Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 22

Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. V ígvæðingarkapp hlaupinu lokið Með undirritun START II- sáttmálans um fækkun langdrægra gereyðingarvopna hefur með formlegum hætti ver- ið bundinn endi á vígbúnaðar- kapphlaup risaveldanna. Víg- væðingin þrotlausa, eitt helsta einkenni kalda stríðsins, heyrir sögunni til. Samningurinn, sem er merkasta afvopnunarsam- komulag sögunnar, er gríðar- lega mikilvægur bæði með tilliti til öryggishagsmuna Vestur- landa og þeirrar viðleitni Banda- ríkjamanna og Rússa að innsigla það traust og þann samstarfs- vilja sem einkennt hefur sam- skipti ríkjanna frá því helstefnu kommúnismans var hafnað eystra. Fyrir okkur íslendinga er ánægjulegt að hugsa til þess að með undirritun START II- samníngsins í Kreml á dögunum leiddu þeir George Bush Banda- ríkjaforseti og Borís N. Jeltsín Rússlandsforseti til lykta ferli sem hófst á leiðtogafundinum í Reykjavík 1986 þegar stórfelld kjarnorkuafvopnun og upp- ræting heilla vopnakerfa komst á dagskrá. Þegar öllum ákvæðum samn- ingsins hefur verið framfylgt eftir tíu ár munu Rússar ráða yfir svipuðum kjarnorkuherafla og í byijun áttunda áratugarins og styrkur Bandaríkjamanna á þessu sviði vígbúnaðar mun trú- lega verða sambærilegur við áratuginn þar á undan. Miðað við árið 1990 verða tveir af hverjum þremur kjarnaoddum, sem langdræg vopn bera, úr sögunni árið 2003. Hvort ríkið um sig mun halda eftir 3.000 til 3.500 kjarnaoddum þannig að ljóst er að um svo umfangs- mikla afvopnun verður tæpast samið aftur. Hvað öryggishags- muni Vesturlanda varðar skiptir þó mestu að í START II-sátt- málanum er kveðið á um upp- rætingu fjölodda langdrægra kjarnorkueldflauga á landi en yfirburðir Sovétmanna á þessu sviði, ekki síst með tilkomu SS- 18 eldflaugarinnar, voru mönn- um mikið áhyggjuefni á dögum Kalda stríðsins. Yfirburðir Bandaríkjamanna á sviði kjarn- orkuvopna í kafbátum verða á hinn bóginn ekki hinir sömu og áður. Nú þegar þessi sögulegi af- vopnunarsáttmáli liggur fyrir skiptir mestu að stjórnvöld í Kazakhstan, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu skuldbindi sig til að virða ákvæði hans. í þessum þremur fyrrum lýðveldum Sov- étríkjanna auk Rússlands er að finna langdræg gereyðingar- vopn. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjómvalda í Úkraínu þess efnis að landið verði í framtíðinni kjarnorkuvopnalaust hefur þingið þar enn ekki staðfest START I-samninginn sem Bush forseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov, þáverandi Sovétleiðtogi, undir- rituðu sumarið 1991. Margir telja ástæðu til að ætla að stjórn- völd í Úkraínu hyggist halda eftir hluta kjarnorkuheraflans. Vafalaust eru ýmsir þeirrar hyggju í Úkraínu að óvarlegt sé að afvopnast þegar algjör óvissa ríkir um þróunina í Rúss- landi. A það ber hins vegar að líta að framkvæmd START- sáttmálanna tveggja er ríkjum þessum ofviða í efnahagslegu tilliti. Afvopnun er ekki síður kostnaðarsöm en hamslaus víg- væðing. Fyrir liggur að Banda- ríkjamenn eru tilbúnir til að bera hluta kostnaðarins og ætti það að greiða fyrir staðfestingu þessara tveggja sáttmála í ríkj- unum Ijórum. Alltjent er ljóst að það er algjört forgangsverk- efni að fá fram staðfestingu þessara ríkja á því að þau hygg- ist í einu og öllu fara