Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Krístján Jóhannsson um frumraun sína í Vínaróperunni Þetta tók mikið á og ég var mjög hrærður KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari kom fram í fyrsta skipti í Vínaróperunni, Wiener Staatsoper, á mánudags- kvöld í hlutverki Mario Cavaradossi í Toscu eftir Verdi. Honum og Maras Zanpieri, sem söng Toscu, var ákaft fagnað af áhorfendum í lok sýningarinnar og þau klöpp- uð upp hvað eftir annað. Hljómsveitarstjóri á sýning- unni var Michael Halász. „Það var greinilegt að beðið var eftir mér með eftirvæntingu og áhorfendur fóru varlega í sakirnar til að byija með. Það var verið að þreifa á mér í fyrstu en á síðari hluta sýningarinnar var greinilegt að ég hafði brotið ísinn og aðal fagnaðar- lætin komu undir lokin,“ sagði Kristján Jóhannsson við Morgunblaðið í gær. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með þessa frumraun. Það var mikil stemmning í húsinu og mjög gaman að syngja þama. Austur- ríkismenn eru frábrugðnir til dæmis Bandaríkjamönnum og ítölum. Þeir klappa helst ekki .eftir einstaka aríur heldur bíða þar til í lok sýninga með að sýna viðbrögð sín.“ Hefur sungið hlutverkið 150 sinnum Kristján hefur sungið þetta hlutverk í Toscu rúmlega 150 sinnum og sagði það því henta sér mjög vel fyrir frumraun af þessu tagi. „Æfíngar voni ekki miklar og því gott að ég kunni hlutverkið út og inn. Það er eig- inlega orðið hluti af mér og maður getur gengið inn í það hvenær sem er og með hveijum sem er. Síðast söng ég í Toseu í Flórens undir stjórn Mehta á síðasta leikári.“ Aðspurður um hvernig tilfinn- • ing það hafi verið að syngja í Vínaróperunni í fyrsta skipti sagði Kristján: „Þetta var mjög sterk tilfínning. Ég var samt yfirvegaður og rólegur og leið vel. Það má segja að ég hafi verið búinn að taka út tauga- skjálftann daginn áður á æfing- um. Það snertir mann mjög að ganga um í þessu fræga húsi og syngja þar aðalhlutverk fyrst- ur íslendinga. Þetta tók mikið á og ég var mjög hrærður." „Af viðtökunum að dæma kunnu menn mjög vel að meta Kristján. Það voru gífurleg fagn- aðarlæti í lok sýningarinnar sem ætluðu aldrei að taka enda,“ sagði Unnur Úlfarsdóttir, sendi- herrafrú í Vín í samtali við Morg- únblaðið. „Það var sérstaklega undir lokin í síðasta þættinum sem reyndi mikið á hann og menn fögnuðu ákaft, hrópuðu og kölluðu.“ Fjöldi íslendinga á sýningunni Unnur sagði að töluverður fjöldi íslendinga hefði verið á sýningunni, jafnt íslendingar búsettir í Vín sem fólk sem hefði komið sérstaklega á sýninguna. „Þetta var mjög glæsileg sýning að öllu leyti, glæsileg sviðsmynd og stór kór. Lokaþátturinn var áhrifamestur og þar reis Kristján hæst í turnaríunni svokölluðu. Hann stóð sig frábærlega þar. Vínarbúar eru mjög kröfuharðir óperuáhorfendur og kunna gott að meta. Það ætlaði t.d. allt um koll að keyra þegar Zanpieri söng aríuna Vissi d’arte í öðrum þætti. Hún og Kristján voru köll- uð upp í lokin hvað eftir annað,“ sagði Unnur. Bjöm Sveinsson, sem búsettur er í Lúxemborg, var einnig við- staddur sýninguna og sagði hana hafa verið stórglæsilega. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Krist- ján á sviði en við ólumst upp á sama stað og ég þekki hann frá í gamla daga. Þetta var því mik- il upplifun fyrir mig persónulega. Mér finnst Kristján mun þrosk- aðri sem söngvari nú en áður og honum tókst vel upp í þessu hlutverki. Það var eins og aðrir áhorfendur í salnum vissu ekki hvemig þ'eir áttu að taka honum fyrst; fólk var ragt við að láta hrifningu sína í ljós í upphafi. í Kristján Jóhannsson. Myndin er tekin að loknum tónleikum Barna- heilla í Hallgrímskirkju 22. desember. lok sýningarinnar vom hins veg- ar aðalsöngvaramir klappaðir margoft upp. Pjöldi heimamanna beið eftir Kristjáni í búningsher- berginu eftir sýningu og þegar hann fór út vildu margir fá eigin- handaráritun frá honum. Það er