Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.01.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 Strandið við Hjaltland Ekki talin haptta á mengnn við Island ENGIN hætta er á því að olía sem kynni að renna úr tankskipinu sem strandaði við Hjaltiand í gær berist inn í landhelgi Islands, að sögn Svend Aage Malmberg, haf- fræðings við Hafrannsóknastofn- un íslands. Straumar við eyjarnar OLIUSKAÐINN VIÐ HJALTLAND Tankskip hlaöiö 84.500 tonnum af hráolíu strandar í fárviöri í gær- morgun viö Hjaltland. Olía byrjaöi strax að leka úr skipinu. Hjaltland ' ■ BRETLAND ALTLAND V) y r J. s^.eirvík Strandstaöur tank- l j - skipsins Braer sem \ skráö er í Lfberfu ' Sumburgh- 1 höfði 30 km REUTER liggja inn í Norðursjó og upp með vesturströnd Noregs. Efni sem látin eru i hafið við Hjaltlandseyj- ar berast því ekki inn á íslenskt hafssvæði fyrr en að mörgum árum liðnum, er þau hafa farið um Barentshaf. Auðug fískimið eru við Hjaltlands- eyjar, eins og annarstaðar í Norð- ursjó -að sögn Svend. Leki olía úr flaki skipsins mun hún helst valda usla við strendur eyjanna og skaða fugla-, físka- og dýralíf á heimaslóð. Reynslan sýnir hinsvegar að olíu sem berst í sjóinn við líkar aðstæður rek- ur ekki langan veg. Því er ólíklegt að mengun berist í miklu mæli upp að ströndum ríkja við Norðursjó, eða á fískimiðin við Vestur-Noreg að sögn Svend. Tankskipið Braer uppi í klettum á strandstað á Hjaltiandi í gær. Reuter Búist við vaxandi kröfum um öryggi í olíuflutnmgum Sumburg, Hjaltlandi. Reuter. VÍÐFRÆGT náttúrulíf við strendur Hjaltlands er í hættu Verður tryllt spilafíkn læknuð með lyfjum? FRAM til þessa hefur verið litið svo á að tryllt og óviðráðanleg spilafíkn sé merki um skapgerðargalla. Tveir danskir lífefnafræð- ingar við Kaupmannahafnarháskóla telja hins vegar líkur á því að flnna megi líffræðilegar orsakir fyrir áráttunni, að sögn Berl- ingske Tidende. Sérfræðingamir telja að skortur á efninu serotonin, er annast boð- skipti milli heilafruma, geti valdið því að viðbrögð fólks við áreiti á borð við gróðavon séu ekki með eðlilegum hætti. Þeir hafa átt sam- starf við sálfræðinga er með- höndla áfengissýki og segja að samhengi virðist einnig milli sero- tonin-skorts og óhóflegrar áfengisnotkunar í sumum tilvik- um. Nú hyggjast þeir gera kann- anir á spilafíklum og hafa beðið um sjálfboðaliða. leki mikil olía úr tankskipinu Braer sem strandaði við suður- strönd eyjanna í gærmorgun. Líklegt er talið að strand skips- ins verði til þess að umhverfis- sinnar herði baráttu sína fyrir því að öryggiskröfur vegna oi- íuflutninga verði stórlega hert- ar. Sérfræðingum ber saman um að illbætanlegur skaði geti hlotist af olíumengun við Hjaltland. Skip- ið strandaði við svonefnda Gart- hness-kletta í Quendaleflóa. Á þessum slóðum er auðugt fuglalíf og sérstök verndarsvæði fyrir jurta- og skordýralíf. Þar hefur æðarfugl, ýmsar sjóendur og fjöldi annarra fuglategunda vetursetu. Samkvæmt upplýsingum Kon- unglega fuglaverndunarfélagsins breska eru mikilvægar varp- og uppeldisstöðvar fyrir margar fuglategundir, s.s. lunda og súlu, á Hjaltlandi. Vegna ijölskrúðuga fuglalífsins flykkjast áhugamenn um fuglaskoðun til Hjaltlands ár hvert. Aðstæður til hreinsunar og björgunarstarfa við Hjaltland eru mjög erfiðar frá náttúrunnar hendi. Því er vonast til að ríkjandi vindstefna haldist því það dregur úr hættu á að olíumengun berist út úr Quendaleflóa. Komist olía út úr flóanum er hætta talin á að hún breiðist hratt út til enn stærra landsvæðis. Fyrir 11 árum varð olíuslys í Sullom Voe, miðstöð olíuvinnslu Breta í Norðursjó, á norðanverðu Hjaltlandi og hefur fuglalíf þar enn ekki rétt að öllu leyti úr kútn- um. Umhverfisverndarmenn segja að yfirvöld verði að svara því hvers vegna tankskip með einföldu stáli í skrokknum eins og Braer sé leyft að sigla á einhveiju viðkvæmasta dýralífssvæði Bretlands. í mörgum löndum öðrum sé skipum af þessu tagi bannað að sigla meðfram við- kvæmum strandsvæðum. Talsmenn konunglega fugla- verndunarfélagsins sögðu einnig að gera yrði kröfur til þess að oiíu- vinnslunni