Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 17 Jón Isfeld Guð- mundsson - Minnmg Fæddur 14. september 1909 Dáinn 27. desember 1992 Mig langar til að minnast tengdaföður míns Jóns ísfelds Guðmundssonar í örfáum orðum. Jón var fæddur í Reykjavík 1909 af alþýðufólki. Hann naut ekki mikillar menntunar en var bókhneigður og afar vel að sér um þjóðlegan fróðleik. Jón var sjómaður fram til ársins 1947 og brunavörður hjá Slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli til ársins 1979. Ég kynntist Jóni á mennta- skólaárum mínum fyrir 18 árum, heimili hans og Möttu var eitt af fáum heimilum sem stóðu okkur krökkunum opið og þar sem við fundum okkur virkilega velkomin. Jón lét ekki mikið á sér bera við þau tækifæri en ég man að mér fannst hann hlýr og kankvís. Seinna þegar ég tengdist fjöl- skyldunni betur tók ég eftir fleiri eiginleikum sem prýddu hann. Jón var traustur og áreiðanlegur mað- ur, hann var höfðingi heim að sækja og hann kunni listina að hlusta og segja sögur. Ég man mörg brotin úr skemmtilegum sögum af orðheppnum kotbænd- um og kerlingum aftan úr fortíð. Hann átti mjög auðvelt með að túlka viðburði úr eigin daglega lífi á spaugsaman hátt og gera þannig augnablikið ógleymanlegt. Meðan Jón hafði heilsu átti hann sér nokkur áhugamál sem hann stundaði af vandvirkni. Fyrst er að nefna kartöfluræktunina sem Jón hafði öðlast mikla færni við. Sú iðja átti vel við hann, þar átti hann góðar stundir einn með sjálfum sér. Önnur iðja var frí- merkjasöfnun sem Jón stundaði af stakri alúð og tók m.a. þátt í nokkrum sýningum. Meðan hann hafði heilsu til stundaði hann sund reglulega. Sú ástundun hélt hon- um í góðu formi fram eftir aldri, allt þar til hann þurfti að gangast undir erfiðan uppskurð fyrir 5 árum. Var til þess tekið hversu vel hann var á sig kominn allt fram að þeim tíma. Jón gaf sér tíma og hann átti tíma. Hver hlutur átti sér stað og hvert tilvik stund. Hann tilheyrði kynslóð sem vann af festu og öryggi við daglegar venjur og þurfti engar dagbækur eða skipu- rit til. Jón hafði vald á tungu sinni, hann meinti það sem hann sagði og eyddi ekki orðum að óþörfu. Hann reyndist syni mínum ein- staklega góður afí. Ég held ég hafí engan roskinn mann þekkt sem umgekkst lítið barn á jafn nærfærinn hátt. Á sama hátt og hann nostraði við sitt frímerkja- safn gat hann gefíð jafn hvers- dagslegu verki og að klæða barna- barn sitt í fötin stóískt yfírbragð. Þessi rósemi var oft í indælu ós- amræmi við hraða og strekking okkar yngra fólksins. Ég er Jóni þakklát fyrir okkar kynni. Blessuð sé minning hans. Olöf Hafsteinsdóttir. Jón ísfeld Guðmundsson lést hinn 27. desember sl. Hann var einn af þessum gömlu innfæddu Reykvíkingum, fæddur 14. sept- ember 1909, og voru foreldrar hans Guðrún Árnadóttir og Guð- mundur Jónsson. Jón var ungur tekinn í fóstur af hjónunum Krist- björgu Sveinsdóttur og Magnúsi Magnússyni, sem bjuggu á Njáls- götunni, og ólst hann þar upp. Jón ræddi lítið um bernskuár sín, en af frásögnum hans frá þessum tíma mátti skilja að lífsbaráttan hefur verið geysihörð og ungling- arnir urðu snemma að fara að sjá fyrir sér með vinnu við hvað eina sem til féll. Jón fór ungur á sjó- inn, var mörg ár á togurum og millilandaskipum og sigldi öll stríðsárin. Hann var meðal annars á gamla Gullfossi sem varð inn- lyksa í Danmörku og tók þátt í hinni frægu „Petsamo“-för árið 1940. Lengstan hluta starfsævi sinnar var Jón brunavörður í slökkviliðinu á Reykjavíkurflug- velli eða frá 1946. En hann var líka sístarfandi á frívöktum sínum. Hann greip