Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
27
Jón Baldvin Hannibalsson
Afstaða Alþingis verður að
vera ljós fyrir 14. janúar
UTANRÍKISRÁÐHERRA,
Jón Baldvin Hannibalsson,
segir að samkvæmt þeim
upplýsingnm sem hann hafi
bestar verði afstaða Alþing-
is íslendinga til samningsins
um EES að vera ljós þegar
fundur embættismanna Frí-
verslunarsamtaka Evrópu,
EFTA, og Evrópubanda-
lagsins, EB, hefst 14. janúar.
Þá á að freista þess að und-
irbúa endanlega texta við-
bótarbókunar sem fram-
kvæmdastjórn EB mun
leggja fyrir ráðherraráð
bandalagsins.
Ekki fyrr enn í mars
í upphafí þingfundar í gær
kvaddi Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al) sér hljóðs um þingsköp.
Hjörleifur sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
hafa haft um það mörg orð að
Alþingi yrði að staðfesta samning-
inn um EES vegna væntanlegrar
ráðstefnu stjórnarerindreka í jan-
úarmánuði. Þetta væri rangt hjá
utanríkisráðherra. Samkvæmt
upplýsingum sem hann hefði aflað
sér frá framkvæmdastjórn EB í
Brussel þá um morguninn væri
það ekki til umræðu að halda ráð-
stefnu stjómarerindreka, ríkjaráð-
stefnu (diplomatic conference) um
nýjan EES-samning nú í janúar-
mánuði.
Spumingin um slíka ráðstefnu
gæti fyrst komið til umræðu EB-
megin á fundi utanríkisráðherra
EB 1. febrúar á þessu ári, enda
fái framkvæmdastjórn EB þar
umboð aðildarríkjanna til að
ganga til samningaviðræðna.
Fyrst þá og að þessu skilyrði upp-
fylltu gætu menn farið að ræða
einhveija dagsetningu fyrir ráð-
stefnu stjórnarerindreka sam-
kvæmt 129. grein samningsins.
Hjörleifur beindi þeim tilmælum
til forsætisnefndar að hún athug-
aði nú málafylgju utanríkisráð-
herra og ríkisstjórnarinnar í þessu
máli. Hann ítrekaði þá skoðun að
við núverandi aðstæður væri EES-
samningurinn frá 2. maí 1992
ekki marktækur og lög sem stað-
festu aðild íslands að slíkum
samningi hrein markleysa.
14. janúar
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra var ekki viðstaddur
upphaf umræðunnar þegar Hjör-
leifur Guttormsson lét sín ummæli
falla en síðar í umræðunni talaði
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) um að utanríkisráðherra ætti
að sjá sóma sinn í að leiðrétta
„hrein og bein ósannindi".
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra vísaði ummælum
Ólafs Ragnars Grímssonar sem
„ósönnum, ómaklegum og órök-
studdum". Hann hefði engar yfír-
lýsingar látið frá sér fara um hve-
nær ríkaráðstefna yrði haldin. Hitt
væri rétt að hann hefði vitnað í
staðfest fréttaskeyti þar sem haft
væri eftir Uffe Ellemann Jensen
utanríkisráðherra Dannmerkur
sem hefði þá verið að taka við
formennsku í Evrópubandalaginu
um að halda þessa ríkjaráðstefnu
hið fyrsta Jafnvel í janúar“.
Ræðumaður taldi þörf á því að
gera þingheimi grein fyrir stöðu
málsins nú. Á föstudag, 8. þessa
mánaðar, myndu lagasérfræðing-
ar EFTA koma saman til að fjalla
um frágang þeirrar viðbótarbók-
unar sem gera yrði við EES-samn-
inginn eftir brottfall Sviss. 12.
janúar myndi utanríkisviðskipta-
ráðherra formennskulands EFTA,
Svíþjóðar, eiga fund með Delors
forseta framkvæmdastjórnar EB.