yrði gert skylt að flytja eingöngu olíu í skipum með tvö- faldri stálklæðningu. ERLENT Ný bók veldur deilu á meðal breskra sagnfræðinga Hrundí heimsveldið fyr- ir mistök Churchills? Lundúnum. The Daily Telegraph. GEFIN hefur verið út bók eftir breska sagnfræðinginn John Charmley þar sem hann heldur því fram að Winston Churchill hafi valdið hruni breska heimsveldisins með því að neita að semja um frið við Adolf Hitler 1940-41. Bókin hefur valdið miklum deilum á meðal breskra sagnfræðinga. Charmley er 37 ára og fyrirles- ari við Austur-Anglíu háskóla. Bók hans heitir „Churchill: The End of Glory“ og þar heldur hann því fram að Churchill hafí orðið á afdrifarík mistök þegar hann hafí ekki notað tækifæri sem honum hafí gefist til að semja við Hitler í byijun heimsstyijald- arinnar síðari. Hann hafí komið gífurlegum auðæfum Breta í ný- lendum þeirra í verð til að kaupa bandarísk hergögn og þar með valdið því að Bretar hafí glatað heimsveldi sínu og staðið uppi sem skjólstæðingar Bandaríkja- manna í lok stríðsins. Alan Clark, fyrirverandi að- stoðarvarnarmálaráðherra og höfundur nokkurra sagnfræðirita um stríðið, styður kenningu Charmleys. Clark sagði í grein, sem birtist í bresku dagblaði um helgina, að Bretar hefðu átt að semja um frið við Hitler eftir að þeir báru sigurorð af ítölum í Norður-Afríku árið 1941. Bretar hefðu glatað heimsveldinu með því að halda áfram í stríðinu. , Staðleysuskilyrðing Tveir af virtustu sagnfræðing- um Bretlands,, Bullock lávarður og prófessor Donald Cameron Watt, sem hafa sérhæft sig í seinni heimsstyijöldinni, hafa báðir gagnrýnt kenningu Charm- ieys og lýst henni sem „staðleysu- skilyrðingu". Bullock lávarður, höfundur bókarinnar „Hitler: A Study in Tyranny", sagði að bók Charm- ieys hefði ekkert nýtt fram að færa. „Þetta er það sem Hitler sagði. Hitler hélt því fram að hann vildi ekki í stríð við Breta og kenndi þessum hræðilega stríðsmangara, Churchili, um hvernig fór.“ „Hitler vildi friðmælast við Breta, en hvaða afleiðingar það hefði haft er önnur saga,“ sagði Bullock lávarður. „Hitler vildi gera innrás í Rússland og vera bandamaður Breta, eins og hann sagði í „Mein Kampf". Allir sem hafa kynnt sér ævi Hitlers vita að hann hafði þetta i hyggju. Hann hataði Churchill svo mikið vegna þess að hann spillti þessum áformum. Lokauppgjörið hefði komið þegar Hitler hefði drottnað yfir Evrópu og tryggt sér auðæfi og auðlindir Rússlands. Þá hefði komið til uppgjörs við engilsax- nesku ríkin, Bretland og Banda- ríkin. Bretlandi hefði þá verið ýtt til hliðar, þannig að ég tel ekki að breska heimsveldið hefði hald- ið velli.“ Bullock lávarður sagði að kenning Charmleys væri „stað- leysuskilyrðing". „Þetta er leikur sem felst í því að snúa öllu við og athuga hver útkoman yrði. Þetta er óraunhæfur leikur og gagnslítill að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifínn af staðleysu- rökum. Ég læt mér nægja að kanna það sem gerðist." Winston Churchill kveður á sinn kunna hátt, gefur sigurmerki tottandi digran vindil. Þýskar heimildir sniðgengnar? Cameron Watt sagði að Charmley og Clark hefðu látið hjá líða að kanna þýskar heimild- ir, sem sýndu að friðarsamningur við Hitler hefði ekki verið raun- hæfur kostur. „Vandamálið í þessu er þröngsýni sagnfræðinga sem skrifa um sögu Bretlands og líta aldrei á aðrar heimildir. Þetta tel ég Charmley sekan um“. Cameron Watt sagði að ekkert benti til þess að Hitler hefði virt friðarsamning við Breta til lengd- ar. „Ef hann hefði náð samkomu- lagi við okkur hefði það verið til bráðabirgða og að hans skilmál- um.“ Áhugaverð en ósönnuð kenning Sagnfræðingurinn Philip Zie- gler sagði í ritdómi í The Daily Telegraph að bók Charmleys væri áhugaverð þrátt fyrir „fjand- samlega" umú’öllun um Churchill. Andrew Roberts sagði í grein í The Sunday Telegraph að sérhver fullyrðing í bókinni væri studd með fjölmörgum tilvitnunum í samtíðarmenn Churchills og „oft og tíðum upplífgandi nýjum heim- ildum“. Það breytti því þó ekki að kenning sagnfræðingsins væri „ósönnuð".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.