í fiskvinnu, lagði fyrir grásleppu við Skeijafjörðinn á vor- in og svo ræktaði hann bæjarins stærstu og bestu kartöflur sem ýmsir nutu góðs af. Sjálfsbjargar- viðleitnin frá bernskuárunum var rík alla tíð meðan heilsan entist. Eitt áf áhugamálum Jóns var frí- merkjasöfnun og naut sín þar ná- kvæmni hans og vandvirkni og var hann virkur í félagi frímerkjasafn- ara. Ég kynntist Jóni þegar hann giftist móðursystur minni Matt- hildi Guðbrandsdóttur frá Loftsöl- um í Mýrdal árið 1952. Ég man hvað mér fannst hann myndarleg- ur maður, dökkur yfírlitum með yfírskegg og bar sig sérstaklega vel. Fjölskylda Matthildar er stór og samheldin og Jón féll fljótt inrl í þann hóp. Ég og fjölskylda mín minnumst margra góðra stunda með þeim Matthildi og Jóni gegn- um árin. Eftiíminnilegar eru úti- legur, ættarferðirnar mörgu og ýmis önnur tækifæri þegar fund- um bar saman. Það var alltaf gott að leita til Jóns, það reyndi móðir mín meðal annars, en henni gerði hann oft greiða. Hann var sannur vinur vina sinna. Jón var víðlesinn og fróður, sér- staklega um allt sem viðkom hinni gömlu Reykjavík mönnum hennar og málefnum. Hann hafði líka upplifað margt á sjónum og það var gaman að heyra hann segja sögur af ferðum sínum. Hann hafði næmt auga fyrir því sem var spaugilegt og sagði skemmtilega frá, gat verið svolítið háðskur en það var aldrei illa meint. Jón var mjög traustur og áreiðanlegur maður. Hann var fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um. Hann mundi vel kreppuárin og það harðræði sem þeim fylgdi. Hann var róttækur og hvikaði ekki frá skoðunum sínum á þjóð- málum né heimsmálum og það þurfti enginn að fara í grafgötur um álit hans á hveiju málefni. Menn vissu alltaf hvar þeir höfðu Jón Guðmundsson. Börn Jóns af fyrra hjónabandi eru Sigþóra, sem er búsett í Lond- on gift Brian Lloyd og eiga þau tvo syni og Þorgeir ísfeld, sem er deildarstjóri hjá Pósti og síma Sonur Matthildar og Jóns er Björn Guðbrandur líffræðingur. Kona hans er Ólöf Hafsteinsdóttir mat- vælafræðingur og eiga þau tvö börn. Nú er minnisstæður samferða- maður kvaddur. Honum fylgir þakkæti fyrir löng og góð kynni. Matthildi og aðstandendum hans sendum við samúðarkveðjur. Sigrún Valdimarsdóttir. Kveðjuorð Sören Jónsson Aðeins eitt vitum við með vissu og það er að eitt sinn munum við deyja. Að sú stund kemur að við munum ganga inn um það hlið sem við köllum dauða. Hvenær sú stund verður vitum við hinsvegar ekki. Á vinnustað mínum hangir um þessar mundir málverk á vegg sem heitir Hlið hamingjunnar. Innan þessa hliðs er allt grænt, fagur- grænt. Þessi mynd minnir mig á það sem segir í 23. Davíðssálmi: „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.“ í útfar- arræðu fór sr. Þorbergur Kristjáns- son með fyrri hluta þessa sálms og minntist þess að hann hefði verið Sören hugleikinn. Þetta er einhver hin dýrlegasta trúaijátning og til- beiðsla sem til er og mjög við hæfi að ætla að andi Sörens Jónssonar hafi gengið inn í slíka veru. Fyrir mínum eigin hugskotssjónum er ekki allt grænt handan við hlið dauðans, en mér finnst að þar geti verið bjart og einhver mikil óskil- greind fegurð. Þar sem Sören Jóns- son gekk inn fyrir hefur áreiðanlega verið bjart. Kannski líkt og á björt- um sumardögum og nóttum fyrir norðan þar sem hann var fæddur. Þar sem skil dags og nætur eru um tíma óljós, því sólin þarf ekki að láta sig hverfa að kvöldi en fær að velta sér eftir haffletinum og varpa roðagullnum bjarma á himin og haf, svo allt verður baðað ljómandi birtu og litadýrð. Land, menn og skepnur eru