eftir ákvæðum samningsins. Undirritun START II-samn- ingsins er mikill sigur fyrir George Bush og ánægjulegur endir á forsetaferli hans. Bush og forvera hans í ehibætti, Ron- alds Reagans, verður minnst á spjöldum sögunnar fyrir fram- göngu þeirra á vettvangi af- vopnunarmála, sem á örfáum árum hefur létt tortímingarógn- inni af heimsbyggðinni. Þá gjör- breyttu heimsmynd sem nú blas- ir við aðeins rúmum sex árum eftir fundinn sögulega í Reykja- vík ber ekki síst að þakka frum- kvæði og áræði þessara tveggja manna. Vitanlega mun sagan einnig geyma nafn Míkhaíls S. Gorbatsjovs þegar rifjað verður upp þetta slökunarskeið. Undirritun START-samn- ingsins í Moskvu er enn eih stað- festing þess að heimsmynd Kalda stríðsins er liðin undir lok. Enn lifum við þó á miklum óvissutímum og því fer öldungis víðsfjarri að menn hafi meðtekið allar afleiðingar hruns Sovét- ríkjanna og heimsveldis komm- únista í Austur-Evrópu. A vett- vangi öryggis- ög varnarmála bíða enn torleyst og viðamikil verkefni. Af þeim skal hér nefnt það sem telja má mest áríðandi; að tryggt verði að NPT-sam- komulagið sem miðar að því að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna verði virt í hvívetna og að fleiri ríki gerist að því aðilar. I þessu efni mun ekki síst reyna á sam- vinnu Rússa og Bandaríkja- manna. ímynd Hafnarfjarðar eftir Svend Aage Malmberg Inngangur Eftirfarandi hugleiðingar hafa lengi sótt á huga höfundar. Fyrir einu eða tveimur árum stóð ég í draumi úti fyrir anddyri Sparisjóðs Hafnarfjarðar í Strandgötu í Hafnar- firði og leit suður götuna. Mér var brugðið því svo virtist sem húsin við ofanverða götuna væru öll horfín en í stað þess komin háhýsi á bygging- arstigi. Ráðning draumsins felst væntanlega í einhveijum ávæningi af nýju miðbæjarskipulagi og sVo af veru minni á vinnustað á Hafrann- sóknastofnuninni við Skúlagötu í Reykjavík, þar sem hvert háhýsið af öðru hefur risið. Fyrir mörgum árum kom ég einnig i draumi af sjó til Hafnarfjarðar og birtist mér Norð- urbærinn sem ein grá heild, sem var í mikilli mótsögn við annars litríkan blæ gamla bæjarins. Ráðningu draumsins má e.t.v. rekja til kunn- ingja míns sem bjó og býr í stóru og nýju einbýlishúsi á Miðvangi, ein- býlishúsi sem samt var ekki einbýlis- hús því bílskúrinn tengdi það við næsta hús. Ennfremur minnist ég heimsóknar í blokkaríbúð á Suður- vangi sem var þannig í sveit sett að ógerlegt var að átta sig á verustað þegar litið var út um stofuglugga nema að vita fyrir, því útsýnið fólst í venjulegu porti inn á milli annarra áþekkra blokka. Hvergi brá fyrir neinu sem minnti á Hafnarfjörð, hvorki húsi, hrauni né fjallahring. Það var reyndar Kaupfélagsblokkin sem bjargaði málinu, hún skagaði upp úr blokkaþyrpingunni og vitnaði um ímynd Hafnarfjarðar á þessum stað. Ekki langaði mig til að búa þarna. Bærinn í hrauninu Mikið og vel hefur verið unnið að endurbótum í Hafnarfirði á undan- förnum árum, bæði frá umhverfis- sjónarmiðum og í félags- og menn- ingarmálum. Má þar nefna Heilsu- gæslu Hafnarfjarðar, félagsmiðstöð- ina Vitann, sundlaug í Suðurbæ, menningar- og listastofnun í Hafnar- borg, listamiðstöð í Straumi, umbæt- ur á Strandgötu, Hamarskotslækinn, Víðistaðatún (niðurstaða sam- keppni), íbúðahverfíð í Hvömmunum o.fl. o.fl. eins og endurbætur einstak- linga á eldri húsum og ræktun í