14. janúar væri ráðgerður fund-
ur samningamanna beggja aðila
til þess að freista þess að undirbúa
endalega texta viðbótarbókunar-
innar til framkvæmdastjórnarinn-
ar. En ráðherraráð EB hefði falið
framkvæmdastjóminni að und-
irbúa málið. 15. janúar myndu
Svíar funda með formennskulandi
EB, Danmörku. Þessu næst yrði
haldin svonefndur Coreper-fund-
ur, þ.e. fundur fastanefnda EB
sem ætti að reyna að ganga end-
anlega frá niðurstöðu málsins fyr-
ir fund ráðherraráðs bandalagsins
í febrúar.
Það væri alröng fullyrðing og
útlegging Hjörleifs Guttormssonar
að halda fram að staða málsins
hvað íslands varðaði stæði eða
félli með dagsetningu ríkjaráð-
stefnu. Spurningin væri einfald-
lega, hvenær íslendingar, þ.e. Al-
þingi, þyrftu að hafa afgreitt mál-
ið til þess að unnt væri að ganga
með tryggum og öruggum hætti
frá formi og efni viðbótarbókunar?
Utanríkisráðherra sagði að
samkvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefði bestar, eftir að hafa
haft samráð við formennskuland
EFTA og aðila í Brussel, þyrftu
svör íslendinga að liggja fýrir ekki
seinna en 14. þessa mánuðar.
Rangfærslur og útúrsnúningar
Ólafur Ragnar Grímsson
sagði ljóst að utanríkisráðherrann
gæti ekki flutt þinginu neina frá-
sögn um það hvenær ríkjaráð-
stefnan væri fyrirhuguð. Það eina
sem hefði verið ákveðið væru
venjubundnir fundir milli embætt-
ismanna EFTA og EB, og fundur
milli formennskulanda. Hinn form-
lega ríkjaráðstefna sem kveðið
væri á um í EES-samningnum
hefði ekki verið ákveðin og enginn
vissi hvenær hún yrði haldin. Olaf-
ur Ragnar sagði að utanríkisráð-
herrann hefði iðulega sagt' eða
gefíð í skyn að forsenda þess að
Islendingar gætu tekið þátt í þess-
ari ríkjaráðstefnu væri samþykkt
EES-samningsins á Alþingi og að
slík ráðstefna yrði í janúarmánuði.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra taldi vandlifað og
litlum tilgangi þjóna að birta upp-
lýsingar ef þær ættu aðeins að
verða tilefni til útúrsnúninga og
sérkennilegra útlegginga. Það
hefði legið fyrir frá upphafí að
ríkjaráðstefnan sem slík, yrði ekki
boðuð fyrr en fyrir lægi að undir-
búningi hennar væri lokið með
samkomulagi um tillögu til að
leggja fyrir hana. Ráðstefnan
væri staðfesting á niðurstöðu
samningaferils. Af sinni hálfu
hefði aldrei verið neitt fullyrt hve-
nær ríkjaráðstefnan yrði haldin en
formennskuland EB hefði Iýst yfír
því stefnumarkmiði að halda ríkj-
aráðstefnuna eins fljótt og unnt
yrði, jafnvel í janúar.
Utanríkisráðherra sagði það
einnig alrangt að fundirnir sem
haldnir yrðu nú í janúar væru ein-
hveijir venjubundnir embættis-
mannafundir. Á boðuðum fundi
þann 14. væri stefnt að því að
aðalsamningamenn gætu gengið
frá samkomulagi að texta viðbót-
arbókunar sem fengi síðan fram-
haldsumíjöllun á fundi fastafull-
trúa og þyrfti svo að leggja fyrir
ráðherraráð EB en slíkt þyrfti
verulegan undirbúning.
Hjörleifur Guttormsson sagði
að hann hefði í sinni morgunræðu
ekki fullyrt annað en að staðhæf-
ingar utaríkisráðherra um ríkjar-
áðstefnuna væru rangar. Það
væru ekki embættismannafundir
EB og EFTA sem réðu úrslitum.