slegin töfrum þangað til fuglarnir ranka við sér og segja sólinni að hífa sig upp á himininn á ný svo iðja lífsins geti farið í gang. Inn í svona birtu held ég að Sör- en hafi gengið handan hliðsins — brosandi, því hann kveið ekki því sem við tók og af því að hann vissi hvaða birtan kom og að þrátt fyrir birtuna og fegurðina var hún aðeins veikur bjarmi frá því ljósi sem dró hann til sín. Ég sé á eftir honum ganga á vit þessa ljóss. Kannski stingur hann ofurlítið við til að byija með, af því að hann ber enn merki slyssins sem varð svo afdrifa- ríkt fyrir hann hérna megin, en brátt sér þess ekki merki lengur og hann verður kvikur og léttur í spori, eins og þegar hann var ung- ur. Hann er óragur og hugur hans undirhyggjulaus eins og hann var alltaf. Eg fylgi honum með mínum innri augum í áttina til hins mikla ljóss, þangað til það verður tak- markaðri skynjun minni og jafnvel ímyndun um megn að sjá það fyrir mér. Þegar hann verður kominn alla leið verður hann kominn í land hamingjunnar þar sem litir eru tærari, bjartari og fegurri en við þekkjum, þar sem engir skuggar eru og ekkert í leynum, því þar rík- ir hinn fullkomni kærleikur, fegurð og friður. Frá utanríkisráðuneytinu: Menningarfulltrúi sendiráðs íslands í London verður til viðtals á skrifstofu menningar-, upplýsinga- og fjölmiðladeildar ráðuneytisins, Skúlagötu 63, 2. hæð fimmtudag og föstudag 7. og 8. janúar 1993 fráki 14-17 e.h. Utanríkisráðuneytið. Ég kynntist Sören Jónssyni í tengslum við starf okkar í sóknar- nefnd Digranessafnaðar. Mér er kunnugt um að þegar ég var kosin sem aðalmaður í sóknarnefnd, eftir að hafa verið varamaður í tvö ár, hefði hann fremur kosið að önnur manneskja kæmi inn. En aldrei lét hann mig finna það og hann sýndi mér strax fullt traust og vinsemd. Ég virti hann sem gætinn og íhugul- an mann, staðfastan í skoðunum, sem þó tók fullt tillit til álits ann- arra og var reiðubúinn til að fara málamiðlunarleið þegar þess þurfti með. Með okkur tókst fljótt góð vinátta. Síst óraði mig fyrir því þegar samstarf okkar hófst, að ég ætti eftir að taka við sæti hans sem formaður sóknarnefndar, enda vandsetið og óverðskuldað af minni hálfu. En hvatningin kom ekki síst frá honum og hann hélt áfram að hvetja og uppörva og hvað einlæg- ast þegar á móti blés. Áhugi hans og umhyggja fyrir kirkjubyggingar- málinu og velferð safnaðarins yfir- leiþt hélst þótt hann hefði dregið sig í hlé frá beinum afskiptum og hann bar þau mál fyrir brjósti fram á síðustu stund. Víst hefðum við kosið að hann hefði getað fylgst með þeim málum áfram og að hann hefði fengið að sjá kirkju rísa innan Digranessafnaðar, svo mjög sem honum var umhugað um að svo yrði. En hann vissi sem er, að við ráðum ekki hvenær kallið kemur og hann tók veikindum og öðru mótlæti af karlmennsku og kvart- aði aldrei. Ég get ekki séð hann fyrir mér núna öðruvísi en á leið- inni til ljóssins. Sören var fæddur á Húsavík 19. október 1925 og hann dó 15. des- ember 1992. Hann var jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. desember og jarðsettur í Garða- kirkjugarði. Ég votta Önnu Sigurðardóttur eiginkonu hans, dóttur þeirra, Grétu Björgu, og öðrum vanda- mönnum dýpstu samúð. Þorbjörg Danielsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinai* aðra daga. GLEÐILEGT ÁR L Kennsla hefst á morgun, 7. janúar. / , $ Nemendur mæti á sömu tímum og áður. X UPPLÝSINGAR í SÍMA 72154. 4í r l Félag íslenskra listdansara. 1| BflLLETSHÓLI SIGRÍÐflR flRmflfll 1 SKÚLAGÖTU 32-34 <>00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.