bænum yfirleitt. Einnig eru hafnar framkvæmdir við byggingu á safnað- arheimili við Hafnarfjarðarkirkju og tónlistarskóla, byggingar sem lofa góðu að utan sem innan. Árangurinn er niðurstaða samkeppni. Hafnar- fjörður er þannig án efa einn litrík- asti og fallegasti bær landsins, hann er á fögru bæjarstæði í hrauni - bærinn í hrauninu - milli fjarðar og hafnar, sem hann dregur nafn af, og jökulruðnings og grágrýtis, og þar ofar fagurs fjallahrings. Þetta er ímynd Hafnarfjarðar. Ástjörn, Straumsvík og fjaran Að mati höfundar hefur ýmislegt þó farið úrskeiðis í skipulagsmálum Hafnarljarðar, ekki síst frá sjónar- miði náttúruverndar. Ástjörn og næsta nágrenni var friðað á sínum tíma. Tilvist sína á tjörnin að þakka hrauni sem stíflar framrás vatnsins til sjávar. Án þess væri þarna vogur eins og aðrir vogar milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Fuglalíf og gróð- ur nýtur góðs af vegna gnóttar nær- ingar í slíkum vogum. En hvað hefur orðið um hraunið sem var í náttúru- legu samhengi við tjörnina? Það er horfið undir þykka uppfyllingu fyrir íþróttasvæði, íþróttavöll, sem auk þess er í of mikilli nálægð við Ástjarnarsvæðið. Náttúruverndar- nefnd Hafnarfjarðar lagði á sínum tíma ríka áherslu á að hlífa hrauninu og færa völlinn á annan stað. Frem- ur virðist að íþróttavöllurinn hefði mátt vera sunnar í hrauninu, Kap- elluhrauni, þar sem öllu var búið að raska áður. Með byggingu vallar á þeim stað hefði verið unnt að bæta fyrir orðin spjöll og græða sárin. Nei, þess í stað er búið að valda frek- ara óþarfa tjóni á náttúruauðlind, landinu okkar allra. Spjöllin í Kap- elluhrauni verða reyndar ekki rakin til álversins eins og margir vilja trúa, heldur til íslenskra eigenda landsins. Svo áfram sé haldið þá var Straumsvík og næsta nágrenni á sín- um tíma nær því að vera skipulagt sem friðlýst svæði samkvæmt nátt- úruverndarlögum. Allur undirbún- Svend Aage Malmberg „Hafnarfjörður er þann- ig án efa einn litríkasti og fallegasti bær lands- ins, hann er á fögru bæjarstæði í hrauni - bærinn í hrauninu - milli fjarðar og hafnar, sem hann dregur nafn af, ogjökulruðnings og grágrýtis, og þar ofar fagurs fjallahrings. Þetta er ímynd Hafnar- fjarðar.“ ingur hafði farið fram, bæði af hálfu náttúruverndarnefndar og starfs- manna Hafnarfjarðarbæjar, aðeins var eftir að ganga frá formsatriðum. Þetta starf hefur dagað uppi. Við Straumsvík er mjög sérstök náttúra með ísöltum tjörnum og einni ósaltri þar sem gætir sjávarfalla, reyndar eina tjörnin sinnar tegundar á ís- landi og þó víðar væri leitað. Þarna hefur þróast lífríki á klettunum sem ekki er að finna annars staðar, a.m.k. á íslandi. Verður að treysta því að listamennirnir í Straumsvík geri sér grein fyrir náttúru svæðisins og standi vörð um þessa perlu í nálægð stóriðju. Strandlengjan sunnan Straums- víkur er reyndar alveg sérstök fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og einnig ísland allt. Nær hvergi við landið er munur flóðs og fjöru meiri en í Faxa- flóa. Aðstæður í fjörunni sem af þessu skapast ásamt því að hraun hefur runnið í sjó fram gefa svæðinu sérstakt gildi - fjölbreytileika sí- kvikrar náttúru - sem ekki er að finna t.d. á sendnum fjörum Suður- lands eða norðanlands og austan þar sem sjávarföll eru mun minni en vestanlands. Þarna sunnan Straums- víkur þarf í skipulagi - umhverfis- mati - að taka frá svæði til vernd- ar, útvistar og fræðslu. Enn eitt atriði um landið sunnan Hafnarfjarðar. Leiðin frá Keflavík til Straumsvíkur er falleg leið og sérstök og hún er oft það fyrsta sem útlendir ferðamenn sjá af landinu og reyndar heimreið okkar hinna. Leiðin liggur um ósnortin hraun á milli hafs og fjalla. Þegar kemur í Straumsvík og áfram í Hafnarfjörð ber annað við, allt í rusli sem er aðkomu á höfuðborgarsvæðið ekki til sóma. Það er eins og ekki sé hug- að að næsta umhverfi Hafnarfjarðar sem skyldi. Þarna þarf að gera átak. Byggt hátt Áður var lýst hvernig fjörðurinn, bærinn í hrauninu, jökulöldurnar og fjallasýnin eru órofa ímynd Hafnar- flarðar. Það þarf að huga vel að þessum atriðum í skipulagi. Byggð upp á öll holt raskar þessari mynd. Minnt skal á að á sínum tíma vann náttúruvemdarnefnd Hafnarfjarðar í samráði við bæjarstarfsmenn að hugmyndum um autt svæði á grá- grýtinu efst á Hvaleyrarholti, svæði sem tengdist auðu svæði handan Reykjanesbrautar að Ástjörn. Á Hvaleyrarholti er nú risin byggð, vissúlega myndarleg íbúðabyggð, og áfram er haldið á sama hátt efst á Fjárhúsholti. Landslag allt umhverfís Hafnarfjörð er þannig smám saman að hverfa undir byggingar og sjón- deildarhringurinn að þrengjast. Hönnuðir skipulags, landslagsarki- tektar og byggingaraðilar, eiga Utsýni frá Hamrinum í Hafnarfirði. Hvernig yrði það með áætluðu háhýsi við Fjarðargötu? Hamarinn í Hafnarfirði er friðaður og má því spyrja hvort útsýnið sé þá ekki einnig friðað. væntanlega að huga að þessum þætti ekki síður en því hvernig t.d. gengið er frá vistvænum bílastæðum niðri í bænum. Fallegt eða ljótt Mörg falleg hús eru í Hafnarfírði, t.d. Ráðhúsið, og það ekki aðeins gömul hús heldur einnig nýleg hús eins og í Strandgötu, það er ekki um það að sakast, en gæta þarf samræmis við næstu hús og annað umhverfi. Bakhlið húsa í Strandgötu verður þó yfirleitt að dæmast ljót og er það vel gert að bæta úr því. Einnig er sjálfsagt að halda áfram að bæta miðbæinn í Hafnarfirði með byggingum við Fjarðargötu fyrir margyíslegar þarfír. Það þarf aðeins að gæta hófs, t.d. varðandi hæð húsa, og samræmis við aðra byggð og fjörðinn sjálfan. Háhýsi á þessum viðkvæma stað virðast vafasöm, há- hýsi sem sumir nefna turna, sem þau eru ekki. Enn er tími til stefnu Víti til vamaðar eru mörg bæði í Hafnarfirði sem annars staðar. Má t.d. nefna Morgunblaðshúsið við Aðalstræti í Reykjavík. Borgarskipu- lag Reykjavíkur er reyndar að breyt- ast á þessum slóðum frá því sem var með sögu og vistrænt umhverfí að leiðarljósi. Einnig má nefna dæmi þar sem byggingaráformum var breytt á síðustu stundu vegna þrýst- ings utanfrá. Þar skal nefna vel- heppnaða byggingu Skattstofunnar í Hafnarfírði sem átti fýrst að vera einni hæð hærri en varð, og einnig hús á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis í Reykjavík sem var breytt að umfangi svo götumyndin upp og niður nefndar götu fengi áfram notið sín. Glæstur Seðlabank- inn sjálfur reis einnig við en ekki á Arnarhóli. Aðilar í þessum málum settu ekki ofan þótt þeir létu undan almenningsálitinu. Slíkt ætti að geta gengið eftir einnig í Hafnarfírði varðandi fyrirhugaða stórbyggingu við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Iðnbúð Að lokum nokkur orð um nýtingu umræddrar byggingar. Allir vilja