Spumingin væri hvort fram-
kvæmdastjóm EB fengi umboð til
þeirra samningaviðræðna sem
þessari ráðstefnu stjórnarerind-
reka væri ætlað að reka smiðs-
höggið á. Hjörleifur taldi það
dæmalaust að þingmönnum skyldi
haldið við þingstörf til að ræða
frumvarp til staðfestingar á lögum
sem yrðu hrein markleysa ef sam-
þykkt yrðu. Ólafur Ragnar
Grímsson sagði að „dagsetningar-
leikur" utanríkisráðherra væri
„sjónarspil" sem ráðherra hefði
„terroriserað“ þingið með. Nýjasta
dagsetningin, 14.janúar, værijafn
marklaus og allt hitt. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
varð að benda á að verkefni þess
fundar sem haldin yrði væri að
staðfesta það að framkvæmda-
stjórn EB stefndi að því að leggja
fram formlega tillögur sínar um
lausn fyrir aðildarríki bandalags-
ins. Til þess að þetta tækist, yrði
að liggja fyrir að EFTA-ríkin væm
öll á sama báti, þ.e.a.s. að þau
hefðu staðfest þetta mál. Það yrði
ekki boðað til að staðfesta form-
lega eitthvert samkomulag fyrir
en samkomulagið væri orðið á
undirbúningsfundum.
Loka verður máli
fyrir Spánverjum
Forseti Alþingis Salome Þor-
kelsdóttir þótti ekki annað fært
en fresta fundi í hálftíma til þess
að þingmenn fengju kost einhvers
málsverðar en þegar fundur hófst
að nýju kvaddi Olafur Ragnar
Grímsson sér hljóðs um þingsköp.
Hann vildi vekja athygli á því að
utanríkismálanefnd hefði að sinni
beiðni aflað upplýsinga frá þjóð-
þingi Spánveija um hvemig hagað
hefði verið þinglegri meðferð EES-
samningsins þar á bæ. Nú hefði
svar borist um að málið hefði ver-
ið til umfjöllunar í öldungadeild-
inni en ríkisstjóm Spánar hefði
kallað það til baka 18. desember.
Ræðumaður vildi hvetja forsætis-
nefnd til að kynna sér þessa með-
ferð málsins á Spáni.
í samtali við Morgunblaðið lagði
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra áherslu á að til þess
að samkomulag gæti tekist yrði
að liggja fyrir hvort öll EFTA-rík-
in að Sviss frátöldu væru með.
Ráðherra var inntur eftir sjóðs-
málinu svonefnda, þ.e. að önnur
EFTA-ríki reiddu fram það fé sem
Svisslendingum hefði verið ætlað
að greiða í þróunarsjóð til aðstoðar
fátækari ríkjum EB. Utanríkisráð-
herra riíjaði upp að framkvæmda-
stjórn EB hefði á sínum tíma tek-
ið þá afstöðu að hún teldi eðlileg-
ast að lækka framlögin í sjóðinn
en Spánn hefði haldið upp kröfu
um að sjóðinn yrði óskertur. Fram-
kvæmdastjómin gæti ekki fengið
botn í það mál fyrr en það lægi
fyrir að öll önnur EFTÁ-ríki en
Sviss hefðu staðfest samninginn.
Ella gætu Spánveijar nýtt sér það
að málin væru ófrágengin frá
EFTA-hliðinni og stæðu því opin.
Utanríkisráðherra sagði ekki
hægt að fullyrða að samkomulag
myndi takast á fundinum um miðj-
an mánuðinn. En það væri hægt
að fullyrða að ef íslendingar kæmu
ekki til þess fundar með skýr svör
um sína afstöðu þá yrði ekkert
samkomulag.
Stuttar
þingfréttir
Löglegar afsakanir
Föstudaginn 18. desember
mælti Vilhjálmur Egilsson
(S-Nv) formaður efnahags- og
viðskiptanefndar fyrir nefnd-
aráliti og breytingartillögum
við umdeilt frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um skattamál.
Umræður drógust nokkuð á
langinn og var fram haldið á
kvöldfundi. Þingmenn sem þá
töluðu beindu nokkrum skeyt-
um að nefndarmeirihlutanum
en létu þess þó getið að þeir
gerðu ekki kröfu til að nefnd-
arformaðurinn hlýddi á ræðu
þeirra eða stæði fyrir svörum.
Þeir hefðu á því skilning að
Vilhjálmur Egilsson mætti
fagna kvöldi síns fertugasta
afmælisdags, fjarri þingsal.
