Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993
44
„Ndestcu rnund heiblr „ ’Bdtcxr" e.ftir
eJs£cL son minn.Ðon/eC."
TM Raa. U.S P*t Off,—*H rtghts resorvod
* 1993 Los Angetos Times Syndtcata
Hann byrjaði á því að láta
mig sækja inniskóna ...
BREF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Hver er Palestína?
Frá Inga Eldjárn
Á FIMMTA hundrað félagar í öfga-
og hryðjuverkasamtökunum Hamas
hafa verið reknir frá ísrael til
tveggja ára, á einskismannsland í
fjöllunum í Suður-Líbanon, þar sem
þeir hírast enn. Samtökin eru næst
stærsta hreyfingin innan PLO og
eru fimm ára gömul hreyfing ísl-
amskra bókstafstrúarmanna, sem
urðu til um það leyti sem Intifada-
uppreisnin byijaði á hernumdu
svæðunum. Þeir hafa barist hat-
rammlega gegn friðarviðræðunum
í Madrid og Washington og eru
styrktir af klerkaveldinu í íran og
Súdan. Tilgangur þeirra er sá að
útrýma ísraelsríki og hrifsa til sín
landið úr höndum gyðinga. Ef Ham-
as-menn hefðu stundað sömu iðju
gagnvart nágrannaríkjum ísraels
og þeir hafa gert í Israel hefðu
þeir einfaldlega verið teknir af lífi
eða fangelsaðir. I Líbanon var eng-
inn vilji til að taka við þeim né leyfa
að hjálpargögn bærust til þeirra út
í eyðimörkina. Helsta ástæðan fyrir
því er sú að palenstínskir skærulið-
ar höfðu komið af stað borgarstyij-
öldinni í Líbanon (1975-1990).
Jórdanir vildu ekki heldur fá þá þar
sem Palestínuarabar höfðu einnig
gert sögulega byltingu árið 1970 í
Jórdaníu.
30. desember síðastliðinn héldu
samtök, sem kalla sig Ísland-Palest-
ína, stuðningsfund á Lækjartorgi
til að mótmæla brottvikningu
hryðjuverkamanna frá hernumdu
svæðunum. Enginn fundur var þó
haldinn af sömu samtökum, þegar
Kúveitar ráku þá sem eftir lifðu af
þeim 250.000 Palestínuaröbum úr
landi, þ. á m. konur, börn og
gamalmenni, þar sem konum var
nauðgað og pyntingar og annað
ofbeldi var hlutskipti Palestínu-
araba, í hildarleik þeirra hjá Kúveit-
um.
Flesta rekur eflaust minni til að
PLO-menn fylktu sér pólitískt við
hlið Saddams Husseins í Persaflóa-
stríðinu og því fór sem fór. Hamas-
samtökin eru á móti vestrænum
áhrifum í þess orðs dýpsta skiln-
ingi... öllu og öllum nema komm-
únistum, það er því lítil furða þó
vinstri menn hafi fjölmennt á fund-
inn. Steingrímur Hermannsson var
og aðalræðumaður á fundinum.
Afstaða Steingríms í þessu máli er
mér torráðin, því hann er að mínum
dómi einhver víðsýnasti stjómmála-
maður landsins.
Þegar Steingrímur Hermannsson
var við völd í síðustu ríkisstjórn var
honum boðið til fundar við Yasser
Arafat, leiðtoga PLO, í Túnis, sem
hann og þáði. Útkoma þessara
funda var sú að Steingrímur snerist
á sveif með PLO í afstöðu sinni til
Ísraels-Palestínuvandans.
Eins þykir og leitt að launþega-
samtök landsins virðast hafa verið
blekkt til þátttöku í þessum fundi,
eða höfðu þau kannski fullan stuðn-
ing félaga sinna?