greinilegt að fólk hér þekkir Kristján,“ sagði Björn. „Einn af þeim bestu“ Hann sagðist hafa gert sér ferð sérstaklega til Vínar og hann sæi ekki eftir því. „Þó að þetta hafi verið 1.200 kílómetra leið var ferðin þess virði. Sýning- in var alveg stórkostleg og það var ótrúleg tilfinning að vera viðstaddur í salnum. Maður fékk gæsahúð þegar Kristján söng. Hann er kominn á stall með söngvurum á borð við Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras og þaðan verður hann ekki hrakinn. Hann er einn af þeim bestu,“ sagði Björn. Kristján kemur aftur fram í Vínaróperunni á laugardaginn en næst framundan hjá honum er að syngja í Cavalleria Rustic- ana á Italíu og síðan í II Trovat- ore í Metropolitan í New York í febrúar. --------------m—7—i-r—sr; Vísitala jöfnunarhlutabréfa — 'ÚJ '\fí 7 V i r - k-“ n. f r ] y*>f~ oV-i' jsfÍ/ •tv/l Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1993 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 1. janúar 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1. janúar 1989 vísitala 2.629 1. janúar 1990 vísitala 3.277 1. janúar 1991 vísitala 3.586 1. janúar 1992 vísitala 3.835 1. janúar 1993 vísitala 3.894 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RfKISSKATTSTJÓRI '\ — J .VI V axtahækkumn var óhjákvæmileg - segir Kjartan Gunnarsson, vara- formaður bankaráðs Landsbankans VARAFORMAÐUR bankaráðs Landsbankans segir að bókun Steingríms Hermannssonar bankaráðinu gegn vaxtahækkun bankans fyrir áramót séu fyrst og fremst pólitískar yfírlýsing- ar. Vaxtahækkunin um áramótin hafi verið óhjákvæmileg ef litið sé til hagsmuna bankans. ans í bankaráðinu. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti að hækka útlánsvexti bank- ans um áramótin en Helgi Seljan fulltrúi Alþýðubandalagsins og Steingrímur Hermannsson fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráð- inu greiddu báðir atkvæði gegn hækkuninni. Steingrímur lét bóka andstöðu sína við hækkunina og taldi að hægt væri að bæta hag bankans á annan hátt. Kjartan Gunnarsson varafor- maður bankaráðsins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þar sagði við Morgunblaðið að vaxtahækkunin hefði verið talin óhjákvæmileg út frá hagsmunum Landsbankans. „Landsbankinn hækkaði vexti minna um áramótin en aðrir bank- ar og er áfram með lægstu útláns- vextina enda stærsti bankinn. En hann er um leið með þyngstu byrð- arnar og mestu erfiðleikanna og það eru ekki hagsmunir Lands- bankans, ríkissjóðs eða viðskipta- vina bankans að hann sé á ein- hverjum brauðfótum,“ sagði Kjart- an. Hann bætti við, að bankamir réðu litlu um vaxtaþróun í landinu. Þar réðu fyrst og fremst ríkið og lífeyrissjóðirnir. „Ef forustumönn- um í atvinnulífi, hvortheldur at- Sama segir fulltrúi Kvennalist- vinnurekendum eða verkalýðsleið- tögum, væri alvara með kröfu sinni um lækkun raunvaxta þá myndu þeir lækka þá ávöxtunarkröfu sem þeir gera til handa lífeyrissjóðun- um, sem eru orðnir meginupp- spretta lánsfjármagns á Islandi. Hjá þessum forustumönnum liggur því mikill þungi ábyrgðarinnar á háu raunvaxtastigi í landinu," sagði Kjartan. Vaxtahækkun Landsbankans var samþykkt í bankaráðinu með fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Kvennalista. Kristín Sigurðardóttir fulltrúi Kvennalist- ans sagðist, í samtali við Morgun- blaðið, taka ákvarðanir í bankaráði Landsbankans á faglegum grunni. „Pólitískar ákvarðanir eiga ekkert erindi þangað. 3ankinn er aðeins fyrirtæki og það er ekki hægt að reka fyrirtæki af neinu viti á póli- tískum grunni," sagði Kristín. Hún sagðist telja að vaxtahækk- unin um áramótin hefði verið óhjá- kvæmileg, bæði með tilliti til af- komu bankans og vegna umhverf- isins. „Við sækjumst eftir innlán- um og allt umhverfið var orðið þannig að hækkunin var óhjá- kvæmileg svo hægt sé að keppa á þeim markaði,“ sagði Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.