Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 33 Minning Hallfríður Þorkels- dóttir kennari Fædd 9. nóvember 1908 Dáin 19. janúar 1993 Hún Hallfríður, föðursystir mín, Þorkelsdóttir frá Bíldudal er látin. Þetta kom að vísu ekki óvænt, en maður er alltaf jafn óviðbúinn. Hún verður borin til grafar í dag, 26. jan- úar. Hallfríður fæddist að Jaðri á Bíldudal 9. nóvember 1908, yngsta barn hjónanna Ingibjargar Sigurðar- dóttur frá Hofstöðum í Gufudals- sveit og Þorkels Kristjáns Magnús- sonar frá Vindheimum, Tálknafírði. Þorkell var lærður gullsmiður og skipstjóri, en hann fórst með skipi sínu, Gyðu, frá Bíldudal, ásamt elsta syni sínum, Magnúsi, 23. apríl 1910 í mynni Arnarfjarðar. Þá er Hallfríð- ur á öðru ári, og þrjú eldri systkini enn í heimahúsum. Það má nærri geta, að oft mun hafa verið erfitt hjá Ingibjörgu móður hennar að sjá börnunum farborða, en aldrei heyrði ég annars getið en að nóg hafí verið að borða og systkinin minntust alltaf æsku sinnar með gleði. Hallfríður ólst upp á Bíldudal og naut þar skóla- göngu eins og þá var títt og mun sú stutta skólaganga hafa verið jafngott veganesti og það sem best gerist í dag. Um miðjan þriðja ára- tuginn brá Ingibjörg búi og fluttist suður með dætrum sínum tveimur, Höllu og Hallfríði. Eldri sonurinn, Ólafur, hafði þá lokið Stýrimanna- skólanum og flutt að heiman en yngri sonurinn, Erlingur, hafði hafíð iðn- nám í Reykjavík, sem lauk með vél- stjóraprófi. Hugur Hallfríðar stóð einnig til náms og settist hún á bekk í Kennaraskólanum í Reykjavík og Fæddur 17. maí 1912 Dáinn 9. janúar 1993 Það var fallegt á Þórshöfn þetta kvöld. Veður eins og það getur best orðið, bjart og hreint. Þetta var í júlí, árið var 1990. Við hjónin komum yfir Öxnafjarðarheiðina og Þistil- fjörðurinn blasti vjð, reisulegir bæir og snyrtileg bú. Ég hafði ekki séð fæðingarbæ minn í tæglega 30 ár og margt hafði breyst. Eg byijaði á því að leita að læknisbústaðnum nið- ur við sjó, en viti menn hann var horfinn. Öll stærðarhlutföll voru brengluð. Það eina sem var óbreytt var veðrið. í minningunni var það alltaf gott. Útsýnið til hafs hafði meira að segja breyst, eða það fannst mér. Ég spurði til vegar. Naust hét það dvalarheimilið. Þar bjuggu nú Eldjámsstaðabræður. Mér var vísað til setustofu. Hálf hikandi gekk ég inn í stofuna. Þrír aldnir heiðursmenn sátu þar og horfðu á sjónvarp, þeir Guðjón og Sigmar frá Eldjárnsstöð- um á Langanesi, og félagi þeirra hann Sigmundur. Sjónvarpið var af nýjustu gerð og ég undraðist mynd- gæðin. Osjálfrátt bar ég þetta saman við gamla útvarpstækið á Eldjárns- stöðum, þetta gamla undratæki sem ég hlustaði á tímunum saman árið 1949 þegar ég var þar í sveit. Þá lærði ég veðurfréttir og fleira utanað og fannst allt óskaplega merkilegt sem kom í útvarpinu. Líklega hef ég þá strax smitast af þessari ólækn- lauk þar kennaraprófi 1930. í Kennaraskólanum kynntist hún mannsefni sínu Sigurði Runólfssyni kennara, frá Böðvarsdal í Vopna- firði, og giftust þau hinn 13. maí 1933. Sigurður lifir konu sína og hefðu þau því átt 60 ára brúðkaups- afmæli í vor að óbreyttu. Þau hófu búskap hjá Ingibjörgu, sem þá bjó á Hverfisgötunni, en keyptu svo húsið að Tjarnargötu 43 árið 1935 ásamt