Gyðingaríkið Ísrael var kallað
fyrst Palestína af Rómveijum, sem
háðsyrði um ísrael. Palestína hefur
í aldanna rás aldrei verið ríki, með
þeim réttindum og skyldum sem
því fylgir, heldur öllu heldur land-
svæði undir stjóm hinna ýmsu
heimsvelda svo sem: Assýringa,
Rómveija, Býsaníta, Tyrkja og
Englendinga.
Palestínuriki með eftirtaldri
stjómskipan, forsætisráðherra, ráð-
herram og annarri stjómsýslu, hef-
ur aldrei litið dagsins ljós, heldur
skipaði Yasser Arafat, leiðtogi PLO,
„útlagastjórn" í Túnis fyrir 5 áram
og stjómar þaðan sínum „friðel-
skandi“ samtökum.
Yasser Arafat var „einkaritari"
Abd-al Qudirs, sem stjórnaði hem-
aðaraðgerðum araba á svæðinu í
kringum Jerúsalem frá febrúar til
apríl 1948. Frá skrifborði Arafats,
meðan hann var sérlegur aðstoðar-
maður Qadris, bárast meðal annars
þau boð að stríðsfangar frá sam-
yrkjubúinu í Etzion, sem vora tæp-
lega 100, skyldu líflátnir, svo að
„friðarhöfðinginn" Arafat átti þátt
í stríðsglæpum. Eftir að Arafat var
kjörinn leiðtogi PLO árið 1969 hef-
ur alda hryðjuverka riðið yfir hinn
vestræna heim, sem og öll Mið-
Austulönd, í nafni hryðjuverka-
sveita PLO.
Ef félagar í Ísland-Paiestína yrðu
spurðir af því hvort þeir styddu
Yasser Arafat sem leiðtoga PLO,
og þá um leið stefnu hans, mundu
þeir eflaust svara því játandi, en
þó hafnar Arafat algerlega Hamas
og þeir hlýða honum heldur eigi.
Þess vegna er manni spurn, hveija
eru þeir í raun að styðja, félagarnir
í Island-Palestína, og hvernig geta
þeir borið nafnið Ísland-Palestína,
þegar Palestína hvorki er né var
ríki?
í Pressunni 7. janúar sL kemur
einnig eftirfarandi fram: „Á nokkr-
um dögum um miðjan desember
drápu Hamas-menn fimm ísraelska
hermenn og einn landamæravörð.
Sá síðastnefndi var lögreglumaður-
inn Nissim Toledo, sem Hamas
rændi og skilaði skömmu seinna
dauðum með stungusár á hálsi og
bijósti. Við morðin sló óhug á ísra-
elsmenn, ekki síst vegna þess að
Hamas-samtökin Iétu til skarar
skríða innan landamæra ísraels og
ekki eingöngu á herteknu svæðun-
um. Hamas-menn vissu hver við-
brögðin yrðu.“ ísak Rabin og stjórn
hans hafa sótt friðarráðstefnu und-
anfarið með hugsanlega eftirgjöf
Gólan-hæðanna í huga og sam-
þykkt sjálfstjómar Palestínu-
manna. (Og með því að afturkalla
ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um
brottrekstur Palestínumanna og
sleppa úr haldi fjölda pólitískra
fanga.) Þessu er svarað með ógnun,
sem Hamas olli í desember, en í
framhaldi af því velur ísraelsstjórn
að víkja þeim úr landi. Þannig varð
Hamas að ósk sinni; að spilla fyrir
friðarviðræðunum, því leiðtogar
þeirra vissu hver viðbrögð ísraels-
manna yrðu.
í Ritningunni segir Jesús að
hjálpræðið komi frá gyðingum og
á öðram stað í Nýja testamentinu
stendur: „ísraelsmenn fengu sonar-
réttinn, dýrðina, sáttmálana, lög-
gjöfína, helgihaldið og fyrirheitin.