Nokkru eftir miðnætti varð
ljóst að þingmaðurinn Ólafur
Þ. Þórðarson (F-Vf) myndi,
samkvæmt mælendaskrá, fá
orðið. Þingmaðurinn krafðist
þess eða óskaði mjög eindregið
að þingforseti gerði ráðstafan-
ir til þess að formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar
hlýddi á ræðu hans. Hann vildi
benda á þá staðreynd að nú
væri nýr sólarhringur upp
runninn og fertugsafmæli Vil-
hjálms Egilssonar liðið. Ekki
varð orðið við þessum tilmæl-
um og varð Ólafur Þ. Þórðar-
son að þola það, að formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
sæti ekki undir hans orðræðu.
Ólafur talaði í tæplega tvo
tíma, kom víða við og fann að
ýmsu. Hann lauk sinni ræðu
nokkru fyrir kl. 3. aðfaranótt
laugardagsins 19. desember.
Sama dag var gengið til
atkvæða um frumvarpið. For-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar, Vilhjálmur Egilsson,
var viðstaddur þá atkvæða-
greiðslu en Ólafur Þ. Þórðar-
son var fjarverandi. Aðspurður
sagði Ólafur þingfréttaritara
að honum hefði ekki verið gerð
fullnægjandi grein fyrir því að
atkvæðagreiðsla myndi heíjast
kl. 12.30 þennan dag.
MMna
Þjóðsagan um málþófið
RAGNAR Arnalds þingflokksfor-
maður Alþýðubandalagsins segir
það sögusögn Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanrikis-
ráðherra að stjórnarandstaðan
haldi uppi málþófi í umfjöllun
um samninginn um Evrópskt
efnahagssvæði, EES. Staðfest-
ingarfrumvarpið um EES hefur
nú verið rætt í rúmar 75 klukku-
stundir.
Ragnar Arnalds (Ab-Nv) hélt
ræðu í gær í 2. umræðu um stað-
festingarfrumvarpið um EES.
Ræðumaður gerði m.a. að umtals-
efni, að ijölmiðlum væri tíðrætt um
að á Alþingi hefði stjórnarandstað-
an skipulagt málþóf um samninginn
um EES. Það væru einkum og sér
í lagi oddvitar ríkisstjómarinnar
sem héldu þessu fram. Því miður
væri það svo að stór hluti þjóðarinn-
ar tryði þessu. Ragnar vildi benda
á að það hefði tafíð afgreiðslu þessa
máls að samningur íslands um físk-
veiðimál hefði ekki legið fyrir fyrr
en um mánaðamótin nóvember/des-
ember. 2. umræða hefði ekki hafist
fyrr en 14. desember. „Þjóðsagan"
um málþóf væri tilbúningur forsæt-
isráðherra og utanríkisráðherra.
Ragnar benti á að EES-málið væri
gríðarlega umfangsmikið og halda
mætti því fram að það væri hundr-
aðfalt að umfangi við venjuleg þing-
mál. Það þyrfti því engum að koma
á óvart að ekki væri hægt að af-
greiða málið í einhverri skyndingu.
Tímatal EES
Umræður um frumvarp til laga
um Evrópskt efnahagssvæði, EES,
hafa nú staðið í 75 klukkustundir.
Fyrsta umræða tók 34 klukku-
stundir. Þegar ræðuflutningi linnti
fyrir jólahlé var annarri umræðu
ólokið en hún hafði þá staðið yfir
í 30 klukkustundir. Eftir áramót
hafa 35 klukkutímar bæst við um-
ræðuna sem hefur þá samtals tekið
rúmlega 75 stundir. En þegar um-
ræðu var frestað í gær voru fímm
þingmenn á mælendaskrá.
Samningurinn um EES hefur
verið ræddur við fleiri tækifæri.
Einkum og sér í lagi í umræðum
um tvö frumvörp stjómarandstöð-
unnar um stjórnarskrárbreytingar
vegna EES. Umræður um þau
frumvörp tóku 22 klukkustundir.
Þingsályktunartillaga um að samn-
ingurinn um EES skyldi borinn
undir þjóðaratkvæði var rædd í sjö
og hálfa klukkustund.