foreldrum mínum. Það var gert af stórhug, og til að kljúfa byijunarörð- ugleikana var mikill hluti hússins leigður út fyrstu árin. Þetta breyttist með tímanum og fyrir hugskotssjón- um okkar, sem þama ólumst upp, í næsta nágrenni við miðbæinn, tjörn- ina og Hljómskálagarðinn, stendur ávallt ævintýraljómi af Tjarnargötu 43. Hluti af þessum heimi var, fram- an af, hún amma okkar Ingibjörg, en hún bjó hjá Hallfríði og Sigurði þangað til hún dó 1948. Var alltaf mjög gott samband milli mæðgnanna og annaðist Hallfríður móður sína af kostgæfni og hlýhug síðustu ár hennar hér. Hallfríður kenndi sem stunda- kennari og forfallakennari í Austur- bæjarskólanum að loknu námi árin 1931-33 en þá tók við bamauppeldi. Þegar börnin vom vaxin úr grasi tók hún aftur til við kennslu og kenndi aftur sem stunda- og forfallakennari við Austurbæjarskólann 1961-70 og síðan sem fastur kennari til 1978, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ég hef heyrt að hún hafi ver- ið vel látin og vinsæl sem kennari, bæði af nemendum og samkennur- um. Sigurður kenndi við Austurbæj- arskólann nánast alla sína starfsævi. andi útvarpsbakteríu sem við mig hefur loðað síðan, þó ég hafi ekki gert mér grein fyrir því fyrr en löngu seinna. Sigmar Kristjánsson var fæddur þann 17. maí 1912, sonur hjónanna Matthildar Jóhannesdóttur og Krist- jáns Jónssonar á Eldjárnsstöðum. Fyrir áttu þau Guðjón sem fæddist árið 1903. Heimilið á Eldjámsstöðum var líklega svipað öðrum alþýðuheim- ilum í sveit um miðbik aldarinnar. Fólkið var samhent og arfur horf- innar baðstofumenningar var að ég held enn til staðar. Mikið var lesið og hlustað á útvarp eins og fyrr greinir. Hjónin voru orðin roskin og búskapurinn hvíldi á herðum þeirra bræðra. Vélvæðing var stutt á veg komin, þó man ég eftir hestasláttu- vél á bænum. Mér fannst mikið til um allt sem verið var að gera. Mó- tekja var t.d. eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt minnst á og mér vom kennd handtökin. Reyndar var ég látinn vera með í öllu mögulegu og greinilegt var að fólkið vildi kenna mér. Ég sá þarna í fyrsta, og að ég held, eina skiptið svokallaða færilús og í minningunni var hún óskaplega stór, enda ég lítil. Reyndar hef ég aldrei spurt að því hvað færilús get- ur verið stór. En svona leið þessi tími á Eldjárnsstöðum, tími athafna og mikils þroska smápatta frá Þórshöfn sem komið var fyrir hjá þessu fólki á meðan faðir minn var í framhalds- námi í Lundúnum og foreldrar mínir Hallfríður og Sigurður eignuðust þijú börn. Þau em Gústa Ingibjörg, fædd 10. janúar 1934, prófessor í frönsku og germönskum málum í Montpellier í Frakklandi, Þórólfur Sveirir fæddur 5. febrúar 1939, arki- tekt, starfsmaður í menntamáladeild Alþjóðabankans í Washington, Krist- ján Hrafn fæddur 30. ágúst 1945, rannsóknarmaður hjá Orkustofnun í Reykjavík. Bamabömin em sex. Hallfríður og Sigurður var nánast eins og orðatiltæki, þau vom yfirleitt nefnd saman. Var það ekki að ástæðulausu, þar sem þau vora mjög samrýnd, og algert jafnræði virtist ríkja með þeim hjónum, mun meira en algengt var á ámm áður. Þó var það svo, að meðan bömin vom ung var Hallfríður hein'.avinnandi og Sig- urður skaffaði eins og sagt var. Hún stjórnaði ríki