byggja „kringlur" og hótel, Hafnar- íjarðarbær einnig. Gott hótel í Hafn- arfirði er gott mál. Hvort ferðamenn setji fyrir sig hótel í tengslum við verslunarhús skal ósagt látið, en væntanlega sækjast þeir eftir sér- stöðu Hafnarfjarðar eða ímynd Hafnarfjarðar eins og það var nefnt hér að ofan. Með í þeirri ímynd er höfnin og útgerð, iðnaður, þar með talinn listiðnaður, og verslun. Ekki má heldur gleyma Póst- og síma- minjasafninu í Austurgötu og Sjó- minjasafninu við Vesturgötu. Svo er það spurningin um hvort „kringlur" séu besti kosturinn til að efla almenna verslun í heimabyggð. „Kringlur" eru t.d. dýrar og krefjast ábatasamrar verslunar. I Reykjavík hefur orðið nokkur hreyfíng í þá átt að fyrirtæki leiti í Fenin og Skeifuna þar sem unnt er að reka stórar búð- ir með auðveldri aðkomu á bíl. Ann- ars má einnig hugsa sér aðra þróun verslunar í fyrirhugaðri „kringlu" í Hafnarfirði en í fyrirmyndinni í Reykjavík. Hún er sú að þar verði einskonar iðnbúð með vinnustöðum og búðum, þ.e. alls konar list- og smáiðnaður hvort sem um tré, málma eða önnur efni er að ræða. Takmarkið verði að efla handmennt og hugvit á sem flestum sviðum. Þannig yrði „kringlan“ í Hafnarfírði öðruvísi en gerist og gengur og bætti um betur ímynd Hafnarfjarð- ar. Hún yrði iðnbúð Hafnarfjarðar. Stjórnmál og stjórnsýsla Greinarhöfundur telur sig vita og skilja að stjórnmál og stjórnsýsla geta verið ólík viðfangsefni. í stjóm- Höfundur áttisæti í náttúru vemdamefnd Hafnarfjarðar 1975-1986, í sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju 1985-1990 og í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar 1985-1990. málum er barist um stefnur og hug- myndir, en þegar kemur til kasta stjórnsýslu þarf að gæta að beinhörð- um peningum. Þannig hafa fram- bjóðendur til þings oft háar hug- myndir um menningarmál, þar með talin umhverfismál, sem stjómsýslu- menn í héraði eiga erfítt með að framfylgja í daglegu amstri peninga- mála. Þannig er því vafalaust farið hjá bæjarstjóm Hafnaríjarðar sem reynir væntanlega að láta dæmin ganga upp eins og best lætur og nýta sér tækifærin sem bjóðast til góðra verka. Dæmi þar um vom nefnd hér að framan. Áfram er hald- ið til framtíðar við Fjarðargötu. Þá er mikilsvert að vel takist til á þess- um viðkvæma stað á uppfyllingunni milli hafnar og gamla bæjarins svo Gaflarar geti sáttir vel notið síns heima. Guðlaun fyrir árin mín í Hafn- arfírði. Ár og friður á nýju ári. Er loðnan frá EB „pappírsloðna“? Svíþjóð * Islensk verkfræði- stofa annast forhönn- un á anunoníaksgeymi VERKFRÆÐISTOFA Guðmundar og Kristjáns hf. hefur tekið að sér að annast forhönnun á 2.000 tonna ammoníaksgeymi fyrir sænska efnafyrirtækið Berol-Nobel. Ef ákvörðun verður tekin um byggingu hans mun verkfræðistofan sjá um fullnaðarhönnun geym- isins og kerfishönnun. eftir Halldór * Asgrímsson í grein sem ég skrifaði í Morgun- blaðið í desember sagði ég m.a.: „Það er mitt mat að það megi þakka fyrir ef verðmæti Islendinga verði helmingur af þeim verðmætum sem Efnahagsbandalagið fær út úr samn- ingnum." Þar sem þetta mat var ekki eingöngu. byggt á verðsaman- burði er rétt að gera betri grein fyr- ir því hvaða réttindi við fáum frá EB samkvæmt svonefndum sjávar- útvegssamningi. Samningur um loðnuveiðar Á árinu 1989 tókust samningar milli íslands, Noregs og Grænlands um