Þeim tilheyra og feðumir, og af
þeim er Kristur kominn sem mað-
ur, hann sem er yfir öllu, Guð,
blessaður um aldir alda. Biðjum því
Jerúsalem friðar á nýju ári.
INGI ELDJÁRN,
Frostafold 14,
Reykjavík.
Víkveiji skrifar
Uppriijun á fréttum fyrri tíðar
er oft fróðlegt og stundum
skemmtilegt lesefni fyrir blaðales-
endur. Slík upprifjun er hins vegar
vandasöm. Fyrir kemur, að sagt er
frá atburðum, sem gerðust fyrir
nokkrum áratugum, sem hafa að
geyma slæmar minningar fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur. Þetta eru
atburðir, sem heyra til liðnum tíma,
eiga ekkert erindi við nútímann og
valda einungis sársauka og leiðind-
um fyrir þá, sem hlut áttu að máli,
atburðir, sem þeir vilja helzt
gleyma.
Slíkir atburðir vora rifjaðir upp
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
fyrir rúmri viku, þegar vikið var
að verkum svonefnds „Náttfara"
fyrir fjölda mörgum árum. í upprifj-
un af þessu tagi birtist tillitsleysi
gagnvart fólki, sem lifað hefur eðli-
legu lífi um langt árabil og samfé-
lagið á ekkert sökótt við. Hér er
auðvitað um hugsunarleysi að ræða,
sem full ástæða er til að biðja þá,
sem hlut eiga að máli velvirðingar á.
Raunar er vaxandi tillitsleysi
fjölmiðla gagnvart einstakl-
ingum mikið umhugsunarefni. Um-
Qöllun fjölmiðla hér um einkalíf
fólks er að vísu ekki komin á það
stig, sem þekkt er í öðram löndum
en að mörgu leyti er meðferð fjöl-
miðla á einkamálum fólks enn erfið-
ari í okkar fámenna þjóðfélagi
vegna þess, hvað návígið er mikið.
Menn þurfa ekki að kveinka sér
undan því, þótt hart sé að þeim
sótt vegna skoðana þeirra eða gerða
í t.d. opinberu starfi eða starfi, sem
unnið er í augsýn alþjóðar. Þeir,
sem á annað borð vilja starfa í sviðs-
ljósinu verða að taka því. Öðru
máli gegnir um einkalíf fólks.
Stundum geta fjölmiðlar valdið
óbætanlegu tjóni, vitandi eða óaf-
vitandi. Þess vegna verður að gera
miklar kröfur til þeirra, sem starfa
við fjölmiðlun um ábyrgð og tillits-
semi.
xxx
Eitt af því, sem er íhugunarefni
í þessu sambandi era nafn-
birtingar vegna afbrota. Morgun-
blaðið hefur haft þá reglu um langt
skeið að falli dómur um tveggja til
tveggja og hálfs árs fangelsi er
nafn birt. Slík nafnabirting veldur
miklum sársauka og sumum finnst
í því felast jafnvel erfiðari refsing
en fangelsisvistin.
Eru rök fyrir slíkri birtingu
nafns? Mörgum finnst að svo sé,
ekki sízt þegar um aivarleg afbrot
er að ræða, svo sem fíkniefnasölu
eða ofbeldi. En er kannski ástæða
til að bíða með birtingu nafns þar
til dómur er fallinn í hæstarétti?
Þótt í flestum tilvikum verði litlar
breytingar á dómum í málum, sem
þessum má þó segja, að þar til
dómur er fallinn í æðsta dómstól
landsins hafi ekki verið gert endan-
lega út um mál.
Þess verður vart innan fjölmiðl-
anna að menn segja sem svo: þótt
við birtum ekki nafn munu hinir
gera það. Geta stjórnendur fjöl-
miðla leyft sér slíkan hugsunarhátt?
Auðvitað verður að gera kröfu til
þess, að þeir taki efnislega afstöðu
til málsins en stjórnist ekki af því,
sem þeir halda að aðrir muni gera.