sínu af myndugleik og festu og átti ekki síst þátt í að börn hennar menntuðust eins og raun varð. Hún trúði staðfastlega á það, að mennt er máttur og gat ekki nóg- samlega hamrað á þessu við okkur krakkana þegar henni fannst að áhuginn beindist um of á aðrar braut- ir. Við bræðurnir ólumst upp í þessu umhverfi eins og fyrr segir og fjöl- bjuggu þar. Ég hef aldrei þakkað nógu vel fyrir mig. Ég hændist svo að heimilisfólkinu að langan tíma tók að hugga mig þegar mér var sagt að nú ætti ég aftur að fara heim. Dvölin var á enda. Hann Guðjón er ríkur af minningum um elskulegan bróður og foreldra. Um síðustu jól sendi ég Sigmari mína hinstu kveðju. Þar bað ég þá bræður að koma með mér til Eld- járnsstaða á komandi sumri. Þangað langar mig til að koma aftur eftir öll þessi ár. Kæri Guðjón. Ég vona að af þessu geti orðið. Sigmar er að vísu farinn í allt aðra og lengri ferð en minningin um hann mun lifa. Hún mun birtast okkur í hveiju spori á Eldjárnsstöðum. Ég veit að það er tómlegt í herberginu ykkar á Nausti. Þú hefur misst mikið, það veit ég. En það er jafn fallegt á Þórshöfn sem fyrr. Lífið heldur áfram. Óli H. Þórðarson. Sigmar Kristjánsson frá Eldjámsstöðum skyldumar höfðu mjög náið samband á flestum sviðum í liðlega tvo ára- tugi. Það er, sem vonlegt er, margs að minnast frá þessum tímum. Sér- stakan sess í minningunum em jólin, en þar voru fastir sameiginlegir liðir fjölskyldnanna í mörg ár. Þar var Hallfríður hrókur fagnaðar og stjórn- aði leikum og bar í okkur veislumat. Það fór aldrei á milli mála að Hallfríður var fyrst og síðast Bíld- dælingur. Hún hafði geysilega sterk- ar taugar til æskustöðvanna, svo að manni fannst það jaðra við trúar- brögð á stundum. Best fannst mér hún skemmta sér í góðum hópi ann- arra Bílddælinga þegar rætt var um gamla daga. Þá sagði Hallfríður sög- ur af sjálfri sér og öðmm og var ekki annað að skilja en að hún hefði verið svolítill prakkari í æsku. Þegar þessar og þvílíkar sögur vom rifjaðar upp var skellt á lær og hlegið. Og þá hló Hallfríður oft svo innilega að tárin streymdu. Okkur krökkunum þótti stundum nóg um og fylltumst vandlætingu. En Hallfríður hélt tryggð við Bíldudal og fólkið þaðan allt sitt líf. Síðasta ár Hallfríðar var henni fremur erfítt. Heilsunni hrakaði smám saman og fremur ört síðustu mánuðina. Von okkar og trúa er sú, að henni hafi ekki liðið illa þetta síð- asta tímabil, enda annaðist Sigurður hana alveg fram á það síðasta af þeirri alúð og nærgætni, sem honum er lagin og sem einkenndi hjónaband Hallfríðar og Sigurðar alla tíð. Blessuð sé minning Hallfríðar Þor- kelsdóttur. Agnar Erlingsson. í dag fer fram útför frú Hallfríðar Þorkelsdóttur húsmóður og fyrrv. kennara. Við höfum átt samleið síð- astliðin tuttugu ár, frá því að Hulda, dóttir mín, varð tengdadóttir hennar. Því vil ég setja nokkrar línur á blað í minningu hennar. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að hér fór göfug og góð kona. Hógværð og Ijúf- mennska einkenndu fas hennar og við nánari kynni kom í ljós góðvild til alls og allra. I návist slíkra manna hlýtur öllum að líða vel. Hallfríður fæddist á Bíldudal 9. nóv. 1903, dóttir Þorkels Magnús- sonar gullsmiðs og skipstjóra og konu hans Ingibjargar Sigurðardótt- ur. Þau hjón eignuðust níu börn en aðeins fimm komust upp og var Hallfríður yngst þeirra. Faðir hennar drukknaði ásamt elsta syninum, Magnúsi, 18 ára gömlum, þegar Hallfríður var aðeins hálfs annars árs. Hún mundi því ekki föður sinni né bróður, en hún lýsti því fyrir mér hvernig hún fór niður á bryggju, er hún hafði vit til, horfði út á sjóinn og beið, vildi ekki trúa því, að pabbi kæmi ekki aftur af sjónum, þráði að eiga föður eins og hin bömin í þorp- inu. Þessi mynd, lítil stúlka sem stend- ur á bryggjunni og vonar, er skýr í huga mínum. Hallfríður ólst upp hjá móður sinni á Bíldudal, en árið 1927 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hallfríður hóf þá nám í Kennarahá- skóla íslands, lauk þar kennaraprófi 1930 og hóf kennslu í Austurbæjar- skólanum. Ég mun ekki ræða kennslustörf hennar, það geta aðrir gert betur, en ég veit þó vel að hún var afar vinsæll kennari. Hinn 13. maí 1933 giftist Hallfríð- ur Sigurði Runólfssyni, bekkjarbróð- ur sínum úr Kennaraháskólanum. Þá hætti hún kennslu og sinnti ein- göngu heimilinu til 1961 að hún hóf kennsku að nýju og kenndi til ársins 1978. Börn þeirra Sigurðar urðu þijú: Gústa, dr. í málvísindum, pró- fessor við háskólann í Montpellier í Suður-Frakklandi, Sverrir, arkitekt sem starfar við Alþjóðabankann, búsettur í Washington D.C. og yngst- ur er Kristján Hrafn, rannsóknar- maður hjá Orkustofnun ríkisins. Bamabömin em sex, fjögur hér heima en tvö em erlendis. Umhyggja þeirra hjóna fyrir barnabömunum var og er aðdáunarverð og mætti nefna um það mörg fögur dæmi, sem geymast í hug og hjarta, en ekki verður fjölyrt um hér. Mjög ástúðlegt var með þeim hjón- um alla tíð og sást það best nú á síðustu mánuðum þegar Sigurður hjúkraði konu sinni af stakri alúc og nærfærni. Kæri Sigurður, ég votta þér og fjölskyldu einlæga samúð mína. Við munum geyma dýrmæta minningu um mikilhæfa konu í virðingu og þökk fyrir samfylgdina og allt, sem hún var okkur. Guð blessi hana. Ásta Björnsdóttir. Minning María Gísladóttir Fædd 8. maí 1898 Dáin 15. janúar 1993 Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar, en hún andaðist á hjúkmnarheimilinu Skjóli 15. janúar sl. Margs er að minnast þar sem við systkinin ólumst upp í sambýli við ömmu og oft var farið til hennar til að fá sér mjólk og brauðbita, plástur eða huggun. Og þegar við stækkuð- um var rætt um lífið og tilveruna yfir kaffísopa. Þegar við svo vorum flutt að heiman og komið var í heim- sókn á Laugaveginum var alltaf fyrsti viðkomustaðurinn 2. hæðin hjá ömmu. Seinna þegar hún var orðin veik, en bjó samt heima með hjálp mömmu sem var hennar stoð og stytta síð- ustu árin, vildi hún að við kæmum við hjá sér því að gestrisni og höfð- ingsskapur vom henni í blóð borin. Nú fyrir tveimur ámm fékk amma heimilispláss á Skjóli þar sem allir lögðu sig fram við að láta henni líða vel. Bað hún iðulega stúlkurnar þar um kaffí handa gestum sínum sem var auðfengið. Við eigum öll eftir að sakna henn- ar, en nú er hún búin að fá hvíldina eins og hún vildi. Að lokum langar mig til að kveðja með þessum ljóðlín- um: En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Aldís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.