nýtingu loðnustofnsins. Samn- ingar áttu sér langan aðdraganda og höfðu viðræður staðið yfir í tæp 10 ár. Samningurinn var síðan fram- lengdur 18. maí 1992 til 1. maí 1994. Samkvæmt þessum samningi er hlutur íslands í loðnustofninum 78% og hlutur Grænlands og Noregs 11% til hvors aðila. Síðan eru margvísleg ákvæði um gagnkvæmar heimildir „Þetta yfirlit ætti að vera nægjanleg sönnun þess að orð mín um að við mættum þakka fyrir að fá helming verðmæta á móti EB voru ef eitt- hvað er vanmat á því hve slæmur hann er. Líklega hefði verið réttara að segja að við fengjum ekkert á árinu 1993, en mættum þakka fyrir að fá helming á móti EB á komandi árum.“ til að veiða í lögsögu ríkja samnings- aðilanna og einnig er ákvæði um það að ísland skuli leitast við að veiða það magn sem á vantar að heildar- magnið náist. Reynslan af loðnusamningnum Síðan samningurinn var undirrit- aður hefur hlutdeild íslands í veiðun- um verið 82,4% 1989-1990, 91,2% 1990-1991 og 93,0% 1991-1992. Þegar réttur Noregs og Grænlands var útrunninn til að veiða úr loðnu- stofninum á árinu 1992 höfðu þjóð- irnar ekki veitt 114.000 tonn sem þá komu í hlut íslands. íslensku skip- in náðu ekki að veiða þetta magn af ýmsum ástæðum. Það er því ljóst að loðna frá EB á síðustu vertíð hefði ekki komið að nokkru gagni fyrir íslenska flotann. Á þeirri vertíð sem nú stendur yfir hefur verið úthlutað 820.000 lestum. Norðmenn fá í sinn hlut um 90.000 lestir og hafa þegar veitt 67.000 lestir, en Færeyingar hafa veitt 19.000 lestir af kvóta Græn- lendinga. Á yfirstandandi vertíð verður héðan af ekki veitt nema inn- an íslenskrar lögsögu samkvæmt reynslu undanfarinna ára. Það afla- magn sem EB hefur fengið í sinn hlut verður því ekki nýtt af öðrum nema með leyfi íslenskra stjórnvalda. Færeyingar hafa sótt um að veiða í lögsögu Islands loðnu sem þeir hafa ætlað að kaupa af EB, en verið synj- að. Það voru mjög takmarkaðir möguleikar að ná loðnu EB á síðasta Halldór Ásgrímsson sumri við Jan Mayen og má í því sambandi vísa til reynslu Færeyinga. Samkvæmt loðnusamningnum kem- ur í hlut íslands að veiða það sem aðrir geta ekki veitt. Fáum við ekkert 1993? Það eru litlar líkur á því að þau 30.000 tonn sem við fáum á árinu 1993 frá EB komi íslenska flotanum að gagni. Það er því ekki ólíklegt að reynslan verði sú að við höfum einhliða framselt 3.000 tonn af karfa til EB á árinu 1993 án þess að fá nokkuð í staðinn. Þetta leiðir að ákvæðum samninganna sem gerðir voru um loðnuveiðarnar og auk þess hafa veiðarnar gengið illa og vel gæti farið svo að kvótinn næðist ekki allur. EB heldur sínum karfa- veiðiheimildum jafnvel þótt loðnan nýtist ekki íslandi. Ákvæði er um viðræður ef aflaheimildir eru lækk- aðar og jafnvægi raskast. Einnig er gert ráð fyrir að aðilar hafi samráð ef ófyrirséðar aðstæður koma upp. Það mun væntanlega reyna á það strax á fyrsta samningsári að slíkar viðræður fari fram, en engin trygg- ing er fyrir því að það leiði til breyt- inga. Litið til lengri tíma Ef litið er til lengri tíma er ekki hægt að ganga út frá því að sömu aðstæður ríki á mfðunum og hafa verið á síðustu árum. Það verður að gera ráð fyrir að þær aðstæður geti skapast að Grænlendingar og Norð- menn geti veitt sinn kvóta á sínu umráðasvæði og að nokkrum hluta innan íslenskrar lögsögu, samkvæmt samningi um það. Það verður hins