lega. Hún var sefandi sól mannsins
síns og siglingafræðingur lífsleiðar
þeirra til farsældar fjölskyldu, landi
og þjóð. Sjóhundurinn, aflaklóin og
aflakóngurinn Óskar Matt. átti bara
eina heimahöfn, hana Þóru sína.
Hann lét leysa festar bátanna sinna,
hann háði baráttuna á hafinu, hún
sá um festarnar sem héldu ham-
ingju þeirra fjölskyldu sólarmegin í
tilvemnni, hún var jafnvægið sem
fékk hinn öfluga persónuleika til
þess að hljóma fegurst. Þannig er
þeirra fólk, bragðmikið, sjálfstætt,
áræðið, vill tök en ekki taktleysi,
öll börnin, Matthías, Siguijón, Krist-
ján, Óskar Þór, Leó, Þómnn og Ingi-
bergur, hörkufólk sem stendur fýlli-
lega fyrir sínu eins og foreldrar og
frændur og Siguijón er gott dæmi
þessarar fjölskyldu, mesta afiakló
Islands fyrr og síðar á hinu marg-
fræga skipi Þómnni Sveinsdóttur.
Tuttugu og þriggja ára tók Óskar
við skipstjóm á Glað og síðan Skuld-
inni, en tveimur ámm síðar, 1946,
keypti hann sinn fyrsta bát með
öðram, Nönnu, og upp frá því var
hann með eigin báta, Leó úr tré og
Leó úr stáli og síðan kom Þórunn
Sveinsdóttir og nýja Þórann Sveins-
dóttir 1991. Óskar var alla tíð físki-
maður, en þótt hann væri harður í
sjósókn svo orð fór af þá var hann
gætinn og bjó vel-til sjóferða. Hann
átti slysalausan feril til sjós. Hann
vildi aðeins það besta og öruggasta
og það sýndi sig vel þegar þeir feðg-
ar létu byggja nýju Þómnni Í Slipp-
stöðinni á Akureyri, afburða fallegt
skip svo minnir fremur á mublu-
smíði en magnað veiðitæki. Það var
skemmtilegt að ganga um skipið
Jölatiappdrætti Blindrafélagsins
Dregið 17. desember 1992
Vinningsnúmer:
7949 4864 13115 13977
2788 11818 13906 14669
8159 10622 12051 12588
801 2871 5345 8428 11748
1584 4967 7915 8970 12826
Vinninga skal vitja á skrifstofu félagsins. Sími 91-687333.
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17.
þegar Óskar sýndi mér það í Slipp-
stöðinni. Hann sagði ekki margt
þótt hendumar liðu um öll fullkomn-
ustu tækniundrin sem vöí var á í
heimi fiskiskipanna, þetta var svo
sjálfsagt og þeir feðgar voru tilbún-
ir til að borga meira fyrir smíðina
innanlands en þeir gátu samið um
erlendis vegna þess að þeir vom
vissir um að fá betra handbragð á
skipið á heimaslóð. Slík afstaða og
slík reynsla er dýrmæt fjárfesting
sem þarf að hlúa að og nýta.
Það var ekki stíll Óskars að fara
troðnar slóðir og ef honum fannst
eitthvað vitlaust þá vék hann sér
undan því með öllum ráðum. Gott
var atvikið þegar Fiskveiðisjóður
heimtaði ársreikning útgerðar
þeirra feðga og fímm ára rekstrar-
áætlun fyrir nýju Þóranni Sveins-
dóttur þegar þeir sóttu um lán til
nýsmíðinnar í Fiskveiðisjóð. Óskari
þótti sjálfsagt að senda þeim árs-
reikninginn, en fjarstæða að eyða
hundraðum þúsundum króna í
rekstraráætlunina og í staðinn sendi
hann Fiskveiðisjóði stóra ljósmynd
af þeim feðgum, Óskari og Sigur-
jóni, margföldum aflakóngum. Það
gilti og segir mikla sögu um ís-
lenska athafnamenn í fremstu röð.
Þótt bilið á milli fátæktar og
auðlegðar kunni að vera mikið og
langt þá var Óskar Matt. alltaf sami
góði drengurinn, hann varð ekki
fyrir neinum truflunum af látúns-
hnöppum hégómans, hélt sínu striki
í starfí og leik lífsmelódíunnar og
mikið hafði hann gaman af græsku-
lausum grallaraskap þótt honum
þætti jafn sjálfsagt að svara fyrir
sig jafnharðan ef honum fannst sér
misboðið. Einu sinni á Leó gamla
kviknaði eldur í lúkamum og með-
eigandi hans, Massi, Sigmar Guð-
mundsson, kom á mikilli fart upp á
dekk í sömu andrá og Óskar kom
eins og spútnik úr brúnni. Óskar
bað Massa að gera spúlinn kláran
um leið og hann fór niður í reykjar-
kófið, en Massi sagði að eldurinn
væri Laus við kabyssuna. í óðagoti
þeirra félaga slysaðist þannig til að
þegar Massi var að rétta Óskari
spúlinn niður í svækjuna lenti bunan
beint í andlitið á Öskari og hann
varð snöggvondur, en heimtaði
meiri slaka niður og Massi gaf slak-
ann orðlaust. En í stað þess að snúa
sér beint að eldinum með bununa,
þá vatt Óskar sér í hálfhring og
sprautaði vænum slurk í andlitið á
Massa í lúkarsdymnum, en síðan
sneri Óskar sér með brosi á vör að
slökkvistörfum í lúkarnum. Hann
hafði svarað fyrir sig og þannig var
þessi lífsglaði maður sem nú er sárt
saknað. Það átti enginn inni hjá
honum og þótt það hvessti í honum
þá var hann ekkert að eyða tímanum
í að erfa óþægilegar uppákomur.
Hann spúlaði þeim burtu með sínum
eigin lífsstíl, harðskeyttur athafna-
maður sem var fyrst og síðast mað-
ur án nokkurra fyrirvara.
Það er mikill sjónarsviptir að
Óskari Matthíassyni útgerðarmanni
og skipstjóra. Það var mikils virði
að njóta vináttu þessa stórkostlega
persónuleika og drengskaparmanns
sem hafði svo magnaðan skráp hið
ytra en bjó svo ríkulega af mildi
hið innra við hjartarætumar og
mátti ekkert aumt sjá án þess að
hræra tilfinningar sínar. Óskar var
vissulega maður skapbrigða og það
gat hvesst snarlega í fasi hans, en
það lægði líka jafn snarlega aftur
því eðli hans byggði á skaplyndi
hins æðmlausa. I bernsku var Óskar
Matt einn af hörkutólunum til sjós
sem manni óhörðnuðum ungling
stóð nokkur stuggur af, en reynslan
kenndi manni að þar var fyrst og
fremst tekist á um lífíð og tilver-
una. Seinna þegar vináttuböndin
hnýttust þá kom góði félaginn í ljós,
alltaf til í spjall og gáska á góðum
stundum og skemmtilegir vora sö-
gufundirnir á vigtinni þar sem lífs-
gátan var oft rædd eftir klukkan
fimm einhvern dag vikunnar. Óskar
Matthíasson var margslunginn,
sterkur og skemmtilegur persónu-
leiki og kjölfestan í lífi hans var hún
Þóra Siguijónsdóttir konan hans,
hún var heimakletturinn í lífí þessa
mikla athafnamanns og dugnaðar-
forks.
Megi góður Guð blessa minningu
hans.
Þórarinn Sigurðsson.