vegar að líta á þá staðreynd að samið verður á hveiju ári um skipti á veiðiheimild- um. Það eru allar líkur á þvi, að á árinu 1993 fáum við eingöngu papp- írsloðnu frá EB. Loðnan frá EB get- ur fyrst og fremst orðið nokkurs virði ef góð veiði er utan íslenskrar lög- sögu sem ekki hefur verið á síðustu árum. Það er því eingöngu hægt að meta verðmæti hennar í lok loðnu- vertíðar á hveijum tíma. Hægt væri að þróa aðferðir til þess að láta síðan í staðinn jafngildar heimildir eftir að loðnuveiðinni er lokið. Við verðum að leggja á það áherslu að fá öruggar heimildir í lögsögu EB í stað þess karfa sem samið hefur verið um. Ekki er líklegt að þeir geti bent á fiskistofna sem við getum veitt úr sem leiðir þá væntanlega til að þessi skipti verða úr sögunni. Það væri hagkvæmasta niðurstaðan fyrir báða aðila miðað við núverandi aðstæður. Sannleikur- inn er sá að hagkvæmast er fyrir fiskveiðiflota EB að nýta eigin lög- sögu og það sama á við um okkur. Verðum að fá nýjan samning Upphaflega áttu 70% af heimild- um EB að vera langhali. Ef niður- staðan hefði orðið sú hefði verið nokkurt jafnræði í skiptunum. Mikil óvissa er um langhalaveiðar og það sama gildir um loðnuna. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að EB fékk ör- uggar veiðiheimildir en Islendingar fengu óvissar veiðiheimildir sem koma trúlega að engu gagni á árinu 1993. Þetta yfirlit ætti að vera nægjan- leg sönnun þess að orð mín um að við mættum þakka fyrir að fá helm- ing verðmæta á móti EB voru ef eitthvað er vanmat á því hve slæmur hann er. Líklega hefði verið réttara að segja að við fengjum ekkert á árinu 1993, en mættum þakka fyrir að fá helming á móti EB á komandi árum. Vonandi kemur ekki til.þess því þessi vondi samningur verður væntanlega aldrei framlengdur. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. (VGK) var aðalhönn- uður nýs ammoníaksgeymis Áburð- arverksmiðju ríkisins í Gufunesi og tæknideild Áburðarverksmiðjunnar sá um raf- og stjórnbúnað. Berol- Nobel hefur áhuga á að byggja geymi að svipaðri stærð og komu fulltrúar fyrirtækisins hingað til lands fyrr á árinu til að skoða geymi Áburðarverksmiðjunnar. Sam- kvæmt upplýsingum Gunnars Her- bertssonar hjá VGK leist Svíunum vel á hönnun geymisins og allan frágang og sögðu byggingarkostn- að hans lægri en þeir áttu von á. í framhaldi af þessu óskaði Berol- Nobel eftir aðstoð VGK við forhönn- un 2.000 tonna ammoníaksgeymis í Svíþjóð og var gengið frá samning- um um verkið í október. Um er að ræða forhönnun geymisins þannig að verktaki geti áætlað byggingar- kostnað með nokkurri vissu, og skil- greiningu vél-, stjórn- og öryggis- búnaðar þannig að tæknimenn sænska fyrirtækisins geti aflað upp- lýsinga um verð búnaðarins og áætlað kostnað við uppsetningu. I þessum mánuði fara fulltrúar VGK og Berol-Nobel yfir kostnaðaráætl- unina og verður hún lögð fyrir stjóm fyrirtækisins í næsta mánuði. Ef ákvörðun verður tekin um byggingu geymisins mun VGK sjá um fullnaðarhönnun geymisins og kerfishönnun. í kerfíshönnun felst ákvörðun tækjabúnaðar, lagna, kerfa-, stjórn- og öryggisbúnaðar. Efnafyrirtækið Berol-Nobel er hluti af alþjóðlegu fyrirtækjasam- steypunni Nobel Industries. Berol- Nobel er með eitt þúsund starfs- menn og er velta þess 17 milljarðar ísl. kr. á ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.